Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 6
6 - NORÐURSLÓÐ
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við
andlát og útför bróður okkar og mágs
Ríkarðs Gestssonar
Hlíf Gestsdóttir
Björn Gestsson Sigríður Magnúsdóttir
Jóhanna María Gestsdóttir Grétar Guðjónsson
Kristín Gestsdóttir Friðþjófur Þórarinsson
DALVÍKURBÆR
Greiðsla
húsaleigubóta
Bæjarstjórn Dalvíkur hefur ákveðið að greiða
húsaleigubæturfyrirárið 1996 í samræmi við lög
nr. 100/1994.
Húsaleigubætur eru ætlaðar tekju- og eignalitlu
fólki sem leigir á almennum markaði. Húsaleigu-
bætur koma til greiðslu frá og með næsta mán-
uði eftir að réttur til bóta hefur verið staðfestur.
Tekið er við umsóknum á skrifstofu Dalvíkurbæj-
ar í Ráðhúsinu. Upplýsingabæklingar og um-
sóknareyðublöð liggja þar frammi. Umsóknar-
frestur er 15. hvers mánaðar.
Skilyrði fyrir því að fólk njóti húsaleigubóta eru
m.a. eftirfarandi:
• Að umsækjandi hafi lögheimili á Dalvík.
• Að umsækjandi hafi þinglýstan húsaleigusamn-
ing til a.m.k. sex mánaða.
• Að umsækjandi leigi íbúð, en ekki einstaklings-
herbergi.
• Að leiguhúsnæði sé ekki í eigu bæjar eða ríkis.
Ath. Þeir sem hafa fengið greiddar húsaleigu-
bætur á árinu 1995 verða að endurnýja umsóknir
sínar ef þeir ætla að njóta bóta árið 1996.
Dalvík 16. október 1995
Bæjarstjórinn á Dalvík
DALVÍKURBÆR
Starf tilsjónarmanns
/stuðningsaðila
Félagsmálaráð Dalvíkur óskar að ráða til starfa
tilsjónarmann eða stuðningsaðila fyrir fjölskyldu.
Starfið er a.m.k. 25% starf eða allt að 40 tímum á
mánuði.
Starfið felst í því að aðstoða foreldri við að sinna
forsjár- og uppeldisskyldu sinni svo sem best
hentar hag og þörfum barna. í starfinu felst líka
að létta álagi af foreldri og veita leiðbeiningu og
ráðgjöf varðandi uppeldismál og heimilishald.
Leitað er að starfsmanni sem hefur til að bera
þolinmæði og umburðarlyndi til að takast á við
krefjandi verkefni. Æskilegur lágmarksaldur er
35 ár. Reynsla af uppeldisstarfi og heimilishaldi
er skilyrði. Að öðru jöfnu er leitað eftir konu til að
gegna þessu starfi.
Umsóknarfrestur ertil 26. október 1995.
Nánari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma
466-1370 og tekur hann einnig við umsóknum.
Félagsmálaráð Dalvíkur
Félagsmálastjóri
Gangnadagur
Framhald afhls. 2
mönnum raðað niður á svæðið og
ákveðið hvar hver skyldi ganga og
átti ég að vera annar maður frá
dalsánni. Einn fór með ánni og fór
með hesta gangnamanna er ofar
gengu í fjallinu. Ég var eini tú-
tommunaglinn á þessu svæði, hinir
voru allir vanir gangnamenn og
var þeim næstu mér, bæði ofan og
neðan við mig, falið að hafa auga
með strákhvolpinum og fannst mér
það heldur niðrandi. Brátt hurfu
þeir sem efstir áttu að ganga upp í
þokuna og fannst mér það með
ólíkindum að þeir gætu fundið
nokkra skepnu og komið þeim
heimleiðis. Var nú aðeins dokað
við litla stund á meðan efstu menn
voru að koma sér í þá hæð er þeir
skyldu ganga norður fjallið og
varð auðvitað að áætla tímann því
strax hurfu þeir í þokuna. Var svo
lagt af stað norður fjallið. En þá
brá skyndilega til hins verra með
veðrið, hvessti mjög snögglega
með úrhellis rigningu. Ekki skipti
það löngum tíma að ég var orðinn
holdvotur, því engin hlífðarföt
hafði ég til að verja mig bleytunni.
Annars var ég vel búinn, í ullarföt-
um svo að segja bæði yst og innst,
samt fór kuldinn fljótlega að
ásækja mig, því hvassviðrið var
mikið með rigningunni og þótti
mér nú heldur óbjörgulega horfa
með göngumar. En mér vildi það
til láns að ég var léttur upp á fótinn
á þessum árum og ekki óvanur því
að þeytast um fjallshlíðina heima
á eftir fé og tók það því til ráðs að
hlaupa fram og aftur, upp og niður
og reyna þannig að halda á mér
hita. Éátt var um fé þama í fremstu
drögum, en fljótlega urðu þó á
vegi mínum kindur sem leitað
höfðu skjóls fyrir illviðrinu undir
hólum og börðum og var það ekki
alltaf hrifið af því að láta hrekja sig
úr þessum afdrepum og kostaði
það oft allmikil hlaup að koma því
af stað heimleiðis. En þegar það
var komið af stað var það nokkuð
ákveðið að halda áfram. Við öll
þessi hlaup hélt ég á mér sæmileg-
um hita. Til þreytu fann ég ekki
svo mikið. Þannig mjakaðist ferðin
áfram niður Almenninginn, niður
að Gljúfuránni. Alltaf hafði ég
annað slagið veður af manninum
sem fór fyrir ofan mig, en hinum
sem fór með ánni og sá um hest-
ana, fylgdist ég alltaf með. Ekki
man ég nákvæmlega hvort safnið
var rekið yfir dalsána, en nálægt
Sveinsstöðum sameinaðist féð af
öllum gangnasvæðunum og þrátt
fyrir illviðri og mjög slæm skilyrði
var þama samankominn heilmikill
fjöldi af fé.
Rekið til réttar
Um morguninn hafði verið ráðgert
að gangnamenn kæmu saman í
tjaldinu að afloknum göngum og
fengju sér einhverja hressingu. En
vegna illviðrisins var hætt við það,
en undireins lagt af stað með safn-
ið niður á skilaréttina. Þama hitti
ég aftur vin minn frá Skeggsstöð-
um, bar hann sig allvel þrátt fyrir
bleytuna og kuldann. Holdvotur
var hann eins og ég, því hlífðarföt
fyrir bleytunni hafði hann engin.
Nú urðum við að taka við hestun-
um og fara á bak þeim, því tafar-
laust var lagt af stað með safnið
niður dalinn eins og áður sagði og
tók þá kuldinn heldur illilega að
herja á mannskapinn. Safnið gekk
heldur seint á móti illviðrinu því
enn hélst sama rokið og rigningin
sem aldrei hafði orðið hlé á frá því
það byrjaði er við vomm fram í
botni Almennings um morguninn.
Ég reið rauðri hryssu sem foreldrar
mínir áttu, ákaflega viljugri og
léttri í snúningum, en hún hafði
þann slæma galla að hún var ákaf-
lega höst og ætlaði bókstaflega að
höggva mann sundur ef hún fór á
brokk. Best var að láta hana fara á
stökki. Við Blesa, því svo hét hún,
vorum mjög kunnug og var hún
mér mjög eftirlát í stjóm og hafði
ég oft þeyst á henni heima, ef
þurfti að fara á hesti einhverra er-
inda, ef hún var þá við höndina. En
hún fór oft sinna eigin ferða og
spurði þá ekki um leyfi, einkum ef
hún vissi af hinu kyninu einhvers-
staðar og lét þá ekkert hefta för
sína, hvorki girðingar, ár, fjöll eða
annað. Og nú lét ég Blesu snúast
við féð og þeytti henni fram og aft-
ur eftir því sem mér þurfa þótti og
Blesa var viljug að snúast, það var
víst kuldahrollur í okkur báðum.
Skeytti ég ekki um þótt hún hristi
mig illa, það kom bara blóðinu á
hreyfingu svo ég skalf ekki eins
mikið. Nú vom fleiri tútommu-
naglar í þessum göngum en við
vinur minn frá Skeggsstöðum og
varð ég var við að farið var með
einhverja heim á bæi á leiðinni
niður eftir. Sennilega hafa þeir
verið orðnir illa kaldir og ekki þótt
hægt annað en koma þeim í hús og
hlúa að þeim. En við vinur minn
frá Skeggsstöðum ákváðum að
heim skyldum við komast, þrátt
fyrir illt veður, kulda og slæma
líðan. Og áfram mjakaðist rekstur-
inn niður dalinn. A þessum árum
þurfti ekki að reka féð lengra en
ofan hjá Þverá. Því þá stóð skila-
réttin á eymnum við ána suður og
yfir frá Þverá. Sú rétt var öll hlaðin
úr grjóti. Var hún oft illa leikin
eftir dalsána sem í flóðum vildi
brjóta skörð í veggina. Þurfti því
oft að gera við hana, hlaða hana
upp haust og vor og veita ánni frá
henni, sem ekki var auðvelt verk
með aðeins reku í höndum. Nú er
þessi rétt með öllu horfin og sér
hennar engan stað lengur. Ain hef-
ir í gegn um árin séð fyrir því. Það
var líka á þessum tíma farið að
hugsa fyrir byggingu nýrrar réttar
og hófst undirbúningur að bygg-
ingu hennar fljótlega eftir þessar
göngur sem nú hefir verið sagt frá
og haustið 1923 stóð nýja réttin
tilbúin á Tungumelunum og var
það haust réttað í Tungurétt í
fyrsta sinn.
Heimferð og sögulok
En nú er féð allt komið til réttar og
rekstrinum og göngunum þar með
lokið. Ekki veit ég hvernig farið
hefur með sundurdrátt þarna í rétt-
inni, því við vinur minn frá
Skeggsstöðum töldum okkur lausa
allra mála, því hér með hefðum við
lokið okkar göngum. Enda höfum
við líklega ekki verið til stórræða
eins og við vorum á okkur komnir
og ákváðum að koma okkur heim
sem skjótast. Kvöddum við hvorki
kóng né prest en lögðum af stað
heimleiðis. Kúrðum við okkur of-
an í hnakkana til þess að veðrið
stæði ekki eins í okkur og fórum á
fleygiferð niður dalinn, bæði kald-
ir og svangir því ekkert höfðum
við bragðað síðan kvöldið áður í
tjaldinu á Sveinsstöðum. Okkur
skilaði greitt áleiðis lieim. Klár-
amir voru heimfúsir og þurfti ekki
að hvetja þá til að fara greitt og
fyrr en varði stóðu þeir á hlaðinu
heima með heldur hnípna knapa á
baki sér. Ég renndi mér af baki,
stirður og skjálfandi, en vinur
minn frá Skeggsstöðum hélt áfram
til síns heima enda ekki langt að
fara úr þessu. Það var tæpast að ég
gæti komist inn í bæinn svo var ég
stirður og skjálfandi. Og það var
ekki huggulegt að koma inn í bæ-
inn, allstaðar lak og allt flaut í
vatni. Þó var hægt að koma mér
ofan í þurrt rúm eftir að dregin
höfðu verið af mér blautu fötin.
Síðan var hituð mjólk og ég látinn
drekka og hresstist ég af því furðu
fljótt. Þannig lauk þessum fyrstu
og jafnframt þeim síðustu göngum
sem ég hef farið í Sveinsstaðaaf-
rétt, því þar hefi ég aldrei gengið
síðan, þótt ég hafi oft farið í göng-
ur annarsstaðar í Skíðadalnum. I
minningunni eru þetta eftirminni-
legustu og verstu göngur sem ég
hef farið í um ævina.
Sundlaug
Dalvfkur
auglýsir vetraropnun frá og
með 12. október
Opið mánudaga-föstudaga
frá kl. 7.00-14.00 og frá kl. 16.00-20.00.
Laugardaga og sunnudaga
frá kl. 10.00-15.30.
Sími 466-3233
Aðgangseyrir:
Fullorðnir 150 krónur (14 ára og eldri)
Börn 70 krónur (6-13 ára)
Börn 5 ára og yngri frítt.
Afsláttarkort:
Fullorðnir 10 miða kort
Fullorðnir 30 miða kort
Börn 10 miða kort
Börn 30 miða kort
Ljósalampi:
Stakur tími með gufu
Ljós með sundi
10 tíma Ijósakort með sundi
1.100 krónur
3.000 krónur
550 krónur
1.500 krónur
470 krónur
540 krónur
4.900 krónur
Eldri borgurum er sérstaklega bent á
morguntíma, milli kl. 8.00 og 10.00, sem er
rólegur og góður tími.
Verið velkomin
Forstöðumaður