Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 9
NORÐURSLÓÐ —9
Hugsað til
Helga á Þverá
Ingvar Gíslason, fyrrverandi ráðherra,
minntist vinar síns, HelgaSímonarsonar á
Þverá í Svarfaðardal, þegar sá síðarnefndi
átti aldarafmæli í fyrra. Ingvar sendi
öldungnum Ijóð sem hann hefur nú aukið
nokkuð, lagfært og slípað og er það okkur
ánægja að birta þessa ljóðakveðju til Helga
Um gengna daga saman lágu leiðir
og lýsti bjarma trúar fram á veginn,
að bóndinn fengi stækkað tún og teiginn,
að tímar vona entust, löngu þreyðir,
ei brysti gras né skertust skárar breiðir
né skammta þyrfti moð og hrakin heyin,
að æskan gæti heilsað framtíð fegin
og fyndi lagða braut er sporin greiðir.
En margt er breytt - svo man ég gamla tíð -
og mörgu skolað burt „á tímans straumi",
og fleira tjóns á fjörur okkar rak:
Hvað fyrrum vannst það nota menn sem níð,
þeir nálykt finna af sveitamannsins draumi
og verkin kalla vogrek eitt og flak.
II
Svo lætur tíminn vaxa stundir stríðar,
að straumar margra átta hníga og rísa.
En rök og tákn sem ungum veginn vísa,
þau vitna um mörk og stefnu nýrrar tíðar.
Þó veistu ennþá hlæja grónar hlíðar,
þú hlustar trúr á raddir vonardísa,
hver framtíð gefist „fögru landi ísa“,
að forspá góðra vætta rætist síðar:
Já, grænn er dalur, gott er undir bú!
Nú græði skóg og haga moldin frjóa!
Blómklæðum skarti skriður, holt og börð!
Sannist þín ætlan, sigri von og trú,
„sveitirnar fyllast, akrar hylja móa“.
Gefur oss lífið Guð og Móðir Jörð.
Ingvar Gíslason
/lulia /íííKF
G
Frá Tjarnarkirkjugarði Þeir sem hafa hug á að vera með Ijósakrossa á leiðum í garðinum yfir jólin, eða fá þá leigða, hafi samband við Sigríði í síma 466 1555, en hún gefur nánari upplýsingar. Sóknarnefnd.
Loðdýrabúið í Dýrholti
Aftur í fullan gang
Um áramótin næstu mun starf-
semi hefjast í loðdýrabúinu
Dýrholti sem í 6 ár hefur staðið
autt og ónotað á melnum norð-
an við Sökku. Skarphéðinn
Pétursson á Hrísum hefur við
þriðja mann fest kaup á búinu
en það var í eigu Stofnlána-
deildar landbúnaðarins.
Meðeigendur Skarphéðins
eru þeir Zophonías Jónmundsson
Hrafnsstöðum og Arvid Kro sem
rekur ásamt fleirum loðdýrabúið
á Lómatjörn í Höfðahverfi og er
auk þess formaður SIL, Sam-
bands íslenskra loðdýradænda.
Hafa þeir félagar stofnað eignar-
haldsfélag um reksturinn; Dýr-
liolt ehf. Hlutafé er 1200 þúsund
krónur sem skiptist þannig að
Skarphéðinn og Arvid eiga hálfa
milljón hvor en Zophonías 200
þúsund. Er fyrirhugað að auka
hlutafé á næsta ári.
Dýrholt var á sínurn tíma sem
kunnugt er byggt og rekið af
fjórum bændum í Svarfaðardal
auk Skarphéðins sem sá um
daglegan rekstur. Þar eins og
annars staðar seig reksturinn á
ógæfuhliðina þegar verðhrun
varð á skinnamarkaði. Sú saga er
flestum kunn. Dýrhyltingar hættu
rekstri um áramót 1990-91 og
Stofnlánadeild leysti til sín búið.
Skarphéðinn sagði í samtali við
blaðið að mjög litlu þyrfti að
kosta til, öðru en kaupum á dýr-
um, til að hefja rekstur á nýjan
leik. Allt væri til staðar; búr og
annar umbúnaður og það eina
sem gera þyrfti væri sótthreinsun
og smávægilegar viðgerðir. Mein-
ingin er að fullsetja búið þegar
um áramót en það rúmar 150 refí
og um 500 minka. Verða lífdýr
keypt frá Grenivík og Sauðár-
króki. „Það leggst bara mjög vel
í mig að byrja aftur," segir
Skarphéðinn. „Forsendurnar
núna eru allt aðrar en þegar við
fórum út í þetta á sínum tíma og
þurftum að byggj allt frá grunni.
Ohætt er að segja að við kaupum
þetta á mjög ásættanlegu verði.
Verðið hefur verið mjög stabflt
undanfarin ár, þetta 7-8000 fyrir
refaskinnið en auðvitað verða
Skarphéðinn Pétursson.
Rebbi hefur átt sér fáa formælendur undanfarin ár. Er hans tími núna
kominn?
alltaf einhverjar sveiflur.“ Til refaskinnið fór niður í 1200 kr á
samanburðar má geta þess að „kreppuárunum". hjhj
Núna
er rétti
tíminn
til að gerast áskrifandi
að einstöku happdrætti
Drögum 14. janúar
Hm i 1 I j ó n i r
óskiptar á einn miða
N ý tt á s kri f t a r á r e r h afi ð
Hvammstangi:
Róberta Gunnþórsdóttir,
Lækjargötu 6, sími 451-2468
Blönduós:
Kaupfélag Húnvetninga,
sími 452-4200
Skagaströnd:
Guðrún Pálsdóttir,
Bogabraut 27, sími 452-2772
Sauðárkrókur:
Friðrik A. Jónsson,
Háuhlíð 14, sími 453-5115
Hofsós:
Ásdís Garðarsdóttir,
Kirkjugötu 19, sími 453-7305
Siglufjörður:
Ásta Margrét Gunnarsdóttir,
Aðalgötu 14, sími 467-1228
Grímsey:
Kristjana Bjamadóttir,
Sæborg, sími 467-311 i
Ólafsfjörður:
Valberg hf., sími 466-2208
Hrísey:
Erla Sigurðardóttir,
sími 466-1733
Dalvík:
Sólveig Antonsdóttir,
Verslunin Sogn,
sími 466-1300
Akureyri:
Björg Kristjánsdóttir,
Strandgötu 17, sími 462-3265
Svalbarðsströnd:
Sigríður Guðmundsdóttir,
Svalbarði, sími 462-3964
Grenivik:
Brynhildur Friðbjörnsdóttir
Túngötu 13B, sími 463-3227
HAP
Allir miðar vinna á árinu og sumir oft (H~) £
Miðaverð: 700 kr.
Mestu vinningslíkur í íslensku stórhappdrætti
... fyrir lífið sjálft i