Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 2
2 - NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð, Svarfaðardal. Fax 466 1554 Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555 Tölvuumbrot: Hjörleifur Hjartarson og Þröstur Haraldsson, Reykjavík Prentvinnsla: Dagsprent hf. Akureyri Af sauðfé Sauðkindin hefur verið óvenjumikið í sviðsljósinu hér á landi að undanförnu eða kannski öllu heldur þeir sem lifa á sauðkindinni; sauðfjárbændur. Lítið hefur þó verið um gleðifréttir af vettvangi sauðbú- skapar, lélegir markaðir, niðurskurður, riðuveiki hér og þar um landið og nú síðast umdeildur búvörusamningur. Sauðbændur og búsmali þeirra hefur um árabil verið einhver vinsælasti blóra- böggull þjóðarinnar sama hversu mjög umræddir bændur hafa reynt að framleiða sparlega, draga saman seglin, herða sultarólina og höggva skörð í hjarðir sínar til að mæta auknu lystarleysi landans á lambakjöti. Nú fyrir skemmstu vaknaði þjóðin svo upp við þær fréttir að lífskjör þessa fólks væru um það bil það lakasta sem þekktist hér á landi og nánast undir sultarmörkum. Þorri landsmanna hristi þá hausinn og hugsaði stundarhátt „Ja, þvílík þrákelkni“. Þeir eru líka ófáir sem ekkert botna í því hvers vegna í ósköpunum bændur í Svarfaðardal eru að hokra með rollur sem ekkert gefa í aðra hönd nema armæðu og látlausan þeytinginn um allar þorpa- grundir, hjarðirnar fátæklegar og margniður- skornar vegna riðunnar sem sífellt vofír yfír þessari voluðu byggð eins og blikandi brandur. Þetta skilur náttúrulega ekki nokkur maður og allra síst þeir sem mæla hamingjuna í krónum og aurum, geyma búpening sinn í bankahólfum og sölna eins og strá á hausti ef bláir geislar tölvuskjánna ná ekki að skína á þá. Það sem þeir munu aldrei skilja er að ást okkar á sauðpen- ingnum á ekki hið minnsta skylt við peningaást þeirra. Ast okkar á sauðskepnunni er fölskvalaus og rómantísk og kemur hagnaðarvon ekki hið minnsta við. Að skera niður sauðfé í Svarfaðardal er nefnilega ekki bara spurning um að skerða lítillega tekjustofn bænda sem hvort eð er lifa á því að mjólka kýr. í okkar augum jafngildir niðurskurð- urinn atlögu að lífí okkar og menningu; því sem gerir þessa sveit frábrugðna öðrum sveitum og við viljum ekki fyrir nokkurn muna þurfa að sjá á eftir. Sauðkindin á hug okkar og hjörtu og sauð- burður, göngur og réttir eru ennþá okkar helstu hátíðisdagar. Ef við ættum okkur skjaldarmerki væri þar mynd af kind, hún er þvílíkt sam- einingartákn fólksins sem þessa sveit byggir. Það var frægt hér um árið þegar sauðlaust var í dalnum að engu að síður voru haldnar réttir í Svarfaðardal og allir mættu og sungu í kalsa- rigningunni eins og ekkert hefði í skorist. Sjónvarpið mætti á staðinn og þjóðin horfði agndofa á þetta stórbilaða fólk í fréttatímanum um kvöldið. Þetta var brandari ársins og menn hristu hausinn lengi á eftir út um allt land. Auðvitað skildi það ekki nokkur maður að það sem hér var á ferðinni var fráleitt nokkur brandari heldur miklu frekar staðföst heitstrenging fólks hér um slóðir að gefast ekki upp þótt móti blési, hollustueiður og ástarjátning til handa sauðskepnunni. Líkast til er ekki nokkur von til þess að aðrir en innbornir fái skilið hjartans einlæga ást okkar á þessum málleysingjum en látum það ekki á okkur fá, höldum okkar striki og kærum okkur kollótt eins og blessaðar kindurnar gera. HjHj Sigvaldi Gunnlaugsson Eftirminnilegur gangnadagur Seinni hluti I síðasta blaði birtum við fyrri hluta frásagnar Sigvalda af göngum í Sveinsstaðaafrétt fyrir nœr þrem aldarfjórðungum. Inn í greinina slœddist heldur ieiðinleg prentvilla þar sem stóð „menn“ í stað „mein“ í vísu Haraldar Zophoníasarsonar um Skíðadal. Reyndar er vísan til í tveim útgáfum og að sögn eru báðar útgáfurnar hafðar eftir skáldinu sjálfu. Sú sem birtist í blaðinu síð- ast virðist þó útbreiddari. Við not- um nú tœkifœrið og birtum hina út- gáfuna sem óneitanlega er full- komnari hvað rímið varðar. Grœddu mein hjá mey og svein. Mjallaifríði salur. Sjónarsteina unun ein ertu Skíðadalur. En höldum þá áfram frásögn- inni. Eftirminnileg nótt Ekki man ég nú hvemig það skeði, en inn í tjaldið fórum við tú- tommunaglamir, held að þeir eldri og hinir raunverulegu gangna- menn hafi sett okkur inn fyrir tjaldskörina til sín, þar sem þeir sáu að við höfðum ekkert athvarf. Þar sátum við og reyndum að láta fara svo vel um okkur sem kostur var á og fylgdumst með því sem fram fór í tjaldinu um kvöldið. Þröngt var þama í tjaldinu og voru menn æði íengi að koma sér sem haganlegast fyrir. Hygg ég, að allir þeir sem komu í Sveinsstaði um kveldið, hafi verið í þessu tjaldi, því ekki varð ég var við fleiri tjöld þar. Er menn höfðu komið sér svona sæmilega fyrir, hófust fjör- ugar umræður urn þessa tíma dæg- urmál og held ég að flest milli himins og jarðar hafi verið tekið til umræðu, þótt umræðan væri nú ekki alltaf hávísindaleg. En allt fór þama friðsamlega fram. Jafnframt umræðunum hóf nú Oddur í Há- nefsstöðum að baka pönnukökur á prímusnum sem settur var á kass- ann sem áður var nefndur. Er mér enn í minni hvemig Oddur fór að við pönnukökubaksturinn, meiri hlutann bakaði hann á venjulegan hátt, en svo sveiflaði hann einni og einni pönnuköku upp af pönnunni þegar hún var bökuð öðm megin og lét hana snúast við í loftinu og koma niður á pönnuna aftur á óbökuðu hliðina. Þannig bakaði Oddur stóran hlaða af pönnukök- um og söng hann lengst af við baksturinn, því Oddur var söng- maður með afbrigðum góður og tóku ýmsir gangnamenn undir. Að pönnukökubakstrinum loknum var tekið til við að fá sér matarbita. Drógu nú Vallabræður upp úr far- angri sínum stafla af diskum og fengu trúlega þeim sem voru á þeirra vegum þama. Síðan úthlut- uðu, þeir hverjum og einum af þeim sem diskana höfðu fengið, mat á þá. Kenndi þar margra grasa af gimilegum mat. Aðrir gangna- menn höfðu sinn eigin mat og opn- uðu þeir nú töskur sínar eða poka sem höfðu að geyma mat af ýmsu tagi. En ekki var öllum hægt um vik að fást við máltíðina sökum þrengsla og óþæginda sem af þeim leiddi. Við félagi minn frá Skeggs- stöðum höfðurn einnig haft með okkur þarna inn í tjaldið okkar matartösku og fórum nú, ásamt hinum, að fá okkur matarbita. Var nú borðað um hríð og virtust allir hafa góða matarlyst og létu það ekki á sig fá þótt þröngt væri setið. Héldu umræður áfram á meðan borðað var, því ekki þrutu um- ræðuefnin. A eftir matnum var svo drukkið kaffi sem hitað hafði verið á prímusnum eftir að pönnuköku- bakstrinum lauk og var svo útdeilt með því pönnukökunum góðu og fengu allir sem inni í tjaldinu voru kaffi og pönnukökur og vorum við tútommunaglamir ekki eftir skild- ir. Nokkurn tíma tók að útdeila kaffinu, því lítið var um flát til að drekka úr og tók hver við af öðrum og var ekkert verið að spá í upp- þvott á ílátunum eða neitt af slíku tagi. Að borðhaldi loknu, ef hægt var að kalla þetta borðhald, hófu karlamir að syngja, en þama voru margir góðir söngmenn. Tóku flestir gangnamenn undir, þótt ekki væru þeir allir æfðir söng- menn, enda trúlega haft öðru að sinna um ævina en að æfa söng. En allir sungu þama af lífi og sál. Hlustaði ég hugfanginn á því lítið hafði ég um mína daga heyrt af svona söng og fannst mér þetta mikil upplifun. Var nú sungið hvert lagið á fætur öðru og man ég ennþá sum þeirra laga sem sungin vom eins og „Blessuð sértu sveitin mín“, „Rís þú unga Islands merki“ og „í birkilaut hvfldi ég bakkanum á“ og auðvitað mörg fleiri. Og Herra minn trúr! hér var sannar- lega ekki á ferðinni neitt Bubba Morthens væl. Ef til vill er þetta í minningunni sveipað óeðlilegum töfraljóma, því fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Oft hefi ég hugsað um og óskað eftir því, þegar líða tók á ævina, að ég ætti þennan söng á spólu til þess að geta frekar metið ágæti hans, en slík tæki voru nú ekki þekkt í þá daga svo ég verð að láta minning- una duga. Þegar líða tók á kvöldið, trúlega hefir nóttin verið tekin við, fóru suntir að halla sér útaf eða bara halla sér upp að sessunaut sínum og reyna að sofna eitthvað áður en lagt yrði af stað í göngum- ar að morgni. Og smámsaman fjar- aði söngurinn út uns hann þagnaði með öllu og flestir sváfu svefni hinna réttlátu. Sumir upplifðu þá annan söng öllu ógeðfelldari en sönginn um kveldið, þeir sem sé hófu að hrjóta og hrutu nú í kór með hinum skringilegustu tilbrigð- um. En fyrr en varði var ég svifinn inn á lönd draumanna, þótt ekki væri hvflurúmið vel til svefns fall- ið. Kaldur gangnadagur En fyrr en varði og alltof fljótt fannst mér, var kallað, „Á fætur piltar". Var þar gangnaforinginn á ferð, því nú skyldu allir af stað í göngumar. Risu menn upp, néru stímr úr augum eftir alltof stuttan svefn og stauluðust á fætur, stirðir í öllum limum eftir óþægilegar stellingar sem þeir höfðu legið í. Ekki þurfti að klæða sig annað en smeygja sér í yfirhafnir, því allir sváfu í fötunum. Þegar litið var út fyrir tjaldskörina brá mönnum í brún, því jörð var orðin alhvít og mokhríð. Nokkrir gangnamenn höfðu komið heimanað frá sér um nóttina eða lagt sig á einhverjum bæ neðar í dalnum og bættust þeir nú í hóp- inn. Fóm menn nú að taka hesta sína, leggja á þá reiðtygi og ganga tryggilega frá gjörðum og öðmm búnaði svo ekkert skyldi nú bila í göngunum. Á meðan skipaði gangnaforinginn fyrir um, hvar hver skyldi ganga og urðu gangna- menn að hlýða þeirri skipan, hvort sem þeim þótti ljúft eða leitt. Það kom í minn hlut að ganga í svo- kölluðum Almenningi. Er það austasta gangnasvæðið í afréttinni, utan þverdala sem ganga inn í há- lendið til austurs eða suðausturs. Nú skildu leiðir okkar félaga míns frá Skeggsstöðum, því hann var settur á annað gangnasvæði. Svo var haldið af stað fram Austur- tungur sem em vestan árinnar er skilur Almenning og Austurtungur og þegar komið var fram undir fremstu daladrög var farið yfir ána, yfir í Almenninginn, þar sem við skyldum hefja göngu niður eftir og smala öllu fé til byggða á þessu svæði. Nú hafði stytt upp hríðina, veður var kyrrt en snjóföl nokkurt á jörðu. Fjallasýn var engin því þoka huldi fjöllin ofan í miðjar hlíðar. Nú vorum við komnir fremst í Almenning og var nú Framhald á bls. 6

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.