Norðurslóð


Norðurslóð - 29.01.1997, Page 7

Norðurslóð - 29.01.1997, Page 7
NORÐURSLÓÐ- 7 Lausnir á getraunum úr jólablaði Norðurslóðar NOKOUKSI.ÓU — 19 Myndagáta Norðurslóðar 6ATAO E-R (,ÍK.U£AA AfAtl- i t»£rrA 3LtPTIE> ÉM Wueo- P61AÍ. AMMAaí ÞA FuMCU 1 Mt5rV6>IE> AE> hy-s/ftvcÁTi/fi. v/&cu vF'RXcrrrtíÍTMfc. ? Ekki er gerfiur grcinarmunur á grfinnum og breifium sérhljrtðum. n (.X ’Q iM/ tufcub- EMþMí? FtOKI f‘£TTA SKlP « •'S cfA | V ÆR WVFIRu BlTT UETTA Lausn á myndagátu Verðlauna- hafar Vísu- botnar Hér koma sýnishorn af þeim vísubotnum sem bárust. Fyrripartamir voru þannig: Margir hafa mætur á miður góðum siðum. Árin líða eins og gengur Enginn máttur fær því breytt. Þennan flotta fyrripart finnst mér gott að botna Botnar við 1. vísu: Og seint á kvöldin sofna 'útfrá sjónvarpsdagskrárliðum. Hafsteinn Pálsson Og velsœminu víkja frá víst á mörgum sviðum. Hjalti Finnsson Kannast eg við kappa þá úr köifuboltaliðum. eða Daga og nœtur drátt þeirfá á dönskum lúðumiðum. Pétur Pétursson Einkum þeir sem œtla að ná okkar góðu miðum. Vilhjálmur Bjömsson En aðrir mega ekkert sjá aumt né smátt í sniðum. Hartmann Eymundsson Sínar lóðir leggja þá lífs á dökku miðum. Eysteinn Gíslason samt þeir bestu sœtin þrá í sókn að gullnum hliðum. Helgi Hafliðason en hegðun sumra svanna má þó sjáfrá ýmsum hliðúm. Pálína Axfjörð Una tíðum öls á krá ölið drekka í k\’iðum. Svanhvít Ingvarsdóttir Botnar við 2. Vísu: Og fyrr en varir frískur drengur fúið verður sprek og þreytt. H.P. Þó égfái að lifa lengur líklega batna ég ekki neitt. HF. Nenni varla að lifa lengur lúið hold og sálin þreytt. eða Harla lítillfinnst mérfengur affylliríum yfirleitt. P.P. Margur hefur dáðadrengur drepist fyrir ekki neitt. V.B. Ymsum þœtti að þvífengur efþeir gcetu skuldir greitt. H.Eym. Stórar kempur lifa ei lengur en litlir karlar - gegnumsneitt. Ey.G. Ellin bíður litlu lengur - lifum hátt og sofnum þreytt. H.H. Og eiginlega ekki lengur ástœða að gera neitt. P.A. Og flestir óska að lifa lengur þó langan barning hafi þreytt. S.I. Botn við 3. Vísu: Þingmenn dotta' og duga vart og drambs með glott þeir rotna H.P. Ljótt með glott og lyndi hart lymskir hrottar drottna. H.F. Klœdd í frotté konan smart kann með spotti að drottna eða Eftir spott og níðingsnart niður hrottar brotna. P.P. Geymir livorki glys né skart gamla konan lotna. V.B Farðu brott ogfindu snart fúla rottu skotna. H.Eym. Þjál er Drottins veröld vart víða pottar brotna. Ey.G. I Sónar potti víst þó vart vísnaskottin blotna. H.H. Ekki em veitt verðlaun fyrir botna þó margir þeirra séu vissulega verðlauna verðir. Lausn á krossgátu Kraumar krás á hlóðum krydduð er afnatni glæður eru á glóðum glösinfull afvatni. Metta fyllir maga. Mjög nú þyrstir rekka. Vín úr vatni laga, vonarhýrir drekka Ejúfur leikur œsist logar brenna heitir. Lausn í vísu lœsist. Loksins fullir reitir. Svör við bók- menntagetraun I bókmenntagetrauninni birtust upphafsorð 5 íslenskra bók- menntaverka. Þau voru: Bréf til Láru, eftir Þórberg Þórð- arsan. Heimsljós, eftir Halldór Laxness. Heimskringla, eftir Snorra Sturlu- son. Salomon svarti, eftir Hjört Gísla- son. Úr gamanbréfi Jónasar Hall- grímssonar til kunningja síns. Þátttakan í verðlaunagetraun- um Norðurslóðar var með fá- dæmum góð að þessu sinni. Verðlaunahafar sem dregnir voru út með réttar lausnir voru: Bókmenntagetraun: Stefán Jónmundsson, Dalvík. Ljóðagetraun: Kristján Þor- steinsson, Uppsölum. Myndagáta: Þórir Jónsson, Ólafsfirði. Krossgáta: Elín H. Gísladóttir, Akureyri. Þessi fá öll send bókaverðlaun frá Norðurslóð. Hinum þökk- um við kærlega fyrir þátttök- una. Lausn Ijóðagetraunar 1. Hvað ber mig til draumalanda? Svar: Bjarta brosið þitt. (Þú eina hjartans yndið mitt.) Guðmundur Geirdal. 2. Hver ríður aldrei oftar, upp í fjallhagann sinn? Svar: Einkavinurinn minn, Tómas Sæmundsson. (Tómasarhagi.) Jón- as Hallgrímsson. 3. Hver ber mér þinn óð, er rökkvar? Svar: Hinn blíði blær. (Nú andar hinn blíði blær Lalíla.) Freysteinn Gunnarsson þýddi. 4. Hvert fellur heitur haddur þinn? Svar: Á hvíta jökulkinn. (Sumarkveðja.) Páll Olafsson. 5. Hvar blasir bær í hvammi? Svar: Rétt við háa hóla. (Hraun í Öxnadal.) Hannes Hafstein. 6. Hver er á því bjargi byggð, sem buga ekki stormar neinir? Svar: Tryggðin há. (Víglundarríma.) Sigurður Breiðfjörð. 7. Hvað bar að eyrum sem englahljóm? Svar: Þann svanasöng á heiði. Steingrímur Thorsteinsson. 8. Hver kvað um sitt fjölbreytta fjalldalaskreut? Svar: Sólskríkjan. Þorsteinn Erlingsson. 9. Hver drekkur hvem gleðinnar dropa í gmnn? Svar: Sá sent dansar á fákspori yfir gmnd. (Fákar.) Einar Benedikts- son. 10. Hver kunni að kæta rekka snjalla? Svar: Snorri karlinn. (Þegar hnígur húm á Þorra.) Hannes Hafstein og Björn M. Olsen. 11. Hvers vegna er eg sjaldan glaður? Svar: Eg hef selt hann yngra Rauð. (Staka.) Páll Ólafsson. 12. Hvert hverfa skeiðfráir jóar? Svar: Frant að fljóti. (Gunnarshólmi.) Jónas Hallgrímsson. 13. Til hvers gef eg þér duluna mína? Svar: Að dansa í. (Þjóðvísa.) 14. Hvenær er sælt að vera fátækur? Svar: Á meðan blómin anga og sorgir okkar sofa. (Dalakofinn.) Davíð Stefánsson. 15. Hvað skín á vonarhýrri brá? Svar: Gleðin. (Vísur Islendinga). Jónas Hallgrímsson. 16. Hver gafst upp á rólunum? Svar: Grýla. (Þjóðvísa.) 17. Hvar loga bjartir stjömuglampar? Svar: Uppi á himinns bláum boga. Benedikt Gröndal. 18. Hvar bunaði smálækjarspræna? Svar: I birkilaut. (Draumur hjarðsveinsins.) Steingrímur Thorsteins- son. 19. Hver gekk aðra slóð, en ætlað hafði eg? Svar: Það eðla fljóð. (Meyjarmissir.) Stefán Ólafsson. 20. Hvað heyrði eg hljóma í svefni og vöku? Svar: Eitthvert undralag. (Þá var eg ungur.) Örn Arnarson. 21. Hver átti fagurt land, með fuglasönginn fríða? Svar: Faðir minn? Þjóðvísa. (Hjörtur Kristmundsson). 22. Hver gerði hér stuttan stans?. Svar: Jón Arason. (Stóð eg við Öxará.) Halldór Laxness. 23. Hvar heyrði eg Tungná niða? Svar: Við hrjóstrugan sand og við hrjúfan klett. (Við Tungná.) Jón Helgason. 24. Hver er best af blómunum mínum öllum? Svar: Maríuklukkan. (Hallonnsstaðaskógur.) Halldór Laxness. 25. Hvenær er viðsjált að ríða vötnin? Svar: Á vetrardegi. (Álfadans.) Grínmr Thomsen. Margar réttar lausnir bárust. Þegar dregið var út iiafn sigurvegarans, reyndist það vera Kristján Þorsteinsson, Uppsölum, Svarfaðardal. Til hamingju. Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnduð mér vinarhug og hlýju vegna 70 ára afmælis míns þann 19. janúar sl. Kær kveðja Sigríður Hafstað Tjörn Innilegar þakkir til ykkar, sem sýnduð okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Sveins Vigfússonar, Skíðabraut 13, Dalvík. Ennfremur eru sérstakar þakkir fyrir góða umönnun, til starfsfólks á FSA, heimahjúkrunar á Dalvík og heimahlynningar á Akureyri. Guð blessi ykkur öll. Þórdís Rögnvaldsdóttir Ingvi Eiríksson, Sigrún Þorsteinsdóttir Vignir Sveinsson, Valdís Gunnlaugsdóttir Soffía Sveinsdóttir, Stefán Jakobsson Ragna Sveinsdóttir, Heiðar Ólason barnabörn og barnabarnabörn.

x

Norðurslóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.