Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7
Ríkarður Gestsson
Fæddur 4. maí 1920 - Dáinn 23. september 1995
Minning
„Æ, rósin bliknar, hausti hallar
að,
og handrit vorrar œsku er sölnað
blað,
og enginn veit, hvert
söngvafuglinn flaug,
sem fyrir skömmu Ijóð í greinum
k\’að“.
Ómar Khayyám
Ekki tjóir lengur að banka á dyr í
Bakkagerði. íddi er ekki lengur þar
til að fagna gestum. Þótt söknuður
sé í huga er liann þó blandinn
þakklæti til skaparans fyrir að hafa
hlíft honum við að lifa við örkuml.
Hann var glaður og hress í anda til
hins síðasta og þannig er notalegt
að minnast hans. Fátt er sárara en
að sjá nána vini og ættingja tærast
upp á líkama og sál.
Iddi var einkar lífsglaður maður,
ljúfmenni og ókvertinn. Þau lynd-
iseinkenni hjálpuðu honum til að
sigrast á veikindum og meiðslum
eftir alvarlegt slys eins og hægt var
og þau löðuðu að honum bæði
menn og málleysingja, unga sem
gamla. Þótt átján ár skiidu okkur að
fannst mér hann vera jafnaldri. Það
segir sitt um persónuleika Idda.
Síðastliðin ár bjó Iddi einn
heima í Bakkagerði. Margur mun
álíta slíka vist fremur dauflega. í
fyrravetur kom í Norðurslóð viðtal
við hann. Þar spurði blaðamaður
hvemig hann dræpi tímann. Ekki
vildi Iddi kannast við þann verkn-
að; sagðist alltaf hafa nóg að gera
og væri núna að raða upp gömlum
myndum í albúm. Svo færi hann út
að skokka á hlaðinu til að stirðna
ekki. Auk þess kæmu oft gestir.
Sem ég las þetta viðtal gerði ég
mér fyrst grein fyrir því að íddi var
orðinn gamall maður. Ætla má að
ellin sé þeim þungbær og ein-
manaleg sem ekki hefir eignast
eigin fjölskyldu, konu og böm.
Svo var ekki um ídda. Hann sá
ætíð hinar bjartari hliðar tilverunn-
ar og sýtti hvergi.
Hann stóð þó ekki einn uppi.
Heimili Kristínar systur hans og
Friðþjófs á Dalvík stóð honum
ætíð opið og þangað gat hann leit-
að ef hjálpar var þörf.
Eg kynntist Idda fyrst sem
strákur heima á Jarðbrú. Hann átti
handtrekktan ferðagrammófón og
plötur með Gellin og Borgström,
sem ég hafði óskaplega gaman af.
Hann lánaði mér fóninn um tíma
og ég spilaði plötumar nánast þar
til neðri hliðin heyrðist í gegn!
Síðan eru þeir félagar og íddi óað-
skiljanlegir í huga mínum. Skyldu
plötumar þær ama vera enn til?
íddi hafði afar gaman af að
dansa. A fimmta tug aldarinnar var
enn ekki búið að finna upp ung-
lingana og kynslóðabilið. Hinir
fullorðnu tóku þá ungviðið með
sér á skemmtanir á Þinghúsinu þar
sem Davíð móðurbróðir þandi
nikkuna og Iddi sveiflaði kringum
sig kvenfólki á öllum aldri í dill-
andi ræl eða masúrka. Mér þótti
mikið til fótamenntar hans koma.
Réttardagurinn var hátíð í
Svarfaðardai og íddi tók þátt í
þeirri hátíð af lífi og sál. Honum
þótti gaman að vera „mildur" eða
„léttur" eins og hann orðaði það,
en hófsmaður var hann á vín sem
annað. fddi gekk oftast í Afrétt-
inni, sem vom vinsælastar gangna
í Svarfaðardal. Þar var oft glatt á
hjalla. Stundum bar við, þegar Af-
réttarsafnið kom á Tungurétt, að
sumir gangnamanna höfðu gægst
heldur djúpt í gangnafleyginn.
Ekki man ég þó til þess að fddi
hafi gert það, en oft hitti ég hann
þegar búið var að rétta og þáði hjá
honum hressingu. „Nú er ég mild-
ur, væni minn,“ sagði íddi og rétti
fleyginn.
Ef myndin af fdda, sem þessum
orðum fylgir, brosandi og glöðum,
prentast vel, má sjá tappann á
gangnapelanum gægjast upp úr
jakkavasa hans. Eins og kunnugir
sjá er myndin tekin á Tungurétt.
Arið man ég ekki fyrir víst, en
sennilegt er tímabilið frá 1962 til
1966.
Eg átti reyndar eftir að kynnast
ídda betur. A menntaskólaárunum
vann ég í byggingavinnu hjá Jonna
í Hvoli á sumrin. í þeim flokki var
íddi. Þar kynntist ég nýrri hlið á
honum og sá þá best hvert guil af
manni hann var. Hann var víkingur
til vinnu og ég hygg að á engan
fyrrverandi vinnufélaga minn sé
hallað þótt ég segi að íddi sé sam-
viskusamasti vinnufélagi sem ég
vann með á þeim árum. Þó var
hann mikill spaugari. Kringum
hann var aldrei lognmolla og hann
tók þátt í prakkaraskap okkar
strákanna og hafði gaman af svo
fremi það kæmi ekki niður á vinn-
unni.
íddi var einkar orðvar maður.
Ég man ekki til þess að hafa heyrt
hann nota sterkara blótsyrði en
„ansvítans" og aldrei heyrði ég
hann hallmæla nokkrum manni.
A skólaárunum fannst mér ekk-
ert jólafrí rísa undir nafni nema
spilaður væri brús við þá Syðra-
Garðshomsbræður, Bubba og Jó-
hann; Villa á Bakka, Reimar á
Steindyrum og ídda. Brús var ídda
hjartans mál - og reyndar okkar
hinna líka. Þó held ég að íddi hafi
verið okkar mestur „brúsisti".
Fyrir þá sem ekki vita má geta þess
að oft getur orðið býsna heitt í kol-
unum þegar „klórað“ er í brús. Þá
ryðjast sigurvegarar að þeim sem
tapar og klóra honum ótæpilega í
hausnum! Hinn sigraði reynireftir
föngum að koma vömum við, en
fátt var til bjargar þegar íddi klór-
aði!
Mér þykir vænt um að hafa um
skeið átt samleið með ídda. Lífs-
stíll hans var einfaldur, en þó ekki
öllum hent að fylgja: að horfa ætíð
á hið góða sem lífið býður en
gleyma því sem andstætt er.
Idda er liðið œviskeið,
undir hvílir sverði.
Engum framar lýsir leið
Ijósfrá Bakkagerði.
Norðan svelja nístir kinn,
nú er haust um dalinn.
Vertu um eilífð, Iddi minn,
œðstum Guði falinn.
Við hjónin sendum öllum að-
standendum Idda innilegar samúð-
arkveðjur.
Þórir Jónsson
frá Jarðbrú
Heimabanki
Sparisjóðanna
Til sýnis í Sparisjóðnum
á Dalvík
til næstu mánaðamóta
Verður til sýnis síðar í sjóðunum
á Árskógsströnd og í Hrísey
HEIMABANKI
EE
SPARISJ
ANNA
Opinn
þegar þér hentar
Hraðbankinn með ótal möguleikum
Opinn allan sólarhringinn
Þjónustusíminn á vakt allan
Sími: 515-4444 - Grænt númer: 800-6444
Viðtalstími sparisjóðsstjóra
kl. 10-12
Símatími kl. 14-15
Sparisjóður
Svarfdæla
Dalvík Hrísey Árskógi
S. 466 1600 S. 466 1880 S. 466 1785