Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Side 5

Norðurslóð - 18.12.1996, Side 5
NORÐURSLÓÐ —5 þetta verið í síðasta sinn sem séra Friðrik kom í dalinn. Hann var þá yfir áttrætt og nokkru seinna tók þrek hans að bila og sjónin að daprast og varð hann að lokum blindur. Annars var Friðrik hraust- menni mikið þótt sagt væri að hann lifði á kaffi og vindlum. Þeirri þungbæru reynslu að missa sjónina í elli tók séra Friðrik með merkilegu jafnaðargeði. Hann sagði í viðtali öá níræðisafmælinu að sjónleysið hefði fyllt hann fögn- uði. Honum hafi fundist að Guð væri ósáttur við sig af því að hann lét hann ekki reyna neitt mótlæti. Blindan varð honum sönnun þess að þeir hefðu náð sáttum og hann kvaddi heiminn í friði við Guð sinn og samferðamenn 9. mars 1961. Séra Friðrik Friðriksson var maður með köllun og hann hafði þá náðargáfu að geta hrifið unga menn sem honum voru samtíða. Enginn virðist hafa verið ósnortinn af persónutöfrum hans. Auðvitað urðu ekki nærri allir þeir piltar sem ungir komust í samband við séra Friðrik staðfastir í trúnni þaðan í frá. En ótrúlega margir minntust þeir síns gamla leiðtoga með þökk og virðingu, um það eru nægir vitnisburðir. Hann lét eftir sig ým- is ritverk, sögur og kvæði, mörg ort við fjöruga erlenda söngva. Þar á meðal eru „Afram Kristsmenn, krossmenn“, „I öllum löndum lið sig býr“, „Hver er í salnum?“ og „Ennþá roðna þér rósir á vöngum“; það síðasttalda var alltaf sungið á fundum í barnastúkunni á Dalvík í gamla daga. - Merkasta ritverk séra Friðriks er þó áreiðanlega sjálfsævisagan, Undirbúningsárin og Starfsárin. Þær bækur eru löngu orðnar torgætar, en þær eru minni- legur lestur. Yfir látlausum frá- sögnum þeirra er einkennileg heið- nkja. Hún stafar frá hugarheimi manns sem hefur fundið sér ör- ugga leið í lífinu og hlýðir mátt- ugri innri rödd. Slíkir menn eru dýrmætir sem táknmyndir og leið- arljós þótt fæstir geti fylgt þeim nema stuttan spöl. Minningu séra Friðriks Friðrikssonar á því að halda á lofti enda hefur það verið gert með ýmsum hætti. Vel er að fæðingarsveit hans skuli hafa lagt þar fram sinn skerf með minnis- varðanum á Hálsi. Fleygar setningar úr sjúkraskýrslum Sjúklingurinn er umfer- tugt, að öðru leyti ekkert athugavert. Sjúklingurinn hefur átt við gott heilsufar að stríða. Nú er svo komiðfyrir henni að hún getur að mestu hjálpað sér sjálf. Sjúklingurinn fékk vœgan verk undir morgunsárið. Við skoðun fundust engar eitlastœkkanir að gagni. Sjúklingurinn fékk mjög langsótt kvef. Daginn fyrir innlögn borð- aði hún kvöldmat á eðli- legan hátt, með kjötbollum. Það vottarfyrir gyllinœð hægra megin á kálfa. Sjúklingurinn misnotaði áfengi í óhófi áðurfyrr. Tekin var mynd afsjúklingi sem sýndi breytingar í Hafiiatfirði. Sjúklingurinn tekur engin lyf en magnýl þess á milli. Skoðun við komu leiðir í Ijós unglingaspilt. ...Og botnið nú! Svo eru hér nokkrir fyrripartar fyrir hagyrðinga að glíma við: Margir hafa mætur á miður góðum siðum. Árin líða eins og gengur Enginn máttur fær því breytt. Þennan flotta fyrripart fínnst mér gott að botna. Gangi ykkur vel... Ljóðagetraun Norðurslóðar 1996 1. Hvað ber mig til draumalanda? 2. Hver ríður aldrei oftar, upp í fjallhagann sinn? 3. Hver ber mér þinn óð, er rökkvar? 4. Hvert fellur heitur haddur þinn? 5. Hvar blasir bær í hvammi? 6. Hver er á því bjargi byggð, sem buga ekki storm- ar neinir? 7. Hvað bar að eyrum, sem englahljóm? 8. Hver kvað um sitt fjölbreytta fjalldalaskraut? 9. Hver drekkur hvern gleðinnar dropa í grunn? 10. Hver kunni að kæta rekka snjalla? 11. Hvers vegna er ég sjaldan glaður? 12. Hvert hverfa skeiðfráir jóar? 13. Til hvers gef ég þér duluna mína? 14. Hvenær er sælt að vera fátækur? 15. Hvað skín á vonarhýrri brá? 16. Hver gafst upp á rólunum? 17. Hvar loga bjartir stjörnuglampar? 18. Hvarbunaði smálækjarspræna? 19. Hver gekk aðra slóð, en ætlað hafði ég? 20. Hvað heyrði ég hljóma í svefni og vöku? 21. Hver átti fagurt land með fuglasönginn þýða? 22. Hver gerði hér stuttan stans? 23. Hvar heyrði ég Tungná niða? 24. Hver er best af blómunum mínum öllum? 25. Hvenær er viðsjált að ríða vötnin? Hér birtist Jólagetraun Norðurslóðar í 19. skipti frá upphafsárinu 1977. Gátan á að vera létt að þessu sinni, en það höfum við reyndar sagt áður en það segjum við nú alltaf. Bókmenntagetraun Norðurslóðar Hér birtast uppahafsorð 5 íslcnskra bókmenntaverka sem ætla má að í það minnsta bókabéusar kunni skil á. Hverjar eru þessar bækur? 1. Mín góða og skemtilega vinkona! Gegnumsýrður af heilögum innblæstri sem blóðmörskeppur í blá- steinslegi, titrandi af hamstola lyftingu, vaggandi af ómþýðum engla- röddum, er til mín hljóma gegnum gengishrun og öreigaóp vorrar ves- ölu jarðar, tvíhendi ég pennastöngina þér til dýrðar, þér til eilífrar dýrð- ar og vegsömunar, andlegrar umturnunar, sáluhjálpar og syndakvittun- ar, hvar af þú ljómar og forklárast eins og sólbakaður saltfiskur frammi fyrir lambsins stól. 2. Hann stendur ásamt tjaldi og sendlíngi í fjöruborðinu niðrundan bæn- um og horfir á ölduna sogast að og frá. Kannski er hann að svíkjast um. Hann er tökubam og þess vegna er lífið í brjósti hans sérstakur heimur, annað blóð, án skyldleika við hina, hann er ekki partur af neinu, en stendur utanvið, og það er oft tómt umhverfis hann, og lángt síðan hann byrjaði að þrá óskiljanlega huggun. 3. Kringla heimsins, sú er mannfólkit byggvir, er mjök vágskorin. 4. Snemma á hvítasunnumorgun kjagaði Skúli gamli í Smiðjubæ upp frá Eyrarkaupstað og lagði leið sína upp Fögrubrekku en svo heitir brekk- an ofan við kaupstaðinn. 5. Einu sinni á dögunum þegar drottningin á Englandi var að borða litla skattinn, því hún borðar ævinlega litlaskattinn, kom maðurinn hennar út í skemmu að bjóða góðan dag. „Guð gefi þér góðan dag heillin" sagði drottning „Hvemig er veðrið?" Sendið inn lausnir - og vinnið eigulegar bækur Þeir sem senda inn lausnir á getraunum Norðurslóðar - kross- gátu, stóru myndagátunni, Ijóðagetraun, bókmenntagetraun og seinnipörtum - fyrir 15. janúar 1997 geta átt von um vinn- ing. Dregið verður úr innsendum lausnum og hljóta þeir heppnu bækur að launum. Nöfn vinningshafa verða birt í janúarblaði Norðurslóðar 1997.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.