Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 25.10.1995, Blaðsíða 8
TímamóT Skírnir 19. október var Halldór Logi skírður á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Foreldrar hans eru Kristín Björk Gunnarsdóttir (Jóns- sonar frá Hæringsstöðum) og Valur Freyr Halldórsson. Heimili þeirra verður að Hólavegi 17, Dalvík. Þann 3. október sl. varð 70 ára Hildur Jóhanns- dóttir, Dalvík, nú til heimilis að Dalbæ. ff I J Þann 6. október sl. varð 70 ára Björn Elíasson, Hólavegi 9, Dalvflc. Þann 10. október sl. varð 70 ára Baldvina Guðlaugsdóttir, Hjarðarslóð 2C, Dalvík. Afmæli Þann 13. október sl. varð 90 ára Gunnlaug Magnúsdóttir, Atlastöðum, Svarfaðardal, nú til heimilis á Dalbæ. Þann 16. október sl. varð 80 ára Anna Kristjáns- dóttir, Steinholti, Karlsrauðatorgi 11, Dalvík. Norðurslóð ámar heilla. Andlát Þann 23. september lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri Ríkarður Gestsson, Bakka- gerði, Svarfaðardal, 75 ára að aldri. Ríkarður fæddist í Bakkagerði 4. maí árið 1920, sonur hjónanna Sigrúnar Júlíusdóttur frá Syðra-Garðshomi og Gests Vilhjálmssonar frá Bakka. Ríkarður var þriðji í röðinni af fimm bömum þeirra hjóna en systkini hans em: Hlíf, Bjöm, Jóhanna María og Kristín. Rikarður átti heimili í Bakkagerði alla sína ævi, þó að hann dveldi tímabundið annars staðar. Hann stundaði búskap þar heima en vann einnig önn- ur störf, s.s. á Dalvfk hjá Kaupfélaginu. Oft var kátt á hjalla heima í Bakkagerði hjá Ríkarði, þangað sem margir komu. Um Ríkarð vísast að öðru leyti í minningarorð annars staðar hér í blaðinu. Ríkarður var jarðsunginn í Dalvíkurkirkju 30. september og jarðsettur í Tjarnarkirkjugarði. Þann 6. október lést Sigurður Eiðsson á heimili sínu, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Sigurður fæddist í Hamarkoti í Svarfaðar- dal 20. mars árið 1923, sonur hjónanna Val- gerðar Júlíusdóttur frá Hverhóli og Eiðs Sig- urðssonar úr Öxnadal. Sigurður var næst- yngstur af sjö börnum þeirra hjóna og látin eru auk hans tvö elstu systkinin, Kristbjörg og Rósant Steingrímur. Þau sem eftir lifa eru Freylaug, Júlíus, Rósfríður og Kristín. Sigurður bjó með foreldrum sínum m.a. á Krosshóli í Skíðadal og Ingvömm. Árið 1956 gerðist hann ráðsmaður á Hjaltastöðum í Skíðadal hjá Maríu Sigurlínu Amgrímsdóttur, ekkju eftir Guðjón Steingrímsson frá Hánefsstöðum. María og Guðjón áttu fjögur börn: Jóhann Heiðar, Elínu Sigurlaugu, Sumarrós og Ingibjörgu. Sigurður og María hófu búskap saman og fluttu 1962 í Hreiðars- staðakot þar sem heimili þeirra var til æviloka. Þau eignuðust sam- an fjóra syni. Þeir em: Sigtryggur Ófeigur, Júlíus Valbjöm, Eiður Arnar og Sigurgeir. Auk þess að sinna bústörfum smíðaði Sigurður töluvert um sína daga en hann var mjög hagur bæði á tré og jám. María varð bráðkvödd heima í Hreiðarsstaðakoti 17. september 1994. Sigurður lést þar heima þann 6. október sl., 72 ára að aldri, eftir stutta sjúkdómslegu. Jarðarför Sigurðar fór fram í Dalvíkurkirkju 17. október og var hann jarðsettur í Urðakirkjugarði. Þann 17. október lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri Hulda Baldursdóttir, áður til heimilis að Bjarkarbraut 13, Dalvflc. Huldu verður minnst í næsta blaði Norðurslóðar. FréttahorN Sem kunnugt er er í hinum nýju fjárlögum rfleisstjórnarinnar gert ráð fyrir að sýslumannsemb- ættið á Ólafsfirði verði lagt niður og að Ólafsfjörður verði framvegis undir lögsögu Sýslumannsembætt- isins á Akureyri. Með þessum breytingum er gert ráð fyrir að Ól- afsfirðingar sæki þjónustu til skrif- stofunnar á Dalvík. Á Ólafsfirði ríkir mikil óánægja með þessar ráðstafanir og hefur bæjarstjómin einróma mótmælt þeim. s Ut er komin bamabók hjá Máli og Menningu. Heitir bókin Obladí Oblada og er hún eftir Bergljótu Hreinsdóttur. Myndir í bókinni gerði Arna Valsdóttir. Höfundar bókar og mynda eru báðar búsettar á Dalvík. Ama kennir myndlist við gmnnskólann og Bergljót er leikskólakennari á Krílakoti. Verður betri grein gerð fyrir bókinni og höfundum hennar í næsta blaði Björgúlfur EA 312 kom nú um helgina úr vel heppnuðum siglingatúr til Þýskalands. Skipið seldi 119 tonn og fékk að meðal- tali 141,52 kr. fyrir kílóið eða samtals um 16,9 milljónir króna. Aflinn var að langmestu leyti karfi. Hinn togari Útgerðarfélags Dalvíkinga hf., Björgvin EA 311, hefur skipt yfir á rækjuveiðar og vinnur aflann um borð. Annars var Björgvin í sumar og haust á grá- lúðuveiðum og gekk bara sæmi- lega en veiði var orðin dræm undir lokin. Dalborg EA 317 landaði á Ný- fundnalandi góðum túr af Flæmska hattinum eða rúmlega 140 tonnum. Skipið verður á veið- um á þessu svæði fram að jólum og á því eftir tvo túra þangað til. Bliki EA 12 var að veiðum á Flæmska hattinum í sumar og þangað til um mánaðamótin ágúst- september að hann kom heim og hefur verið á rækjuveiðum hér við land síðan. Bliki hefur landað einu sinni frá því hann hóf veiðar hér og gerði góðan túr, 112 tonn af frystri rækju. Hann mun landa nú í vik- unni svipuðum afla. Verið er að steypa undirstöður undir stóra útilistaverkið sem sett verður upp á Ráðhúslóðinni. Eins og kunnugt er var efnt til samkeppni um útilistaverk og var Jóhanna Þórðardóttir hlutskörp- ust og verk hennar „Aldan“ valið til að prýða í framtíðinni miðbæ- inn á Dalvík. Nú í haust verður gengið frá undirstöðunum undir verkið og það síðan sett upp í vor. Undirstöðumar eru heilmikið mannvirki enda er listaverkið um 4 metrar á hæð. Eins og áður hefur komið fram var í sumar afhjúpað á Ráðhúslóðinni listaverk eftir Sig- urð Guðmundsson sem heitir „Sjófuglar Stóðrétt var haldin á Tungurétt laugardaginn 14. október. Þar voru rekin til réttar á annað hundrað hross og dregin sundur með tilþrifum. Æ fleiri gera sér ferð á stóðrétt til að upplifa þá sérstöku stemmningu sem þar ríkir. Hettusótt Það eru allskyns pestir að ganga og má segja að pestaflóran sé óvenju fjölbreytileg um þessar mundir. Má t.a.m. nefna hlaupa- bólu, gin og klaufaveiki (sem á víst sem betur fer ekkert skylt við samnefndan bútjársjúkdóm) og svo er það hettusóttin sem búin er að læðupokast hér nokkuð lengi og er ekkert að flýta sér. Það rifj- ar upp skrýtna vísu sem mun hafa verið ort fyrir um 35 árum og hljómar svona: Hettusóttarsjúklingur situr uppi'í bóli. Eins og kríukjúklingur kraminn undir hjóli. HEÞ. Jramfjöffum samdœgurs ‘Jiíttia fuíair fverri framköífun ILEX-myndir Skíðabraut 3 - Sími: 466 1212

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.