Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 11

Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 11
NORÐURSLOÐ —11 s Ur salt- pæklinum í Svarfaðardal eru menn stöðugt að segja góðlátlegar gamansögur af náunganum og hagyrðingar byggðarinnar hafa sett saman kynstrin öll af kveðskap um vini og kunningja með gráglettnum undirtón en oft af töluverðri íþrótt. Gamanbragi og sögur hafa margir á takteinum hér um slóðir og ýmsir safna slíku efni og halda til haga sér og öðrum til gamans á góðum stundum. Einn er sá félagsskapur sem einkanlega hefur orð á sér fyrir gleðskap og gamanmál ýmiss kon- ar. Það er hið svokallaða Söltunar- félag Svarfdæla. Félagar í þeim klúbbi, sem upphaflega hafði sam- eignlega saltkjötstunnu sem nokk- urs konar yfirskin fyrir samkomur sínar, hafa verið iðnir við að yrkja allskys óhróður um menn og mál- efni innan klúbbs og utan. Hafa þeir einkum troðið upp með afurðir sínar í afmælum lýðum til skemmt- unar en afmælisbömunum til hrell- ingar. Ekki er hér ætlunin að segja frá þessurn einkennilega félags- skap enda þyrfti til þess mörg tölu- blöð ef vel ætti að vera. Þess í stað er hugmyndin að hleypa nú af stokkunum föstum þætti í Norður- slóð þar sem birt verða ýmis gam- anmál með sögulegum útskýring- um ef þurfa þykir. Er úr ýmsum brunnum að ausa í þessum efnum en fyrst í stað verður einkum leitað fanga hjá Söltunarfélaginu enda af nógu að taka á þeim bæ. Tilefni ljóðsins „Lokasenna" sem hér birtist var það að Júlíus J. Daníelsson frá Syðra Garðshomi, þáverandi ritstjóri Búnaðarblaðs- ins „Freyr“, gekkst árið 1983 undir aðgerð á Landakotsspítala þar sem sneitt var ögn af augnlokum hans. Þetta varð að sögn Júlíusar ekki mikil eða merkileg aðgerð en „óvönduðum skálkum norðan heiða tilefni til yrkinga sem mest er þó helber svartalygi". Orðið „nasafus" er þekkt í máli manna í Svarfaðardal og merkir það múður eða röfl út af smámun- um. Lokasenna Upp, upp mín sál og augnalok, svo öl megi streyma niðrum kok. Hjúkrunarkonur hjálpi til. Holdsins pínu ég minnast vil. Klippti á haftið lœknir létt, lofaður mjög í sinni stétt. Að loknum skurði mín lyftist brún líkt og dregið séflagg við hún. Ganga mátti með bólgna brá, bölvaði hátt, en ekkert sá. Þjáðist hann mikið þetta grey. Þess skal getið í nœsta Frey. Gangastúlkur með glaða brá glyrnum ogfleira þreifuðu á. Flest þar gladdi vorn fína vin, meðfleira bólgið en augnlokin. Fyrirþví kveið að halda heim. Harmaði’ að kveðja þetta geim. Glotti þá lýtalœknirinn: „Við látumþað bíða góði minn“. Sviptur var vist í sœlustað, sár og aumur hann gekk í hlað. Stirður um dyrnar staulast vann. Starði konan á aumingjann. Þegar aðfrúin segginn sá svakalega þá henni brá. Hún því afundrun hleypti í brún. „Hver er maðurinn? “ spurði hún. „Þekkirðu ekki þettafés?“ þunglega stund ‘ann við og blés. „ Vertu ei neitt með nasafus ég nefndur er ennþá Júlíus. “ Skartar hann nú með skinnið slétt. Skeiðar hann um sem foli í rétt. Aldrei lokar hann augum meir, og eigi þá er að lokum deyr. Vísur þessar eru skráðar í prótó- koll Söltunarfélagsins og undir þær skrifa; Halldór Jóhannesson, Hjalti Haraldsson, Jóhannes Haraldsson, Bjöm Þórleifsson, Bjöm Daníels- son, Jóhann Daníelsson og Ríkarð- ur Gestsson. Svarfdælsk ungmenni Safna áheitum vegna heila- skurðaðgerðar Ekki geta allir verið heima hjá sér á jólum, sumir vegna vinnu sinnar eða náms en aðrir sökum veikinda í einhverri mynd. Nú yfir hátiðina dvelur ungt par, Selma Haraldsdóttir og Óskar Þór Vilhjálmsson, fjarri heima- högum í Detroit í Bandaríkjun- um. Hún er 18 ára, úr Grímsey en hann 22ja ára Svarfdælingur. Þau bíða þess að Selrna gangist undir mikla og erfiða heilaskurðaðgerð. Hún hefur verið flogaveik frá bam- æsku en veikindin hafa ágerst nijög á seinni árum og frá því í sumar hefur hún ekki mátt vera augnablik án eftirlits. Selma og Óskar héldu utan í lok nóvemer ásamt Unni, eldri systur Selmu og var aðgerð fyrirhuguð um mánaðamótin. Attu þau von á að vera komin heim fyrir hátíðir. Nú hefur aðgerðinni hins vegar verið frestað þar sem gera þarf á henni umfangsmiklar rann- sóknir áður en hægt verður að framkvæma hana. Það er því ljóst að heimkoman dregst töluvert fram yfir jól. Eins og gefur að skilja fylgir ferðinni ómældur kostnaður og þó Tryggingastofnun greiði sjúkravist og ferðir fyrir sjúkling og einn aðstandanda hrekkur það skammt. Því hafa vinir og skólasystkini hér heima ákveðið að gangast fyrir söfnun til að létta þeim róðurinn eins og hægt er. Verður á næstunni opnaður reikningur og safnað áheitum. Nánari upplýsingar fást í síma 4661022 eða 4661504. Eru les- endur hvattir til að legga þó ekki sé nema eitthvert smáræði af mörk- um. Safnast þegar saman kemur. Stökur Undarleg er íslensk þjóð! Allt, sem hefur lifað, hugsun sína og hag í ljóð hefur hún sett og skrifað. Hlustir þú og sé þér sögð sama kveðna bagan, þér er upp í lófa lögð landið, þjóðin, sagan. St. G. Stephansson. Það er líkt og ylur í ómi sumra braga. Mér hefur hlýnað mest á því marga kalda daga. Þorsteinn Erlingsson. Fuglastef Tittlingur í mýri tínir hann berin rauð, kemur hann heim á kvöldin og klagar sína nauð. Tittlingur í mýri tínir hann berin blá, kemur hann heim á kvöldin og kúrir mér hjá. Dúfan í Danmörk hún er hlaðin baugum; gull er hennar nefi á allt upp undir augum. Þulur Gekk eg upp á hólinn að brýna mér Ijá; ekki mun hann sankti Jakob banna mér að slá. Votar eru veiturnar, svo veð eg upp að hnjá, þurrar eru þúfurnar, þar vil eg slá; brattar eru brekkurnar og brönugrösin á; skáir eru hólarnir og snjósköfin á. Drífur döggin, þá drengir slá. Lömbin í mónum leika þau sér. Selurinn í sjónum syndir upp á sker. Véttlingana á prjónum vinnukonan ber. Ketillinn á hónum kolsvartur er. Samlyndi með hjónum silfri betra er. Ríðum og ríðum hart, hart í skóginn, löng er leiðin, löt eru trvppin; týnt hefeg hnífmínum, troðið afmér skó; hallast eg á hestinum, og ríða verð eg þó. Norðlendingar! RARIK óskar viðskiptavinum sínum gleðilegra jóla og orkuríks nýárs með þökkfyrir samskiptin á árinu sem er að líða. Við hvetjum ykkur til að fara að öllu með gát á hátíð ljóssins, ekki síst í meðferð jólaljósa. Með hátíðarkveðju RARIK Sendum viðskiptavinum okkar og velunnurum bestu óskir um gleðileg jól ogfarsœld á komandi ári. Happdrætti Háskóla íslands vænlegast til vinnings! Umboðið á Dalvík: Verslunin Sogn - S. 466 1300

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.