Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjöm. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Hcimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprcnt, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Fólk þarf að borða Vorjafndægur er að baki og héðan í frá verður nóttin styttri en dagurinn þar til einn allsherjar dagur ríkir hér hjá okkur á hinum norðlægu beltum jarðar. Svarf- dælski marsinn ómar enn í eyrum okkar og páskarnir eru á næsta leiti með tilheyrandi útivist, fjölskyldu- boðum og páskaeggjaáti. Strax að loknum síðustu páskaeggjunum hefst svo skíðalandsmót íslands hér á Dalvík og hjá samherjum okkar og grönnum á Ólafs- firði. Það verður mikil hátíð og sem snöggvast mun athygli þjóðarinnar beinast að okkur en það þykir okkur jafnan þægilegt ástand. Skíðasvæðið í Böggvis- staðafjalli hefur svo sannarlega mikla þýðingu fyrir sveitarfélagið og möguleika þess til að koma sér á kortið hjá ferðafólki í nútíð og framtíð. Á dögunum henti það undirritaðan að þrjár stúlk- ur úr Reykjavík sem voru hér í skíðaferð þáðu af hon- um bílfar ofan úr fjalli og niður í bæ. Þær létu afar vel af öllum aðstæðum í fjallinu og höfðu átt yndislegan dag í sól og heilnæmu fjallaloftinu en spurðu nú hvar hægt væri að setjast inn til að kaupa sér hressingu. Komu þá vöflur á mig því skyndilega rann upp fyrir mér að ekkert veitingahús var lengur starfrækt sem því nafni gæti nefnst, ekkert kaffihús opið eftir venju- legan verslunartíma, barinn Böggver kannski ekki rétti staðurinn fyrir þessar stúlkur og önnur af þeim tveim sjoppum sem lengst af voru starfræktar í bæn- um var lokuð. Til allrar guðs lukku var hin sjoppan opin og bjargaði því sem bjargað varð. En óneitan- lega var sú uppgötvun æði þungbær að í þessu há- menningarlega bæjarfélagi ættu svangir ferðalangar ekki í önnur hús að venda en eina sjoppu með sína hefðbundnu hamborgara, pylsur og gos. Á þeirri stundu varð mér ljóst um hvað næsti leiðari Norður- slóðar myndi fjalla. Síðan hefur landið tekið að rísa hér aftur sem betur fer. Önnur sjoppa var aftur opnuð og þar af leiðandi hægt að kaupa pylsur á helmingi fleiri stöðum en áður. Síðan bárust þær gleðifregnir um bæjarfélagið að nýtt veitingahús yrði opnað í gamla Sogni innan tíðar. Og mikill var fögnuður und- irritaðs því annars hefði leiðarinn sá arna orðið nær óslitinn harmagrátur. Og hér kemur ferfalt húrra fyrir Línu. Allir leiðarar verða að hafa móral og mórallinn í þessum er e.t.v. sá að það er ekki nóg að eiga hér gott skíðasvæði eða fallegan dal til að sýna ferðamönnum eða yndislegustu sundlaug landsins. Fólk verður að borða og það á við um ferðafólk eins og aðra. Og það sem meira er: góð veitingahús skipta meira máli en flest annað í ferðaþjónustu. Rannsóknir sýna að það sem ferðafólk innan lands og utan setur efst á lista hvað varðar afþreyingu í ferðalögum eru góð veit- ingahús. Þess vegna verður Dalvíkurbyggð aldrei ferðamannastaður sem svo gæti talist á meðan veit- ingahúsaflóran einskorðast við grillmat í sjoppum og heimsendar pizzur með fullri virðingu fyrir hvoru- tveggja. Hinn mórallinn í leiðaranum er raunar leiddur af þeim fyrri. Hann er sá að Dalvíkurbyggð verður aldrei ferðamannastaður að neinu marki nema þeir sem standa í ferðaþjónustu, hverju nafni sem hún nefnist, vinni saman og sjái til þess í sameiningu að ferðafólki standi hér til boða öll sú afþreying og þjón- usta sem það þarf. Nú fer í hönd páskavertíðin á skíðasvæðinu með fjölda gesta hvaðanæva að og svo tekur við skíða- landsmót íslands. En því miður er enn ekkert veit- ingahús opið í bænum til að taka við þessum svöngu gestum okkar. En þeir borða þá bara einhvers staðar annars staðar. hjhj Ólafur Kjartan, Helga Bryndís, Kári Gestsson og Kór Svarfdœla sunnan heiða í Dalvíkurkirkju. Svarfdælskur mars haldinn að Rimum í annað sinn - og örugglega ekki það síðasta! Að áliðnunt pálmasunnudegi voru síðustu sporin stigin í Svarfdælskuni mars, menningar- hátíð Svarfdæla sem haldin var í annað sinn dagana 22. og 23. mars. Undirtektir við þessa há- tíð eru slíkar að öruggt má telja að hún eigi langt líf framundan. Hátíðin hófst að Rimum á föstudagskvöld með heimsmeist- arakeppninni í brús. Að þessu sinni var spilað í tveimur flokk- um. I meistaraflokki kepptu 30 pör sem er 50% fjölgun frá því í fyrra. Meðal keppenda í þessum flokki voru nokkur pör frá Grenivík þannig að brúsinn á sér greinilega leynd óðöl utan Svarf- aðardals. í hinum flokknum voru þeir sem skemmra eru á veg komnir í íþróttinni og var þar ekki um formlega keppni að ræða heldur þjálfun. Mátti þar sjá góð tilþrif sem lofa góðu fyrir framtíðina. Alls voru þátttak- endur því hartnær eitt hundrað talsins en við það má bæta fjöl- mennum hópi áhorfenda. Eftir harða keppni stóðu þau uppi sem sigurvegarar og heims- meistarar í brús árið 2002 frænd- systkinin Jón Þórarinsson og Ásrún Ingvadóttir sem ættuð eru frá Bakka. Þau fengu til varðveislu fram að næsta móti að ári glæsilegan farandgrip, Gullkambinn, sem nú var af- hentur í fyrsta sinn. í öðru sæti voru tengdafeðgarnir á Urðunr, Einar Hallgrímsson og Hafliði Ólafsson en Halldór Guðmunds- son og Ingvar Kristinsson höfn- uðu í þriðja sæti. Veitt voru sérstök verðlaun þeim sem flestar klórningar fengu og hlutu þau Þór á Bakka og Hallgrímur á Urðum svo og Þórarinn og Margrét á Tjörn. Málþing um tónlistarlíf Upp úr hádegi á laugardag var hátíðinni haldið áfram en þá var komin röðin að málþingi sem haldið var í Dalvíkurskóla. Þar flulti Þórarinn Hjartarson sagn- fræðingur á Tjörn ítarlegan fyrirlestur um tónlistarlíf í Svarf- aðardal fyrr og nú. Með þessum fyrirlestri hefur Þórarinn unnið þarft og gott verk sem er að taka saman heillega sögu tónlistarlífs hér í dalnum. Norðurslóð hefur falast eftir því við Þórarin að fyrirlesturinn verði búinn til prentunar og mun hann birtast hér á næstunni. I blaðinu verður þó ekki hægt að birta viðtal sem fléttað var inn í fyrirlesturinn þar sem Gunnar Dal rithöfundur sagði frá upplifun sinni á tónlistarlífi dalsins þegar hann bjó á Ytra- Hvarfi á fjórða áratug síðustu aldar. Það var spilaður brús á 15 borðutn t meistaraflokki og 4-6 borðum í byrjendaflokki að Rimum. Þórarinn Hjartarson flytur er- indi um svarfdœlskt tónlistarlíf. Það bar til tíðinda á málþing- inu að svar fékkst við fyrirspurn sem varpað var fram á baksíðu síðasta tölublaðs Norðurslóðar um höfund stemmunnar sem Steindór Andersen kvæðamað- ur flytur með hljómsveitinni Sigur Rós og fer nú sigurför um heiminn. Vitað var að hún var eftir Stefán Árnason en ekki um frekari deili á honum. Kom fram á málþinginu að Stefán var bóndi á Kóngsstöðum snemma á öldinni sem leið en bjó síðar í Lækjarbakka og Holtinu á Dal- vík. Góðir tónlcikar Að loknu málþinginu var efnt til tónleika í Dalvíkurkirkju. Þar sungu tveir kórar: Kór Svarfdæla sunnan heiða undir stjórn Kára Gestssonar og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Helga Bryndís Magnúsdóttir lék undir með báð- um kórum og síðast en ekki síst söng Ólafur Kjartan Sigurðsson óperusöngvari með kórunum og einn með undirleik Helgu Bryn- dísar. Er skemmst frá því að segja að þessir tónleikar tókust af- bragðsvel, kirkjan þéttsetin tón- leikagestum sem klöppuðu söng- fólkinu lof í lófa. Á engan er hall- að þegar fullyrt er að Ólafur Kjartan hafi verið stjarna tónleik- anna. Hann lagði salinn að fótum sér með frábærum söng, húmor og persónutöfrum. Var ekki frítt við að sumir þeir sem eiga til frændskapar við þennan son dals- ins að telja væru dálítið stoltir og ánægðir með sinn mann. Marsinn tekinn Hátíðinni lauk svo eins og vera ber með því að stiginn var svarf- dælskur mars að Rimum. Enn var aðsóknin með ólíkindum og telst fróðum mönnum til að sennilega hafi ekki áður verið tekinn fjölmennari mars hér í dalnum. Tæplega fimmtíu pör dönsuðu langt fram á nótt undir stjórn feðginanna Hallgríms Hreinssonar frá Klaufabrekkum og Ingu Möggu dóttur hans en hún er menntaður danskennari. Fór vel á því að þessir afkom- endur eins þekktasta marsafor- ingja Svarfaðardals á síðustu öld skyldu leiða dansinn. Undir dansinum lék hljóm- sveit sem skipuð var fimm harm- onikkuleikurum, gítar, bassa og trommum en hljómsveitarstjór- ar voru Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur og Friðrik Frið- riksson sparisjóðsstjóri. Ánægjan skein úr hverju and- liti á þessari hátíð og greinilegt að hún hefur fest sig í sessi sem árlegur stórviðburður í menn- ingarlífi dalsins. JA/-ÞH

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.