Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 4
4 — NORÐURSLÓÐ Við hjónakomin höfð- um aldrei komist upp á lag með að skapa hefð á heimilinu fyrir einhverjum tiltekn- unt matseðli að kvöldi aðfanga- dags jóla. Þegar kom að fyrstu jólahátíð sambúðarinnar rákust á tveir ólíkir menningarheimar. Hún ólst upp við svínslæri hjá mömmu sinni, ég ólst upp við lambahrygg hjá mömmu minni. Bæði voru á því að halda í hefðina en það gekk að sjálfsögðu ekki upp að elda bæði svín og lantb fyrir tvær mann- eskjur. Þá mátti reyna að fara milli- veginn. Eg tjáði borgarbarninu að dæmi væru um það til sveita að bændur misstu hrúta yfir í svína- stíur. Þá yrði gjaman til nákvæm- lega sú landbúnaðarafurð sem gæti sameinað okkur tvö í hátíðlegum matarfriði jólanna. Engin hrifning, ekkert svar. Niðurstaðan varð svína- kjöt. Hið eina sem mér tókst að koma til leiðar á heimilinu þetta fyrsta aðfangadagskvöld, og talist getur inenningararfur úr sveit norðan úr landi, var að geyma jólakortin lok- uð inni í umslögunum þar til allt annað var afstaðið. Eg hafði nefni- lega vanist því frá Jarðbrú að jóla- kortin færu óhreyfð og ólesin aftur fyrir matinn, uppvaskið, pakkana og biskupsmessuna. Konan ætlaði hins vegar að bera þann sið með sér inn á nýja heimilið okkar að plokka upp kortin um leið og þau kæmu inn um bréfalúguna. Því hafði hún vanist alla tíð á sínu heimili og kvaðst ekki þekkja nokkurn mann í allri Reykjavík sem frestaði kortalestri fram á rauða jólanótt. Svo bætti hún við að það gæti tæplega verið praktískt að hafa ekki örugga sýn yfir debet og kredít í kortabókhaldinu fyrir jólin, því ómögulegt væri þá að bregðast við í tæka tíð ef kort bær- ust frá fólki sent við hefðum gleymt að senda. Eða kort kæmu frá fólki sem við hefðum ákveðið að senda ekki í ár af því það sendi okkur ekki kort í fyrra. Eg benti auðvitað á að slík vandamál væru afar sjaldgæf í minni sveit. Þar væru jólakveðjur færðar beint inn í búreikninga, innheimt kort á debethlið, útsend á kredít. Korta- viðskiptin væru svo gerð upp með hagnaði eða tapi eftir nýár, svona eftir atvikum. Skemmst er frá að segja að búreikningavinnulag með jólakort var tekið strax upp á heim- ilinu og er löngu orðið óumdeildur liður í hátíðarhaldinu. Lambið vinnur á En það var þetta með matinn. Svínakjöt var sem sagt á borðum á Jólahugleiðing Atla Rúnars Halldórssonar Hangigæs, hryggur af lambi og jólakort fyrstu jólunum í búskapnum og næstu árin voru umtalsverðar þreifingar í gangi til að fá einhvem fastan matarpunkt í tilveruna á að- fangadagskvöldi jóla. Fyrstu jólin á námsárum í Noregi var til dæmis fjárfest í kalkúna, gríðarlegu kjöt- flykki sem dugði treyndar í matinn í meira en viku. A næstu jólum í Noregi var svínakjöt á borðum og staup af ákavíti drukkið með að norskum sið. Þar í landi drekka bindindismenn ákavíti á aðfanga- dagskvöld en láta ekki deigan dropa inn fyrir varimar alla aðra daga ársins. Islendingum væri frek- ar trúandi til að drekka alla daga ársins, nema á aðfangadagskvöld. Þarna birtist munurinn á þjóðar- karakternum. Til að gera langa sögu stutta, þá skal upplýst hér og nú að helst er útlit fyrir að hryggur af lambi sé að festast í sessi sem hefðbundinn jólamatur hér í Akurgerði 9. Það er auðvitað hið besta mál og hefur beina sögulega tilvísun í uppvaxt- arárin á Jarðbrú: hryggur á jólum, kótelettur á gamlárskvöld. Innmat- ur hvunndags. Lamb í fugls stað Nú skal greint frá því hvernig ör- lögin gripu í taumana. Lamba- hryggur fyllti skarð sem fugl skildi eftir sig og síðan þá hefur lamb verið á borðum hér á bæ á jólum. Veiðiglaðir menn úr fjölskyldu og kunningjahópi höfðu árin þar á undan gaukað að okkur rjúpum til að borða um hátíðar. Það fór allt vel. Svo áskotnaðist okkur gæs af norðlenskri nýrækt og ákveðið var að fagna heilögum jólum með hana í öndvegi á veisluborðinu. Hvorugt okkar hjóna er vant því að fást við villibráð beint af blóðvell- inunt og mig rámaði í að svona fugl væri hvað bestur ef hann héngi nokkuð lengi á löppunum úti á svölum. Helst þangað til að haus- inn dytti af. Síðan mætti frysta bráðina og geyma þannig fram á Þorláksmessu. Ekki man ég hvort hausinn var dottinn af hangifuglin- um okkar áður en hann varð lagður til hinstu hvílu í frystikistunni. Hitt er bæði satt og rétt að villibráðin lyktaði öðruvísi, einsog sagði á Oskum viðskiptavinum vorum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum viðskiptin á líðandi ári. L Landsbanki íslands Strandgötu 1, Akureyri Brekkuafgreiðslan, Kaupangi sínum tíma í sjónvarpsauglýsing- unni um þvottalög sem fór eins hvítur stormsveipur um eldhús- gólfið. Aðfangadagur jóla rann upp og um húsið í Akurgerði lagði greni- ilm af nýja jólatrénu frá Skóg- ræktarfélagi Reykjavíkur. Innan úr eldhúsi barst torkennileg lykt af tilvonandi jólasteik. Um klukkan fjögur hófust þar aðgerðir til undir- búnings hátíðarkvöldverði með því að flett var upp á blaðsíðu 139 í Við sem matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórs- dóttur og bókin skorðuð opin ofan á hrærivélinni. Skeríð háls og vœngi af hreinsaðri gœs til að sjóða af því soð í sósu. Utvarpið greindi frá því í tjögurfréttum að fimm togarar yrðu á veiðum yfir hátíðar. Sjóðið fóarn, hjarta og lif- ur með því ef það er ekki notað í fyllingu. Hjónin á Hveravöllum höfðu fengið póst og mat í tæka tíð og Reykjavíkurlöggunni hafði enn ekki tekist að leysa alla umferðar- hnútana í kringum kirkjugarðinn í Fossvogi. Nuddið fuglinn að utan og innan með sítrónu og síðan með salti, pipar og estragon eða seljurótarsalti. Vel valið, góði minn Þegar hér var komið sögu í frétta- tíma og matreiðslubók úrskurðuðu heintamenn í Akurgerði villibráð- ina á eldhúsbekknum óhæfa til manneldis. Hún fékk skammtíma- vistun í sorptunnu heimilisins um jólin. Nú voru góð ráð dýr. Heimilis- fólk skipti liði: annað fletti upp númerum allra mögulegra mat- vöruverslana á höfuðborgarsvæð- inu. Engin svör, allt lokað og læst. En viti menn, allt í einu var svarað í einhverri búð á Seltjamarnesi. Þar reyndist vera kaupmaður að skúra gólf og ganga frá í verslun- inni. Hann bauðst glaður til þess að bjarga fólki í hátíðarháska og ég þaut af stað. A Nesinu fengust bjúgu, pylsur og pitsur. Og guði sé Atli með soninn Halldór. lof og dýrð á jólum: þama var líka lambahryggur í kjötborðinu. Ein- mana og umkomulaus. Það liýmaði verulega yfir síð- asta viðskiptavini fyrir jól í verslun á höfuðborgarsvæðinu. „Ég ætla að fá þennan hrygg, takk,“ sagði ég borubrattur. „Vel valið, góði minn,“ svaraði kaupmaður á Nesi og glotti kvikindislega. „Var það eitthvað fleira? Gleymdirðu kannski líka að kaupa jólagjafim- ar? Það kemur fyrir bestu menn að fá sér í staupinu á Þorláksmessu og sofa af sér aðfangadaginn. Einn kom hér áðan sem hafði farið út í bæ í gærkvöld til að kaupa jólatré og týnt því á heimleiðinni. Ég gat nú lítið gert við því en gaf honum grenihríslu úr gluggaskreytingunni þarna til að fara með, frekar en ekki neitt. Varst þú búinn að kaupa tré? Jæja góði. Hér er lambið og gleðileg jól.“ Gunnar Stefánsson: Séra Friðrik á Völlum Ijólablaði Norðurslóðar 1996 birti ég grein um séra Friðrik Friðriksson og Svarfaðardal í framhaldi af því að honum var reistur minnisvarði á Hálsi. Þessi merki æskulýðsleiðtogi fæddist þar 1868, og í Svarfaðardal átti hann heima fimm fyrstu ár æv- innar, tvö ár á Hálsi en þrjú í Ytra-Garðshomi. Ég sagði frá seinni komum hans í dalinn, fyrst á skólaárunum, það var nánar til tekið sumarið 1888. Þá var sagt að ekki væru heimildir um að hann hefði komið í dalinn síðan í meir en hálfa öld, eða þar til hann kom þangað á elliárum í fylgd með Jakob Frímannssyni kaupfé- lagsstjóra. Séra Friðrik var frændi séra Stefáns Kristinssonar á Völlum og segir frá kynnum þeirra í Und- irbúningsárunum. Ég spurði því Sigríði Thorlacius hvort séra Friðrik hefði heimsótt foreldra hennar á Völlum og kvaðst hún ekki vita til þess, eins og ég tók fram í greininni í fyrra. Nú hef ég fundið frásögn séra Friðriks sjálfs af heimsókn að Völlum. Hún stendur í framhaldi minningabókanna sem nefnist Starfsárin III og hefur aldrei komið út í bókarformi. Þetta er þó löng frásögn og birtist í mörgum hlutum í ritinu Akranes, 1946-56. I riti þessu segir séra Friðrik frá ferðalögum sínum innan lands og utan. Þar á rneðal er ferð um Norðurland sumarið 1920. Séra Friðrik hafði farið um Skagafjörð. Páll Zóphóníasson var þá nýorðinn skólastjóri Bændaskólans á Hólum og tók að sér að koma honum þaðan norður að Völlum. Séra Friðrik segir frá: „Var ákveðinn dagur til þeirrar ferðar og flutti séra Guðbrandur (Björnsson í Viðvík) mig heim að Hólum kvöldið áður en fara skyldi. Hafði ég þá skemmtilegt kvöld hjá Páli. Næsta morgun lögðum við af stað, fórum yfir í Kolbeinsdal og þar sem leið ligg- ur upp Heljardalinn, hinn ömur- legasta dal, sem ég þekki, ekki stingandi strá, lítið troðnar götur, sem lágu upp á við, þangað til heiðin tók við. Þar uppi á heiðar- brúninni, ntilli tveggja steina, sá- um við einn einstakan fífil. Við stigum af baki og gældum við fíf- ilinn, og bjuggum til svolítinn skjólgarð handa honum. Oft hef ég notað þennan fífil sem dæmi upp á þrautseigju og harðfengi. Við riðum krókaleiðir niður snarbrattar fanndyngjur niður í Svarfaðardalinn og léttum ekki fyrr en við komum að Völlum til séra Stefáns frænda míns. Þau hjónin, Stefán og frú Sólveig, tóku okkur með mestu vinsemd og virktum. Við vorum þar urn nóttina og afhenti skólastjórinn mig næsta morgun þeim hjónurn til frekari fyrirgreiðslu, og hélt síðan heimleiðis. Fannst mér mikið til um þessa ferð yfir hinn ógreiðfæra veg með svo ágætum og skemmtilegum leiðsögumanni. Ég sat svo heilan dag um kyrrt á Völlum og höfðum við frændum- ir margt að tala saman og margar minningar upp að rifja frá fyrstu viðkynningu okkar á Ystabæ í Hrísey sumarið 1888. Það eina, sem mér þótti að, var það, að mér gafst svo lítið tækifæri til að kynnast drengjum þeirra, því að heyannir stóðu yfir í fullum al- gleymingi og voru synirnir önn- um kafnir við heyskapinn. Mér fannst mikið til um bú- skapinn og starfsemina, og dáðist ég ekki minna að dugnaði hús- freyjunnar en frænda míns. Ég hafði áður en þau giftust þekkt hana sem glæsilega „Reykjavík- urdömu" í dálæti tilhugalífs þeirra, og sá nú að hún sómdi sér ekki síður í hinni miklu og þýð- ingarríku stöðu sem prestkona í sveit. Mér var líka uppbygging að tala við prestinn bæði um andleg og veraldleg menntamál. Fann ég eins og æ áður að saman fór nautn og fróðleiksaukning í samtölum við séra Stefán. Það jók líka á yndi mitt þann dag að vera nokkra stund einn úti í kirkju og steig þá enn upp fyrir sjónum mínum myndin af sálmaskáldinu góða, séra Páli Jónssyni, sem í kirkju sinni hafði staðfest skemmri skím mína og lagt blessandi hönd á höfuð mér. Ég reyndi að útmála fyrir mér athöfnina þá og varð hrærður í anda við þá hugsun, að verið gæti að mikið af þeirri blessun sem Guð hefur gefið mér, eigi ég líka að þakka blessun og fyrirbæn hins andríka prests. Ég hefði gjarna viljað dvelja lengur á Völlum, en ég varð að halda áfram. Séra Stefán átti að sjá um ferð mína inn á Akureyri og hafði verið ráð fyrir gert að hann riði með mér þangað, en þótt ég hefði hlakkað til að ríða við hlið frænda míns inn alla Ár- skógsströnd og sveitimar þar inn- ar af, þá fann ég á mér að réttara væri, að ég veldi sjóleiðina til Ak- ureyrar, með því líka, að við feng- um þá um daginn að vita af mót- orbátsferð frá Dalvík næsta morg- un. Ég kaus svo að fara þá leið. Eldsnemma lögðum við því af stað frá Völlum, og riðu þau hjónin með ntér niður til Dalvíkur og fékk ég þar far og kvöddumst við þar með mestu vinsemd." (Akranes, 1949, bls. 143-44) Þannig sagðist séra Friðrik frá á efri ámm er hann rifjaði upp Norðurlandsferð sína 1920. Þessi svipmynd af heimsókninni að Völlum til presthjónanna og í kirkjuna þar sem skím hans var staðfest, er vitnisburður sem gaman er að halda til haga í fæð- ingarsveit séra Friðriks. Þess vegna birtist hún hér, til fyllingar því sem rakið var í greininni um séra Friðrik og Svarfaðardal í fyrra.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.