Norðurslóð - 28.02.1995, Qupperneq 6
Svarfdælsk byggð & bær
TIMAMOT
Skírnir
1. febrúar var Jökull skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru
Lilja Kristinsdóttir (Jónssonar) og Kristján Aðalsteinsson, Hring-
túni 4, Dalvík.
5. febrúar var Tómas Þór skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans
eru Helga Steinunn Hauksdóttir og Þorgils Garðar Gunnþórsson,
Karlsbraut 11, Dalvík.
19. febrúar var Sigríður skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar
eru Steinunn Aðalbjarnardóttir og Hannes Garðarsson, Böggvis-
braut 12, Dalvík.
Afmæli
Þann 24. febrúar
varð 75 ára
Hjörtur E. Þór-
arinsson Tjörn.
Þann 29. febrúar
verður 75 ára
Arni Arngríms-
son Goðabraut 3
Dalvík.
Þann 29. febrúar
verður 75 ára
Laufey
Sigurðardóttir
Mó Dalvík.
Norðurslóð ámar heilla.
Andlát
14. febrúar lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík. Bakhina (iuðmundsdóttir,
Upsum, Dalvík.
Baldvina fæddist á Bakka í Olafsfirði 16.
mars árið 1919, ein af 14 börnum Kristínar
Jónsdóttur og Guðmundar Aðalsteins Sig-
urðssonar. Af þeim hópi eru nú 7 systkini á
lífi, þar á meðal Jón er býr á Litlu Hámundar-
stöðum og Sigurður er býr á Bessastöðum á
Dalvík.
Arið 1948 hóf Baldvina búskap á Akureyri með Páli Guðmunds-
syni frá Skúfstöðum í Hjaltadal, en þau flultu til Dalvíkur árið
1951. Að Upsum lluttu þau síðan árið 1963 þar sem heimili þeima
var í rétt tæpa þrjá áratugi. Þau hjón eignuðust þrjár dætur: Hildi
Hólmfríði, Kristínu Guðbjörgu og Sigríði Rut. Einnig ólu þau upp
fósturson Oskar Gísla Gylfason.
Starfsakur Baldvinu var að stærstum hluta innan heimilis. Hún
var hæglát kona, sem ekki hal'ði mörg orð um sjálfan sig en lagði
allan hug við að sinna öðrum. Gaman hafði hún af handavinnu
hvers konar og saumaði og prjónaði mikið um ævina.
Haustið 1992 fluttu Páll og Baldvina frá Upsum og settust að í
Brimnesbraut 19 á Dalvík. Páll lést í september 1993 og 1. október
það ár flutti Baldvina inn á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, sem varð
heimili hennar til dauðadags.
Baldvina var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 18. febrúar og
jarðsett í Upsakirkjugarði.
17. febrúar lést á Dalbæ, dvalarheimili aldr-
aðra á Dalvík, Gestur Hjörleifsson, fyrrum
organisti og kórstjóri.
Gestur fæddist á Knappstöðum í Fljótum
2l.nóvember árið 1908. Foreldrar hans voru
Rósa Jóhannsdóttir frá Þverá í Skíðadal og
Hjörleifur Jóhannsson frá Ingvörum. 9 af
börnum þeirra hjóna komust upp og af þeim
eru tvær systur á lífi, Snjólaug er býr á Akur-
eyri og Baldvina er býr á Dalvík.
1933 gekk Gestur í hjónaband með eftirlifandi konu sinni Guð-
rúnu Kristinsdóttur frá Ingvörum. Eignuðust þau 6 börn sem eru:
Kristinn Elfar, Lórilei, Þóra, Álfhildur, Sigurbjörg og Kári Baldur.
Þau fluttu í Björk á Dalvík árið 1935 þar sem heimili þcirra hefur
verið æ síðan. Gestur dvaldi á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra, frá
árinu 1991 vegna veikinda sinna, þar sem hann lést 17. febrúar s.l.
Gestur var jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju 25. febrúar.
Starfa Gests að tónlistarmálum er minnst á bls. 3 í þessu blaði.
Jóhann risi kominn á netið
Internetið er hraðbraut framtíðarinnar segja menn «g víst er um að þar
kennir margra grasa. Nýjasti sprotinn á þessu tölvusamskiptaneti er stærsti
maður heims á sínum tíma, Jóhann Péturssun Svarfdælingur, en nú má fá
upplýsingar um hann með því að spyrjast fyrir á Internetinu.
Maðurinn á bak við þettaer Júlíus Júlíusson kenndur við Höfn. Hann er áhuga-
maður um tölvusamskipti og þótti ótækt að Dalvíkur væri hvergi getið þar um
slóðir. Hann safnaði því santan upplýsingum um Jóhann Svarfdæling og fékk svo
styrk frá ferðamálanefnd Dalvíkur til að greiða þann kostnað sem fylgir því að láta
einhverjar upplýsingar standa á netinu.
Það er við hæfi að einn frægasti Dalvíkingurinn fyrr og síðar, sem á sínum tíma
gat sér orð í erlendunt fjölleikahúsum, skuli vera fyrsti Dalvíkingurinn á netinu.
FRETTAHORNIÐ
Þrátt fyrir að markið sé kontið hálft á kaf í snjó, töluverðan hliðarhnlln og fannfergi á vellinum og leiðindaveöur láta
Húsbekkingar það ekki aftra sér frá knattspyrnuiðkan. Mynd: hjhj
Af félagsheimilismálum Svarf-
dælinga er það að frétta að
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur
lagt fram 4 milljónir til bygging-
arinnar sem er framlag sjóðsins
fyrir þetta ár. Að sögn Atla Frið-
björnssonar ræðst framvinda
byggingarinnar nú af því hversu
skarpt Jöfnunarsjóðurinn afgreiðir
framlag sitt en enn mun vanta 13
milljónir upp á þá upphæð. Hvað
næst gerist í byggingarmálum er
ekki ljóst enn en vegna ófærðar
hefur ekki tekist að kalla saman
hreppsnefndina til að taka ákvörð-
un um slíkt en hún verður sjálfsagt
ekki í neinum vandræðum með að
ráðstafa þessunt smámunum næst
þegar fundarfært verður.
Eigendur og umboðsmenn Olís
á Dalvík, hjónin María Jóns-
dóttir og Guðmundur Jónsson.
hafa heldur betur aukið umsvif sín
í dalvískum veitingarekstri. I haust
hófu þau að selja pizzur undir
merkinu Pizza 67 úr söluskála Olís
og nú eru þau búin að færa út þær
kvíar. Þau hafa fengið til liðs við
sig önnur hjón, Sigríði Pálrúnu
Stefánsdóttur og Eyþór Hauks-
son, og tekið á leigu húsnæðið sem
áður hýsti Lúbarinn við Skíða-
braut. Þar hafa þau komið upp
matsölustað sem býður upp á
pizzur og pastarétti, auk hefðbund-
inna kjötrétta, að sjálfsögðu með
viðeigandi drykkjarvörum. Og þau
sinna heimsendingarþjónustu, líka
í nærsveitir Dalvíkur. Búið er að
setja upp neonljós utan á húsið sem
setja dálítinn stórborgarblæ á
Skíðabrautina. Það eina sem
ástæða er til að ergja sig á í þessu
sambandi er að nú er ekki lengur til
neinn Lúbar á Dalvík. Nýi staður-
inn heitir Laufið.
✓
Isama húsi og Laufið hcfur verið
starfrækt gallerí þar sem áður
var rekin saumastofan Gerpla. Að
því standa 18 handverkskonur og
hefur reksturinn gengið framar
vonum að sögn Helgu Árnadótt-
ur sem er ein eigendanna. Rekstur-
inn hófst í september sl. þegar
fimm kvennanna keyptu húsnæði
saumastofunnar, en áður höfðu
þær reynt fyrir sér með galleríi í
Karlsbrautinni. I Skíðabrautinni er
alls konar handverk til sölu,
prjónavörur, keramik, postulín,
saumaður fatnaður og dúkar,
myndlistaverk og skraut- og nytja-
hlutir af ýmsum toga. Eigendurnir
eru allir frá Dalvík þó tvær kvenn-
anna búi í Ólafsfirði og á Akureyri.
Þær hafa stofnað með sér Félag
handverksfólks á Dalvík og hafa á
prjónunum að efna til námskeiða-
halds í húsnæði gallerísins í þeim
greinum handverks sem áhugi
reynist fyrir. Helga segir starfsem-
ina vera í mótun, en óneitanlega
hafi þær auga á ferðafólki sem til
Dalvíkur kemur og í því augna-
miði er staðsetningin við Skíða-
braut afar heppileg.
Bæjarstjórn Dalvíkur samþykkti
í síðustu viku að ganga til
samninga við Heigu Snorradótt-
ur sjúkraliða og Sigríði Sigurðar-
dóttur leikskólakennara um að
þær taki að sér rekstur leikskólans
Fagrahvamms. Núverandi rekstr-
araðilar eru búnir að segja upp
samningnum frá og með 1. júní nk.
Tvö tilboð bárust í reksturinn og
hljóðaði tilboð þcirra Helgu og
Sigríðar upp á 9,6 milljónir króna
en tilboð Þuríðar Sigurðardóttur
og Höllu Steingrímsdóttur sem
báðar eru leikskólakennarar var
1,5 milljónum króna hærra. Jafn-
framt rekstri Fagrahvamms taka
þær Helga og Sigríður að sér umsjá
með gæsluvellinum við Svarfaðar-
braut.
Þorrablótin þar á...
Við ræktun líkams þá
varð nokkur þensla
Það eina þorrablót sem eitthvað kveður að hér um
slóðir á þessum síðustu og verstu tímum er sveita-
blótið svokallaða sem haldið er fyrir innfædda
Svarfdælinga, bæði þá sem enn búa í sveitinni og
hina sem brott eru fluttir og kallast „flæmingjar“
á máli gárunga. Laugardaginn II. febrúar var
þetta margrómaða blót haldið í Víkurröst eins og
tvö undanfarin ár og var þar margt haft til
skemmtunar.
Að vanda bar hæst annálinn sem Sölvi Hjaltason
las með tilþrifum og hafði þá Jóhann Ólafsson og
Hallgrím Einarsson sértil aðstoðar við sönginn. Björn
Þórleifsson lagði annálsriturum lið við hið bundna
mál. I annálnum var m.a. sagt frá hlaupa- og heilsu-
ræktaræði sem heltók Svarfdælinga á síðasta ári og
birtist í almennri þátttöku í Lýðveldishlaupinu og
mikilli aðsókn að heilsuræktarstöðinni á Böggvisstöð-
um þar sem áður var skinnaverkun og fóðurstöð loð-
dýrabús. Jónína húsfreyja á Klængshóli vann sér inn
Ameríkuferð sem kunnugt er fyrir framgang sinn í
Lýðveldishlaupinu og einhverjir gárungar töldu
Hvarfsbóndann hafa stofnað sjálfstætt lýðveldi á
austurkjálka þegar 50 ára lýðveldisfáninn var dreginn
þar að húni.
Allt þetta varð skáldinu, Birni, tilefni þessa kveð-
skapar:
(Lagboði: Hvað er svo glatt)
Það gerist oft að œði fer ttni byggðir
og allir virðast snúast upp á rönd.
Þá vitnað er ífrœgð ogfornar dyggðir
ogfólki halda rarla nokkur bönd.
I vor þáfóru allir út að ganga
og œttjörðinni með því sungu dýrð
og gengu þar til vœtlaði sviti um vanga
en vart skal á það kastað neinni rýrð.
Er tók að vora gerðist lýður lúinn
sem lengstar göngur arkaði hér til lands.
en gekk þó enginn eins og Klœngshólsfrúin
til USA með guðnavjnk til France.
En allt er eins I leikjum stríði og starfi.
Menn störðu og spurðu hvað það gœti þýtt
er nýr reis fáni liátt við hún á Hvaifi.
Hvort liefði bóndinn stofnað ríki nýtt.
Við rœktun It'kams þá varð nokkur þensla
er þustu konur út í líkamsrœkt.
Og nú var hafin frœkin fitubrennsla
þófyndist sumum miða allt ofhœgt.
En vekja mun það ýmsum þunga þanka
er þessar elskur ganga fram í röð
að laga bœði á sér skrokk og skanka
í skinnaverkun eða fóðurstöð.