Norðurslóð


Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 24

Norðurslóð - 18.12.1996, Síða 24
Þorsteinn Skaftason: Ornefni í Böggvisstaðafjalli Hrútsgilshnjúkur Jónsgilshnjúki Böggvisstaðafjall Strákafjall Kollhólahnjúkui Hnjúkur Hnjúkur Flórkeldustallar Lágafjall Efstihjalli Djúpalaut Selhóll Tvímelar Þtímelar i Miðhjalli Leppamelur | j Stekkjarhjalli Strýtuhóll m Snæiduhóll •- t '‘-sa Langanef »vomPU;r •gor ^mefa^ KrókhjaI|i Teigarkot Sydri Ytri grænur grænur Moldbrekkur ^ Selhóll 1gimelur Örnefni í næsta nágrenni okkar eru ótal mörg ef grannt er skoðað. En það er nú svo, að í dag hafa menn ekki tíma eða áhuga á að kynna sér nafngift á því um- hverfi, sem við lifum í þrátt fyrir vaxandi útiveru fólks. Ég hef haft áhuga og ánægju af því að leita uppi ömefni hér um slóðir, að kynna mér tilurð þeirra og sögu. Þegar að er gáð, finnst varla það gil eða lækjarfarvegur, hóll eða dæld, þúfa eða melbarð - að þau eigi sér ekki nafn. Já - landslagið yrði lítils virði ef það héti ekki neitt. En þeim fer ört fækkandi - einstaklingunum, sem enn kunna skil á örnefnum eða kennileitum, sem á vegi okkar verða. Hér áður fyrr, þegar menn fóru allar sínar ferðir fótgangandi eða ríðandi, milli bæja eða byggðarlaga, voru þessi örnefni ætíð mikið notuð í samtölum fólks bæði sem staðsetningar punktar á ferðalögum og ekki síður í viðræðum manna á milli um næsta nágrenni. Mörg örnefni urðu til og hafa geymst í minnum manna í sambandi við landamerki milli bæja. Þar mætti vitna í Ör- nefnaskrá Jóhannesar Óla Sæmundssonar um landamerki Hrafnsstaða og Hrafns- staðakots gegnt Böggvisstöðum og Ytra- Holti. Þar segir eftirfarandi: „Merkjaþúfa á árbakka, þaðan bein lína yfir Breiðuna, yfir Kerið, í Merkjastein neðan við Börðin og áfram þaðan í Sellág, laut norðan undir Sel- hól í mynni Ytra-Holtsdal, þaðan um Gulu- dý og síðast Ausugil í brún fjallsins. Norður- merkin eru úr sunnanverðum Argerðisósi við Svarfaðardalsá, þaðan Merkjagarður (nyrðri) upp norðanvert í svonefndum Enn- um (þar eru svarðarmýrar) og sér þar enn fyrir garðinum. Þessi merkjagarður nær upp í Sveitarlang og hafa merkin legið eftir hon- um þvert suður ofan bæjanna. Frá garðsend- anum liggur merkjalínan um Teigakot, Krókahjallagrænu og Syðri-Grænu í brún Efstahjalla, en þaðan beint á fjall upp, þar sem heitir Flórkeldustallur.“ Þannig voru nú landamerkin milli þessara bæja vörðuð. Þá er til eftirfarandi munnmælasaga um landamerkin milli Böggvisstaða og Hrafns- staða: Þegar þeir bræður, Böggviður og Hrafn, synir Karls ómála - Karlssonar rauða - höfðu sett bú saman á Böggvisstöðum og Hrafns- stöðum, ákváðu þeir að gera merkjagarð milli landareigna sinna. Segir ekki af þeirri framkvæmd frá Dalsá (Svarfaðardalsá) upp að Sveitarlangi, en þar fyrir ofan, hermir sögnin, að þeir hafi byrjað í fjalli með því samkomulagi, að sá sem fyrri yrði að byggja upp sína helft mannvirkisins, skyldi ráða stefnu garðsins.Hófu þeir svo verkið og miðaði Böggvi(ði) stöðugt betur, svo að land Hrafns mjókkaði því meir, sem neðar dró. Þegar komið er að Sveitarlangi, eru merkin með þessum hætti komin suður fyrir Hrafns- staðarbæ. Hvort sem eitthvað er hæft í þess- ari gömlu sögn eða þá hvort þeir bræður Böggviður og Hrafn hafi einhvem tíman verið hér í sveit - þá er víst, að landamerkin eru eins og segir í sögunni og ummerki um foma hleðslu, sjást víða í dag. í Böggvis- staðafjalli em feikimörg örnefni og í öflun minni um nafngiftir þeirra komu oft mörg nöfn á sama kennileitið. Ef ég nefni dæmi um slíkt, þá má benda á götumar, sem liggja skáhalt upp frá Böggvisstöðum áleiðis upp á dal.Þetta er póstleiðin gamla milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar, og lágu þær í sneiðingum upp fjallshlíðina. Sumir nefna þær Dals- götur aðrir Dalagötur. Nokkurskonar vega- gerð mun hafa verið unnin þarna um aldamótin síðustu. Veg þennan, sem á upptök sín við Leppamel, ruddi Magnús nokkur á Norðurpól á Akureyri - oftast kallaður Mangi plett. Magnús þessi lagfærði á sínum tíma vörður á Reykjaheiði og hlóð eina nýja fram á Böggvisstaðardal - skammt frá vaðinu, þar sem farið er yfir á Upsadal, en þar má enn í dag sjá merki um veghleðslu Magnúsar. Atti sú varða að vera til fyrirmyndar um stærð og íburð allann. Löngu síðar mun Ólafur Jónsson, barnakennari í Svarfaðardal hafa reist við vörður á heiðinni. A liðnu sumri fóm nokkrir Dalvíkingar fram á dal og hresstu við nokkrar af gömlu vörðunum. Eins og fyrr segir átti ég samtöl við marga í leit minni að ömefnum í Böggvisstaðarfjalli og færi ég þeim bestu þakkir fyrir. Ég vil svo að lokum nefna nöfn nokkurra heimildarmanna: Anton Sigurjónsson, Aðalbjörg Jóhannsdóttir, Baldvin Magnússon, Guð- jón Loftsson og Þórir Jónsson. (Ferðir, blað Ferðafélgs Akureyrar). Þorsteinn Skaftason TímamóT Skírnir 23. nóvember var Anna Guðrún skírð í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hennar eru Bergljót Snorradóttir (Snorrasonar), Brimnesbraut 5, Dalvík, og Rúnar Gylfi Dagbjartsson. 30. nóvember var Helgi Snær skírður í Dalvíkurkirkju. Foreldrar hans eru Stefanía Guðrún Kristinsdóttir og Gestur Helgason (Jónssonar), Skarðshlíð 14 e, Akureyri. 1. desember var Ólöf Rún skírð í Tjamarkirkju. Foreldrar hennar eru Edda Björk Valgeirsdóttir og Júlíus Valbjöm Sigurðsson (Eiðssonar) Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Afmæli Þann 7. desember varð 80 ára Vilhelm Þórar- insson, Svarfaðarbraut I, Dalvík. Þann 7. des. varð 85 ára Anna Stefánsdóttir, Karlsbraut 24, Dalvík. Þann 9. desember varð 75 ára Guðlaug Guðna- dóttir, Urðum, Svarfað- ardal. Þann 27. desember verð- ur 90 ára Kristján Kristj- ánsson frá Miðkoti, nú til heimilis á Dalbæ, Dalvtk. Hjónavígslur 30. nóvember vora gefin saman í hjónaband í Dalvíkur- kirkju, Stelánía Guðrún Kristinsdóttir og Gestur Helga- son, Skarðshlíð 14 e, Akureyri. 1. desember voru gefin saman í hjónaband í Tjamarkirkju Edda Björk Valgeirsdóttir og Júlíus Valbjörn Sigurðs- son, Hreiðarsstaðakoti, Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 3. nóvember lést á Dalbæ, dvalar- heimili aldraðra á Dalvík, Rósa Laufey Kristinsdóttir, frá Árhóli. Rósa fæddist í Árhóli á Upsaströnd 2. ágúst árið 1921. Þangað hafði faðir hennar Kristinn Jónasson flust á ung- lingsárum með móður sinni, en móðir Rósu, María Sigfúsdóttir, var af Ár- skógsströnd. Rósa var elst þriggja systra en yngri henni vora tvíburasysturnar Kristín Soffía er býr á Hofsósi, og Karítas Snjólaug, er bjó alla sína ævi í Árhóli, en hún lést fyrir um 3 árum. Fósturbróðir þeirra er Njáll Skarphéðinsson frá Siglufirði. Rósa ólst upp í Árhóli og þar var hennar heimili allt þar til hún flutti á Dalbæ, heimili aldraðra fyrir um þremur ár- um. Hún vann nokkuð víða sem ráðskona en vann einnig í frystihúsinu og síðast í Kaupfélaginu. Var hún hvarvetna vel liðin, enda glaðsinna og dugleg til allra starfa. Rósa var jarðsett í Upsakirkjugarði þann 16. nóvember. Þann 21. nóvember lést á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík, Kristín Aðalheiður Jóhannsdóttir, Bjarkarbraut 15, Dalvík. Kristín fæddist á Krossum á Ár- skógsströnd þann 6. september árið 1917, elst þriggja dætra hjónanna Jó- hanns Jónssonar frá Dalvík og Önnu Júlíusdóttir frá Hverhóli í Skíðadal. Yngri eru systurnar Guðrún og Valdís er báðar búa hér á Dalvík. Þann 26. nóvember árið 1940 gekk Kristín í hjónaband með Hjalta Þor- steinssyni, netagerðarmanni frá Efstakoti. Þau hófu búskap á Steinstöðum, við Grandargötu á Dalvík, en fluttu um 1950 í Bjarkarbraut 15, hvar þau bjuggu á meðan bæði lifðu. Þau hjón eignuðust 3 dætur, sem era Rannveig, Anna Bára, og Kristrún. Þau tóku einnig í fóstur ungan dreng, Hjörleif Björnsson, og þá áttu foreldrar Kristínar heimili í Bjarkarbraut 15 á sínum efri áram. Kristín var verklagin kona, glaðvær og greind sem vildi öllum gott gera. Hjalti maður hennar lést 14. sept. á s.l. ári en stuttu áður hafði Kristín komið til dvalar á Dalbæ. Kristín var jarðsungin frá Dalvíkurkirkju 30. nóvember. Kveðjumessur sr. Jóns Helga Þórarinssonar Sr. Jón Helgi Þórarinsson hefur verið ráðinn sóknarprestur í Langholtsprestakalli og verður væntanlega skipaður frá 15. janúar 1997. Hann mun kveðja söfnuði Dalvíkurpresta- kalls eftir áramótin. Þann 12. janúar verður kveðjumessa í Dalvíkurkirkju. Kveðjumessa á Dalbæ verður auglýst síðar. Kveðjumessur í Svarfaðardal verða í febrúar (væntanlega 9. og 16. febrú- ar) og væntanlega verður ein messa fyrri hluta marsmán- aðar. Þessar kveðjumessur verða allar auglýstar nánar í söfnuðunum.

x

Norðurslóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.