Norðurslóð - 28.09.1994, Blaðsíða 3
NORÐURSLOÐ —3
Af svarfdælskum rotþróm
Aðeins 6 býli fullnægja
skilyrðum Hollustuverndar
- Spjallað við Arnar Má Snorrason tæknifræðing
Arnar Már Snorrason starfar
sem tæknifræðingur hjá Dalvík-
urbæ. Hann útskrifaðist sem
byggingartæknifræðingur frá
Tækniskóla Islands í maí s.l.
Arnar er maður umhverfisvænn
og fjallaði lokaritgerð hans um
„rotþær og aðra fráveituhreins-
un við íslensk sveitaheimili“.
Meðal annars kannaði Arnar
ástand fráveitumála á bæjum í
Svarfaðardal. Þar kom fram að
enn eiga svarfdælskir bændur
býsna langt í land ineð að koma
frárennslismálum sínum í það
horf sem viðunandi getur talist.
í sem stystu máli varð niður-
staðan sú að í um 60% tilfella, þ.e.
á 28 bæjum, rennur skólp beint og
milliliðalaust út í læki eða opna
skurði. I mörgum tilvikum þar sem
þó er um einhvarja safnþró eða rot-
þró að ræða eru þær allsendis
ófullnægjandi og gera lítið sem
ekkert gagn. Aðeins á 6 bæjum af
47 sem könnunin náði til, eða á
13% bæja í sveitinni, uppfyilir rot-
þró skilyrði Hollustuvemdar ríkis-
ins. Af þessum bæjum eru 29 kúa-
bú en aðeins á 7 þeirra rennur frá-
rennsli úr mjólkurhúsi í einhvers-
konar rotþrær sem ekki eru þó allar
ýkja merkilegar.
Norðurslóð hitti Amar að máli nú
á dögunum til að forvitnast nánar
um þessa „svörtu skýrslu“ hans.
- Þetta er nú svo sem engin
svört skýrsla í þeim skilningi að
Svarfdælingar séu eitthvað meiri
slóðar en aðrir í þessum efnum. I
ritgerðinni tilgreini ég kannanir í 2
öðrum sveitum og þar er niður-
staðan svipuð. Það afsakar hins-
vegar ekki ástandið hjá okkur og
hér þarf hið bráðasta að grípa til
einhverra aðgerða.
En nú hafa Islendingar komist
af rotþróarlausir í rúm þúsund ár.
Verður þetta ekki í lagi hér eftir
sem hingað til?
- Jaaa, það var nú ekki fyrr en á
síðustu öld að menn áttuðu sig á
samhenginu á milli óþrifa og sjúk-
dóma, t.d. kóleru. Fyrsta vatnssal-
emið var tekið í notkun árið 1906
hér á landi en síðan hefur mikið
vatn runnið til sjávar í orðsins
fyllstu merkingu. Vatnsnotkunin
er nú orðin margfalt meiri en áður
var.
En hvaða skaði hlýst af opnu
frárennsl i frá hœjum?
- Af því stafar náttúrulega ým-
issi mengun, bæði lyktar- og sjón-
mengun. Hætta er á jarðvegs- og
grunnvatnsmengun og truflun á
lífríki. Þá er af þessu smithætta,
t.d. salmonella sem borist getur í
búpening og fólk, og þetta dregur
að sér meindýr eins og rottur.
Kannski eru það aðallega sápuefn-
in og óhófleg notkun á þeim í
seinni tíð sem mestum skaða veld-
ur og truflun á lífríki. I sápuefnum
ýmiss konar eru bæði fosföt og
köfnunarefni sem virka eins og
áburður og auka m.a. á þörunga-
gróður. Þar með er komin af stað
röskun á lífkeðjunni sem erfitt er
að sjá fyrir endann á. Hvar eru t.d.
öll hornsílin sem svo mikið var af
hér áður? Eg held að rekja megi
hvarf þeirra til gríðarlegrar aukn-
ingar sápuefna í frárennsli mjólk-
urhúsa í kjölfar tankvæðingar og
rörmjaltakerfa. Eg get að vísu ekki
sannað neitt en ég hef þetta svona
á tilfinningunni.
En er ekki flókið og kostnaðar-
samt að setja niður rotþró?
- Hollustuvernd hefur gefið út
nákvæmar leiðbeiningar um
hvemig standa eigi að málum með
niðursetningu rotþróa. Þróin sjálf
Safnþró 4%
Þannig skiptast úrræði svarfdælskra
bænda í frárennslismálum sam-
kvæmt könnun Arnars.
Þarna er greinilega mál sem bænd-
ur í „fegursta dal á íslandi" þurfa
að taka til gagngerrar endurskoð-
unar. Það eru fleiri en Arnar þeirr-
ar skoðunar að óheft frárennsli frá
íbúðarhúsum og ekki síst mjólkur-
húsum geti valdið og hafi nú þegar
valdið töluverðum umhverfis-
spjöllum hér.
Látum svo lokaorð ritgerðar
Arnars slá botninn í þessa um-
fjöllun:
„Umhverfismái skipta æ nteira
máli í sambandi við ferðaþjónustu
og matvælaframleiðslu. Við mark-
aðssetningu á þessari vöru og
þjónustu skiptir ímynd og hrein-
Rúnar Gylfi Dagbjartsson í tækjasalnum að Böggvisstöðum.
Mynd: -ÞH
Líkamsrækt að
Böggvisstöðum
Arnar í fjösinu heima á Völlum.
kostar um 80.000 krónur en svo er
náttúrulega misjafnt hvað leggja
þarf í mikinn kosnað við að koma
henni niður í jörðina og leggja
lagnir. I sumum sveitarfélögum
hefur verið farin sú leið að sveitar-
félagið sjálft hefur greitt hluta
kostnaðarins, kannski jarðvinnuna
ellegar sjálfa þróna, en hver og
einn bóndi hefur borgað afganginn
af dæminu. Gerð hafa verið alls-
herjarútboð í þessi verk og þannið
náðst hagkvæm tilboð.
Er einhver hreyfing á þessum
málum í Svatfaðardalshreppi?
- Eg hef svo sem rætt þetta við
oddvitann og hann hefur látið að
því liggja að þessi mál séu á borð-
inu og þeim verði að fara að sinna.
Hér látum við spjallinu lokið.
Mynd: hjhj
leiki landsins miklu máli. Hrein og
ósnortin náttúra er verðmæt og
ómetanleg. Omengað umhverfi þ.á
m. lækir, ár og vötn eru náttúru-
auðlindir sem seint verða að fullu
metnar. Aðgát skal höfð í nærveru
sálar segir máltækið og það á einn-
ig við um náttúruna. Staðreyndin
er sú að það að setja niður rotþró
kostar peninga, þó rotþróin gefi lít-
ið af sér í samanburði við kýrnar,
mun hún þó síðar verða til að skila
tekjum og þá í fornti vöru og þjón-
ustu. Við megum engan tíma
missa og því ættu allir að vinna
sameiginlega að því að koma frá-
rennslismálum, jafnt frá híbýlum
manna sem og dýra, sem fyrst í
viðunandi horf.“
hjhj
Gamlir starfsmenn sem unnu í
loðdýrabúinu að Böggvisstöðum
hafa orð á því nú að þar sé æði
margt öðruvísi en áður var. Það
er búið að þrífa út í öll horn,
mála hátt og lágt og fylla neðri
hæðina af tækjum og tólum til
líkamsræktar. Og um núðjan
september voru herlegheitin
opnuð fyrir almenning.
Það eru þau hjónin Bergljót
Snorradóttir og Rúnar Gylfi Dag-
bjartsson sem standa fyrir því að
glæða gamla minkabúið nýju lífi.
Faðir Bergljótar, Snorri Snorrason
skipstjóri, keypti húsið og hugðist
koma þar upp ígulkerjavinnslu.
Ekkert varð úr því og í vor hófust
þau hjónin handa við að gera neðri
hæðina að líkamsræktarstöð, en á
efri hæðinni hafa þau innréttað sér
íbúð.
Rúnar Gylfi er enginn nýgræð-
ingur í líkamsræktinni því hann
hefur stundað hana frá því hún sló
fyrst í gegn hér á landi árið 1979.
Hann mun sjálfur leiðbeina fólki
sem vill byggja upp þrek með að-
stoð tækja og er vel á veg kominn
með að fylla gömlu fóðurstöðina
af tækjabúnaði.
I öðrum sal er búið að setja
mjúka mottu á gólfið, spegla á
veggi og hátalara þannig að þar er
hægt að stunda þolfimi. Að sögn
Gylfa er aðsóknin mest í þann sal
fyrst um sinn og margir hafa sýnl
þvf áhuga að stunda fitubrennslu,
enda veitir kannski ekki af hjá
sumuml. Þarna verður boðið upp á
allar nýjustu aðferðir við að ná af
sér spikinu: þolfimi, pallaleikfimi
ofl. Svo verða sérstakir tímar fyrir
Knattspyrna:
Strákarnir mörðu það
- Dalvíkingur í unglingalandsliðinu
Það fór skár en á horfðist um
tíma fyrir meistaratlokki karla í
knattspyrnu. Með því að sigra
Fjölni í mikilli flugeldasýningu í
síðasta leik tókst þeim að forðast
fall niður í 4. deild og leika því
áfram í 3. deild að ári. En
kvennaliðið féll í 2. deild eins og
við mátti búast.
Það leit raunar ekkert gæfulega
út hjá karlaliðinu í leiknum gegn
Fjölni. Heimamenn komust að
vísu í 2-0 og í hálfleik var staðan 2-
1. En snemma í síðari hálfleik
skoruðu gestimir tvö mörk og
ástandið ekki beint glæsilegt því
Dalvíkurliöið varð að vinna til að
halda sér uppi. Og þá skipti liðið
um gír. Mörkin komu hvert af öðru
og þegar upp var staðið höfðu ver-
ið skoruð tíu mörk í leiknum sem
fór 7-3, Dalvík í vil. Þungu fargi
var af mönnum létt og liðið hafn-
aði í 7. sæti deildarinnar.
Knattspyrnumenn af báðum
kynjum héldu að vanda uppskeru-
hátfð að lokinni leiktíðinni og fór
hún fram í Víkurröst. Þar var Jón
Örvar Eiríksson kosinn besti leik-
maður meistaraflokks karla. Hjá
konunum var Aðalheiður Reynis-
dóttir kjörin best í meistaraflokki,
en sú efnilegasta taldist vera Ás-
laug Hólm Þorsteinsdóttir.
Það er mál manna að margt búi
í Dalvíkurliðinu um þessar mundir
og það gæti verið til alls líklegt á
næstu árin ef rétt er á haldið. Gott
starf í yngri flokkunum er farið að
skila sér eins og sást í lokaleiknum
þar sem ungur piltur, Heiðar Sigur-
jónsson, skoraði tvö mörk. Pillur-
inn sá er raunar kominn í landslið
pilta undir átján ára aldri sem tók
þátt í móti unglingaliða í Slóvakíu
í síðustu viku. Er hann fyrsti Dal-
vfkingurinn sem leikur í því lands-
liði, en Sigurbjörn Hreiðarsson lék
með piltalandsliðinu undir 16 ára
aldri þegar hann bjó á Dalvfk fyrir
nokkrunt árum og nú er Þorleifur
Árnason í því liði, að vísu undir
merkjum KA en liann lék hér á
Dalvík þangað til í sumar.
Björn Friðþjófsson formaðui'
UMFS sagði að septembermánuð-
ur væri yfirleitt frekar rólegur hjá
félaginu, en nú væru að hefjast æf-
ingar í körfubolta og innanhúss-
knattspymu. „Meistaraflokkurinn í
körlubolta verður áfram í 2. deild-
inni, en í fyrsta sinn í vetur sendum
við lið í yngri flokkunum í íslands-
mótið. Við verðum einnig með æf-
ingar í frjálsum íþróttum. Og svo
bíða allir spenntir eftir nýju sund-
lauginni og þeim möguleikum sem
þar bjóðast,“ sagði Björn.
I framhaldi af því má geta þess
að hér á árum áður var svarfdælskt
sundfólk vel gjaldgengt á sund-
mótum, í það minnsta í héraði, ef
ekki á landsmótum. Það er reynsla
annarra bæjarfélaga sem byggt
hafa nýjar sundlaugar að þær eru
mikil lyftistöng sundmennt unga
fólksins. Vonandi verður svo einn-
ig á Dalvík. -ÞH
þær sem orðnar eru eldri og vilja
stunda frúarleikfimi. Eftir púlið er
svo hægt að slaka á í sturtu og
sauna, en ljósalampar koma ef til
vill seinna.
Gylfi segist hafa tekið upp sam-
starf við Vaxtarræktina á Akureyri
sem sendir honum leiðbeinendur í
þolfimina og hann hyggst líka
bjóða upp á júdóæfingar ef næg
þátttaka verður. I framtíðinni von-
ast hanij til að geta ráðið kennara á
staðnum.
Blaðamaður spyr hvort hann
óttist ekki ófærðina þegar fer að
snjóa, en hann gerir ekki mikið úr
henni. „Það þyrfti aðvísu að hækka
veginn á kafla, en ég vona að bær-
inn moki hingað upp eftir. Annars
setja Dalvíkingar ekki svoleiðis
smámuni fyrir sig,“ segir Rúnar
Gylfi. “ " -ÞH
Aldraðir:
Vetrarstarfið
að hefjast
Félagsstarf eldri borgara á Dal-
vík og nágrenni hefur færst í
aukana undanfarin ár og sl.
laugardag hófst vetrarstarf Fé-
lags aldraðra með samkomu í
Dalvíkurskóla. Framundan er
heilmikil dagskrá hjá félaginu en
starfssvæði þess er Dalvík,
Svarfaðardalur, Árskógsströnd
og Hrísey.
Eins og á síðasta ári verður boð-
ið upp á söngælingar undir leið-
sögn Maríu Gunnarsdóttur tón-
menntakennara sem hefur æft
nokkurn hóp félagsmanna í kór-
söng. í fyrra voru æfingar tvisvar í
mánuði og til stendur jafnvel að
fjölga æfingum ef áhugi er fyrir
því. Þá verða þau Gunnar Björg-
vinsson og Margrét Brynjólfsdóttir
áfram með danskennslu fyrir fé-
lagsmenn. Ekki þarf að tjölyrða
um það hversu mjög reglulegar
söng- og dansæfingar auka lífs-
gæðin. Söngurinn er sagður besta
meðal gegn streitu sem til er og
dansinn einhver hollasta hreyfing
sem völ er á fyrir fullorðna.
Stjórn félagsins hefur í athugun
að koma á fleiri námskeiðum ef
áhugi er fyrir hendi og er námskeið
í tréskurði til sérstakrar skoðunar.
Ætlunin er að koma saman hálfs-
mánaðarlega og spila á spil eða
bingó, lesa upp og gera sér annað
til skemmtunar. Slundum verða
þessar skemmtanir blandaðar
fræðslu og fagfólk fengið til að
kynna ákveðin málefni, svo sem
sjúkraþjálfun, félagsráðgjöf ofl.
Skemmtanirnar verða í Dalvík-
urskóla hinum nýja annan hvorn
laugardag kl. 14 en hina laugar-
dagana verður sungið og dansað í
gamla skólanum á Dalvík. Þó er
reiknað með að einn af fyrstu fund-
unum verði haldinn í Hrísey.
Svo verða fastir liðir í vetrar-
starfinu að sjálfsögðu á sínum
stað: litlujól, árshálíð og jafnvel
þorrablót. (Fréttatilkynning)