Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 3

Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 3
NORÐURSLÓÐ —3 FréttahorN Frá því var greint í síðasta blaði að fengist hefði heitt vatn úr borholu á Arskógsströnd sem gæfi góðar vonir um hitaveitufram- kvæmdir þar. I fréttinni kom fram að umrætt vatn væri um 63 gráður. Ekki er það þó allskostar rétt því 80 gráður er nær lagi. Sveinn Jóns- son í Kálfsskinni hefur upp á eigin spýtur verið að láta bora í landi Sólbakka og eru þær framkvæmdir ótengdar þeim borunum sem fram hafa farið á vegum hreppsins utar á Ströndinni. Það var Ræktunarsam- band Flóa- og Skeiðamanna sem sá um framkvæmdir fyrir Svein í samráði við Omar Bjarka Smára- son hjá Jarðfræðistofunni Stapa. Fyrst voru boraðar 13 tilraunahol- ur og síðan ein virkjunarhola. Bor- að var niður á 183 metra dýpi og komu þar upp 10 sekúndulítrar af 77,5 gráðu vatni. Síðastliðið sumar var einstakt sakir veðurblíðu. Til marks um það má segja frá því að Sveinn í Kálfsskinni á Arskógsströnd rækt- aði korn handa búsmala sínum á einum hektara lands og uppskar 3 tonn af hektaranum af fullþrosk- uðu byggi. Korninu var sáð þann 10. maí og það slegið 30. septem- ber. Raunar ræktaði hann meira korn á leigulandi að Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit en það heyrir vart til tíðinda. „Maður varð að gera guði þetta til geðs fyrst hann var að láta vorið koma svona snemma,“ segir Sveinn. 5. desember var svokallaður Smiðjudagur Dalvíkurskóla. Nemendur voru leystir undan áþján hefðbundinnar stundaskrár og þess í stað hvatt til frjálsrar sköpunar í sem fjölbreyttastri mynd. Krakk- amir skiptust í hópa, sumir máluðu eða unnu skúlptúra, aðrir tóku ljós- myndir, í einum hóp voru unnin leikræn spunaverk, sumir lögðu stund á fatahönnun en aðrir á hljóð- færasmíði. Um kvöldið var haldin sýning á afrakstrinum sem var verulega glæsilegur á köflum. Hinir árvissu föndurdagar skól- anna hafa fest sig í sessi sem ómissandi þáttur jólaundirbún- ingsins hjá mörgum fjölskyldum. I Dalvíkurskóla var föndurdagur 7. desember. Mætti þar mikill fjöldi nemenda og foreldra og föndruðu saman eitt og annað til jólanna. Nemendur tónlistarskólans léku jólalög með dyggum stuðningi kennara sinna. Einnig sýndu fata- hönnuðir úr hópi nemenda fram- leiðslu sína og fleira var þar sýslað sem of langt mál yrði upp að telja. Einbeitingin er mikil. „Blóm í vasa.“ Listaverk úr dagblaðapappír, dæmi um endurnýtingu. Nemendur 10. bekkjar seldu kaffi og allir fóru glaðir heim eins og nærri má geta. Enn einu sinni hefur riðan látið á sér kræla í Svarfaðardal. Riðuveiki á Bakka Niðurskurður á tveim bæjum Gígjan kaupir „Sælunau Riðuveiki hefur verið staðfest á Bakka. Fyrir nokkru fór vetur- gömul heimafædd ær þar að sýna einkenni sem svarfdælskir bændur þekkja allt of vel og boða lítinn fögnuð. Anni var slátrað og höfuðið sent að Keld- um til rannsóknar. f síðustu viku féll svo dómurinn - riðuveiki, ekki um að villast. A Bakka er sem kunnugt er tví- býlt en sauðahjörðin telur þó ekki nema um 30 hausa. Sami háttur var hafður á þar og annarsstaðar þar sem riðudraugurinn hefur húsvitj- að að undanförnu. Fénu hefur öllu verið slátrað og það urðað á sama stað og annað riðufé sem skorið hefur verið niður í hreppnum að undanfömu. Ekki er þó nema hálf sagan sögð því vegna samgangs við fé í Syðra Garðshorni og samnýtingar á ýmsum sviðum milli þessara jarða sem byggðar em bræðmm, þótti ekki annað fært en slátra öllu fé þar einnig. Vom það nær 70 ær svo samtals var um 100 ám slátrað og þær urðaðar. Að sögn Ólafs Valssonar héraðsdýralæknis er þetta að sönnu mikið reiðarslag þegar menn vom famir að gera sér vonir um að við slyppum við áföll þetta árið. „Ég sé þó ekki ástæðu til að menn gefist upp á sauðfjárrækt. Þetta kennir okkur hins vegar að aldrei er of varlega farið til að koma í veg fyrir að einhvers staðar leynist smit. Það verður ekki séð nein skýring á því af hverju riðan kemur þarna upp. Ekki frekar en á öðrum bæjum sem hún hefur verið að stinga sér niður á að undan- förnu. Allt bendir til þess að smitið sé til staðar áfram þrátt fyrir allar hreinsanir," segir Ólafur. Norskir blaðamenn hafa verið hér á ferðinni í tvígang að undan- fömu til að kynna sér framgang veikinnar hér og báráttuna við hana. Mikil fjaðrafok hefur verið þar í landi vegna nýrra riðutilfella. Þar óttast almenningur að veikin geti borist í menn eins og leiddar hafa verið líkur að að tilfellið sé með kúariðuna í Bretlandi. Friðrik Gígja veitingamaður á Café Menning með meiru, hefur fest kaup á „Sæluhúsinu“ eða réttara sagt húseigninni að Hafnarbraut 14. Sem kunnugt er var Ylir hf. sem áður rak Sæluhúsið lýst gjaldþrota nú í haust og Gunnar Sólnes lögfræð- ingur settur bústjóri þrotabús- ins. Friðrik hefur nú keypt eign- ina af þrotabúinu og var gengið frá kaupunum s.l. þriðjudag. Eins og menn vita stofnaði Friðrik kaffihúsið „Café Menning" við Skíðabraut 4 fyrir skemmstu og hefur það notið vinsælda meðai bæjarbúa. Sá rekstur var í leigu- húsnæði í eigu Arna Júlíussonar sem ásamt fleirum stóð að rekstri Sæluhússins þar til sá rekstur stöðvaðist. Nú áformar Friðrik að flytja Café Menningu í Sæluhúsið gamla. Hann segist vonast til að geta flutt sem mest af innanstokks- munum og sömuleiðis „Menning- ar“andanum sem þar hefur blómstrað. „Ég hef hugsað mér að reka Café Menningu á neðri hæð- inni en salinn á efri hæðinni vonast ég til að geta leigt út fyrir samkom- ur, fundi og hvað eina sem þar get- ur rúmast. Það verður óneitanlegra rýmra um gesti en verið hefur við Skíðabrautina og það býður upp á möguleika á ýmsum uppákomum; jasskvöld og aðrar tónlistaruppá- komur.“ Fyrirhugað er að opna staðinn með pompi og prakt á gamlárskvöld með balli á efri hæð- inni en afslappaðri Menningar- stemmningu á þeirri neðri. Engu að síður verður opið við Skíða- brautina fram eftir mánuðinum og meira um dýrðir sem nær dregur jólum. Fyrirhugaðar eru bók- menntakynningar í samvinnu við verslunina Sogn og munu höfund- ar koma og lesa úr verkurn sínum fyrir gesti. Ferðafélag Svarfdæla: Vetrardagskráin Ferðafélag Svarfdæla hugsar sér til hreyfíngs nú eins og endranær á þessum tíma árs. Vetrardagskráin hefur verið ákveðin og verður sem hér segir: 1. janúar kl. 13 1. febrúar Hin árlega gönguferð í Stekkjarhús Kot - Skeiðsvatn - Skeið I. mars Hlíðarfjall - Vindheimajökull - Þelamörk (sundlaug!) 29. mars (laugardag fyrir páska) Stutt ganga um Friðland Svarfdæla (í tengslum við skíðalandsmót) 5. apríl Tungnahryggsskáli (skíðaganga og vélsleðatog) 3. maí Bræðraleið; Hólsdalur - Kálfsárdalur - Ólafsfjörður Sem fyrr er reglan sú að ferðir eru farnar fyrstu helgi hvers mánaðar (undantekning laugardag fyrir páska). Ferðimar eru allar settar á laugardaga en vegna ytri skilyrða getur þurft að fresta þeim eins og allir þekkja. Þá höfum við sunnudag uppá að hlaupa. Eða næstu helgi ef sunnudagurinn bregst. Reyndar er búið að setja saman sumardagskrána líka og rétt að láta hana fljóta með: 24. júní Jónsmessuferð út í Múla 5. júlí Fjölskylduganga upp að Gloppuvatni 9. ágúst Ferð á Tungnahrygg 6. september Vörðuhleðsla á Reykjaheiði (framhald) 4. október Urðabjörg í haustlitum Þar hafa menn það svart á hvítu og geta byrjað að bera neðan á skíði og undirbúa sig andlega fyrir þær frábæru ferðir sem framundan eru. Árið sem senn kveður hefur verið félaginu gjöfult, þ.e.a.s. famar hafa verið margar skemmtilegar ferðir og þátttakan yfirleitt framúrskarandi. Lesendur Norðurslóðar veita því athygli að hér og þar um blaðið má sjá litlar myndagátur. Ekki er úr vegi fyr- ir ungan jafnt sem aldna að spreyta sig á að ráða þessar gátur þótt engin séu verðlaunin önnur en ánægjan af glímunni við þær. Úr þeim má lesa orð sem tengjast blessaðri jólatíðinni. Góða skemmtun! Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við fráfall móður okkar, tengdamóður og ömmu Kristínar Aðalheiðar Jóhannsdóttur Bjarkarbraut 15, Dalvík. Sérstakar þakkir eru færðar til starfsfólks Dalbæjar fyrir aðhlynningu hennar. Rannveig Hjaltadóttir Karl Geirmundsson Anna Bára Hjaltadóttir Trausti Þorsteinsson Kristrún Hjaltadóttir Óskar S. Einarsson og barnabörn Sendi vinum og ættingjum á Dalvík og í Svarfaðardal sem muna eftir mér innilegar jóla- og nýárskveðjur. Guð blessi ykkur öll. Frímann Sigurösson Hrafnistu, Hafnarfirði

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.