Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Side 4

Norðurslóð - 18.12.1996, Side 4
4 — N ORÐURSLÓÐ Drengurinn í dalnum fagra Um séra Friðrik og Svarfaðardal „Eg er fæddur á Hálsi í Svarf- aðardal 25. maí 1868.“ Þessi orð segir og skrifar séra Friðrik Friðriksson í upphafi kvikmynd- ar sem Osvaldur Knudsen gerði um hann, en Kristján Fldjárn samdi og flutti texta við. Ég horfði á þessa gömlu mynd á myndbandi nýlega eftir hálfan fjórða áratug. Þegar ég sá hana forðum í Ungó fannst mér vissu- lega forfrömun að hinn merki æskulýðsleiðtogi skyldi fæddur í sveitinni. Og enn tinnst mér það svo. Því þótti mér vel við hæfi þegar séra Friðrik var í fyrra reistur minnisvarði á fæðingar- staðnum Hálsi. Hann er án nokkurs vafa einn af merkustu prestum í sögu þjóðarinnar og var á sinni tíð eins konar sam- einingartákn kirkju og kristin- dóms á Islandi, talinn nánast helgur maður af flestum sem honum kynntust. Það er ekki úr vegi að rifja í þessu jólablaði upp nokkuð um tengsl hans við Svarfaðardal. Hér lágu hans fyrstu bernskuspor og hér varð hann fyrst snortinn af þeirri helgi sem fylgdi honum þaðan í frá, anda trúarinnar á Krist sem leiðtoga Iífsins. Faðir Friðriks Friðrikssonar var Friðrik Pétursson bóndi, skipstjóri og smiður. Hann var fæddur á Hól- um í Hjaltadal, af skagfirskum og húnvetnskum ættum. Hann var bróðursonur Kristínar Þorláksdótt- ur húsfreyju á Syðrahvarfi og var vinnumaður þar rúmlega tvítugur. Nokkrum árum síðar kvæntist hann Guðrúnu Pálsdóttur frá Stað- artungu í Hörgárdal, af eyfirskum ættum. Það hefur líklega verið vegna tengsla Friðriks við fólkið á Syðrahvarfi sem ungu hjónin hófu nýgift búskap á Hálsi 1866 og bjuggu þar á hálfri jörðinni. Þar áttu þau heima þegar elsta barn þeirra, sveinninn Friðrik, fæddist. Faðirinn hafði þá farið í hákarla- legur, var formaður á þilskipi og hraktist það vestur á Isafjörð. Var skipið talið af um það bil sem barnið kom í heiminn, enda hafði ekkert til þess spurst norður í ell- efu vikur. Sótt var kona í næstu sveit en skamman veg til að taka á móti barninu. Þegar drengurinn fæddist var hann ekki björgulegur, með naflastrenginn þrívafinn um háls- inn. Ljósmóðirin og aðrir við- staddir héldu að ekkert líf leyndist með þessum rauða böggli. „En þegar ég gaf fyrsta hljóðið frá mér, þá skírði yfirsetukonan mig skemmri skírn í snatri“, sagði hann. Og með því að faðirinn var talinn af fékk drengurinn nafn hans. „Það þykir mér ákaflega mikils virði, að þetta skyldi verða það fyrsta sem ég lifði í heimin- um,“ sagði hann, „nema hvað það allra fyrsta sem yfirsetukonan gerði, þegar hún hafði hönd á mér var, að hún rassskellti mig til þess að fá mig til að draga andann. Og það tókst. Þetta hefur verið mesta röskleika kona. Hún mun hafa heit- ið Filippía og verið frá Hámund- arstöðum." Svo skýrði séra Friðrik frá í viðtali við Valtý Stefánsson (í bókinni Séra Friðrik segir frá). Þessi kona var Filippía Stefáns- dóttir, ættuð frá Upsum, gift Hall- grími bónda Hallgrímssyni á Stóru- Hámundarstöðum. Filippía var raunar frænka séra Friðriks þótt hann geti þess ekki í frásögn sinni; hún og Guðrún móðir hans voru systkinadætur. - Verður að nefna hér að þau Filippía og Hallgrímur voru amma og afi kjörmóður grein- arhöfundar, Rannveigar Stefáns- dóttur. Það horfði illa á Hálsi maídag- inn sem Filippía rassskellti frum- burðinn nýfædda til að láta hann reka upp hljóð, - bæði faðir og sonur taldir af. En ekki tókst að- eins svo giftusamlega til að þetta barn hélt lífi til hárrar elli, heldur kom líka faðirinn fram viku síðar, skipið, sem hann hafði reyndar smíðað sjálfur, komst nauðulega inn í einhverja vík nálægt Horni. Það hefur því verið fögnuður á bænum þegar upp rann júnímán- uður 1868. Nokkru síðar var svo skemmri skírnin sem ljósmóðirin veitti drengnum staðfest í Valla- kirkju og gerði það sóknarprestur- inn, séra Páll Jónsson sálmaskáld, síðar í Viðvík. Eftir hann eru þekktir sálmar í sálmabókinni - eins og skírnarson hans frá Hálsi. Friðrik Pétursson og Guðrún Pálsdóttir bjuggu á Hálsi í tvö ár eftir að Friðrik yngri fæddist, en fluttust 1870 að Ytra-Garðshorni (sjá búendatal í Svarfdælingum). Þaðan voru fyrstu minningar séra Friðriks. Hann segir fallega frá þeim í minningabók sinni, Undir- búningsárunum: „Það hvílir undursamleg morg- unskíma yfir minningum mínum frá þeim árum. Þar byrja þær, fyrst eins og í morgunsári og smá- skýr- ast síðan. I Ytra-Garðshorni mót- aðist fyrsta umhverfið inn í huga minn: Hinn fagri dalur með háum og hrikalegum fjöllum, grænum grundum og fagurri all-mikilli á, er rann í kvíslum milli rennsléttra bak ,kanna. Þessi sjón, tignarleg og mild í einu, blasti við sjónum mín- um, er ég var að dunda úti að leikj- um, og býst ég við að frá því stafi það, að ávallt síðan hefur mér fundist fegurst í fjalladölum, enda þótt útsýni sé ekki vítt. - I þessum yndisfagra dal átti ég heima þang- að til ég var fimm ára, og margt er mér þaðan ógleymanlegt.“ I framhaldi af þessu drepur séra Friðrik á nokkrar bernskuminning- ar, segir frá baðstofunni á bænum, draugasögum sem vinnumaður sagði honum í laumi og líka man hann eftir jarðskjálfta. En sú minn- ing sem vafalaust hefur grópast dýpst í hug Friðriks var um kirkju- ferð á jóladag frá Ytra-Garðshorni að Tjörn. Frá henni segir hann bæði í minningabókinni og viðtöl- unum við Valtý. Þar er þetta haft eftir honum: „Pabbi ýmist leiddi eða bar mig á leiðinni til kirkj- unnar. Við vorum langt komnir út að Tjöm, þegar ég heyrði dimmt og óvanalegt hljóð. Eg hélt, að þetta væri til hátíðabrigða vegna jólanna. Pabbi sagði mér, að þetta væri sjávarhljóð. Það kæmi frá sjónum niður við ströndina. Eg hafði oft heyrt talað um sjóinn, en aldrei séð hann. Nú sá ég mynd af honum í huganum. Mér fannst hann myndi vera ákaflega stór risi sem lægi á bakinu með reista borð- stóla og svæfi. Þetta hljóð væri svefnhljóð hans. Eg varð ekkert hræddur. En svo tók við annað hljóð, sem líka kom út úr dimmunni. Það var klukknahljóðið frá kirkjunni á Tjörn. Þegar inn í kirkjuna kom, fannst mér þar vera eintóm dýrð.“ í minningabókinni hverfur séra Friðrik frá árunum í Svarfaðardal með þeim orðum að sá kafli þyki sér að mörgu einn merkilegasti kafli ævi sinnar. Svo er alltaf um bernskuna þegar vitund mannsins er að mótast. En það var árið 1873 sem foreldrar Friðriks fluttust al- farin burt úr dalnum. Bjuggu þau þá fyrst á Reistará í Möðruvalla- Gunnar Stefánsson skrifar sókn, en eftir árið yfirgáfu þau Eyjafjarðarsýslu og fluttust vestur í Litladal í Skagafirði og loks að Svínavatni í Húnaþingi. Séra Frið- rik kallaði sig mann þriggja sýslna á Norðurlandi þótt hann teldi Skagafjörð standa sér næst; þaðan lagði hann út í heiminn Foreldrar hans bjuggu á Svína- vatni þar til Friðrik Pétursson lést á aðfangadag 1879, þegar elsti son- urinnn var ellefu ára. Nokkru síðar veiktist Guðrún alvarlega og lá rúmföst í mörg ár. Það voru því ekki bjartar framtíðarhorfur fyrir soninn. En hann var gáfaður, kjark- mikill og framgjarn og með til- styrk góðra manna, frænda sinna í Skagafirði, komst hann til náms í Reykjavík. Móður sína fékk hann til sín, hún náði heilsu og héldu þau mæðgin heimili saman upp frá því þar til Guðrún lést háöldruð, árið 1927. Starfssaga Friðriks Friðriksson- ar verður ekki rakin hér að marki. Eftir stúdentspróf 1893 hélt hann til Kaupmannahafnar til náms, fyrst í læknisfræði en síðar í mál- fræði. Þar kynntist hann KFUM og byrjaði æskulýðsstarf. Hann sneri heim 1897 hóf nám í Prestaskólan- um, stofnaði KFUM og K í Reykja- vík 1899 og lauk prófi og vígðist prestur ári síðar. Hann stundaði prestsstörf og kennslu, en fyrst og fremst er hans minnst fyrir leið- togastarfið í KFUM, meðal hins mikla fjölda drengja sem allir urðu „drengirnir hans.“ Þörfum þeirra sinnti hann vel, stofnaði fyrir þá kór, skátafélag og knattspyrnufé- lagið Val. Hann fór oft til útlanda og starfaði árum saman í Dan- mörku þar sem hann naut mikilla vinsælda, var þar öll heimsstyrj- aldarárin síðari en kom aftur heim að stríðinu loknu. - Myndastytta Sigurjóns Olafssonar í Lækjargötu í Reykjavík, Séra Friðrik og dreng- urinn, reist 1955, birtir með ein- földum en áhrifamiklum hætti hvert hlutverk þessa manns var í lífi æskufólks á Islandi. I frásögn af skólaárunum í Reykja- vík um og upp úr 1890 segir Frið- rik frá ferð sinni norður í Skaga- fjörð eitt sumarið. Meðan hann dvaldist í Viðvík hjá séra Zophon- íasi Halldórssyni bar gest að garði, frú Valgerði, konu séra Tómasar Hallgrímssonar á Völlum, og bað hún um fylgdarmann yfir Heljar- dalsheiði. Vaknaði þá hjá Friðrik óviðráðanleg löngun til að sjá aftur Svarfaðardalinn þar sem hann var fæddur og hafði dvalið hin fyrstu fimm sælu ár ævi sinnar. Bauðst hann nú til að fylgja frúnni yfir heiðina. Friðrik segir frá þeirri ferð með lifandi hætti: „Þegar loksins er komið niður í dalbotninn, og niður í efstu grös, andar maður djúpt, og hvíldin læðist yfir mann og veitir ósegjanlega nautn, er maður situr í mjúku grasi, eftir hina ömurlegu ferð yfir heiðina. Þar efst uppi er dalurinn þröngur og fjöllin há og brött. En einhver hátíðleg ró hvílir yfir dalnum“. Friðrik gisti á Völl- um, hélt síðan inn á Arskógsströnd og þaðan út í Hrísey. A Ystabæ bjó frændi hans, Kristinn Stefánsson; hann og móðir Friðriks voru syst- kinabörn. Varð Friðrik samrýmdur sonum Kristins, einkum Stefáni sem var tveimur árum yngri en hann. Hann hvatti Stefán mjög til skólanáms. Fór svo að Stefán komst í Lærða skólann í Reykjavík og reyndist námsmaður með yfir- burðum. Hann fór síðan í Presta- skólann, var þar samtíða Friðrik, og varð sóknarprestur á Völlum skömmu eftir að Friðrik hafði stofn- að KFUM og lokið sínu prests- námi. Alla tíð hélst góð vinátta með þeim séra Stefáni. Á ferð um Svarfaðardal í baka- leið tók Friðrik á sig krók að Ytra- Garðshorni til að heimsækja tóft- arbrotin þar sem hann hafði leikið sér barn. Hann litaðist þar um, barði að dyrum og var boðið inn. Fólkið þekkti hann auðvitað ekki og þegar það heyrði að hann væri í Lærða skólanum var sagt: „Nú, svo að þú ætlar þá að verða prest- ur.“ Hann svaraði því drýginda- lega að maður gæti eins orðið sýslumaður eða læknir! - Frá Ytra- Garðshomi reið Friðrik fram í dal- botninn og ætlaði að sjá óþekkta jurt sem þar yxi. Hann gisti á Atla- stöðum og fann blómið, það var með háum beinum stöngli og náði honum í brjóst. Hann tók það með sér og reið með það yfir Heljar- dalsheiði að Hólum til Hermanns skólastjóra Jónassonar, en hann gat ekki sagt honum nafnið á hinni undarlegu jurt úr Svarfaðardal. Hann hafði ekki getað náð rótun- um almennilega upp „og auðvitað fölnaði blómið fljótt,“ segir hann í lok frásagnar af ferðinni um fæð- ingarsveitina. Nú barst hann æ lengra frá þeim norðlensku sveit- um þar sem hann hafði vaxið upp. Ekki segir fleira af Svarfaðardal í endurminningum séra Friðriks en það sem nú var rakið, en þær ná raunar ekki nema fram á annan tug aldarinnar. Heimildir eru ekki fmnanlegar fyrir því að hann hafi komið í dalinn í meira en hálfa öld; að minnsta kosti veit Sigríður Thorlacius ekki til þess að hann kæmi að Völlum að heimsækja föður hennar, séra Stefán. Það tíðkaðist ekki á þeim árum að menn færu langferðir milli lands- hluta nema brýna nauðsyn bæri til, enda samgöngur erfiðar. Svarfaðardal átti séra Friðrik þó enn eftir að líta augum. Einn helsti vinur hans á Norðurlandi var Jak- ob Frímannsson kaupfélagsstjóri KEA. Hann segir frá kynnum þeirra í Bókinni um séra Friðrik sem ýmsir vinir hans skrifuðu. Séra Friðrik kom oft til Akureyrar að heimsækja Jakob, bjó þá ýmist heima hjá honum eða á Hótel KEA. Jakob segir m. a. frá því að haustið 1952 hafi séra Friðrik komið og verið við brúðkaup Bryndísar, dóttur þeirra hjóna, og Magnúsar Guðmundssonar. „Þá ferðaðist hann mikið um hér í ná- grenni og skoðaði æskustöðvar sínar í Svarfaðardal og í Arnarnes- hreppi", segir Jakob. Líklega hefur

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.