Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Blaðsíða 6

Norðurslóð - 18.12.1996, Blaðsíða 6
6 — NORÐURSLÓÐ Af ríki Urðamanna á 14.-15. öld Á þessu korti sést hversu víða Urðaveldið teygði arma sína, auk þess sem helstu jarðir Urðamanna eru merktar inn á það. Þegar biskupar til forna héldu frá Hólum hina gömlu þjóðleið yfir Heljardalsheiði til að vísitera kirkjur og söfnuði, komu þeir fyrst að Urð- um í Svarfaðardal. I Pétursmáldögum frá 1394 standa Urðir t.d. fyrstar, og eins í vísi- tasíubókum Jóns Vilhjálmssonar frá 1429 og 1431. Þess vegna kann að virðast sérkenni- legt að þarna á Urðum, rétt við bæjardyr kirkjuvaldsins á Hólurn, var eitt helsta höfð- ingjasetur norðan lands á síðmiðöldum. Ef til vill hefur nágrennið við Hóla, eða a.m.k. staðsetningin við þjóðleiðina þótt heppilegt staðarval fyrir stórhöfðingja, en hann hefur þá mátt hafa bein í nefinu. Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri á Urðum er talinn hafa verið uppi frá því um 1320 til 1402. Börn Þorsteins tengdust með gifting- um öðrum helstu höfðingjaættunum, svo sem Leppsætt og Vatnsfirðingum. Sonur hans Arnfinnur var um skeið hirðstjóri eins og faðir hans, og tveir ættliðir í viðbót voru í höfðingja tölu, þeir Eyjólfur og Guðni, en þá dó valdamesti karlleggur ættarinnar út. Höfðingjaætt þessi lét þó óbeint að sér kveða eftir það, því Jón Sigmundsson og svo sonarsonur hans Guðbrandur Þorláksson Hólabiskup voru arftakar Urðamanna. Jón giftist ekkju Guðna, fékk með henni mikinn auð Urðamanna og hafði bú á Urðum 1483- 1508, er Hólastóll sölsaði eignir hans undir sig. Guðbrandur náði þeim aftur undan stóln- um í frægum málaferlum seint á 16. öld. Þótt heimildir um þá Urðamenn séu frem- ur fáskrúðugar má bæta úr því með ýmsum hætti. Talsvert er vitað um það umhverfi sem ættin lifði og hrærðist í, bæði efnhagslíf og félagsgerð, og verður þeirri vitneskju óspart beitt í því sem á eftir kemur. Bein at- burðasaga verður að mestu látin liggja milli hluta, en spurt: Hvers konar höfðingjar voru Urðamenn? Hver var grundvöllur auðs þeirra, voru þeir sægreifar síns tíma eða búhöldar? Voru þeir þóttafullir valdsmenn, hátt hafnir yfir almúgann eða vinsælir héraðshöfðingj- ar? Sægreifar eða landaðall? Kjami Urðaveldisins stóð að líkindum í Svarfaðardal. Þeir áttu Grund (sem Þor- steinn Eyjólfsson kallar sína bestu jörð norð- an lands þegar hann gefur hana til kristfjár í testamenti sínu 1386) og líklega fleiri jarðir í Tjamarsókn. Einnig er talað um Urðamenn í sambandi við nær allar jarðir í Fram-Svarf- aðardal vestan Svarfaðardalsár; þeir eru orð- aðir við Urði, Skrötlustaði, Auðnir, Hól, Klaufabrekkur og Göngustaði (þá voru hvorki Klaufabrekknakot né Göngustaðakot lögbýli, en geta hafa verið til engu að síður sem hjáleigur), og Mela og Tungufell austan ár. Engar jarðaskrár eru til úr eigu Urða- manna, en vel getur verið að nær allar jarðir í Urðasókn og flestar jarðir í Tjamarsókn og jafnvel Upsasókn hafi verið eign þeirra. A þessum tíma virðist Hólastóll eiga mjög fáar jarðir í Svarfaðardal, en síðar eignaðist stóll- inn margar jarðir í Urðasókn. Þess má geta að um 1400 áttu kirkju- stofnanir hlutfallslega mun færri jarðir en síðar, ef til vill aðeins um 25% allra jarða á landinu. Hin 75% voru að mestu í eigu höfð- ingja, hins íslenska jarðeignaaðals eða SÍS/ Kolkrabba (strikið út að vild) þess tíma, og var Þorsteinn Eyjólfsson áreiðanlega fram- arlega í þeim flokki. Annars hefðu honum vart hlotnast þau miklu völd sem hann hafði svo lengi sem hirðstjóri og síðan lögmaður norðan og vestan. Frá 1400-1550 breyttust hlutföll í jarðeignamálum hratt, þannig að um 1550 áttu kirkjustofnanir um helming jarða og höfðingjar hinn helminginn. Brimnes var í eigu Urðamanna um skeið, og sálugjafir til Arskógskirkju og rekaeign á Hellufjöru benda til að á Arskógsströnd hafi þeir sitthvað haft umleikis. í Fljótum áttu þeir fimm jarðir sem getið er með nafni, Nefstaði, Lund, Hamar, Brekku og Helgu- staði, og er athyglisvert að þrjár þeirra voru síðar Hólajarðir. Þetta voru örugglega ekki einu jarðir Urðamanna í Fljótum. Grýtubakki í Höfðahverfi var annað ætt- aróðal Urðamanna, og þeir áttu jarðir í grennd við það í Höfðahverfi og á Sval- barðsströnd. Félags- og efnahagsleg einkenni Urða- veldisins voru flest þau sömu og í lénsríkj- um Vestur-Evrópu. Eins mætti nefna þessi fyrirbæri héraðsríki, en til að undirstrika tengslin við svipuð fyrirbæri Evrópu kalla ég þau lénsríki. Einkenni lénsríkja var að margs konar vald var samþætt og á einni hendi. Ríkin voru yfirleitt smá héraðsríki. Sami valds- maður var bæði forstöðumaður í stórfyrir- tæki héraðsins, góssinu, og vemdari alrnúg- ans. Hann var einnig stuðningsmaður and- legra yfirvalda kirkjunnar, og á Islandi stóð hann oft sjálfur bæði fyrir skólahaldi og bókasafni síns héraðs. Dæmi um slíkt frá síðmiðöldum eru frá Skarðverjum og af- komendum Lofts Guttormssonar á Möðru- völlum í Eyjafirði. Ekki hefur verið rannsak- að hvort einhver síðmiðaldarit eru runnin frá Urðamönnum, en ekki er það ómögulegt. Góssarekstur Urðamanna hefur verið stór í sniðum, hafi þeir, eins og mjög líklegt verður að teljast, átt verulegar eignir í Fljót- um, vestanverðum Svarfaðardal og Höfða- hverfi. Þama voru á 14. öld u.þ.b. 150 lög- býli skv. máldögum. Hafi þeir t.d. átt helm- ing þeirra og einhverjar jarðir utan svæðisins getur jarðeign þeirra hafa nálgast 100 með- aljarðir, um 2.000 jarðahundruð. Engar for- sendur eru til nákvæmari áætlana, en auður þeirra gæti þess vegna hafa verið umtalsvert meiri. Tekjur af landskuld voru um 10% á ári á 14. öld, geta þá hafa verið um 200 hundruð (200 kýrverð), en hafa lækkað á 15. öld eftir svartadauða. Einnig hafa Urðamenn haft tekjur af kúgildaleigum. Raunar sýna heimildir að um 1430 voru aðeins fimm eða sex af 16 jörðum í Urðasókn í byggð, og í öðrum sóknum á valdsvæði þeirra voru þriðjungur til helmingur jarða í auðn, svo af þeirri ástæðu hafa tekjurnar sennilega lækk- að mikið, allt að helming. Þær hafa síðan vaxið aftur eftir að jarðir fóru smátt og smátt að byggjast á ný. Höfuðbólin þrjú, Urðir, Grund og Grýtu- Arni Daníel Júlíusson skrifar bakki hafa verið stórbú. Engar tölur eru til um rekstur á þessum jörðum utan þess sem getið er um Grund í testamenti Þorsteins 1386, er hann gaf átta kýr og átta ásauðakú- gildi til kristfjármeð jörðinni (sem ekki hef- ur verið allur bústofn á jörðinni), en frá 16. öld eru til tölur frá Urðum. Um 1585 voru þar 19 kýr, 76 ær, 31 sauður, 56 gemlingar, 14 geld naut, 10 kálfar og 72 lömb á fjalli. Auk þess fimm brúkunarhross og átta hestar sem Guðbrandur biskup átti. Búið 1585 var a.m.k. fjórfalt meðalbú. Olíklegt er að bú Þorsteins, Amfinns eða Eyjólfs á Urðum hafi verið minni, sennilega talsvert stærri. A slíkum höfuðbólum hefur verið fjöldi vinnu- fólks af báðum kynjum, flest ungt og fjör- mikið, og þar var aðalhjónabandsmarkaður héraðsins. Líklegt má telja að Amfinnur, sem þá var bóndi á Urðum hafi ekki minnkað bú sitt við pláguna 1402-4. Höfðingi eins og Amfinnur varð að hafa stórt bú til að geta fætt og klætt þann fjölda starfs- og sveinaliðs sem fylgdi umsvifamiklum höfðingja, og sú þörf minnkaði ekki við svartadauða, síður en svo. Líklegt er að Amfinnur hafi fremur kosið að manna höfuðból sitt vel en byggja upp eyði- kot, og bendir t.d. Lönguréttarbót frá 1450 til slíkra áherslna í rekstri. Hafi Urðamenn haft verulegra hagsmuna að gæta í sjávarútvegi hefur sá tekjustofn orðið fyrir miklu áfalli við svartadauða. Arið 1318 voru tveir prestar í Grímsey, og bendir það til verulegra umsvifa. Svo marga presta var annars helst að finna á hefðar- og stór- stöðum eins og Völlum, en Miðgarðar verða varla taldir í þeim hópi á miðöldum. I Grímsey hefur sennilega verið sjávarþorp með talsverðum mannfjölda bæði fastbúandi og vermanna, og miklum tekjum jarðeig- enda. Að öllum líkindum var slíka byggð á 14. öld að finna í Flatey í Skjálfanda, í Hrís- ey, á Siglunesi og jafnvel Olafsfirði, í Upsa- sókn (Dalvík hin fyrri?), Arskógsströnd og í Höfðahverfi. Um 1445-1450 er Grímsey hins vegar í eyði og var það lengst af 15.-16. öld. Byggð og tekjur af Hrísey er aðeins svipur hjá sjón á sama tíma. í jarðabókinni 1702-1714 er getið um rústir af þurrabúðahverfi á Siglu- nesi, sem talið var mjög fornt og gæti hafa verið frá 14. öld. Hafi verið þorp á öllum áð- urnefndum stöðum hefur byggð í þeim víð- ast lagst niður við svartadauða. Að öllum líkindum hafa Urðamenn haft umtalsverðar tekjur af útvegi í Fljótum og við norðanverðan Eyjafjörð, sem varla hefur alveg lagst niður við svartadauða. En ólíkt hafa umsvifin verið minni eftir það. Verndarkerfið Flestir kannast við goða og þingmenn þjóð- veldisaldar. Hver bóndi átti að velja sér goða og varð þingmaður hans. Álíka kerfi vora við lýði um alla Evrópu á hámiðöldum, og eru þau á erlendum málum kölluð „patron- klient“ kerfi, sem þýða mætti með orðinu vemdarkerfi. Á Islandi var á síðmiðöldum við lýði vemdarkerfi, þ.e. landbúar/kotkarlar völdu sér herra og nutu vemdar þeirra. Þetta var í beinu framhaldi af goða- og þing- mannakerfi þjóðveldisaldar. Sáu þessi vemdarkerfi um ýmis þau verkefni, sem nú em á verksviði ríkisvaldsins, sérstaklega ör- yggis- og löggæslu, sem skipti merin mjög miklu máli, sbr. hið foma máltæki að óska árs og friðar. Annars vegar óskuðu menn sér árgæsku náttúrunnar, en hins vegar friðar af Skinnbréf með innsigli Þorsteins Eyjólfssonar frá 1386 þar sem hann gefur syni sínum Arnfinni sinn hluta úr jörðinni Hálsi í Svarfaðardal. Mynd af frumbréfi: Guðmundur Ingólfsson, ímynd.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað: 12. tölublað (18.12.1996)
https://timarit.is/issue/394181

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

12. tölublað (18.12.1996)

Aðgerðir: