Norðurslóð - 28.09.1994, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ
Kveðja
Jón Emil Stefánsson
Fæddur 4. maí 1902 - Dáinn 5. september 1994
I>ann 10. september sl. var fyrsti og eini heiðursborgari Dalvíkur-
bæjar til moldar borinn. Hann hét Jón Emil Stefánsson og starf-
aði sem húsasmiður á Dalvík um hartnær hálfrar aldar skeið. Hús
lians setja svip á bæinn og rísa þar hæst Dalvíkurkirkja, íþrótta-
húsið og viðbyggingin við gamla skólann. Fyrsta húsið sem hann
byggði var Hvoll þar sem hann bjó síðan. Eftir að liann fluttist á
Dalbæ var Hvoli breytt í byggðasafn.
Jóns var minnst á bæjarstjórnarfundi þar sem forseti bæjarstjórnar,
Svanfríður Jónasdóttir, vitnaði ma. í viðtal sem birtist hér í Norðurslóð
árið 1978 „þar sem hann lítur yfir farinn veg, sáttur við Guð og menn
og segist hafa hlotið sem ævistarf iðn sem hann hafi líklega verið
náttúraður fyrir og alltal' unnið sér til ánægju. Hann naut þess að
fylgjast með og eiga svo drjúgan hlut að því að Dalvík breyttist úr
fátæklegu þorpi í myndarlegan bæ, svo notuð séu hans eigin orð, en
auk þess að byggja eða eiga hlut að byggingu 50 húsa á Dalvík og í
SvarfaðardaL.þá var Jón veitustjóri hér á fjórða áratug og vann við að
leggja fyrstu vatnsveituna. Bæjarbúar hafa sýnt aðþeir kunnu að meta
uppbyggingar- og brautryðjendastörf Jóns E. Stefánssonar, en á fundi
bæjarstjómar Dalvíkur þann II. september 1980 var hann kjörinn
fyrsti heiðursborgari Dalvíkur."
Bæjarstjórn samþykkti að taka að sér að sjá um útför Jóns og fór
hún fram í Dalvíkurkirkju, sr. Svavar A. Jónsson jarðsöng.
Hinn 10. september síðastliðinn
var Jón Etnil Stefánsson, trésmiður
og heiðursborgari Dalvíkur, best
þekktur sem Jonni í Hvoli, jarð-
settur frá Dalvíkurkirkju að við-
stöddu fjölmenni.
Trúlega hefur enginn maður
sett meiri svip á Dalvíkurbæ en
Jonni, bæði sem eftirminnilegur
persónulciki og með verkum sín-
um: byggingum, bæði stórum og
smáum.
Eg kynntist Jonna sem strákur
heima á Jarðbrú, en þau kynni áttu
eftir að verða enn nánari þegar ég
vann á sumrum í vinnuflokki hans
að byggingum á Dalvík, í Svarf-
aðardal og raunar einnig utansveit-
ar, þá nemi við Menntaskólann á
Akureyri.
Margt kentur í hugann er ég
hugsa til Jonna nú, þegar hann er
allur, og fæst af því kemst hér á
blað. Efst í huga mér er þakklæti
fyrir að hafa átt þess kost að kynn-
ast honum, bæði sem yfirmanni og
utan vinnu. Jonni var góður verk-
stjóri Ijörugra stráka, sem á stund-
um voru dálítið óstýrilátir og há-
vaðasamir og höfðu í frammi ýmis
prakkarastrik. Þeim reiddist hann
aldrei, - þótt mér finnist nú, þegar
ég lít til baka, full ástæða til. Eg
minnist |ress til dæmis þegar við
vorum að líma texplötur upp í loft
Dalvíkurskóla að ég setti lím á
tröppuna þar sem Jonni sat við
verk sitt. Ekki tók hann eftir því
þegar hann fór niður, en límið sat í
buxunum hans. Eg bjó þá hjá hon-
um í Hvoli, þar sem sú mæta kona,
María Sigurjónsdóttir, var ráðs-
kona hans. Þar var ég líka í fæði og
ekki get ég neitað því að ég beið
ress með nokkurri eftirvæntingu
að Jonni stæði upp frá borðum.
Ekki er að orðlengja það að þegar
Jonni stóð upp fylgdi stóllinn með,
límdur við sitjandann á honum.
Það mun hafa verið auðséð á
svipnum á mér að eitthvað vissi ég
um ástæðuna, en hið eina sem
Jonni sagði var: „Er þetta eftir þig,
Hænsnó?" og hló við, en því nafni
nefndi hann mig oftast. - Hænsa-
Þóris saga hafði fyrir stuttu verið
lesin í útvarpi og nærtækt var að
tengja mig þessum forna nafna
mínum.
Það var gott að vinna með þeim
félögunum, Jonna, Tona Sigur-
jóns, Sveini í Efstakoti og Bjössa
frá Hóli. Þeir urðu allir meira og
minna fyrir hrekkjum okkar strák-
anna, og ekki man ég til þess að
við þægjum skammir að launum,
hvort heldur við negldunt rand-
saumaða skó Tona við stillansinn
án þess hann tæki eftir eða ríg-
negldum kaffitösku Sveins við
uppsláttinn svo liann var óratíma
að losa hana.
Jonni hafði gott lag á að halda
okkur að verki og verkstjórn hans
var okkur góður skóli. Hjá honum
lærði ég síst minna en í skólanum,
þótt á öðrum nótum væri, því hann
lét okkur bera ábyrgð á verkum
okkar, þótt hann liti eftir því að allt
væri í lagi.
I flokki hans voru gjarna skóla-
strákar, sent voru að vinna fyrir
skólakostnaði næsta vetrar, en
einnig aðrir, sem ekki síður voru
sprelligosar og fundvísir á prakk-
arastrik en hafa nú lagt allt slíkt á
hilluna og eru ráðsettir borgarar,
bæði innan lands og utan.
Eg býst við að hugur Jonna hafi
staðið til frekara náms en hann átli
kost á og því hafi liann viljað
greiða götu námsmanna með því
að taka þá í vinnuflokkinn sinn.
Hann lét okkur skólastrákana jafn-
an í sérstök verk, sem drýgðu tekj-
urnar, til dæmis við að hreinsa
skolpræsi í næturvinnu. Hann var
þá veitustjóri á Dalvík og þurfti að
sjá um allar aðveitu- og fráveitu-
lagnir. Skolpræsahreinsunin var
auðvitað engin óskavinna, en laun-
in fyrir hana komu sér vel og það
vissi Jonni. Addi bróðir hans var
þá gjarna með í verki og oft var
glatt á hjalla „í skolpinu", því Addi
var glettinn eins og Jonni og hafði
gaman af uppátækjum okkar.
Af ofanrituðu má ætla að Jonni
hafi verið einkar lundgóður maður,
og víst var hann það. Eg man varla
eftir að hann hafi skipt skapi. Þó
varð okkur einu sinni eilítið sund-
urorða út af því að hann lánaði
ntig, og raunar fleiri stráka, í síld-
arvinnu að okkurforspurðum. Eitt-
hvað snuggaðist í mér og við yrt-
um ekki Itvor á annan lengi dags.
Við vorum þá að vinna að hús-
byggingu sem ég held að Jonni
hafi talið með þeim erfiðari: fisk-
verkunarhús Aðalsteins Loftsson-
ar. Húsið er á tveimur hæðum og
steypt plata milli hæða, gríðarlega
járnbent og með steyptum bitum
járnbentum í plötu svo hólf verða
milli. A einum stað þurfti að klippa
gat í járnalögnina fyrir op inilli
hæða. Við strákamir vorum orðnir
slíkir „sérfræðingar" Jonna í jáma-
lögnum að hann treysti okkur fyrir
lögnum eftir teikningum. Það var
því raunar okkar verk að klippa
gatið, en þar sem stirð voru sam-
skiptin milli stráka og meistara yrti
Jonni ekki á okkur en tók sjálfur að
klippa og kepptist við. Sem gatið
er komið verður honum litið á
teikninguna og sér þá að það er í
röngu hólfi. Þá sagði Jonni, sem
lengi var í minnum haft: „Hana,
æi, Hænsnó, komdu og hjálpaðu
mér!“ Þar með var ísinn brotinn og
allt ósamkomulag gleymt. Við
bættum svo gatið í sameiningu og
klipptum nýtt á réttum stað.
Fjölmörg íbúðarhús á Dalvik og
stærri byggingar eru verk Jonna og
flokks hans. Auk fyrmefnds fisk-
verkunarhúss má nefna Dalvíkur-
kirkju og íþróttahúsið/Víkurröst.
Bæði þessi hús voru erfið í bygg-
ingu, en þeim skilaði Jonni með
sóma eins og hans var von og vísa.
I Svarfaðardal byggði Jonni
mörg íbúðar- og útihús og einnig
heimavistarskólann á Húsabakka.
Þar bjó vinnuflokkurinn í tjöldum
þegar eldra húsið var byggt og oft
var þar glatt á hjalla að loknum
vinnudegi - og raunar í vinnunni
líka. Eg var þá stráklingur heima á
Jarðbrú og það var ekki laust við
að ég öfundaði þá sem unnu á
Húsabakkanum og varð oft litið
úteftir þegar við vorum að heyja á
Sléttunum, norðurtúninu á Jarð-
brú.
Jonni vann einnig að byggingu
liins nýstárlega húss Gunnars
Gunnarssonar, rithöfundar, á
Skriðuklaustri, og rifjaði gjarna
upp minningar þaðan.
Sent ég sat í kirkjunni við útför
Jonna riijuðust upp fyrir mér ýnris
atvik frá byggingu hennar, til
dæntis þegar við vorum að korna
altaristöflunni fyrir. Hún var býsna
þung og erfið í vöfum og ég held
okkur hafi hrokkið orð af munni,
sem ekki hæfa slíkum stað, hvað
ég vona blessað almættið hafi
nSparisjóður Svarfdæla
Dalvík - Árskógi - Hrísey
sendir Út-Eyfirðingum til sjós og
lands bestu kveðjur og þakkir fyrir
traust viðskipti á sumri því sem senn
er liðið í aldanna skaut
Nú er komið hrímkalt haust
og horfin sumarblíða
en sjá Sparisjóðnum eru engin árstíða-
skipti, þar er jafnan hlýju að mæta
Viðskiptavinir,
gerið svo vel
að ganga í bæinn!
Sparisjóður Svarfdæla
Dalvík 61600 - Árskógi 61880 - Hrísey 61785
löngu fyrirgefið. En upp fór hún og
ég veit ekki hvort hún hefur verið
tekin niður síðan.
Jonni var víkingur til verka,
metnaðarfullur, útsjónarsamur og
verklaginn. Hann fékk þrátt fyrir
allt ekki fullnægt athafnaþörf sinni
til fulls með stórbyggingum á Dal-
vík og í Svarfaðardal. Brúasmíði -
stórbrúasmíði - var draumur hans.
Þegar hann fór eitt sinn með
vinnuflokkinn í skemmtiferð aust-
ur í Herðubreiðarlindir hafði hann
orð á því, þegar við fórum yfir
brýrnar á Jökulsá á Fjöllunt, að
gantan hefði nú verið að byggja
þær þessar. Hann hefði verið í ess-
inu sínu við smíði stórbrúnna á
hringveginum yfir stórárnar sunn-
an jökla, eða annarra, enn stærri.
Skoðanir hafði Jonni fastmót-
aðar á flestu því sem bar á góma í
samræðum, en einsýnn var hann
ekki. Þegar bygging safnaðar-
heimilis við Dalvfkurkirkju var
ákveðin, hygg ég að Jonni ltafi
verið vantrúaður á að slík viðbygg-
ing við kirkjuna gæti farið vel.
Þegar honurn voru sýndar teikn-
ingar skipti hann þó um skoðun og
þótti vænt um þegar hann var feng-
inn til að taka fyrstu skóflustung-
una að því húsi. Hann hafði orð á
því við mig eitt sinn þegar ég leit
inn til hans í Dalbæ, að vel færi
safnaðarheimilið við kirkjuna.
Jonni var skemmtilegur sögu-
maður og hafði glöggt auga fyrir
því spaugilega. Hann sagði okkur
margar sögur af ýmsum Dalvík-
ingunt, lífs og liðnum, og hermdi
þá gjaman eftir þeim. Allt var það
græskulaust og gaman höfðum við
af - og hann h'ka, sem og hinir
smiðimir. Það var engin lognmolla
yfir vinnuflokki Jonna, en verkin
gengu vel, krydduð gáska og
hrekkjum.
Lífið var Jonna enginn dans á
rósum. Konu sína, Fanneyju Stef-
aníu Bergsdóttur frá Hofsá og barn
þeirra, missti Jonni eftir stutta
sambúð. Hann kvæntist ekki aftur,
en fékk sem ráðskonu Maríu Sig-
urjónsdóttur, sem áður er getið.
Hún stóð myndarlega fyrir heimil-
inu meðan bæði héldu heilsu. Síð-
ustu árin var Jonni í Dalbæ, og þar
býr María nú, öldruð orðin en vel
em. Stefán, faðir Jonna, bjó hjá
þeim í Hvoli þar til hann dó. Þar
ólst einnig upp fósturdóttir Jonna,
Elín Skarpéðinsdóttir.
Nú hýsir Hvoll stórmerkt
byggðasafn þar sem getur að líta
muni bæði úr Svarfaðardal og af
Dalvík. Jonni seldi húsið til þess
brúks, og hefi ég fyrir satt að verð-
ið hafi ekki verið ýkja hátt.
Síðustu árin var heilsa Jonna
tekin að bila og sjónin döpur svo
Itann gat ekki lesið, en tengdason-
ur hans, Gylfi Björnsson, las inn á
segulband bækur og blaðagreinar,
honum til skemmtunar og fróð-
leiks. Jonni fylgdist því vel með
fréttum og það var honum mikils
virði.
Mér er ntinningin um Jonna
kær og er forsjóninni þakklátur
fyrir að hafa fengið að vera honum
um stund samferða á lífsleiðinni.
Við hjónin sendum þeim sem hon-
um standa næst innilegar samúðar-
kveðjur.
Þórir Jónsson frá Jarðbrú