Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Að þessu sinni eru myndirnar úr safni Dengsa (Lofts Baldvinsson- ar). Allar eru þær teknar á sjómannadegi árið 1955. Það var alltaf líf við höfnina á þessum degi auk þess sem landmenn og sjómenn kepptu í fótbolta á knattspyrnuvellinum á kaupfélagstúninu. Matt- hías Jakobsson skoðaði myndirnar með okkur og hjálpaði til við að finna hver er hver á þeim. Menn renndu sér eftir kaðli sein strengdur var á milli litlu bryggjunnar og norðurgarðsins. Stundum náðu menn ekki að hanga alla leið og duttu þá í sjóinn við mikinn fögnuð þeirra sem á horfðu. Stœrstu skipin fóru með fólk í skemmtisiglingu út á Eyjafjörðin á sjó- mannadag. Hér er Baldvin Þorvaldsson EA 24 að koma að landi með fjöldann allan af fólki. Hér eru tvö fótboltalið samtals 22 menn. Frá vinstri má þekkja: Stebbi í Staðarhóli, Árni í Holt- inu, líklega Óskar í Ártúni aft- anvið, Óli í Vallholti, Matti í Mói, Haukur Frímanns, Gunnar í Brúarlandi, Matti Jak, Stebbi Gren, Bergur Lár, ÓliJak, Ámi í Miðkoti, Viddi í Sœgrund, Sverrir í Sœlandi, Björn El, Kiddi í Mói, Helgi Jak, Tommi Péturs og Ægir Þorvalds. Krjúp- andi eru Bjössi í Ásbyrgi; Steini Sím og Gunni Jó. Hér eru liðin að keppa og flestir greinilega því sem nœst í sínum sparifötum. Þessir leikir gátu verið býsna harðir og fjörugir. Það er eftirtektarvert að engin tré eru við húsin og er það tals- vert annað en það er í dag. Svo eru Ámi og Bára ekki búin að byggja húsið sitt og Bárubúðina. Ráðhús Dalvíkur stendur nú þar sem leikmennirnir eru að spila á myndinni. Hér er Ingólfur Jónsson að reka nagla í planka í naglaboðhlaupi dagsins. Áhorfendurfylgjast áhugasamir með. Horft af litlu bryggjunni yfir á Norðurgarðinn. Hér má sjá hve mannmargt hefur verið á garðinum. Sennilega er þetta sigursveitinn í naglabohlauinu. Sveit iðnaðar- manna. Frá vinstri Júlli Eiðs, Elías í Víkurhóli, Jón Björnsson með hamarinn, Ingólfur Jónsson í Kambi og Pálmi í Odda. Þessi sveit gœti hafa sigrað. Sveit trillukarla. Óskar í Ártúni, Kiddi í Sœgrund (Rommel), Óli í Vallholti, Torfi Guðlaugs (að vísu ekki trillukarl) og svo Steingrímur í Grímsnesi. • • ■ " . . / ..... ‘ * / * « . • / ’ * ' -*- : ’.'.lliíM ~4--* X • * i-/.

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.