Norðurslóð - 18.12.1996, Qupperneq 16
16 — NORÐURSLÓÐ
Hrörlegur burstabær frá síðustu öld.
Gísli Jónsson:
Nöfn Svarfdæla
og nágranna þeirra 1703-1855
(og að nokkru leyti fyrr og síðar) - 3. hluti
Elías er úr hebresku Elijah=„3e-
hóva er guð (minn)“. Engin karla-
nöfn samsett af Elí komu fyrir á Is-
landi í manntalinu 1703.
En árið 1801 eru sjö bókaðir,
flestir vestanlands, en elstur þó
Elías Friðriksson 33 ára í Ytri-
Haga á Arskógsströnd. Skyldi
hann vera fyrsti Elías á Islandi?
Nafninu hefur vegnað vel hér-
lendis, einkum lengi vel í Isafjarð-
arsýslu. Nú eru mikið á þriðja
hundrað í þjóðskrá.
Nafnið Flóvent hefur verið tekið
upp úr riddarasögu sem við svo-
nefnda hetju er kennd. Það er í
nafnatali sr. Odds og Flóvents rím-
um frá 17. öld. En fyrr veit Lind
þessi dæmi: Þorbjörn Flóvenzson
uppi 1492 og Flóvent eða Flóent
Þórarinsson sem um getur í upp-
hafi 16. aldar.
Ekki vita menn glöggt uppruna
þessa nafns, en helst þykir mér
tækilegt að setja það í samband við
latnesku sögnina /7t/o=streyma
fram, renna, enda er til gerðin
Fluovent. Ætli það sé ekki „sá sem
rennur hratt fram, framsækinn,
sókndjarfur"? Það væri þá skylt
ensku orðunum fluent og fluency.
En fluent þýðir m.a. „reiprenn-
andi“.
Þrír voru Flóventar á Islandi
1703, einn í Eyjafjarðarsýslu og
tveir í Þingeyjarsýslu, nær jafn-
aldra: Flóvent Einarsson bóndi á
Geiteyjarströnd, 39 ára, og Flóvent
Bjömsson hreppstjóri á Lundar-
brekku í Bárðardal, ári yngri.
Mönnum, sem Flóvent hétu,
fjölgaði ofurlítið og eru tíu eða 11
í öllum aðalmanntölum frá 1801 til
1910. Þeir voru lengi vel óvíða
nema í Þingeyjar- og Eyjafjarðar-
sýslum, tleiri í hinni síðarnefndu.
Nú eru í þjóðskrá tveir sem
heita Flóvent aðalnafni, en fimm
síðara nafni.
Árið 1801 varFlóvent Markús-
son 35 ára í Ytra-Kálfsskinni á Ár-
skógsströnd.
Nafnliðurinn Frið hefur í germ-
önskum málum merkinguna vænt-
umþykja, vernd og andstæða við
stríð. Þetta var ekki síður sett aftan
í mannanöfn en framan og skráð í
mjög breytilegum gerðum, sbr.
nöfn eins og Hallfreður, Guðfrið-
ur, Gunnfríður, Sigríður. Þrátt fyr-
ir góða merkingu hófust á Islandi
1703 aðeins þrjú mannaheiti á
Frið, öll sárasjaldgæf þá: Friðrik,
Friðgerður og Friðsemd. Þetta átti
nú heldur en ekki eftir að breytast
á 19. öld, en þá hófst mikil „friðar-
sókn“ íslenskra mannanafna, og
voru Svarfdælir þar engir eftirbát-
ar. En 1801 var enn aðeins eitt
„friðarnafn" á því svæði sem hér er
kannað, það er Friðrik, og sá eini
sem bar það var þriggja ára sveinn,
sonur fyrmefnds Elíasar í Ytri-
Haga.
Friðriks-nafn átti eftir að færast
gríðarlega í aukana og er nú í hópi
algengari nafna.
Gunnlaugur er fornnorrænt her-
mannsheiti og var hreint ekki sjald-
gæft. Eru sex nefndir í Landnámu
og átta í Sturlungu. Árið 1703 voru
þeir 70 á Islandi öllu og mjög
dreifðir um land. Þá var einn í Svarf-
aðardalshreppi. En þetta breyttist
smátt og smátt, urðu tjórir 1801 og
níu 1845, og má það kallast mikið
í ekki meira fjölmenni. Þá var
nafnið Gunnlaugur langalgengast
um norðanvert landið og norðaust-
anvert, en örfágætt víða suðvestan-
og vestanlands, og hét t.d. enginn
Mýramaður eftir Gunnlaugi orms-
tungu, sem gekk særður á fæti
óhaltur, meðan báðir fætur voru
jafnlangir. Enda farnaðist honum
eftir því.
Nú eru í þjóðskrá hartnær
fimmhundruð menn með Gunn-
laugs-nafni.
Aðeins níu íslendingar báru nafnið
Kristján 1703 og einn aukagerð-
ina Kastían. Þetta er grísk-latneskt
nafn, Christianoslus, og merkir ekk-
ert annað en kristinn maður. Þegar
hér var komið sögu, voru Kristínar
á Islandi hins vegar orðnar mörg
hundruð, enda nafnið tekið upp
þegar á 13. öld og var heiti helgra
meyja.
Hinir fáu Kristjánar 1703 voru
helst sunnan og vestan, en það átti
eftir að breytast. Árið 1801 voru
130 og þá var sókn nafnsins mest í
Eyjafjarðarsýslu og Þingeyjarsýslu,
fjórir voru í Svarfaðardalshreppi
hinum forna. Lítum enn betur á
þetta síðar, er sókn nafnsins þyngd-
ist til muna, enda skipar það nú 10.
sæti í vinsældaröð íslenskra karl-
heita, með um það bil 2%, en slíkt
telst mikið á nafndreifingardögum
þeim sem við upplifum.
Árið 1801 voru þessir Kristján-
ar í hinum foma Svarfaðardals-
hreppi:
1) Kristján Halldórsson eins árs
Ingvörum, Tjamarsókn.
2) Kristján Jónsson 26 ára Hánefs-
stöðum Vallasókn.
3) Kristján Jónsson tveggja ára
Skeggsstöðum Vallasókn
4) Kristján Sigurðsson þriggja ára
Steindyrum Tjamarsókn.
Sigfús er fomnorrænt=herskár, og
eins og nærri má geta ekki sjald-
gæft í víkingasamfélagi forfeðra
okkar. Fjórir Sigfúsar eru nefndir í
Landnámu og aftur fjórir í Sturl-
ungu. I Njálu voru Sigfúss synir
margir og harðsnúnir.
En Sunnlendingar seinni alda
létu lítt eftir þeim heita. Stóð svo
um aldir að nafnið var langalgeng-
ast norðanlands og austan. Einkum
voru Sigfúsar margir í Eyjafjarðar-
og Norður-Múlasýslum. Árið
1801 voru þeirníu í Svarfaðardals-
hreppi einum, og hélst það svipað
fram eftir öldinni.
Sigfúsar-nafni hefur vel vegnað
á síðustu áratugum, og eru nú í
þjóðskrá svo nefndir menn á þriðja
hundrað að tölu.
Stefán er komið úr grísku Steph-
anos = „blómsveigur, kóróna,
krans“. Að minnsta kosti fjórir
Stefánar eru í dýrlingatölu. Stefán
„frumvottur" (protomartyr) mun
þeirra frægastur, og er sá talinn
hafa dáið um 35 árurn eftir Krists
burð. Sjá um hann í Postulasög-
unni. Messudagar hans eru breyti-
legir.
Nafnið barst snemma út um
löndin, og þurftu sumar þjóðir að
breyta því mikið að sinni tungu:
ungversku Istvan, frönsku Etiénne,
spönsku Estehan o.s.frv. Einna
minnstum breytingum tók nafnið
því norðar sem dró frá Grikklandi.
Talið er að Stefán sé orðið
skímamafn á Islandi á 13. öld. En
mönnum með þessu nafni fjölgaði
hægt, voru aðeins 96 árið 1703 og
þá síst á Vesturlandi. Á fyrri hluta
19. aldar tekur að fjölga til muna.
Meira um það seinna og það fyrir-
bæri þegar til varð framburðurinn
og rithátturinn Steffán.
III.
Og svo er allt í einu komið ár
1845, og enn skal telja. Reyndar
hafði verið talið 1816, en það
manntal hefur ekki varðveist heilt,
svo að ég geri ekki grein fyrir því
hér. Árferði framan af 19. öld var
til muna bærilegra en bæði fyrr og
síðar, og ekki var að sökum að
spyrja; fólkinu fjölgaði greitt. Nú
hafði hreppaskiptingu verið beytt,
en við látum það ekki fipa okkur,
því að þá væri brostinn grunnurinn
undir þeirri rannsókn sem hér er
gerð og miðuð við ákveðið land-
svæði. I þeim sóknum, sem voru í
Svarfaðardalshreppi hinum forna,
hafði tjölgað í 902, konur 468,
karlar 434. Eg þykist hafa tekið
eftir því, að mismunur á fjölda
karla og kvenna minnkaði, þegar
árferði batnaði. Vom konur yfir-
leitt hraustari og lífseigari en karl-
ar, einkum í harðindum?
Nú skulum við að gamni líta á
kirkjusóknimar fimm sem rann-
sókn þessi tekur til:
1. Vallasókn. Teljari Sóphónías
Benjamínsson hreppstjóri á
Sökku, líklega fyrstur síns nafns
á Islandi.
Konur 114, karlar 99 = 213.
2. Tjarnarsókn. Teljari Jón Þor-
kelsson bóndi Göngustaðakoti.
Konur 72, karlar 67 = 139.
3. Urðasókn. Teljari fyrmefndur
Jón.
Konur 111, karlar 98 = 209
4. Ufsasókn. Teljari áðurnefndur
Sóphónías.
Konur 66, karlar 67 = 133.
5. Stærra-Árskógssókn. Teljari
Stefán Jónsson hreppstjóri Syðri-
Reistará.
Konur 105, karlar 103 = 208.
Konur alls 468, karlar alls 434.
Nöfnum fólks hafði nokkuð
tjölgað, kvenna í 82 og karla í 78.
Sú fjölgun hafði mestan part orðið
á kostnað A-flokks- nafna. Hlutfall
B-flokksnafna meðal kvenna var
nú orðið 25. 6% og karlamegin 33.
3%. Svipuð breyting gerðist víða
um land. Hitt var þó kannski
meira, að fólki, sem bar B-flokks-
nöfn, fjölgaði til mikilla muna, og
meðal kvenna voru öll tískunöfnin
1801-1845 í B-flokki: Anna, Jó-
hanna, Kristín, Lilja, Rósa og
Soffía. A-flokksnöfn, eins og t. d.
Solveig og Steinunn, voru hins
vegar á greinilegu undanhaldi.
Fjögur A-flokksnöfn voru nú í
tísku og miklurn uppgangi meðal
karla: Baldvin, Halldór, Hallgrím-
ur og Sigurður. Hins vegar er stór-
merkilegt hvað Einar, Eiríkur,
Guðmundur og Olafur vom í litl-
um metum á þessu svæði, miðað
við flesta aðra landshluita, og þeim
sem þau nöfn báru, fækkaði enn í
manntalinu 1855.
En nú var heldur en ekki mnnið
upp blómaskeið hebreskra nafna
sem hófust á Jó, sjá lokaskrá, svo
og nafnanna Kristján, Stef(f)án og
Sófónías.
Sjáum nú algengustu nöfnin á
svæðinu 1845.
A. Konur
1. Guðrún 88
2. Sigríður 51
3. Anna 26
4. Ingibjörg 23
5. Kristín 22
6. Helga 21
7. Margrét 19
8. Jóhanna 10
9.-10. Rósa 9
9.-10. Sof(f)ía 9
Berum þetta saman við sýsluna
alla:
1. Guðrún 353
2. Sigríður 236
3. Helga 112
4. Margrét 91
5. Anna 83
6. Ingibjörg 79
7. Rósa 75
8. Kristín 63
9. Sof(f)ía 56
10. María 53
11.Jóhanna 45
12. Hólmfríður 32
13. Sigurbjörg 31
14. -15. Guðný 30
14. -15. Halldóra 30
16. Þórunn 28
17.-18. Lilja 26
17. -18. Sigurlaug 26
Og landið allt:
1. Guðrún 4279
2. Sigríður 2487
3. Margrét 1487
4. Kristín 1476
5. Ingibjörg 1456
6. Helga 1104
7. Anna 750
8. Guðný 628
9. Guðríður 621
10. Guðbjörg 558
11. Jóhanna 523
12. Þuríður 500
13. Halldóra 485
14. Þórunn 479
15. Ólöf 464
16. Steinunn 458
17. Valgerður 446
18. Þorbjörg 418
19. Elín 406
Sókn B-flokksnafna er hér ntjög
eftirtektarverð. Ekkert hinna allra
algengustu nafna hefst ÞórlÞorlÞur. lengur á
B. Karlar.
1. Jón 109
2. Sigurður 35
3. Jóhann 22
4. Bjöm 16
5. Halldór 14
6.-7. Magnús 13
6.-7. Stef(f)án 13
8. Kristján 13
9. Jóhannes 11
10.-13. Gunnlaugur 9
10.-13. Hallgrímur 9
10.-13. Jónas 9
10.-13. Stef(f)án 9
Hér er sókn B-flokksnafna einn-
ig mikil, en nokkur A-flokksnöfn
standa sig með prýði. Langmerki-
legast er að Einar, Guðmundur og
Olafur og jafnvel Þorsteinn kom-
ast ekki á toppinn.
Sjáum svo sýsluna alla:
1. Jón 328
2. Sigurður 116
3. Kristján 80
4. Jóhann 71
5. Guðmundur 66
6. Magnús 60
7.-8. Jónas 59
7.-8. Ólafur 59
9. Stef(f)án 57
10. Jóhannes 49
ll.Ámi 43
12.-13. Hallgrímur 42
12.-13. Þorsteinn 42
14.-15. Bjöm 39
14.-15. Páll 39
16. Sigfús 33
Og landið allt:
1. Jón 4630
2. Guðmundur 2012
3. Sigurður 1428
4. Magnús 955
5. Ólafur 914
6. Einar 830
7. Bjami 825
8. Árni 658
9. Gísli 641
10. Bjöm 593
11. Þorsteinn 562
12. Kristján 506
13. Stefán 470
14. Þórður 428
15.-16. Jóhannes 399
15.-16. Sveinn 399
17. Jónas 398
18. Jóhann 388
Framhald í nœsta l