Norðurslóð - 28.09.1994, Blaðsíða 6
Svarfdælsk byggð & bær
TÍMAMÓT
Hjónavígslur
Þann 20. ágúst voru gefin saman í Dalvíkurkirkju þau Guðmundur
Þorbjörn Júlíusson og Aslaug Valgerður Þórhallsdóttir, til heim-
ilis að Miðtúni 3, Dalvíkur.
Þann 10. september gengu í hjónaband þau Jónas Baldursson og
Sveinbjörg Kristjana Helgadóttir, Smáravegi 4, Dalvík. Athöfn-
in fór fram í Dalvíkurkirkju, en sr. Svavar A. Jónsson gaf bæði
hjónin saman.
Afmæli
Þann 10. september sl.
átti 70 ára afmæli Sig-
urlaug Sveinsdóttir,
Karlsbraut 13, Dalvík.
Þann 30. september nk.
verður 70 ára Valdís
Jóhannsdóttir, Bjark-
arbraut 15, Dalvík.
Norðurslóð árnar heilla.
Andlát
Þann 23. ágúst sl. lést Sigfúsína Kristín Arn-
grímsdóttir. Kristín fæddist þann 6. júní árið
1905, dóttir hjónanna Ingigerðar Sigfúsdóttir
og Arngríms Jónssonar. Hún ólst upp í Jarð-
brúargerði í fæðingarsveit sinni. Svarfaðardal,
og átti þrjá bræður, þá Jón, Björn og Snorra. Þá
átti hún þrjár systur, þær Önnu, Svanbjörgu og
Guðrúnu. Þau eru öll látin.
Eiginmaður Kristínar var Jón Baldvin Sig-
urðsson frá Þorleifsstöðum í Svarfaðardal. Þeirra böm eru: Sigrún,
Asdís, Gunnþóra Anna, Ingunn Lilja, Sveinn Heiðar, Ingigerður
Lilja, Arngrímur og Gunnar. Öll lifa þau móður sína nema Ingunn
Lilja sem lést á fjórða aldursári.
Kristín var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 31. ágúst.
Þann 17. september andaðist á heimili sínu,
Hreiðarsstaðakoti í Svarfaðardal, María Sig-
urlína Arngrímsdóttir.
María fæddist á Skarði í Glerárþorpi 20. maí
1924. Hún varð kona Sigtryggs Guðjóns Sig-
urðssonar á Hjaltastöðum f Skíðadal. Þar
bjuggu þau til þess er hann fórst í snjóflóði á
Þorláksdag 1955. Börn þeirra eru: Jóhann,
Elfn. Sumarrós og Ingibjörg.
María varð sambýliskona Sigurðar Eiðssonar frá Ingvörum.
Tóku þau saman upp úr 1960 og hófu búskap á Hreiðarsstaðakoti.
Börn þeirra eru: Ófeigur, Júlíus, Eiður og Sigurgeir.
Útför Maríu fór fram í Dalvíkurkirkju mánudaginn 26. septem-
ber, en jarðsetningin að sóknarkirkjunni, Urðum í Svarfaðardal.
FRÉTTAHORNIÐ
SlINDI.AUCIN NÝJA er óðum að taka á sig endanlega mynd og samkvæmt
áreiðanlegum heimildum er stefnt að því að vígja liana með pompi og pragt á
sunnudaginn kemur, 2. október. Á mvndinni sést forstöðumaðurinn, Skarp-
héðinn Pétursson, á laugarbakkanum. Mynd:-ÞH
Nú er að hefjast endurbygging á
húsinu Hafnarbraut 2 norðan
við Bjarg, en bæjaryfirvöld veittu
heimild til þess að húsið yrði tekið
í notkun að nýju. Aður hafði verið
ákveðið að þetta hús skyldi víkja,
en nú hefur þeirri ákvörðun verið
breytt með 3 atkvæðum gegn 2 í
byggingarnefnd.
/
Asama fundi byggingarnefndar
var samþykkt að veita leyfi til
að starfrækslu á fiskbúð í bakhúsi
við Skíðabraut 3 (þar sem Rafvélar
voru til húsa). Sá sem þarna hyggst
opna fiskbúð er Siyurður Krist-
mundsson.
Bryndís Björnsdóttir launa-
fulltrúi á skrifstofum Dalvík-
urbæjar hefur hætt störfum og flutt
sig yfir í sparisjóðinn. Starf hennar
var auglýst og bárust sex umsókn-
ir. A fundi bæjarráðs var ákveðið
að ráða Guðnýju Rut Sverris-
dóttur í starfið.
Nýir bændur eru komnir í Stein-
dyr. Það eru hjónin Hjálmar
Herbertsson og Gunnhildur
Gylfadóttir ásamt sonunum Her-
bert 3ja ára og Jóni Bjarka eins árs.
Fyrri ábúendur Armann Sveins-
son og Erna Fuchs Sveinsson
fluttu í íbúð ungu hjónanna á Dal-
vík en Gunnhildur er ömmubarn
Ernu. Steindyr er ríkisjörð og telst
kvótinn fylgja jörðinni.
s
AYtra Hvarfi fer nú fram skóg-
ræktartilraun á vegum Skóg-
ræktarstöðvarinnar á Mógilsá.
Plantað hefur verið í tvö 300 metra
löng skjólbelti einum 30 mismun-
andi „klónum“ af alaskavíði og er
ætlunin að fylgjast nteð vexti
þeirra til samanburðar við sam-
bærilega tilraun á Suðurlandi. Al-
askavíðirinn þykir hafa gefist mjög
vel í skjólbelti á Suðurlandi og á
nú að skoða hvort slíkt hið sama
gildi ekki hér. Að sögn Jóhanns
Ólafssonar bónda hefur Skógrækt
ríkisins verið að auka þjónustu
sína við Norðlendinga og er nú
komin með fastan skógræktarráðu-
naut sem aðsetur hefur í Búgarði á
Akureyri. Sá heitir Brynjar
Skúlason. Jóhann á Hvarfi er at-
hafnasamur skógræktandi og hefur
plantað 20.000 plöntum á undan-
förnum 11 árum í Hvarfinu. A síð-
ustu jólum hjó hann sitt fyrsta jóla-
tré úr skóginum við mikinn fögnuð
fjölskyldunnar. Það var fura og
segir Jóhann fleiri slík í uppvexti
hjá sér.
Leikfélag Dalvíkur hefur hafið
æfingar á söngleiknum Land
míns föður eftir Kjartan Ragnars-
son með tónlist eftir Atla Heimi
Sveinsson. Þetta er stríðsáragrín
þar sem lýðveldishátíðin á Þing-
völlunt kemur við sögu og þótti því
prýðilega til þess fallið að fagna
afmæli lýðveldisins og leikfélags-
ins. Leikstjóri er Kolbrún Hall-
dórsdóttir sem hefur getið sér gott
orð fyrir söngleikjauppsetningar
víða um land, en um tónsprotann
heldur Gerrit Schuil. Sýningin er
geysifjölmenn og allt að fjórða tug
rnanna á sviðinu samtímis, þám.
sex manna hljómsveit. Frumsýn-
ing hefur verið ákveðin 4. nóvern-
ber.
Svarfdælingamótið verður að
vanda haldið í Raykjavík laug-
ardaginn 12. nóvember, en ekki er
enn búið að velja því stað. Verður
mótið betur auglýst hér í blaðinu í
október.
NÝR SLÖKKVILIÐSBÍLL var afhentur sl. laugardag, en liann er smíðaður í
Olafsfirði. Á mvndinni má sjá Sigurð Jónsson slökk\ iliðsstjóra ásamt bíla-
smiðunum í Múlatindi, feðgunum Sigurjóni Magnússyni og Magnúsi Sigur-
steinssyni. Mynd: -ÞH
MÁ ÉG KYNNA?
Felix Jósafatsson yfirlögregluþjónn við embættisbifreiðina. Mynd:-ÞH
nýjan lögreglu-
varðstjóra á Dal-
vík, Felix Jósa-
fatsson
Það er kominn nýr lögregluvarð-
stjóri á Dalvík. Björn Víkings-
son er hættur og í hans stað hef-
ur Felix Jósafatsson verið settur
í starfið í eitt ár. Hann kom til
starfa í lok ágúst og Norðurslóð
tók hann tali eftir þriggja vikna
dvöl hér í bæ.
Það kom upp úr kafinu að hér er
á ferð Skagfirðingur, fæddur fyrir
41 ári að Húsey, skammt frá
Varmahlíð. Þar ólst hann upp en
kom átján ára gamall á Árskógs-
strönd til að stunda þaðan sjó.
Hann veiddi fleira en fisk því þar
kynntist hann konunni sinni, Bald-
vinu Guðrúnu Valdimarsdóttur
frá Hauganesi. Þau fluttu inn á Ak-
ureyri þar sem þau hafa búið síðan.
Nú eru þau flutt á Hólaveginn og
búa þar á virkum dögum með
yngsta syninum sem er í grunn-
skóla en auk þess eiga þau dóttur
sem er á leið í háskólanám og tvo
syni í Verkmenntaskólanum á Ak-
ureyri sem koma heim um helgar.
„Eg lærði smíðar á Akureyri og
vann við þær þangað til ég varð
fyrir óhappi. Þá byrjaði ég í lög-
reglunni, það var árið 1977, og hef
verið þar sjðan. Eg var orðinn að-
stoðarvarðstjóri þar þegar ég sótti
um starfið hér.“
- Og þér líkar starfið vel?
„Já, að mörgu leyti, þótt vissu-
lega séu á því bæði dökkar og ljós-
ar hliðar. Það er oft erlitt að þurfa
að grípa inn í á dapurlegum stund-
um, svo sem að koma að þar sem
slys eða voveiflegt dauðsfall hefur
orðið. Einnig er mjög erfitt að
sætta sig við það þegar slys verða á
bömum. En ljósu hliðarnar eru
einnig margar, til dæmis þegar við
þurfum að aðstoða konur við að
komast á fæðingarheintili. Það má
því segja að við komum við sögu í
lífi fólksins frá vöggu til grafar."
- Svo starfið er þá ekki bara
fólgið í því að elta uppi skúrka?
„Nei, það fer sem betur fer
minnihluti starfstímans í það. Eins
og starfsheiti okkar gefur til kynna
ber okkur að þjóna fólki og það
sem gefur |ressu starfi gildi er ein-
mitt aðstoðin við fólk. Á Akureyri
sá ég til dæmis um umferðar-
fræðslu sem mér þótti mjög
skemmtileg og er raunar byrjaður
aðeins á henni hér.“
- En er ekki munur á að starfa í
stærri bœ eins og Akureyri og svo
hér á Dalvík þar sem þú ert oftast
einn á vakt?
„Jú, á Akureyri eru rúmlega 30
manns í lögreglunni og þar er
komin á nokkur verkaskipting. Hér
þarf ég að sinna öllum þáttum
starfsins, þám. rannsóknum saka-
mála þótt við leitum aðstoðar ef
stórmál koma upp. En þetta gerir
starfið fjölbreyttara."
- Og hvernig líst þér svo á þig
hér á Dalvík?
„Mér sýnist mannlífið hér vera
gott. Eg fékk fljótlega að heyra það
að hér væri mikið af ungum öku-
mönnum sem væru stórhættulegir í
umferðinni, en mér sýnist það dá-
lítið orðunt aukið. Þeir eru í það
minnsta ekkert fleiri eða verri en
annars staðar. En það er ýmislegt
sem þarf að taka á í umferðarmál-
um og nauðsynlegt að halda vöku
sinni þar. Eg gerði það mér til
dundurs um daginn að athuga
hvernig væri með bílbeltanotkun
jregar fólk var á leiðinni í vinnuna
og sýndist það heldur slakt. Það
voru um 80% sem ekki höfðu
spennt beltið. Svo vakti það strax
athygli mína hve margir eru á hjól-
um hér á Dalvík. Og því miður
virðist þurfa að brýna fyrir mörg-
um að þeir eiga að hjóla hægra
megin á götunni og nota ljós eftir
að dimmir.“
- En áttu von á því að þú munir
setjast hér að?
„Það er of snemmt að segja til
um það. Mér hefur Iíkað sérlega
vel þessar vikur, en reynslan verð-
ur að skera úr því hvert framhaldið
verður, bæði fyrir mig og bæjar-
búa,“ segir Felix Jósafatsson yfir-
lögregluþjónn.
Og svona í lokin má geta |ress
að lögregluþjónar eiga sér líka
áhugamál utan starfsins. Felix er
þegar byrjaður að syngja bassa-
rödd með kirkjukómum eins og
hann gerði raunar í Glerárkirkju á
Akureyri. Og hann er farinn að
renna hýru auga fram í Hringsholt
því hann er hestamaður, enda varla
á öðru von. maðurinn er Skagfirð-
ingur. -ÞH