Norðurslóð - 17.12.1997, Blaðsíða 5
NORÐURSLOÐ —5
Er Santa Kláus til?
s
Ur skýrslu rannsóknarnefndar
Sem kunnugt er trúa Amer-
íkumenn því að til sé að-
eins einn jólasveinn sem
þeir nefna Santa Claus. Þó
munu vera þar í landi nokkrir efa-
hyggjumenn sem ekki trúa alls
kostar á tilveru sveinka. Vísinda-
menn vestan hafs hafa velt nokkuð
fyrir sér ýmsum tölfræði- og eðlis-
fræðilegum þáttum í þessu sam-
hengi og birtum við hér lauslega
þýddan útdrátt úr skýrslu þeirra
sem valdið hefur miklum úlfaþyt
vestan hafs.
Er Santa Kláus til?
1. Engin þekkt afbrigði hreindýra
geta flogið. EN enn eru til 300.000
tegundir lífvera sem ekki hafa enn
verið skilgreind. Og þó mest séu
þetta skordýr og örverur útilokar
það ekki alfarið fljúgandi hreindýr
sem sem aðeins jólasveinninn hef-
ur séð.
2. Það eru um 2 milljarðar barna
(undir 18 ára) í heiminum. EN þar
eð Santa Kláus hefur ekki við-
komu hjá börnum múslima, hind-
úa, gyðinga og búddista þarf hann
aðeins að sinna um 15% af þeim
fjölda öllum eða um 378 milljón
bömum samkvæmt Mannfjölda-
skrifstofu Sameinuðu þjóðanna.
Miðað við 3,5 böm að jafnaði í
fjölskyldu eru þetta um 91,8 millj-
ón heimili. Við skulum gera ráð
fyrir í það minnsta einu þægu bami
í hverri fjölskyldu.
3. Santa Kláus hefur 31 klukku-
stund til umráða á jóladag, þökk sé
mismunandi tímabeltum og snún-
ingi jarðar, þ.e. ferðist hann frá
vestri til austurs (sem virðist skyn-
samlegt). Þetta þýðir 822,6 heim-
sóknir á sekúndu. Með öðmm orð-
urn hefur jólasveinninn 1/1000 úr
sekúndu til umráða, á hverju
kristnu heimili þar sem þæg böm
fyrirfinnast, til þess að leggja sleð-
anum, stökkva af honum, renna sér
niður skorsteininn, fylla sokka af
gjöfum, útdeila þeim gjöfum sem
bíða undir jólatrénu, gæða sér á
glaðningnum sem skilinn hefur
verið eftir fyrir hann, komast aftur
upp reykháfinn, stökkva upp í
sleðann og koma sér að næsta húsi.
Séu þessar 91,8 milljón stoppi-
stöðvar dreifðar með jöfnu milli-
bili umhverfið jörðina (sem við
vitum að er ekki rétt, en gefum
okkur samt í þágu útreikninganna)
er hér um að ræða 1,25 km fyrir
hvert heimili, sem er ferðalag upp
á 115 milljón km. Við reiknum
ekki með töfum sem hljóta að
verða vegna erinda sem flest okkar
þurfa að sinna í það minnsta einu
sinni á hverjum 31 klukkutíma auk
tíma til að nærast osfrv. Þá er ljóst
að sleði Santa Kláusar ekur um á
yfir 1000 km hraða á einni sek-
úndu. Það er 3000 sinnum hljóð-
hraðinn. Til samanburðar má geta
þess að hraðskreiðasta farartæki
sem smíðað hefur verið, könnunar-
geimflaugin Ullysses, silast áfram
43,8 km á sekúndu. Hámarkshraði
venjulegs hreindýrs er 24 km á
klukkustund.
4. Farminn á sleða Santa Kláusar
er einnig áhugavert að taka til nán-
ari skoðunar. Gerum ráð fyrir að
hvert bam fái ekki annað en eitt
meðalstórt Legókubbasett (tæp-
lega 1 kg). Þá eru á sleðanum
321.300 tonn, sjálfur santa Kláus
þó ekki meðtalinn (sem er þó eftir
lýsingum að dæma vel yfir kjör-
þyngd sinni). Með fast land undir
fótum getur meðal hreintarfur ekki
dregið meira en 150 kg. Gefum
okkur að fljúgandi hreindýr (sjá
grein nr. 1) geti dregið tífalda þá
þyngd. Þá duga okkur ekki átta
dýr, jafnvel ekki níu. Við þurfum
214.200 hreindýr. Þetta eykur
þyngd eykisins í 353.430 tonn (þá
er þyngd sleðans sjálfs ekki með-
talin). Til samanburðar er þetta
fjórföld þyngd skemmtiferða-
skipsins Queen Elizabeth.
5. 353.430 tonn á 1000 km hraða á
einni sekúndu mæta gríðarlegri
loftmótstöðu. Hreindýrin munu
hitna á sama hátt og eldflaug sem
snýr til baka inn í gufuhvolf jarðar.
Forystutvíeykið mun hvort um sig
taka á sig 14,3 kvintilljón júl af
orku á hverri sekúndu. 1 stuttu máli
mun kvikna í þeim á augabragði
og verða þá næstu dýr á eftir ber-
skjölduð auk þess sem þau verða
fyrir svokölluðu hljóðhöggi sem
fylgir því þegar hljóðmúrinn er
sprengdur. Öll hreindýrahjörðin
Bókmenntagetraun
Norðurslóðar
Undanfarin ár höfum við birt hér í blaðinu bókmenntagetraun í anda
Ijóðagetraunarinnar sívinsælu sem margir lesendur bíða spenntir
eftir um hver jól. I ár leggjum við nýjar þrautir fyrir lesendur og
hvetjum alla til að senda okkur svörin. Við birtum hér tlvitnanir í
fimm íslensk skáldverk og biðjum þátttakendur að nefna okkur verk-
in og höfundana.
Ur hvaða íslensku bókmenntaverkum eru þessar tilvitnanir?
1. Guðmundur Berþórsson skáld kemur hlaupandi eftir ljósri fjöru. Breið-
ir út faðminn lengra hærra mót hækkandi sól og hleypur í hægagagi eins
og hann liggi í seigu lofti. Fæturnir eru ekki í jarðsambandi nema tá-
gómamir þyrla sandi annað veifið...
2. Steinn!
Nú er kominn vetur og bráðum sjö mánuðir síðan þú fórst. Þá var júlí;
nú er jólafasta. Þá var bjart; nú er dimmt. En líklega er einginn vetur hjá
þér, bara hjá mér. Þú unir þér svo vel suðrí löndum.
3. Elsku Pat.
Manstu eftir Önnu og Daða á Felli?
Þau töluðust við undir kirkjugarðsveggnum í Stóru-Tungu fyrsta
sunnudag í júlí árið 1869, daginn sem Ólafur heiðarsveinn, langafi þinn
var skírður.
4. Á náttborðinu standa fresíur. Sem ég ætlaði að henda. Ilmurinn af þeim
fyllir herbergið íþungur og framandi. Þær eiga ekki heima hér.
5. Hvert ferðu, sagði ég
Sömu leið og blómin, sagði hann.
Og blómin, hver hugsar um þau?
Blóm eru ódauðleg sagði hann og hló. Þú klippir þau í haust og þau
vaxa aftur í vor, - einhversstaðar.
Hinn aineríski Kláus og hreindýrið
Rúdólf með rauða nefið standa í
ströngu á jólanótt
verður gjöreydd á innan við 4,26.
hluta úr sekúndu. Santa Kláus á á
meðan í höggi við miðflóttakrafta
sem eru 17.500,06 sinnum öflugri
en aðdráttarafl jarðar. 125 kíló-
gramma Santa Kláus (sem ekki
virðist ofáætluð þyngd) þrýstist
aftur að sleðagaflinum með
2.157.507,5 kg þunga.
Niðurstöður skýrslu þessarar eru
að vonum heldur dapurlegar fyrir
áhangendur hins ameríska Santa
Kláusar. Þ.e. Hafi Santa Kláus ein-
hvem tíma útdeilt gjöfum á jóla-
kvöldi þá geri hann það ekki leng-
ur. Skýrslan rennir aftur á móti
styrkum stoðum undir þá kenningu
sem Islendingar aðhyllast og ís-
lensk böm hafa alla tíð vitað - að
jólasveinninn er alls ekki einn á
ferð.
hjhj
Sendið
inn
lausnir
- og vinnið
eigulegar
bækur
Þeir sem senda inn lausnir
á getraunum Norðurslóðar
- krossgátu, stóru mynda-
gátunni, Ijóðagetraun, bók-
menntagetraun og seinni-
pörtum - fyrir 15. janúar
1998 geta átt von um vinn-
ing. Dregið verður úr
innsendum lausnum og
hljóta þeir heppnu bækur
að launum. Nöfn vinnings-
hafa verða birt í janúar-
blaði Norðurslóðar 1998.
Ljóðagetraun
Norðurslóðar
1997
1. Hverjir hoppa hjami á?
2. Hvað er yst á Ránarslóðum?
3. Hvert hafa vindar borið visnað skógarblað?
4. Hvert fer ég að finna vinstúlku tnína?
5. Hvað á ég sem aldrei frýs?
6. Hver er samgróinn því besta hjá mér?
7. Hvar horfðir þú yfir landið fríða?
8. Hvar hefjum við morgunsöng?
9. Hvar bý ég um eilífð glaður?
10. Hvar vildi ég lán mitt leggja?
11. Hver situr prúð í túni?
12. Hver breiðir faðminn móti sól?
13. Hver unni mér ein?
14. Hvar má ekki snerta fótur vor?
15. Hvar látum við skella á skeið?
16. Hvar líða álftir langt í geim?
17. Hver syngur við kofadyr?
18. Hvað stendur enn á gömlum merg?
19. Hvað gref ég á minn vonarskjöld?
20. Hvers vegna er hugurinn nú ei heima?
21. Hver hefur sagt mér til syndanna minna?
22. Hvað heyrði ég í hljóði hljóma í svefni og vöku?
23. Hver skreið und gráa steina?
24. Hver fannst mér þykkjuþung?
25. Hvenær er engin þörf að kvarta?
Rétt svör berist fyrir 15. janúar 1998
Góða skemmtun!
Flll t
• • • v/^ Doinio nu:
Norðurslóð lýsir eftir botnum við eftirfarandi fyrriparta:
1. Er sveitarfélög sameinast má sitthvað af því læra.
2. Tölvur hafa tekið völdin. Tjóar ekki að fást um það.
3. Sumir bændur byggja fjós Og bjóða svo í teiti.
...og botni nú hver sem betur getur.
NORÐURLAND OG STRANDIR
Ný tt á s k r ift ar ár e r b afi ð
Heppnin
bíður þín hér
8milljónir
óskiptar á einn n
miÓa
14. JANUAR
Einstakir aukavinningar: ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK
Mestu vinningslíkur
Hvam mstangi
Róbcrta Gunnpórsdóttir
Lækjargötu 6, sími 451-2468
Blönduós
Kaupfélag Húnvctninga
Blönduósi, sími 452-4200
SJtagaströnd
Guorún Pálsdóttir
Bogabraut 27, s(mi 452-2772
Sauðárkrókur
Friðrik A. Jónsson
Háuhllð 14, s(mi 453-5115
Hofsós
ÁsJís Garðarsdóttir
Kirkjugötu 19, s(mi 453-7305
Siglufíörður
Guðrun Ólöf Pálsdóttir
Aðalgötu 14, s(mi 467-1228
Grimsey
Stcinunn Stcfánsdóttir
Hátún, sími 467-3125
ólafsfíörður
Valberg hf.
Aðalgata 16, s(mi 466-2208
Hrisey
Erla Sigurðardóttir, sími 466-1733
Dalvik
Sólveig Antonsdóttir
Hafnarbraut 5 , sími 466-1300
Akureyri
Björg Kristjánsd.
Strandgötu 17, s(mi 462-3265
Sigríður Guðmundsdóttir
Svalbarði, sími 462-3964
Grenivík
Brynhildur Friðbjörnsdóttir
Túngötu 13B, sími 463-3227
Laugar
Rannvcig H. Ólafsdóttir
Laugum, Rcykdælahr.
S.-Þing., sími 464-3181
Reykjai.
Hólmfríi
kjahlið
iJlmfríður Pétursdóttir
VíðihKð, Myvatnssveit, sími 464-4145
Húsavik
Kristln Linda Jónsdóttir,
Miðhvammi Aðaldal, sími 464-352
Skóbúð Húsavíkur
Garðarsbr.13, sími 464-1337
Kópasker
óh Gunnarsson
Klifagata 10, s(mi 465-2118
Raufarhöfii
Stella Þorlaksdóttir
Nónas 4, sími 465-1170
Þórshófn
Sparisj
HAPPDRÆTTI _É.
...jyrir lífiö sjálft
óbreytt miðaverð: 700 kr.
slensku stórhappdrætt