Norðurslóð - 31.07.2002, Blaðsíða 3
NORÐURSLÓÐ - 3
Baldvin Þorvaldsson EA 24 kemur hlaðinn
ao landi. Myndin er tekin sumarið 1956 sem
varfyrsta sumar skipsins á síld. Stjáni í Sól-
heimum var með skipið og er hann vafalaust
í stýrishúsinu. Hœgt er að þekkja Árna í Sœ-
baklfa við stýrishúsið og sennilega Ragga
óns bograndi fyrir framan hann. I stafni má
þekkj<tjnýrimaniiinn Gunna Krist, Kidda í
rbakk^mð hliðina á honum og síðan Óla
Jak. liikki í Ásbyrgi er síðan út við
prðstokkinn bakborðsmegin.
Eitthvað er að nótinni afBaldvin Þorvaldssyni EA 24 og er hún dregin
upp á litlubryggjuna til viðgerðar. Það eru skipverjamir sem eru að
draga hana á höndum sér. Hœgt er að þekkja bakhluta Arna
Hermanns í Sœbakka og Gunni Krist er líka þekkjanlegur uppi á
bryggjunni. ÓliJakobs er í nótabátnum fyrir enda bryggjunnar.
Gömul augnablik
Eins og í síðasta blaði eru
hér á síðunni síldarmynd-
ir úr safni Dengsa (Lofts
Baldvinssonar) frá því á sjötta
áratugnum. Það var mikið líf á
Dalvík þau sumur sem sfldin
veiddist vel. Að þessu sinni var
leitað til ýmissa aðila til að bera
kennsl á fólkið á myndunum og
yrði of langt mál að telja þá alla
upp.
Þessi mynd er tekin á nyrðra planinu eins og Múlaplanið var stundum
kallað. Sérstök kúnst var að velta tómum tunnum og sumir náðu góðri
leikni og hraða við það. Sólberg var sérstaklega laginn við þetta og hér
erhann að ná tunnu áferð. Við söltunina má þekka Jóhönnu í Ártúni
nœst á myndinni og aftan við hana Stínu Steina Kidda sund, og það
sést í Stínu Páls á bak við nöfnu hennar. Bróðurdœtur Stínu Páls (dœt-
ur Gunnars), Sissa og Hrafnhildur eru þarna í kringum frœnku sína.
Erfitt er að segja til umfleiri á myndinni.
Hér að neðan er enn ein myndin
af Múlaplaninu. Tobba í Tungu,
eða Sœgrund, er hér að salta.
Hún var alltaf í plássi númer 30
sem var einmittfyrir miðjuplani.
Ester Lárusar er hœgt að þekkja
líka.
Glaðlegir beikjar, Guji Lofts og
Arni í Reykholti. Þeir settu alltaf
svip á lífið á Múlaplaninu á
þessum tíma.
Guddi í Svœði í tunnuhrúgunni. Tómar tunnur voru fluttar á vörubíl-
um innan frá Krossanesi og sturtað fram af bakkanum við Hafnar-
brautina. Hér hefur safnast upp haugur af tunnum sem Guddi er byrj-
aður að slá upp. Síðan voru tunnurnar vatnaðar eins og það var kall-
að; vatn látið standa iþeim til að þœr þéttust.
Á þessari mynd sést vel fjöldinn sem saltaði á hverju plani. Myndin er tekin á Múlaplaninu og nœr svo til
alla lengjuna sunnanfrá og norður. Anna Arngríms og Árný Frímanns sjást hér nœst á myndinni en erfitt er
að þekkja fleiri. Það sem er hins vegar athygtisverðast á myndinni eru kassarnir sem síldin er í á bílnum.
Þetta voru álkassar sem notaðir voru við löndun í stað tunnanna sem sagt varfrá í síðasta blaði. Það var
lok á hlið kassans sem opnað varsvo síldin rann hœgt og rólega niður í kassann fyrir framan söltunarstúlk-
urnar.
Hér er verið að salta á syðra planinu (Söltunarfélagi Dalvíkur). Svan-
borg Jóns er lengst til vinstri. Kolla í Laxamýri setur hring á tunnu þar
við hliðina. Fríða í Laxamýri mamma Kollu er að hausa fremst á
myndinni og við hlið hennar Sína (Jóhannessína) kona Tryggva Jóns
og síðan líklega Svanhvít dóttir hennar. Drengurinn framan við kass-
ann erþá að öllum líkindum Jóhannes Tryggvi sonur Svanhvítar.