Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 7

Norðurslóð - 22.05.2002, Blaðsíða 7
NORÐURSLÓÐ - 7 Minning Kristján Eldjárn Þórarinsson Fœddur 16. júní 1972 - Dáinn 22. apríl 2002 Ég vil með nokkrum orðum minnast frænda míns Kristjáns Eldjárns Þórarinssonar sem fell frá í blóma lífsins og var til moldar borinn þann 30. apríl sl. Kristján var óvenju hæfileikarík- ur og mikilvirkur tónlistarmaður eins og glöggt hefur komið fram í öllum þeim sæg minningar- greina sem syrgjandi vinir hans hafa ritað að undanförnu. Fyrst og fremst bera þær þó vitni um hve fádæma vinsæll og elskaður hann var af öllum þeim sem nutu samvista við hann. Svarfaðardalur var honum alla tíð afar kær og í Gullbringu kom hann hvenær sem færi gafst. Mér er minnistætt sumarið sem hann bjó með föður sínum í Gullbringu og stundaði sína fyrstu verkamannavinnu í Salt- húsinu á Dalvík. Þá var hann varla nema 15-16 ára gamall. Það átti vel við hann að vinna í fiskinum en næsta sumar var hann orðinn fastráðinn starfs- maður Stuðmanna og varð fisk- vinnslan þar að sjá á eftir einum af sínum efnilegustu liðsmönn- um. Síðar átti hann eftir að starfa við blikksmíðar meðfram gítarnámi sínu og þótti mörgum öðrum en Eldjárni sjálfum blikkið vart samboðið fingrum gítarleikarans. Áður en hann lagði blikksmíðarnar á hilluna smíðaði hann þó þakrennur ágætar sem settar skyldu upp þegar Gullbringa yrði aukin og endurbætt. Eftir að Eldjárn kom frá gítarnámi í Finnlandi kom hann og hélt einleikstónleika í Dalvíkurkirkju en minnisstæð- ara er þó ljóðakvöldið sem þeir Gullbringufeðgar héldu hér. Þar las Þórarinn upp úr ljóðum sín- um en Eldjárn spann undirleik á rafgítarinn svo úr varð stórbrot- inn vefur orða og undrahljóða ógleymanlegur þeim fjölmörgu sem fylltu Café Menningu þetta bjarta sumarkvöld. Eldjárn háði harðskeytta og hetjulega baráttu við krabbamein en þegar sýnt var að endalokin væru ekki langt undan og meinið hafði svipt hann flestu öðru en eldklárum huganum, húmornum og æðru- leysinu þá óskaði hann þess að komast norður í Svarfaðardal. Hingað kom hann í tvígang að áliðnum vetri til dvalar ásamt sínum nánustu og auðnaðist þá m.a. að líta aftur Gullbringu aukna og endurbætta og þak- rennurnar góðu loksins komnar á sinn stað. Ég er þakklátur fyrir kynni mín af þessum einstaka frænda mínum, allar okkar skemmtilegu samverustundir og ekki síst þá daga sem hann dvaldi hér í hús- inu nú í vetur. Fjölskyldu hans sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Hjörleifur Hjartarson Sveitarstjórnar- kosningar 25. maí 2002 Kjörskrá Kjörskrá vegna sveitarstjórnarkosninga í Dalvíkur- byggð 25. maí n.k. liggur frammi almenningi til sýnis, skv. 9. gr. laga um kosningar til sveitarstjórna, í afgreiðslu bæjarskrifstofu í Ráðhúsinu Dalvík á venjulegum opnunartíma, alla virka daga frá kl. 10- 15, frá og með 15. maí n.k. fram á kjördag. Tekið verður á móti athugasemdum við kjörskrá á bæjarskrifstofunni í Ráðhúsinu fram á kjördag. F.h. bæjarstjórnar Guðrún Pálína Jóhannsdóttir bæjarstjórinn í Dalvíkurbyggð Dalvíkurbyggð Lóðahreinsun Starfsfólk Vinuuskóla mun fara um þéttbýli Dalvíkur- byggðar dagana 23. og 24. maí og fjarlægja garða- úrgang sem komið hefur verið að lóðamörkum. Athugið að einungis verður tekinn sá úrgangur sem er í ruslapokum og greinar og afklippur sem bundnar eru í knippi eða auðvelt er að fjarlægja. Skráning lóðasláttar er hafin hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum. Hægt er að sækja um slátt á bæjarskrif- stofunni eða hjá garðyrkjustjóra í síma 466-1224. Kristín Björk Gunnarsdóttir garðyrkjustjóri Dalvíkurbyggðar Símar: 466 1224 og 864 0013 Hann Kristján Eldjárn gítarleik- ari, nafni minn og frændi, og vin- ur okkar er dáinn, í blóma lífsins. Það var fyrir tveimur árum, í júní 2000, að hann kom norður í Svarfaðardal til að vinna með okkur að upptökum á hljóm- diskinum „Þvílík er ástin". Það hafði verið löngu ákveðið að hann sæi um gítarleikinn á disk- inum, og raunar átti Eldjárn mjög stóran þátt i þeirri vinnu allri, bæði við upptökurnar og ekki síður við eftirvinnsluna ásamt með Sveini Kjartanssyni upptökustjóra. Fagleg vinnu- brögð, gáskafull tilraunastarf- semi og gleði ríkti þessa daga fyrir norðan, sem skilaði sér í frumlegum og góðum undirleik á diskinum. Það var ógleyman- legt að taka þátt í samstarfi þess- ara góðu tónlistarmanna, Eld- járns, Jóns Rafnssonar og Daníels Þorsteinssonar, og eru þessi augnablik eins og minning- arperlur sem maður geymir í hugskoti sínu, meðan maður lif- ir. Ekki grunaði okkur þá um veikindi hans sem voru farin að gera vart við sig. Eftir að diskurinn kom út héldum við tvenna tónleika fyrir norðan og eina á Kaffi Reykja- vík. Þá vissi hann hvers kyns sjúkdómurinn var en leyndi okk- ur því. Hann vildi ekki láta sitt stríð skyggja á okkar gleði. Við kvöddumst eftir tónleikana með þeim orðum að næst yrði það tangódiskur. Hann var þegar byrjaður að undirbúa hann. Nú er það okkar að halda verkinu áfram. Við sem þekktum Eldjárn og fengum tækifæri til að starfa með honum í tónlistinni, vissum að þar var mikill' og næmur lista- maður. En honum var ekki gef- inn tími til að kynna sig fyrir heiminum og heimurinn fékk ekki tóm til að kynnast honum. Eldjárn mun ætíð eiga sér- stakan stað í hjarta okkar. Við sendum fjölskyldu Kristj- áns Eldjárns okkar innilegustu samúðarkveðjur. Kristján og Kristjana Árósum Danmörku Askriftarsími Norðurslóðar er 466 1555 Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutími Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxt- unar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 Hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.