Norðurslóð - 18.12.1996, Side 18
18 — NORÐURSLÓÐ
Römm er
sú taug
Jóhann Þorvaldsson frá Tungufelli sem býr á Siglufirði á áttugasta og
áttunda aldursári sendi Norðurslóð eftirfarandi ljóð. í meðfylgjandi
bréfi segir hann m.a. „Mig langar svo til að ljóðlínur mínar „Römm
er sú taug“ fái að sjást í Norðurslóð þegar þið hafið rúm fyrir þessa
Svarfdælsku kveðju inína. Það skiptir ekki máli hvenær það yrði þó
gaman væri að ég sæi það eintak áður en ég flyt. Hafið ástarþökk
fyrir dugnað ykkar að gefa út blaðið Norðurslóð sem ég á frá byrjun
og kaupi þar til yfir lýkur. Þökk fyrir sönginn og gleði úr svarfdælskri
byggð. Kveðja og þökk til ykkar og Svarfaðardalsins fagra með
byggðina fríða."
Ljúft er að láta sig um liðna tíð dreyma,
um lækinn og fjallið við bæinn minn heima.
Þar áður fyrr lét æskan leikföng sín geyma,
í lágreistum kofa í Tungufells-túninu heima.
Nú eru öll þessi æskunnar leikföng löngu farin,
leggir, horn, kjálkar og steinanna skarinn.
Lágreisti kofinn er líka löngu burt farinn,
en lækurinn, blómin og fjallið eru alls ekki farin.
Bærinn minn með burstirnar þrjár er burtu farinn.
Þar áður hann stóð er nú annar kominn í staðinn.
Þó hann sé hærri og betur úr efninu búinn,
var bærinn minn, úr timbri og torfi, mun betur tilbúinn.
Þó árin líði og æskunnar leikföng löngu farin,
þá leita ég alltaf heim í sólríka Svarfaðardalinn.
Þó forlögin létu lífsstarf mitt liggja utan æskunnar slóð,
er óslitin taug sem leiðir mig þangað, er bærinn minn stóð.
Svarfaðardalur, sveitin mín fagra með byggðina fríða,
er sannasta lífsperla, þó leitað sé víða.
Ég alltaf mun leita á þinn Ijúfsæla fund
uns líður að síðustu æfinnar stund.
Jóhann Þorvaldsson
frá Tungufelli (87 ára)
Dalvíkurbær
Fjárhagsáætlun lögð fram
Rúmum 17 milljónum óráðstafað vegna
skólamann virkj a
Fárhagsáætlun Dalvíkurbæjar
fyrir árið 1997 hefur verið af-
greidd frá bæjarráði til fyrri um-
ræðu í bæjarstjórn. Samtals eru
tekjur bæjarins áætlaðar 258,8
milljónir, rekstur málaflokka
kostar rúmar 184 milljónir og
tekjur að frádregnum rekstrar-
gjöldum 74,7 milljónir. Greiðslu-
byrði lána, alborganir langtíma-
skulda plús vextir nema 46,8
milljónum en nettó greiðslubyrð-
in er þó minni því á móti koma
innborganir vegna langtíma-
krafna og vextir af þeim, t.d.
vegna sölu á hlut bæjarins í fyr-
irtækjum, þannig að nettó
greiðslubyrði af lánum er um
22,7 milljónir. Bærinn hefur því
til ráðstöfunar þegar frá eru
dregnar greiðslur vegna lána
krónur 52,6 milljónir.
í fjárfestingar er áætlað að verja
35.3 milljónum en þá er óráðstafað
17.3 milljónum. Um þær hefur
meirihluti bæjarráðs samþykkt
bókun þess efnis að ráðstöfun þess
fjár verði frestað þar til fyrir liggi
kostnaðaráætlun og áfangaskipti
fyrir nýtt skólahúsnæði. Þessir pen-
ingar eru með öðrum orðum ætlað-
ir til framkvæmda við nýja skóla-
húsnæðið en áætlanir um það eru
enn á frumstigi. Búið er að gera
samning við feðginin Hauk Har-
aldsson og Fanneyju Hauksdóttur
um hönnun húsnæðisins og skulu
áætlanir og teikningar liggja fyrir í
júní n.k.
Sé litið á einstaka málaflokka
kemur fram eftirfarandi varðandi
ráðstöfun á fjárfestingafé:
Félagsþjónusta - 4.6 millj.
Fræðslumál - 3,1 millj.
Félags- og menningarmál
- 850 þús.
Æskulýðs- og íþróttamál
- 4.6 millj.
Brunamál og almannavarnir
- 750 þús.
Götur og holræsi - 12 millj.
Utivistarsvæði -1.5 millj.
Ferðamál - 1.1 millj.
Skattatekjur bæjarins fyrir næsta
ár eru áætlaðar 218 milljónir. Til
samanburðar voru skattatekjur á
þessu ári tæpar 196 millj. Og árið
1995 rúmar 168 milljónir. Þessi
mikli mismunur skýrist með til-
færslu grunnskólans yfir til sveitar-
félaganna og hækkun útsvars sam-
hliða því. Utsvar hefur hækkað sem
kunnugt er úr 9,2% í 11,9% en að
sama skapi hefur tekjuskattur lækk-
að. Rekstrargjöld bæjarins eru áætl-
uð 78,73% af tekjum en í fyrra nam
þesst tala 83,79%. Hagspekingar
telja að 75% megi teljast í góðu
lagi. hjhj
Óskum viðskiptavinum okkar
og landsmönnum öllum
gleðilegrajóla ogfarsældar á nýju ári.
rsln
nln
PÓSTHÓLF 50, 620 DALVÍK, SÍMI 466 1670, BRÉFSÍMI: 466 1833,
GRÆNT SÍMANÚMER: 800 8670