Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 19

Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 19
NORÐURSLÓÐ — 19 Þáttur af Jóni Skrikk Frásögn eftir Gísla Jónsson af svarfdælskum stórlygara Samkvæmt kirkjubókum var Jón skrikkur heldur tregur á bókina í æsku. I Maður var nefndur hinu al- genga nafni Jón Jónsson. Hann bjó í Gljúfurárkoti í Skíðadal fremst að austan. Var þar kosta- snautt og byggð stopul, enda álög á kotinu, og olli því risi sem látist hafði af völdum heljarmennis sem einhvern tíma hafðist við á þessu fótaskinni. Jón Jónsson „Gljúfri" (1744- 1820) bjó 20 ár í Gljúfurárkoti. Meðal barna hans var Sölvi í Skriðukoti, faðir Sigfúsar sama staðar, föður Jóns sem þessi þáttur á að spinnast um. Amgrímur Sigurðsson (1733- 1790) bjó í Ytra-Garðshorni. Hann var faðir Bjöms sama staðar, föður Helgu sem var móðir Jóns Sigfús- sonar, húsfreyja í Skriðukoti. Um það bil sem Svarfdælingar leystu lébönd af orfum sínum og bjuggust í göngumar eftir leiðinda- sumar 1840, varð húsfreyjan í Skriðukoti léttari. Fæddi Helga sveinbarn 21. september. Drengur- inn var borinn til kirkju á Völlum þriggja daga gamall og hlaut nafn langafa síns: Jón. Hann var skírður „að viðstöddum föður og söfnuð- inum“. Sigurður Amórsson, kapel- lán Stefáns Þorsteinssonar, föður- bróður Jónasar skálds, jós hann helgu vatni. „skímarvitni“ voru Margrét Skaptadóttir prests Skapta- sonar, og bændumir Jón Þorsteins- son í Hánefsstöðum og Sigurður Jónsson á Ytrahvarfi. Jón ólst upp í foreldrahúsum í Skriðukoti með Sigfúsi, eldri bróð- ur sínum, og þegar hann er 15 ára, þykir sr. Kristjáni Þorsteinssyni ástæða til að bóka eftir húsvitjun að liann búi sig undir fermingu. I aðalmanntalinu 1845 segir svo við Skriðukot: „Sigfús Sölvason 47 ára, bóndi, hefur grasnyt. Helga Björnsdóttir 51 árs, hans kona. Sigfús Sigfússon 16 ára, hjónanna sonur. Jón Sigfússon 6 ára, hjón- anna sonur. Sölvi Jónsson 80 ára, ekkill, faðir húsbóndans. Kristjana Jónsdóttir 15 ára, léttastúlka. Skriðukot var gamalt rýrðarbýli, í eyði 1703. Ábúð lauk þar 1867, er kotið var lagt undir Ytrahvarf, en mannvist hélst þar til 1929, og köll- uðust húsmenn, en ekki bændur, þeir sem þar höfðu forsjá. Það er í þjóðsögum, að Jón Sig- fússon, sem snemma var nefndur Skriðukotslangur, stytt í Skrikkur, væri síðla fermdur. Hann var þó ekki nema á 17. árinu, er hann staðfestist á Völlum, og sr. Kristj- án párar: „les á bók nokkuð, hegð- ar sér vel“. Þegar hrafnasparki sr. Kristjáns Þorsteinssonar lýkur og við tekur skrift sr. Páls Jónssonar, er rétt eins og sláttumaður komi úr kargaþýfi (hundamó) yfir á rennislétt star- engi. Og nú skulum við líta í hús- vitjunarbók Vallasóknar 1860. Bækur eru nægar í Skriðukoti, en allt var það guðsorð. Líklega hefur komið í hlut Sigfúsar Sigfússonar að lesa, því að einkunnir, sem fólk- ið fær, eru svohljóðandi: Sigfús eldri veit lítið, Helga húsfreyja „sömuleiðis", Sigfús yngri allvel að sér, og Jón söguhetja okkar veit lítið, en „kann boðorðin", og er það meira en margur nútímamaður getur státað af. En fólkinu átti eftir að fara fram, eða kröfur sr. Páls hafa minnkað. Tveimur árum seinna vita bæði hjónin „nokkuð“, Sigfús yngri er vel læs og allvel að sér, en Jón okkar er sem fyrr lak- astur, „stautar, veit lítið“. En þetta átti eftir að batna, svo um munaði. Árið 1864 er Jón læs athuga- semdalaust, og enn tveimur árum seinna, þá 25 ára, les hann „rétt- vel“ og er „laklega vel að sér“. Þá höfðu mikil tíðindi orðið í Skriðu- koti fyrir nokkru. Á engjaslætti 1865 veikjast bæði bóndi og húsfreyja af tauga- veiki, sem fór um landið, og deyja með dags millibili, Sigfús 11. ág- úst og Helga hinn 12. II egar hér er komið sögu, er rétt að skyggnast aðeins um. Þó Skrikkur sé orðinn læs, vitum við ekki hvað hann las eða hvort hann las, eða hver sjónhringur hans hef- ur verið. Árið 1865 voru Islendingar taldir 68.741, og hafði fjölgað um meira en 600 frá árinu áður. Ár- ferði var þó ekki meira en sæmi- legt, þótt hátíð væri hjá því sem var skömmu fyrr og varð skömmu síðar. Heyskapartíð var góð norð- anlands sumarið 1865, en haustið illviðrasamt. Hikill hákarlsafli var nyrðra, en sjósókn oft stopul vegna gæftaleysis og taugaveikinnar. Slysfarir voru margar og m.a. drukknaði hið snjalla og vinsæla skáld, Sigurður Bjamason frá Katadal, aðeins 24 ára gamall, og höfðu þá þegar sumar rfmur hans komið prentaðar á bók, svo sem Bæringsrímur „allar bjagaðar", segir sr. Pétur Guðmundsson. Erlendis var friðvænlegra en oft endranær. f Evrópu mátti heita friður, og borgarastyrjöldinni í Bandarfkjum Norður-Ameríku lauk þetta ár. Hins vegar urðu þau hörntulegu tíðindi, að forsetinn, Abraham Lincoln. var myrtur. Islendingar höfðu fyrir skemmstu fengið yfir sig nýjan kóng, Kristján Vilhjálmsson, sem varð hinn IX. og fyrstur Danakon- unga heimsótti ísland. Hilmar Fin- sen varð stiftamtmaður yfir ís- landi, miklir flokkadrættir á al- þingi um fjármál, stjómarbót og fjárkláða. Merkir menn háðu rit- deilu um tilvist útilegumanna og hulin pláss í landinu, og fyrsti keis- araskurður var hér gerður, á dverg- vaxinni konu, og lifði barnið. Voru þar margir læknar viðstaddir, bæði hérlendir og erlendir. Möðmvalla- kirkja brann. Skammt var f þá yfir- lýsingu útlendra ferðalanga, að kaffi og brennivín væru þjóðar- drykkir íslendinga. III Næstu tvö ár eftir lát Skriðu- kotshjóna bjó Sigfús Sigfús- son í Skriðukoti og Jón hjá honum vinnumaður. En 1867 er kotið lagt undir Ytrahvarf, sem fyrr sagði. Sigfús verður þar vinnumaður um hríð, en Jón fer vinnumaður að Ytra-Garðshomi og síðan í Sökku 1872. Jón Jónsson og Sigurlaug Isaks- dóttir bjuggu á Klængshóli í Skíðadal 1846-1871. Böm þeirra komust ekki upp. Mörg fósturbörn höfðu það lengur eða skemur. Var systurdóttir Sigurlaugar og nafna hennar Jónsdóttir að talsverðu leyti alin þar upp. Sigurlaug yngri, fædd 1836 á Hellu í Stærra-Arskógs- sókn, var hjá foreldrum sínum, Helgu Isaksdóttur og Jóni Þorkels- syni, á Selárbakka 1845. Hún var fermd á Völlum 1851. Oskilgetinn sonur hennar, Jóhannes, síðar hús- maður í Skriðukoti, faðir Jóhanns Schevings kennara og afi Eddu Scheving leikkonu, var einnig al- inn upp á Klængshóli. Sigurlaug Jónsdóttir fór vinnu- kona í Sökku 1867 og átti þangað annað erindi áður en lauk. Hún var falleruð vinnukona, 36 ára gömul, þegar Jón Sigfússon frá Skriðukoti kemur þangað, fjórum árum yngri en hún, stór og karlmannlegur, hegðar sér vel, les réttvel og þó laklega vel að sér. Fella þau snar- lega saman hugi, og hefur Jón sagt frá þeirra fyrstu nánu kynnum, og hversu hún stýrði honum inn í un- að ástalífsins. Seinna meir lýsti Skrikkur upp- hafi þess svo að greindra manna sögn: „Það var einhverju sinni. að við Sigurlaug vorum ein í skála, og lá hún útaf. Hún kveður mig til að koma til sín, og ég geri svo og leggst hjá henni. Kenndi ég af henni hlýju. Nú leysir hún ofan um mig og tók svo um tittlinginn á mér, þangað til hann varð harður eins og rekadrumbur. Síðan trað hún honum inn í lífið á sér og sagði mér að fara að iða og skaka. Eg geri það, og innan stundar segi ég henni að ég þurfi að pissa. Hún sagði að ég skyldi ekkert hugsa um það, en halda áfram sem fastast. Gerði ég það, en sagði þó að ég væri ekki vanur að pissa inn í ann- að fólk. Dugði ekkert mögl, og lét ég mér vel líka“. Næst er af því að segja að 7. desember 1873 leggst Sigurlaug á sæng og elur dóttur. Var hún færð til skímar í Vallakirkju rúmri viku síðar og hlaut nafnið Guðný. „Guðfeðgin" voru Sökkuhjón, Ástríður Hall- grfmsdóttir húsfreyja og Jóhann Rögnvaldsson bóndi og sátta- nefndarmaður, svo og Sigurður Jónsson bóndi í Ölduhrygg. Var mærin Guðný hin efnilegasta. Var nú allt kyrrt urn hríð, og enginn reki gerður að giftingu vinnuhjúanna á Sökku fyrr en átta árum síðar. Hinn 18. október 1881 voru saman gefin í Vallakirkju Jón Sig- fússon og Sigurlaug Jónsdóttir, vinnuhjú á Sökku, svaramenn Jó- hann Rögnvaldsson bóndi og Ámi Ámason bóndi á Hamri. Daginn eftir brúðkaupið fór Jón Sigfússon snemma af sænginni og gekk út að gá til veðurs og annarra skyldra erinda. Er hann kom aftur, mælti hann, og þótti vísan merki- leg: Guð gefi þér góðan dag og gleðilegan viðskilnað, sómavafin silkihlín, Sigurlaug, elsku konan mín. Þetta var önnur tveggja vísna Skrikks um ævina, og veltu ýmsir fyrir sér hvaða viðskilnaður væri yrkisefni á þessum tímamótum í lífi hans. Enn dveljast þau Sigurlaug og Jón á Sökku, en þegar Jóhann Rögnvaldsson, sem sýnilega hefur verið þeim skjól og skjöldur, bregð- ur búi, hverfa þau á braul. Það er nokkuð til marks um hylli þá sem Skrikkur naut á Sökku, að sögn hans sjálfs, að hann hafði tvöfalt kaup. Sagði hann tor- tryggnum manni frá og hét Þorleif- ur og var nefndur Stutti-Leifi. „Ekki þykir mér mikið, þó Jóhann borgi mér tvöfalt kaup vetrar- manns, því að ég vinn þrefalt verk. Eg fer á fætur í óttu og geri við sauðina. Síðan geng ég niður á Sand og ræ og ber heim hlutinn að aflíðandi nóni. Þá fer ég til rjúpna og veiðist mér jafnan vel.“ Nú þóttist Stutti-Leifi fá höggstað á Skrikk og segir: „Já, þú gerir slag í því að fara til rjúpna, þegar dimmt er orðið og þú sérð enga rjúpuna!“ En Skrikkur var fljótur að máta Leifa: „Ég skýt þæt alltaf, þegar þær fljúga fyrir tunglið.“ Framhald í nœsta blaði. TímamóT Skírnir Þann 30. nóvember var skírður í Ytri Njarðvíkur- kirkju Kristinn Rafn. Foreldrar: Svandís Þor- steinsdóttir (og Friðriku, Hrafnsstöðum) og Sveinn Bjömsson, til heimilis að Heiðarholti 28 Keflavík. Prestur var séra Baldur Rafn Sigurðsson. Þann 13. september var skírð í Dalvíkurkirkju Birta Dís. Foreldrar hennar eru Jón Baldur Agnarsson og Ásdís Gunnlaugsdóttir. Prestur var séra Sigríður Guðmarsdóttir. Afmæli 4. desember sl. varð 80 ára Guð- rún Þorsteinsdóttir, Hálsi, Svarf- aðardal. 6. desember sl. varð 80 ára Hjalti Haraldsson bóndi, Ytra-Garðs- horni, Svarfaðardal. Norðurslóð árnar heilla. Leiðrétting í síðasta blaði láðist að rita fullt nafn skímarbamsins Björgvin Rafn Jónsson. Skírnarvottur var Sólrún Anna Sveinbergsdóttir en ekki Sveinbjömsdóttir. Sturla Friðriksson: Þorlákur helgi Komu jól með kólguhríð, krapafærð og elgi. Þá var uppi á þeirri tíð Þorlákur hinn helgi. Vetrarmáni bleikur brann, braust í skýjareki. Geislum laust á lúinn mann, sem leitaði að spreki. Biskup leit um skefldan skjá, skjótt hann manninn kenndi. „Honum verður lið að Ijá, Ifkn og náðarhendi. Heima bíða bömin mörg, búið hans er þrotið. Veitið þessum bónda björg, berið ljós í kotið.“ „Takið reykta síðu af sauð, súra bringukolla, lundabagga, laufabrauð og lifrarpylsu holla. Á eldinn berið birkilurk, bærinn hans svo hlýni og gleymið ekki að gefa slurk af görnlu brennivíni.“ „Nú er ekki ferðafært fyrir skepnur neinar. Það er engunt úti vært,“ ansa biskupssveinar. „Fetið þá í fótspor mín fram urn hörsl og klaka og drekkið meira messuvín mun þá engan saka.“ Biskup undan öðrum fór, ylur var í spori. Það var eins og þegar snjór þiðnar burt að vori. Þannig góðum gengur vel, sem gefa af rnildi sinni. Heiðrum göfugt hugarþel, höldunt Þorláks minni. Lag: Bjart er yfir Betlehem, sungið með röskum göngutakti. Um ljóðið Þorlák helga Ljóðið Þorlákur helgi er eftir dr. Sturlu Friðriksson erfðafræðing. Er það að finna í síðustu ljóðabók hans: Ljóð líðandi stundar 1997. í forntála bókarinnar segir hann, að Ijóðið hafi orðið til er hann var við nám í háskólann í Saskatoon, Kanada á árunum 1957-58 og aft- ur 1960-61. Telur hann ljóðið að miklu leyti vera stælingu á breska jólasálminum Good King Wence- slas, sem fjallar um fursta í Bæ- heimi, er uppi var á árunum 907- 927, og varð þjóðardýrlingur þar í landi. Sturla segir, að sér hafi þótt tilvalið að heimfæra Ijóðið og gera það í minningu Þorláks bisk- ups Þórhallssonar, sem varð kunnur, íslenskur dýrlingur, og það vera við hæfi að fara með það á Þorláksmessu. Þetta kvæði var fyrst birt í Lögbergi/Heimskringlu 12. janúar 1961.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.