Norðurslóð - 28.09.1994, Qupperneq 2
2 _ NORÐURSLOÐ
NORÐURSLOÐ
Útgefandi:
Rimar hf.
Ritstjórar og ábyrgðarmerm:
Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal
Jóhann Antonsson, Dalvík
Framkvæmdastjóri:
Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 96-61555
Blaðamennska og tölvuumbrot:
Þröstur Haraldsson, Dalvík
Prentun: Dagsprent hf. Akureyri
Varanlegur
efnahagsbati?
Að undanförnu hafa verið birtar ýmsar upplýs-
ingar sem benda í þá átt að hagur íslensku þjóð-
arinnar sé að vænkast. Þó afkoma sjávarútvegs sé
mjög mismunandi eftir greinum er ástandið betra
en það hefur verið lengi. Það sem þó veldur óör-
yggi um framhaldið er að veiðar utan landhelgi
vega þar býsna þungt. Veiðiheimildir hafa enn
dregist saman í íslenskri landhelgi og því hafa
veiðar í Smugunni og víðar komið sér vel fyrir
íslenskar útgerðir og þjóðarbúið í heild. Sókn ís-
lenskra skipa á fjarlæg mið er nýlunda hin síðari
ár. Eftir að við höfðum forystu um útfærslu land-
helginnar hér á árum áður virðumst við hafa
dregið úr sókn okkar skipa á fjarlæg mið. Hvort
sem það var meðvitað eða ekki þá fór þetta sam-
an.
Margt bendir til að við séum háð því nú að geta
veitt áfram í hinum og þessum smugum hér á Atl-
antshafinu. Ef smugurnar lokast þá má búast við
efnahagslegum afturkipp, í það minnsta meðan
veiðiheimildir í íslenskri lögsögu aukast ekki. Það
er því nokkurt óöryggi sem fylgir fréttum af batn-
andi þjóðarhag. En við Islendingar eru vanir
svona óöryggi. Þar sem við erum háð duttlungum
náttúrunnar jafn mikið og raun ber vitni þá höf-
um við lært að lifa með óöryggi. Það er hins vegar
erfitt því oftast eyðum við jafnóðum því sem afl-
ast þannig að sveiflurnar koma að fulíu fram.
Afturkippurinn sem verið hefur í íslensku
efnahagslífi var orðinn nokkuð langvarandi og
hefur auðvitað leikið marga grátt. En þrenging-
arnar hafa líka kennt mönnum margt sem á vafa-
laust eftir að skila sér í bættum hag síðar. Fyrir-
tækin hafa hagrætt hjá sér til að lifa þrenging-
arnar af. Atvinnulífið í heildina er búið að ganga í
gegnum breytingar sem á mælikvarða fyrri tíma
telst atvinnuháttabylting. Þetta gildir ekki aðeins
um íslenskt atvinnulíf. Svona breytingar hafa átt
sér stað um allan heim og birst sem afturkippur í
efnahagslífi uin allan hinn vestræna heim.
Nú virðist vera að rofa til víða um heim. En
eftirköst þessarar efnahagslægðar virðast ætla að
verða viðvarandi atvinnuleysi. Atvinnuleysið er
auðvitað afleiðing þessara atvinnuháttabreytinga
sem átt hafa sér stað. Nú þarf æ færri hendur til
að framleiða tiltekið magn af vöru. Vinnuaflsfrek
starfsemi hefur færst til landa þar sem vinnuaflið
er ódýrast. Þó mörgum þyki slíkur tilflutningur
ógeðfelldur þá er hann engu að síður staðreynd og
til hagsbóta fyrir þá sem atvinnan flyst til. Breyt-
ingarnar eru sem sagt víða og víðtækar. Nú þegar
rofar til er mikilvægt að skilgreina þessar breyt-
ingar og notfæra sér batann til uppbyggingar á
þeim sviðum þar sem okkur sýnist framtíðar-
möguleikarnir liggja. Takist okkur vel upp að
þessu leyti verðum við kannski ekki eins háð ýms-
um smuguveiðum.
J.A.
Ævintýri í Afréttinni
Aður var það ei til siðs
að iðka kletta-brallið.
Ungur gekk ég einn míns liðs
upp ú Holárfjallið.
Vandamál í Nónskál
Ég hef nú skrifað fyrir Norðurslóð
einar 6-7 greinar, sem allar tengj-
ast Skíðadalsafrétt á einn eða ann-
an hátt. Nú ætla ég samt að bæta
einni við því hún er dálítið sér á
parti. Sagan gerðist eitt haustið um
miðjan 6. áratuginn, en þá var ég
oddviti Svarfaðardalshrepps
(1954-1962), og mun ég hafa
bendlast við þessa sögu m.a. af
þeim sökum.
Fyrstu göngur í Afréttinni höfðu
farið fram á tilskildum tíma um
helgina í 22. viku suinars. Ekki fer
neinum sögum af þeim öðrum en
því, að gangnamenn í Krosshóls-
fjalli sáu 2 kindur hátt uppí klettum
fyrir botni Nónskálarinnar. Skálin
er laglega sorfinn jökulbolli hátt
uppí fjalli um það bil hálfa vegu
milli Sveinsstaða og Krosshóls.
Gangnamenn (líklega tveir þeir
efstu) reyndu að sjálfsögðu að ná
til kindanna þótt þær væru á
torfærum stað, en þær hreyfðu sig
lítið sem ekkert við hó og köll
gangnamanna eða gelt hunda.
Sneru gangnamenn því frá og
vonuðu, að þessar skepnur sæju að
sér þegar þær væru orðnar nógu
soltnar og þyrstar, og fetuðu sig þá
út úr hömrunum söntu leið og þær
höfðu komið.
Að sjálfsögðu sögðu þeir Stein-
grími Eiðssyni, gangnaforingja, frá
hvernig mál stæðu þar uppi í Nón-
skálarklettum, en Steini sagðist
kannast vel við aðstæður þama,
hann hefði komist í kast við fé þar
uppí klettunum í vorsmölun oftar
en einusinni og oftar en tvisvar, og
það væri ekki heiglum hent að ná
til kinda þar, þegar sá gállinn væri
á þeim. Við þetta varð að sitja,
enda dagur að kveldi kominn og
næstu göngur í Skíðadalsbotninum
eftir tæpa viku.
Fé í sjálfheldu
Vikan sú var l'ljót að líða eins og
tíminn gerir yfirleitt, þegar maður
er ungur og heill heilsu. Heyskapur
hafði gengið stirt þetta sumar og
menn voru enn að reyta saman síð-
slægjuna í vikunni milli gangna.
En nú sá fram úr heyskaparamstr-
inu og hafði verið boðið til dans-
leikjar á Þinghúsinu um komandi
helgi. Fyrst skyldu þó gengnar aðr-
ar göngur í allri sveitinni.
Ekki gerðist neitt frásagnarvert
í þessum Afréttargöngum nema frá
gangnamönnum í Sveinsstaða-
fjalli. Þeir gengu til fjalls hefð-
bundna leið frá gangna-„braggan-
um“, sem þá nýlega hafði verið
reistur á garnla Stekkjarhúshólnum
á Krosshóli. Þeir tóku stefnu beint
til fjalls, eins og venja er upp í suð-
urenda Kálfadals, en þaðan fram
og upp snarbratt, skriðurunnið
„Fjallið" og stefndu á barm Nón-
skálar. Þaðan mundi blasa við
þeim þessi fagurgerða, jökulsorfna
hvilft, sem hefur verið notuð sem
tímaviðmiðun frá Krosshóli í tím-
anna og líklega aldanna rás. Á bak-
við Nónskál Kóngsstaðadalsmegin
er önnur skál, Gloppan og er þunn
egg milli skálanna.
Sveittir og móðir og fullir eftir-
væntingar klöngruðust smalamenn
síðustu metrana upp á skálarbarm-
inn. Og nú blasti skálargeimurinn
við sjónum þeirra. Það fyrsta sem
þeir sáu voru klettakindumar um-
ræddu. Þær voru enn á sama stað á
allbreiðri klettabrík. Sýnilega voru
þessar kindur fastar og stóðu þarna
í svelti og bjargarleysi.
Ég veit nú ekki hvaða tilburði
gangnamenn höfðu í frammi til að
bjarga skepnunum í það skiptið.
Veit heldur ekki hverjir þeir voru.
Víst er það þó, að þeir höfðu engan
útbúnað til að klifra í kletta, hvorki
reipisstúf né skaröxi til að höggva
spor í kletta.
Þeir gerðu því enga alvarlega
tilraun til að nálgast kindurnar. I
þess stað ákváðu þeir að annar
þeirra hlypi, sem mest hann mætti
niður í Bragga og gæfi gangnafor-
ingja skýrslu un stöðu rnála í Nón-
skál. Gangnaforingi, Steingrímur,
var þar kominn, og sögðu þeir hon-
um ótíðindin: Að þarna hátt uppi í
Nónskál sæti fé í svelti, enginn
gæti giskað á síðan hvenær, og
ótrúlegt að það færi þaðan nokkurn
tímann sjálfkrafa úr þessu.
Klettabrallið
Nú var skotið á ráðstefnu þarna
frammí Skíðadalsbotninum og nið-
urstaðan varð sú, að senda hið
snarasta mann á jeppa niður í sveit
til oddvitans og/eða fjallskilastjór-
ans, segja honum málavöxtu og
biðja hann að gera úl bjargarleið-
angur strax. Oddvitinn var ég und-
irritaður. Það var alkunnugt, að ég
hafði gert mér það til gamans að
ganga í brött fjöll og klífa hnjúka.
Mér mundi því vel trúandi til að
sækja þessar kindur. Ég var niðri á
engjum að taka saman síðustu
þurru flekkina, þegar ég fékk þessa
orðsendingu. Ég held að sendi-
maðurinn hafi verið Reimar bóndi
Sigurpálsson á Steindyrum. Það
var liðið fram yfir hádegi og átti að
halda ball um kvöldið á Þinghús-
inugóða.
Ég fékk fiðring í allan skrokk-
inn Þegar ég áttaði mig á viðfangs-
efninu, hugsaði mig lítið um, en
sagði svo við Reimar bónda, að ég
væri tilbúinn að fara með honum
frameftir á stundinni. Okkur fannst
of lítið að við færum tveir, svo
hringt var í Hjalta bónda í Ytra-
Garðshomi, sem reyndist fús til
farar.
Ég fann mér sterkt, grannt reipi
og svo var brunað af stað fram í
Bragga. Við gerðum þar engan
stans en héldum sem skjótast fram-
eftir og klifruðum svo stystu leið
skáhallt suður og upp Krosshóls-
fjall og stefndum á Nónskál. Og
það var ekki um að villast, þama
hátt uppí klettunum voru tveir
hreyfingarlausir, hvítir deplar, fé i
sjálfheldu.
Nú er það svo, að klettarnir fyrir
botni Skálarinnar eru alls ekki
þverhnípt standbjörg, heldur röð af
bröttum flám gerðum úr rauðleit-
um leirsteini, eins til tveggja metra
háum, en á milli eru mjóar, grýttar
syllur. Nú sögðu félagar mínir. að
ég væri foringinn og yrði að
stjórna aðförinni.
Ég þóttist sjá það strax, að best
mundi vera að klifra upp bratta
hlíðina til hægri við klettabeltin,
komast í hæð við „kindasylluna“
og fikra sig svo inn á hana í ró-
legheitum norðan frá og reyna um
leið að gera sér grein fyrir hvaða
leið væri helst fær tilbaka, með
kindumar. Ég þóttist þess fullviss,
að þessa leið, sem ég var nú að
klöngrast, rnundi engin sauð-
skepna fara. Félagamir höfðu
bandið og skyldu fara nokkrum
syllum ofar, þar sem brattinn var
orðinn minni. Ég hélt nú af stað inn
á sylluna og þeir héldu áfram
nokkurn spöl hærra. Bar um stund
leiti á milli, svo hvorugir sáu til
hinna.
Fljótlega sá ég til kindanna, þær
höfðu þokað sér frá mér eins langt
eftir syllunni og þær gátu. Þar
mjókkaði hún og varð öldungis
ófær sauðkindum. En nú sá ég líka
hvaðan þessar ólánsskepnur höfðu
komið í leit sinni að ungum gróðri.
Þær höfðu látið sig renna á rassin-
um ofan af næstu syllu fyrir ofan,
um það bil tveggja metra, snar-
bratta rauðabergsflá, slóðin var
greinileg. Þessar kindur, ær með
gimbur, voru ekki mjög styggar
þegar til kastanna kom, mér tókst
auðveldlega að hremma þær upp
við stórgrýtisurð lengst til vinstri á
syllunni. Síðan leiddi ég ána án
mikilla erfiðismuna þangað sent
slóðin lá upp á næstu syllu. Lamb-
ið fylgdi fast á eftir. Þar ofanvið
biðu félagamir og voru fegnir að
heyra og sjá mig heilan. Við köll-
uðumst á og von bráðar kom snær-
isspottinn skoppandi niður bergið.
Ég seildist til hans, dró hann til
mín og batt hann kyrfilega um
horn ærinnar. Því næst kallaði eg
til þeirra félaga að taka nú í. Þeir
gerðu það rösklega og ég ýtti undir
skepnuna. Því svaraði hún með því
að spyma ógurlega í og stökkva
upp í bergfláann. „Vaðmenn"
fylgdu fast eftir og eftir augnablik
var ærin komin upp í fangið á
þeim. Ekki nóg með það. Þegar
hún stökk upp í bergið var eins og
lambið fengi vængi. Það spann sig
upp bergið með lítilli aðstoð frá
mér, hefur eftir allt saman náð ein-
hverri fótfestu, og var á svipstundu
komið þétt upp að síðu móður
sinnar.
Síðan létu félagar spottann síga
til mín annað sinn til að létta mér
klifrið upp til þeirra. Þarna sátum
við nú saman glaðir í sinni í góð-
viðrinu. Byrjað var að rökkva. Við
athuguðum mark ærinnar og
reyndist hún vera eign Klemenzar
bónda og nágranna okkar í Brekku.
Við slepptum nú mæðgunum og
tókum eftir, að þær stefndu út og
upp hlíðina en ekki niður og áleiðis
heim. En þær vissu hvað þær vildu.
Þarna voru dýjaveitur í urðinni.
Þangað var ferðinni heitið og þar
stóðu þær við hlið, móðir og dóttir,
og þömbuðu fjallavatnið. Loksins
höfðu þær þó drukkið vild sína og
voru reiðubúnar að taka stefnuna
niður og heim á leið, enda birtu
tekið að bregða.
Reyndar vomm við heldur ekk-
ert að flýta okkur burt úr háfjalla-
dýrðinni. Við vissum, að við vor-
um alveg uppundir egg fjallsins.
Okkur fannst því ófært að fara ekki
alla leið upp og sjá hvað hinu-
megin væri. Við klifruðum því upp
þessa fáu metra, sem eftir voru og
komum von bráðar fram á þver-
hnípta fjallsbrún. Þar gaf á að líta.
Langt niðri undir fótum okkar
blasti við augum önnur skál sýnu
meiri en Nónskál, og í henni
glampaði á lítið stöðuvatn. Þetta
var Gloppuskálin á Kóngsstaðadal
og lítið stöðuvatn, Gloppuvatnið.
Þarna hvíldum við okkur litla
stund og létum fjallaloftið seytla
urn sál og líkama og drukkum í
okkur fjallakyrrðina.
Sagan er raunverulega búin. Ekki
veit ég hvorir sælli voru, sauð-
skepnurnar, sem nú voru lausar úr
a.m.k. vikulangri prísund og voru
nú komnar í vatn og gras, eða við
bændumir, sem höfðum lokið
mannúðar- og nauðsynjastarfi og
þóttumst hafa unnið það með
heiðri og sóma. HEÞ.