Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 1

Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 1
NORÐURSLÓÐ - 7 Svarfdælsk byggð & bær 26. ÁRGANGUR MlÐVIKUDAGUR 28. ÁGÚST 2002 8. TÖLUBLAÐ Hjalti Haraldsson: Hjalti Haraldsson bóndi í Ytra Garðs- horni lést þann 11. þessa mánaðar og var jarðsunginn 19. ágúst sl. Hjalti ól lengst af aldur sinn hér í sveit og var dalurinn honum einkar kær og hug- leikinn. Hann var skáldmæltur í besta lagi og þykir okkur því við hæfi að birta hér í blaðinu kvæði hans, Dalurinn, sem hann orti fyrir þrjá- tíu áiiiin. Ljósm. Anna Sig- ríður Indriðadóttir. Dalurinn Ó dalur, ó dalur svo grœnn Ó dalur, svo fagur og vœnn Með fjóllin svo há, með fossa og á og freyðandi lœki, sem hoppa á tá Niður grundir og gil, og hve gottfannst mér þá og gaman að vera hér til. Er œskan á örmum mig bar hve ólgandi hugurinn var þegar vornóttin hljóð breiddi gulldaggar glóð yfir grœnkandi flosið, og jökullinn stóð eins og demantur skær, og hve deginum góð, tók hver dalrós sem vaggaði blœr. Svo bœttust ár eftir ár við annríki, gleði og tár. Sérhvern fagnaðarfund, einnig friðsœlan blund ífaðmi þér átti við hól eða grund og mitt daglega brauð, hverja dýrðlega stund gafstu, dásemdir, fátækt og auð. Ó dalur, ó dalur svo grænn, og dalur svo fagur og vænnl Þegar brestur mitt fjör þegar brotnar minn hjör þegar blundur minn kemur og hallast mín skör, ég hefgert upp mín skil. Láttu yfir mitt hrör vaxa grasið þitt grænt. Það ég vil. Skólar teknir til starfa Knattspyrna Lokaspretturinn verður harður Leiftur/Dalvík í 8. sœti í 1. deildinni þegar þrjár umferðir eru eftir Ljóst er eftir leiki helgarinnar í 1. deild Islandsmótsins í knatt- spyrnu að sameinað lið Leifturs og Dalvíkur þarf að halda vel á spöðunum ef það á að halda sér í deildinni. Þegar þrjár umferðir eru eftir situr liðið í 8. sæti með 15 stig en í tveim neðstu sætun- um eru Sindri og IR með 12 stig. Á þeim mánuði sem liðinn er frá síðustu frásögn okkar af gengi okkar manna hafa þeir leikið fjóra leiki. í þeim fyrsta mættu þeir Haukum í hörkuleik sem endaði með jafntefli þar sem hvort lið skoraði þrjú mörk. Næst lá leiðin til Hornafjarð- ar þar sem liðið gerði jafntefli við Sindra, 1:1 í heldur tilþrifa- litlum leik. í næstsíðustu umferð kom lið ÍR í heimsókn og þá fóru okkar menn á kostum. Þeir óðu í fær- Framhald á bls. 5 Nýja brúin við Hreiðarsstaði er engin smásmíði eins og sést á þessari mynd og er gamla brúin eins og hver annarplanki við hlið hennar. Að sögn hafafarið um 500 tonn afsteypu í nýju brúna en œtla má að sú gamla vegi um 60 tonn. Vegagerð Brúardekkið steypt Unnið var að því sl. laugardag að steypa brúardekkið ofan á nýjii Svarfaðardalsárbrúna við Hreiðarsstaði og er þá lítið ann- að eftir en að leggja veginn upp á hana til að hún geti farið að taka við umferð. Brúin á Skíða- dalsánni er einnig langt komin en lengra er þó í að hún komist í gagnið enda fjarri alfaraleið enn sem komið er. Boðið upp á skólamáltíðir í Dalvíkurskóla Skólar eru nú teknir til starfa aftur eftir sumarfrí starfsfólks og nemenda. Að sögn Önnu Bald- vinu Jóhannesdóttur skólastjóra Dalvíkurskóla er það helst ný- næmi þar á bæ að boðin hefur verið út starfsemi mötuneytis og er ætlun skólayfirvalda að bjóða nemendum 5.-10. bekkjar upp á heita máltíð í hádeginu. Tilboð í reksturinn voru skoðuð á mniiii- daginn en ekki var búið að ganga frá samningi áður en blað- ið fór í prentun. Anna sagðist vonast til að geta byrjað með skólamáltíðir strax í byrjun september. Búið er að manna allar stöður í Dalvík- urskóla en erfiðlega hefur geng- ið að fá menntaða kennara. Það er þó gaman að segja frá því að sögn Onnu Baldvinu að 5 leið- beinendur í skólanum eru í rétt- indanámi meðfram vinnunni og einn kennari er í námsleyfi svo menntuðum kennurum mun fjölga. Önnur nýlunda er að í vetur verður gerð tilraun með að kenna 8. bekk í kynskiptum bekkjum og segist Anna vænta þess að skiptingin skili bættum námsanda og bættri líðan nem- enda. í Dalvíkurskóla eru 254 nemendur í 17 bekkjardeildum. Kennsla hófst einnig í Árskóg- arskóla og Húsabakkaskóla í síðustu viku. I Árskógarskóla eru um 70 nemendur. Þar byrjaði skólastarfið með því að nem- endur 8. og 9. bekkjar skelltu sér til Skagen í Danmörku að heim- sækja skóla þar. Heimsóknina fá þau síðan endurgoldna að bragði þegar danskir skólakrakkar heimsækja Árskógarskóla nú í september. Þetta er í annað skipti sem þess háttar nemendaskipti eiga sér stað í Árskógarskóla en það er Norræna félagið sem styrkir framtakið. Að sögn Kristjáns Sigurðs- sonar skólastjóra hefur ekki gengið allt of vel að ráða í stöður og hafa kennarar sem fyrir eru þurft að bæta á sig störfum í stað annarra sem hættu. I vor var gert átak í tölvumálum og fékk þá skólinn 10 tölvur og 4 fartölvur. Á Húsabakka eru um 50 nemendur. Nokkrar breytingar hafa orðið á kennaraliði skólans frá því í fyrra en fullmannað er í allar stöður. Skólastjóri þar er Ingileif Ástvaldsdóttir. hjhj Vegagerðarmenn hófust handa í vikunni sem leið við að byggja upp vegarkaflann frá Húsabakka fram að Þverá. Búið er að taka upp öll ræsi og er nú byrjað að byggja upp veginn og hækka þar sem þarf. Aætluð verklok á því verki voru um miðjan september en að sögn Sigurðar Oddssonar deildar- stjóra var seint samið við verk- takann Árna Helgason svo verkið dregst eitthvað. Brúar- smíði á Skíðadalsá og Svarfaðar- dalsá gengur samkvæmt áætlun að sögn Sigurðar en það er sitt- hvor verktakinn sem sér um þau mannvirki. Hafist verður handa við að vinna efni undir slitlag við Bakka nú í vikunni. Þveráin verður sett í ræsi í sumar en ekki er reiknað með slitlagi þar yfir að svo komnu. Áfram verður unnið að vegalagningu að nýju brúnum og yfir Tungurnar eins langt fram á haustið og gengið getur. Áætlað er að allur vegur- inn frá Þverá yfir brýrnar og Tungurnar og að Ytra Hvarfi verði kominn í gagnið næsta sumar en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu lyki um miðjan október í haust. hjhj Opnunartími: Mán.-fös. 10-19.30 laug. 10-18 sun. 13-17 Matvöruverslun - rétt hjá þér Hafnartorg - Dalvík - s: 466 1200 STÖRMARKADUR

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.