Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 23.01.2002, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Úrval Dalvík Þorramatur í miklu úrvali GSM bankinn Hvar og hvenær sem er í GSM-banka Sparisjóðsins getur þú framkvæmt allar helstu bankaaðgerðir í fljótan og öruggan hátt. Þú getur: • millifært, • greitt reikninga, • fylgst með stöðu reikninga og greiðslukorta, • fengið upplýsingar um vísitölur, • fengið upplýsingar um gengi gjaldmiðla, • flett upp í símaskránni. Þú greiðir ekkert áskriftar- eða færslugjald í GSM-bankanum, einungis er greitt fyrir hvert SMS skeyti sem sent er. Áskrifendur Símans-GSM halda símanúmeri sínu og jafnframt er hægt að færa símanúmeraskrá yfir á nýja símkortið. GSM-bankann er hægt að vera með í flestum tegundum GSM-síma. Viðskiptavinir Sparisjóðsins geta haft GSM-bankann ásamt VIT-þjónustu Símans í einu og sama símkortinu. Kynntu þér VIT-ið á www.vit.is <http://www.vit.is/>. Komdu í Sparisjóðinn eða í verslanir Símans og fáðu símkort með GSM-bankanum og Vit-þjónustu Símans. •fcspsv Sparisjóður Svarfdæla -Dalvík- Sparisjóöur Svarfdœla Frá Menningarsjóði Svarfdæla Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði Svarfdæla. Samkvæmt 2. grein skipulagsskrár sjóðsins er tilgangur hans að veita styrki til hvers konar menningarmála á starfssvæði Sparisjóðsins en það er Dalvíkurbyggð og Hrísey. Umsóknum skal skila til stjórnarformanns Þóru Rósu Geirsdóttur, Húsabakka Svarfaðardal 621 Dalvík fyrir 1. mars 2002 Stjórn Menningarsjóðs Svarfdæla ISIiAMDSFUGIi Prófaðu kjúklingaréttina okkar Nýir réttir í stöðugri þróun Hafnarbraut 15 • Dalvík • sími 466 4050 Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700 íþróttamaður Dalvíkurbyggðar Auður Aðalbjarnardóttir var kjörin íþróttamaður Dalvíkur- byggðar þann 30. desember sl. Eins og venja hefur verið undanfarin ár tilnefndu íþrótta- deildirnar á svæðinu níu einstak- linga til kjörsins. Auður var til- nefnd af frjálsíþróttadeild UMFS. Kjör Auðar ætti engum að koma á óvart sem fylgst hefur með frammistöðu hennar í kast- greinum á árinu. Hún varð ís- landsmeistari í kúluvarpi bæði innanhúss og utanhúss og setti þar að auki nýtt íslandsmet í þeirri grein. Auk þess var hún í fremstu röð í sleggjukasti og spjótkasti. Reyndar var Auður ekki viðstödd afhendinguna þann 30 des. en hélt hins vegar upp á daginn með því að kasta kúlu 12,51 m og bæta með því ís- landsmet sitt á íþróttamóti í Reykjavfk. Aðrir sem tilnefndir voru voru: Dóra Kristinsdóttir að hálfu golfklúbbsins Hamars, Hermann Albertsson að hálfu knattspyrnudeildar, Pétur Skarphéðinsson að hálfu Körfu- boltadeildar, Sveinbjörg Krist- jana Helgadóttir að hálfu blak- manna, Sveinn Elías Jónsson knattspyrnu- og frjálsíþrótta- maður að hálfu Reynis á Ár- skógsströnd, Stefán Friðgeirsson að hálfu hestamanna, Porgerður Jóhanna Sveinbjarnardóttir að hálfu sundfélagsins Ránar og Björgvin Björgvinsson að hálfu skíðafélagsins. Þess má geta að Björgvin var kjörinn skíðamað- ur ársins af félagi íþróttafrétta- manna þegar kosinn var íþrótta- maður ársins á landsvísu.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.