Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 7
Norðurslóð - 7 Menn frá Kleifum í Böggveri Söngkvöld meðThe South River Band (Kleifabandalaginu) verða haldin í Böggveri á Dalvík föstu- daginn 12. apríl kl. 22:00 og Laugaborg Eyiafirði laugardag- inn 13. apríl kl. 22:00. Nýbreytni í tónlistar- og lista- lífi landsmanna er alltaf vel þeg- in. Alþýðuspilararnir í Kleifa- bandalaginu bjóða til söng- kvölda, þar sem markmiðið er að gestir syngi, sér og öðrum til gleði og ánægju. A efnisskránni eru þekkt alþýðu- og dægurlög. Einnig er flutt frumsamið efni hljómsveitarinnar, bæði lög og textar. Allir textar eru á íslensku Ingi Grétarsson kontrabassi, Helgi Þór Ingason, píanó, söng- ur, Jón Árnason harmonika, söngur, Kormákur Bragason gítar, flauta, söngur, Ólafur Sig- urðsson gítar, söngur, Ólafur Þórðarson gítar, söngur, Þor- varður Ólafsson fiðla, söngur. (Sérstakur gestaspilari: Gunnar Reynir Þorsteinsson slagverk). Hljómsveitarmeðlimir eru allir ýmist ættaðir frá Kleifum í Ólafsfirði (Syðri-Á/South River) eða tengdir þangað fjöl- skylduböndum á einn eða annan hátt og halda uppi áralangri tón- listarhefð sem þaðan er runninn. Með Kleifabandalaginu gefst gott tækifæri fyrir alla að syngja og njóta í almennum söng. Þetta er skemmtileg upplifun þar sem allir geta verið þátttakendur. (Fréttatilkynning) South River Band, öðru nafni Kleifabanda- lagið. Liðsmenn þess tengjast allir Kleifum í Ólafsfirði með einhverjum hœtti. og öllum textum er varpað á sýn- ingartjald, þannig að auðvelt er að fylgjast með og taka undir. Kleifabandalagið, „hljóm- sveit fólksins" er skipuð hljóð- færaleikurum frá 22 til 74 ára aldurs sem stunda ýmis störf, en enginn þeirra hefur þó atvinnu af tónlistarflutningi. Liðsmenn Kleifabandalagsins eru: Grétar Frá Sundlaug Dalvíkur Frá skírdegi til annars páskadags aö báöum dögum meötöldum er sundlaugin opin frá kl. 10:00-19:00. Heilsuræktin er opin á sama tíma. íþróttafulltrúinn Sex í sveit Næstu sýningar: Miðvikudaginn 27. mars kl. 20:30 Laugardaginn 30. mars kl. 20:30 Annan páskadag 1. apríl kl. 20:30 Miðapantanir alla virka daga frá kl. 15-21 í síma 866 5024 Leikfélag Dalvíkur Skíðasvæðið í Böggvisstaðafjalli Opiö kl. 10:00-17:00 alla daga frá skírdegi til annars páskadags, nema á laugardaginn fyrir páska, þá er opiö frá kl. 10:00-21:00. Stórir hópar geta pantað sérstaklega á öörum tíma. Skíðafélag Dalvíkur Þakkarávarp Innilegt þakklæti til allra þeirra sem sýndu okkur vináttu og samúö viö andlát og útför Sigtryggs Stefáns Jóhannessonar Göngustaöakoti Anna Rósa Björnsdóttir Sóley Sigtryggsdóttir Skarphéðinn Sigtryggsson Hildur Ingólfsdóttir og afabörn Dalvlkurbyggð Styrkir úr Atvinnu- þróunarsjóði Atvinnuþróunarsjóöur Dalvíkurbyggðar auglýsir eftir um- sóknum um styrki fyrir árið 2002. Heildarfjárhæð styrkveitinga á árinu 2002 er kr. 500.000. í umsókn skulu koma fram eftirfarandi atriöi og upplýsingar: Stutt og greinargóö lýsing á verkefni því sem sótt er um styrk fyrir þar sem fram kemur: • Markmið verkefnisins. • Hvaöa undirbúningsvinna hefur þegar veriö unnin. • Yfirlit yfir útlagöan kostnaö ásamt kostnaðar- og greiðsluáætlun. • Ný og/eða aukin atvinnutækifæri sem verkefnið skapar. • Aðrar upplýsingar sem umsækjandi telur skipta máli. Allar upplýsingar sem umsækjendur leggja fram meö um- sókn sinni verður farið með sem trúnaöarmál. Stjórn Atvinnuþróunarsjóðs (bæjarráö) svarar umsóknum innan 30 daga eftir aö umsóknarfrestur er runninn út. Umsóknum skal skilað á bæjarskrifstofuna á Dalvík, merktum „Atvinnuþróunarsjóöur“. Reglur sjóösins er hægt aö fá á bæjarskrifstofu sem og á heimasíðu Dalvíkur- byggðar www.dalvik.is. Umsóknarfrestur er til og með 10. apríl 2002. Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri og/eöa ferða- og at- vinnumálafulltrúi. Bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á Iffeyri Aliir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta Iífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutlmi Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxt- unar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.