Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 8

Norðurslóð - 26.03.2002, Blaðsíða 8
Tímamót Skírnir Þann 7. mars var skírð í Dalvíkurkirkju Sara Björk Sigurðar- dóttir. Foreldrar hennar eru Olga M. Albertsdóttir og Sigurður Vigfússon til heimilis að Drafnarbraut 3, Dalvík. Þann 9. mars var skírð á heimili sínu Hekla Rán Árskóg. For- eldrar hennar eru Lilja Bára Kristjánsdóttir og Gestur Árskóg til heimilis að Böggvisbraut 5, Dalvík. Afmæli Þann 7. mars s.l. varð sjötugur Friðþjófur Þórarinsson Goðabraut 22, Dalvík. Þann 23. mars s.l. varð 85 ára Jóhannes Jó- hannesson frá Búrfelli, nú til heimilis á Dalbæ, Dalvík. Norðurslóð árnar heilla. Andlát Þann 18. mars s.l. andaðist á Dalbæ Dalvík Sigtryggur Jóhannesson Göngustaðakoti Svarfaðardal. Sigtryggur var fæddur á Sandá 25. október 1909. Foreldrar hans voru hjónin Jóhannes Stefánsson og Kristín Sigtryggs- dóttir er bjuggu á Sandá 1904-1941. Sigtrygg- ur var elstur 7 systkina en þau voru auk hans, Anna, Arnfríður, Margrét, Árngrímur, Kristj án og Halldór sem nú er einn á lífi af þeim syst- kinum. Sigrtyggur kvæntist 20. nóvember 1948 Rósu Björnsdóttur, Göngustaðakoti og þar bjuggu þau æ síðan. Sigtryggur lærði söðlasmíði sem hann stundaði meðfram búskapnum. Börn þeirra hjóna eru eru Sigríður Sóley f. 3. október 1950, nú bóndi í Göngustaðakoti, og Skarphéðinn f. 27. mars 1957 bifvélavirki á Akureyri. Kona hans er Hildur Ingadóttir og eiga þau 3 börn. Útför Sigtryggs var gerð frá Dalvíkurkirkju 26. mars. Þann 9. mars sl. lést Guðmar Gunnlaugsson á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri. Guðmar fæddist á Þorsteinsstöðum í Svarfað- ardal 9. september 1913. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Dan- íelsson og Steinunn Sigtryggsdóttir, síðast búsett á Upsum. Börn þeirra voru Sóley, Anna, Guðmar, Jóhanna, Guðjón og Lilja en áður átti Gunnlaugur Guðrúnu og Gunnar Bílddal. Guðmar missti móður sína ungur og var tekinn í fóstur af systkinunum á Hrísum, þeim Árna, Ola og Petru Antonsbörnum. Guðmar flutti til Akureyrar upp úr 1930 og þar kynntist hann eftirlifandi eiginkonu sinni, Ingibjörgu Óladóttur frá Smjörhóli í Öxarfirði. Þau gengu í hjónaband 19. febrúar 1938. Börn þeirra eru: Haukur, kvæntur Mörtu Vilhjálmsdóttur; Gylfi, kvæntur Arnheiði Eyþórsdóttur;Anna Steinunn, látin; Guðmundur, kvænt- ur Helgu Aðalsteinsdóttur; Óli; og Sóley gift Haraldi Gunnþórs- syni, látin. Einnig ólu Guðmar og Ingibjörg upp dóttur Sóleyjar, Önnu Steinunni. Guðmar og Ingibjörg bjuggu lengi í Oddeyrargötu 3 en síðar í Stekkjargerði 6. Guðmar lærði pípulagnir og starfaði lengst af hjá KEA og Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Útför hans var gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 22. mars. Hclgihald í Dalvíkurprestakalli um páska 2002 Skírdagur: Hugvekja vvið skíðaskálann kl. 15:00. Messa og altarisganga í Urðakirkju kl. 21:00. Föstudagurinn langi: Kyrrðar- og fyrirbænastund í Vallakirkju kl. 16:00. Lesið úr píslarsögunni. Kyrrðar- og fyrirbænastund í Dalvíkurkirkju kl. 20:30. Lesið úr píslarsögunni og sungin Litanía Bjarna Þorsteinssonar. Páskadagur: Hátíðarmessa með altarisgöngu í Dalvíkurkirkju kl. 8:00. Morgunverður að lokinni messu. Hátíðarmessa á Dalbæ kl. 10:30. Hátíðarmessa á Tjörn kl. 14:00. Askriftarsími Norðurslóðar er 466 1555 • •• Heimasíða: www.nordurslod.is Frétiahorn Eyþór Ingi Gunnlaugsson nemandi í Húsabakkaskóla sigraði í úrslitakeppni Stóru upplestrarkeppninnar sem fram fór í Dalvíkurkirkju sl. fimmtu- dag. Til leiks voru mættir 12 keppendur frá 7 skólum, Dal- víkurskóla, Hrafnagilsskóla, Stóru-Tjarnaskóla, Árskógar- skóla, Húsabakkaskóla, Grunn- skóla Ólafsfjarðar og Grunn- skóla Hríseyjar. Fjölmenni var á keppninni. Meðal gesta var menntamálaráðherra Tómas Ingi Olirch sem ávarpaði sam- komuna og lýsti yfir ánægju sinni með að hafa verið boðið til þessarar hátíðar íslenskrar tungu. Keppendur lásu fyrst kafla úr Heimsljósi Halldórs Laxness, þarnæst ljóð eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur og að lokum ljóð að eigin vali. Eyþór Ingi þótti vel að sigrinum komin en þess má geta að í fyrra hreppti nemandi frá Húsabakka, Baldur Hjör- leifsson, einnig verðlaunin. Kór Svarfdæla sunnanheiða kom sá og sigraði á menn- ingarhátíðinni Svarfdælskur mars og nú á að fylgja sigrinum eftir með tónleikum í höfuð- borginni. Verða tónleikarnir haldnir í Langholtskirkju laug- ardaginn 6. apríl næstkomandi. Einsöngvari með kórnum verð- ur Ólafur Kjartan Sigurðsson óperusöngvari en hann mun einnig syngja nokkur einsöngs- lög við undirleik Helgu Bryn- dísar Magnúsdóttur píanóleik- ara. Á efnisskrá tónleikanna eru verk úr ýmsum áttum: kirkjuleg tónlist, negrasálmar, óperutón- list og lög eftir íslensk tónskáld eins og Hafliða Hallgrímsson, Hjálmar H. Ragnars, Atla Heimi Sveinsson og Jón Ásgeirsson. Tónleikarnir verða eins og áður segir í Langholtskirkju laugar- daginn 6. apríl og hefjast kl. 16. Sæplast hf. hélt aðalfund sinn á dögunum og virðist hagur fé- lagsins vera í járnum. Hagnaður eftir skatta var um 7 milljónir króna sem er ekki mikið en skýrist einkum af því að tekjur í Ameríku urðu minni en áætlað var. Samdráttur á þeim markaði varð 10% en var raunar mun meiri síðustu mánuði ársins. Við þetta bætist að ráðist var í um- fangsmiklar skipulagsbreytingar á félaginu og allur kostnaður við þær, um 40 milljónir króna, gjaldfærður á árinu. Horfurnar framundan eru hins vegar bjart- ari og gera áætlanir ráð fyrir því að hagurinn batni til muna. Sal- an hefur farið vel af stað í Evr- ópu og víðar en Bandaríkja- menn halda enn að sér höndum. Það kemur þó ekki verulega að sök þar sem gripið var til hag- ræðingaraðgerða þegar sam- drátturinn hófst í fyrrahaust og þær koma til góða nú. Skipt var um stjórnarformann í Sæplasti á aðalfundinum. Pétur Reimarsson lét af for- mennsku en við tók Geir A. Gunnlaugsson. Aðrir í stjórn eru nú Valdimar Snorrason varafor- maður, Bjarni Jónasson, Finn- bogi Alfreðsson og Magnús Jónsson en tveir þeir síðast- nefndu eru nýir í stjórn félagsins. Varamenn voru kjörnir Valdi- mar Bragason og Þorsteinn Vil- hjálmsson en sá síðastnefndi er nýr í varastjórn. Daradís um páska . í/U/i’/'/i/ • Aðeins hálftíma akstur frá Akureyri • Göngufæri frá bænum að skíðasvæðinu • Skemmtanir og skipulögð dagskrá Tjerih oeíftomin i i)aluífurf)ij(j(jcs I Dalvíkurbyggö veröur notaleg stemmning um páskana. Hér geta allir fundið sér eitthvað til gamans og notiö útiveru í fallegu umhverfi. Gönguleiöir eru margar og skemmtilegar hvort sem er með ströndinni við Árskógsand, fjörunni viö Dalvik eða fjöllum i Svarfaðardal. Byggðasafn þar sem m.a. má sjá eigur Jóhanns Svarfdælings sem talinn var stærsti maöur i heimi ásamt ýmsum öðrum skemmtilegum hlutum. 0pið:Skirdag og annan páskadag kl. 14-17 eða eftir samkomulagi. Skíöasvæöiö með sinar frábæru brekkur heillar þá sem til þekkja. Þar verður m.a. haldið Skíöamót islands strax eftir páska. Um páskana verður barnagæsla og róleg fjölskyldustemmning, Bakkabræður koma í fjallið og einnig hann Bjartur sem allir krakkar hafa gaman af. Skátarnir sjá um leiki og snjóhúsagerð. Ferðir með troðaranum upp á Stalla fyrir þá sem vilja meira fjör og meiri bratta. Sími: 466 1010. Heimasíöa: www.skidalvik.is j > ' Argerði er mjög gott gistiheimili, rétt við Dalvík í fögru umhverfi. Heimilisleg og góð þjónusta. Þar er einnig glergallery og vinnustofa sem gaman er að'skoða. Upplýsingar: S. 466-3326 www.islandia.is/argerdi Verið vel hvíld á skíðum Sundlaug Dalvíkur, ein sú notalegasta eftir góða stund i :fj’a.ljiftu. Heitir pottar og vatnsrennibraut. Likamsrækt fyrir þá sem vilja meirtátök. Opið alla páskana milli 10:00 og 19:00 og lengurá laugardeginum. Eru skjaldbökur í lauginni? Leikfélagiö verður með sýningar á Sex i Sveit en þar er á ferðinni frábær gamanleikur. Eitthvað sem vert er aö kíkja á. Miðapantanir i síma 866-5024 milli 15:00 og 21:00. OIÍS veröur opið alla páskana. Þar er hægt að fá sér i svanginn af grillinu og kaupa ýmsa matvöru ásamt þvi helsta fyrir ferðalanga.1 Opnunartími: Sjá neöar. I Böggveri verður stemmning alla páskana, ýmsar uppákomur lifandi tónlist og skemmtilegheit. Fínt að fá sér einn kaldan eftir átökin i brekkunni. Böggver er rétt við Skiöasvæöiö. I Urvali matvöruverslun verður opið á skirdag 13-17, laugardag 10-18 og annan i páskum 13-17. Mikið úrval af allri matvöru og þvi sem til þarf um páska. Miðvikudag- Diskó Fimmtudag- Kráarstemmning Föstudag - Hörður G. Ólafs eftir kl. 24:00 Laugardag - Skemmtidagskrá - Diskó olís Opið: Fimmtudag kl. 09-22 Föstudag kl. 11-18 Laugardag kl. 09-22 Sunnudag kl 11-18 Mánudag kl. 09-22 Leikfélag Dalvíkur Sex í sveit Miðapantanir S: 866 5022 Skíöasvæöiö Opiö um páska: kl. 10 - 17 Laugardag: kl. 10 - 21 Opið: Fimmtudag kl. 13-17 Föstudag Lokað Laugardag kl. 10-18 Mánudag kl. 13-17

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.