Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Page 2

Norðurslóð - 18.12.1996, Page 2
2 — NORÐURSLÓÐ NORÐURSLOÐ Útgefandi: Rimar hf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Laugahlíð. Netfang: rkb@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími 466-1555 Tölvuumbrot: Þröstur Haraldsson, Reykjavík. Netfang: throsth@isholf.is Prentun: Dagsprent hf. Akureyri Maríukvæði Ljóð: Halldór Kiljan Laxness. Lag: Atli Heimir Sveinsson. Hjálpa þú mér helg og vœn, himnamóðirin bjarta. Legðu mína bljúgu bœn barninu þínu ’ að hjarta! Þá munu ávallt grösin grœn í garðinum skarta, í garðinum mínum skarta. Bænheit rödd mín bíður þín, blessuð meðal fljóða; vertu æ unz ævin dvín inntak minna Ijóða; móðir Krists sé móðir mín og móðir þjóða, móðir allra þjóða. Kenn mér aðfetaför þín ein, feta að himna borðum, leiddu þennan litla svein, líkt og Jesúmforðum. Líkt og Krists sé heyrn mín hrein að hlýða orðum, hlýða þínum orðum. Myndir úr Vallakirkju Forsíðumynd Norðurslóðar er að þessu sinni úr Vallakirkju, ein þeirra mynda sem Lene Zachari- assen í Dæli tók að enduðum viðgerðum á kirkj- unni rétt fyrir brunann mikla 1. nóvember sl. Hér á síðunni birtum við fleiri þessara mynda, en þær hafa verið gefnar út, bæði sem jólakort og tækifær- iskort, af sóknarnefnd Vallasóknar og rennur ágóði af sölu þeirra til kirkjunnar. Um aldur altaristöflunnar er ekkert vitað með vissu en giskað er á að hún hafi verið 2-300 ára og af erlendum uppruna, líklega ensk eða dönsk. Hún gjöreyðilagðist í brunanum. Altarið er aftur á móti ekki alveg ónýtt talið þótt það sé illa farið. Stóru koparstjakarnir eru mjög fornir og þá má að öllum líkindum pússa upp og gjöra sem nýja. I altarinu voru kaleikur og platína sem björguðust óskemmd. (Mynd: Lene Zachariassen) m : ■ M •.# f „ Milligerðið milli kórs og framkirkju er fyrirkomulag sem ekki þekkist í annarri íslenskri kirkju. Rimlaverkið að neðanverðu og áletraðir bogarnir uppyfir settu mikinn svip á Vallakirkju. Um það má segja það sama og fiest annað innanstokks, aö á því eru miklar skemmdir en er þó ekki talið Ónýtt llieð Öllu. (Mynd: Lene Zachariassen) Samkvæmt áletrun á predikunarstól er hann frá árinu 1786. Hann mun hafa verið í kirkjunni sem stóð áður en þessi kirkja var byggð en um uppruna hans er ekki vitað. Stóllinn prýddu myndir af guðspjallaniönnunum en þeirra sjást b'til merki nú. Þó er stóllinn ekki talinn ónýt- ur. (Mynd: Anna Sólveig Sigurjónsdóttir) Páll Jónsson sálmaskáldið á Völlum Barnasálmurinn „O Jesú bróðir besti“ er án efa einn vinsælasti og mest sungni sálmur sem ortur hefur verið á íslenska tungu. Höfundur hans er séra Páli Jónsson sem var prestur á Völlum 1859-1878. Um hann segir í Svarfdælingum: „Séra Páll var lágur vexti og gildur, rauðleitur í andliti og snareygur. Hann var gáfumaður mikill og gott skáld, mælskur vel og andrrkur. Skemmtilegur sagnamaður og eru allmargar sagnir hans til í prentuðum þjóðsagnasöfnum. Þekktastur var hann þó fyrir sálmaskáldskap sinn og voru 27 sálmar eftir hann í íslensku sálmabókinni sem var gefin út 1886.“ I nýju sálmabókinni eru 16 sálmar eftir séra Pál. Páll var prestur á Völlum í tæp tuttugu ár og bætti mjög byggingar á staðnum á þeim tíma. Lét hann smíða nýja kirkju árið 1861 og var hún líklega vígð það sama ár. Fyrir lausn þessarar myndagátu eru engin verðlaun utan þau sem í henni sjálfri eru fólgin.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.