Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 7

Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 7
NORÐURSLÓÐ — 7 mönnum. Ófriður var langversta samfélagsvandamál á íslandi á miðöldum. Konungsvald var mjög veikt á Islandi a.m.k. fram undir 1550 og vemdarar, sem oftast voru sterkustu gósseigendur í hverju héraði, tóku að sér að reka nokkurs konar einkarekið ríkisvald í léns- eða héraðsríki sínu. Um veldi Guðmundar Arasonar á sunnanverðum Vestfjörðum og í Strandasýslu, og um veldi Vatns- firðinga við Isafjarðardjúp eru til betri heimildir en veldi Urðar- manna. Sýna þær að flestar eða all- ar jarðir á ákveðnu landssvæði voru í eigu ákveðins höfðingja, sem einnig sá um vernd og öryggi (með misjöfnum árangri). Senni- lega hefur ákveðið landssvæði ver- ið veldi eða ríki Urðamanna með sama hætti. Það hefur verið sá hluti Svarfaðardals sem ekki lá undir Velli eða Möðruvelli, Árskógs- strönd, Fljót, Höfðahverfi, og jafn- vel Ólafsfjörður og Siglufjörður. Á þessu svæði hafa flestir eða allir landbúar (bændur) verið undir vemd Urðamanna, en verið getur að landbúar úr öðmm héruðum hafi einnig leitað til þeirra. Land- búa bar ekki skylda til að velja sér eigin gósseiganda fyrir vemdar- herra, þótt svo hafi sennilega oftast verið. Tveir atburðir um 1360 gætu hafa styrkt orðstír Urðamanna sem öflugra vemdara: Víg Smiðs And- réssonar og Jóns skráveifu á Grund í Eyjafirði og uppreisn Eyfirðinga gegn Jóni Hólabiskupi um sama leyti. Efuðust Eyfirðingar um rétt biskups til stólsins, töldu hann að- eins hafa rétt til Grænlendinga- biskupshéraðs. Hvort tveggja voru greinilega vel skipulagðar og ár- angursríkar aðgerðir, og hafi Þor- steinn hirðstjóri Eyjólfsson staðið að þeim hefur það eflt áhrif hans og afkomenda hans það sem eftir lifði 14. aldar og á 15. öld. Þess má geta að á 14.-16. öld var orðið bóndi á Islandi álíka Væntanlega hefur verið nokkuð öðruvísi umhorfs en nú er að Urð- um meðan Þorsteinn Eyjólfsson hirðstjóri var á dögum og réð stóruin hluta Norðurlands. tignarheiti og barónn eða greifi í Evrópu. Aðeins helstu menn voru bændur. Bændur í okkar venjulega skilningi voru hins vegar nefndir kotkarlar, landbúar eða almúgi. Lokaorð Á 16. öld eignaðist Hólakirkja fjölda jarða í Fljótum og í Svarfað- ardal. Urðir komust um skeið und- ir stjórn Hólastóls, en það er önnur saga. Á meðan Urðamanna naut við var í næsta nágrenni við Hóla- stól öflug höfðingjaætt sem virðist hafa átt í fullu tré við kirkjuvaldið. Tveimur spumingum var varp- að fram í upphafi: Voru Urðamenn sægreifar eða landaðall, og vom þeir yfirgangssamir og héraðsríkir eða vinsælir höfðingjar? Fyrri spumingunni má svara þannig að sennilega hafi þeir verið hvort tveggja sægreifar og búhöldar, sérstaklega á 14. öld, en kjarninn í atvinnurekstri þeirra og veldi hefur verið landbúnaðurinn, bæði tekjur af leigujörðum og stórrekstri á öld, þegar þá var „manor“ eða höfuðbólum. Glæsilegt hefur verið herragarður í fomum stíl. um að litast á Urðum á 14. og 15. Sennilega hafa Urðamenn verið hvoru tveggja, héraðsríkir og vin- sælir höfðingjar. Til þess að vera vinsælir þurftu menn nefnilega að vera héraðsríkir, það fór saman. Urðamenn virðast hafa verið það öflugir að lítið var reynt að gera á hlut þeirra, a.m.k. er þeirra lítið getið við hinar tíðu deilur 14. og 15. aldar, nema um 1360. Því hafa þeir skapað góðan frið í héraði. Svarfdælingar 14. og 15. aldar hafa litið til höfuðbólsins Urða með virðingu. Þar sat höfuð þeirra, eins konar konungur héraðsins. Þangað greiddu menn afgjöld af jörðum, ungt fólk sóttist eftir að komast þangað í vinnumennsku, því þar var jú fjörið og möguleikar til að komast áfram í lífinu, og þaðan mátti líka vænta vemdar, steðjaði ófriður að. Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. Landsbanki íslands Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðsla, Kaupangi L VERSLUM í HEIA/IABYGGÐ! ★ Jólatilboð » Kjúklingar Londonlamb, frampartur Léttreyktur lambahryggur Hangiframpartur, úrbeinaður Hangilæri, úrbeinað Bayonneskinka Svínakambur, úrbeinaður reyktur Svínahamborgarhryggur Svínabógur, hringskorinn reyktur Niðursoðið grænmeti Niðursoðnir ávextir - margar tegundir ★ Jólakonfekt og jólakökur í miklu úrvali jw Við óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Starfsfólk Svarfdælabúðar Mikið úrval af gjafavörum ^ og leikföngum SVARFDÆLABUÐ S I IVI I : 4 6 6 3 2 1 1 - 4 6 6 1 2 0 2

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.