Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 4

Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 4
4 - Norðurslóð Minningarorð: Hjálmar Blómkvist Júlíusson Fæddur 16. desember 1924 - Dáinn 26. apríl 2002 Þann 16. september 1924 fæddist drengur í Sunnuhvoli á Dalvík, og var hann skírður Hjálmar Blómkvist. Það var áttundi kvisturinn sem leit dagsins ljós af meiði þeirra hjóna Jónínu Jónsdóttur húsmóður og Júlíus- ar Björnssonar útvegsbónda. Alls urðu þeir tíu kvistirnir, þar af uxu úr grasi níu en einn and- aðist í frumbernsku. Sumarið var á enda og haustið að taka við. A þessum árstíma er blóma- skrúðið hvað fegurst og þá var í Sunnuhvoli einn af fáum blóma- görðum á Dalvík í fullum skrúða og þótti iadæma fagur, enda hús- móðirin mikið náttúrubarn. Haustið var á næsta leiti með alla sína litadýrð og þá skarta hin svarfdælsku fjöll sínum lit- föróttu hlíðum hvað skærast. Þannig held ég að Blómkvist nafnið sé tilkomið; fegurð nátt- úrunnar á þessum árstíma hafi ráðið nafngiftinni. Hjálmar fór í stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins um tvítugt og var það mikil lífsreynsla fyrir ungan og rammpólitískan mann að sitja þar og kynnast fjölda fólks sem hann bast vináttubönd- um. En það átti ekki fyrir Hjálm- ari að liggja að leggja út á þann veg - hans helstu áhugamál voru á öðrum vettvangi. Á þessurn tíma voru að koma í ljós hæfileik- ar hans og áhugi á leiklist. Hann fór snemma að herma eftir sam- tíðarfólki sínu. I stjórnmálaskól- anum „stúderaði“ hann skörung- ana Ólaf Thors og Bjarna Bene- diktsson og náði þeim svo vel að aðdáun vakti. Þegar Hjálmari tókst best upp var það ekki ein- ungis röddin heldur allt látbragð sem fylgdi með. Mér datt oft í hug þegar ég hlýddi á Bomma, eins og hann var ætið kallaður, sagan af tveimur öldruðum nágrönnum á Dalvík. Þeir hlustuðu mikið á útvarpið, sérstaklega kvölddag- skrána. Þegar út var komið að morgni báru þeir oft saman kosti og galla dagskrárinnar. Eitt sinn var Gullna hliðið flutt í útvarp- inu og hinn frábæri leikari Lárus Pálsson lék Fjandann sjálfan. Þegar þeir félagarnir tóku tal saman morguninn eftir spurði annar: „Jæja hvernig þótti þér Skrattinn?" Hinn svaraði að bragði: „Hann var góður; hann var bara nákvæmlega eins!“ Fyrri spyrjandinn svaraði: „Sama segi ég“ og snéri sér frá með gletlni í augum, og frá við- mælanda sínum gekk hann stutt- stígur og útskeifur að vanda. Þannig komst hinn mikli leikari Lárus Pálsson frá sínu hlutverki að þeirra dómi, og þannig held ég að Bommi hafi gert þeim flestum skil sem hann lék, hvort heldur var á sviði eða ekki. Leik- listin var vel við hans hæfi. Hann fór ungur að koma fram í hinum ýmsu leikritum og leikþáttum, fyrst í barnadeild Dalvíkurskóla og einnig á vegum ýmissa félaga á staðnum og þá sérstaklega Ungmennafélagsins. Upp úr 1943 urðu miklar póli- tískar ýfingar og úlfúð meðal manna innan Ungmennafélags- ins sem leiddi til stofnunar Leik- félags Dalvíkur 1944. Þar haslaði Bommi sér völl í upphafi og var mjög virkur leikari árum saman. Þau voru mörg og eftirminnileg hlutverkin og þær persónur sem Bommi skóp á þessum árum. Auk þess að leika, syngja grín- vísur og fara með gamanmál hér á Dalvík þá lék hann í Reykjavík og á Akureyri. Bommi fékk yfir- leitt góða dóma fyrir hlutverk sín. Eg minnist þess að eitt sinn á 17. júní þegar Bommi skemmti á Ráðhústorginu á Akureyri, þá hermdi hann eftir og lék einn samtíðarmann sinn og góðkunn- ingja, Ásgrím nokkurn Þor- steinsson - eða Grímsa Spá eins og hann var kallaður. Hann lék hann og hermdi eftir með af- brigðum vel. Þegar leikur stóð sem hæst hjá leikaranum fór hann að heyra sömu hljóðin og hláturinn sem hann rak sjálfur upp. Hann leit út undan sér og sá þá Grímsa sjálfan hlæja af ein- skærri aðdáun á eftirhermunni. Einnig var Bommi söngvinn vel og tók þátt í kórstarfi um árabil bæði á Dalvík og Akureyri. Áhugamál Bomma voru á fleiri sviðum en leiklist og söng- list. Það voru húsdýrin okkar, sauðkindin og hesturinn, sem fylgdu honum allt æfiskeiðið. Hann var mikill og góður skepnuhirðir og þar átti hann margar ánægjustundirnar. Sauð- burðinn að vori og ásetning að hausti voru dásamlegir tímar í lífi Hjálmars. Þó var hann ekki þessi sanni ræktunarmaður í þess orðs fyllstu merkingu í sauðfjárbúskapnum, því litirnir skiptu mestu máli við val líf- lamba - skræpótt og enn meira skræpótt var toppurinn. Bommi var nærfærinn við skepnur - til hans var leitað við sauðburð þegar eitthvað bjátaði á. Þar naut hann sín, enda snillingur við þau verk. Haraldur Zóphon- íasson hagyrðingur frá Barði orti eftirfarandi til hans í orðastað Slaufu gömlu, gamallar kindar sem Bommi aðstoðaði við burð. - Þannig var kveðjan frá þeirri gömlu til „ljósmóðurinnar“: Hjálmari skulda ég heila þökk hundraðfalda eða jafnvel meira. Mœli ég nú í máli klökk, megi það lýðir allir heyra: Sjúka og þjáða mig sóttir heim sára fœðingarþraut að lina, handlaginn mínum hrútum tveim hjálpaðir inn í veröldina. Lengi blessist þín líknarstörf lagni, hjálpfúsi, góði drengur. Fleirum en mér á þér er þörf. Þannig um sauðburðinn til það gengur. Ríkur afsóma, fremd og frœgð farðu blessaður alla daga. Langa œvi við lukkugnœgð lifðu íþínum Baldurshaga. En á þessum tíma bjó Bommi í íbúðarhúsinu Baldurshaga á Dalvík. Við frændurnir, Bommi og undirritaður, náðum vel sam- an í áhuga okkar á fjárbúskap og áttum við margar samræðu- stundirnar um þessa ferfætlinga. En seinni árin átti hestamennsk- an hug hans allan. Hann var einn stofnenda Hestamannafélagsins Hrings og sat í stjórn þess fyrstu árin. Hann eignaðist marga hesta í áranna rás - misjafna þó að gæðum. Ég held að Litli Jarp- ur sem hann átti á Karlsárárum sínum hafi borið af hans hestum, enda talaði Bommi oft um hann og snilli hans. Hjálmar fór snemma að vinna með föður sínum bæði til sjós og lands. Á stríðsárunum ók hann vörubíl; sennilega 37 módelið af Chevrolet sem mágur hans Jón- as Hallgrímsson frá Melum hafði gert upp fyrir hann. Bommi var við þessa iðju sína fyrstu árin próflaus, en seinna tók hann meiraprófið og stund- aði leigubílaakstur á Akureyri í nokkur ár við góðar vinsældir. Hann fór til síldveiða á sumr- in á mb. Baldri með Sigvalda Þorsteinssyni frá Upsum, á Hannesi Hafstein með Agli bróður sínum, þá var hann á öðr- um Hannesi Hafstein með Páli Guðlaugssyni frá Miðkoti og þriðja Hannesi Hafstein með Jóni Magnússyni frá Patreks- firði. Hann var einnig við annan veiðiskap en síldveiðar, en þá með öðrum skipstjórum. Bommi aflaði sér vélstjórnarréttinda og nýtti þau bæði til sjós og lands. Hann var til margra ára vélstjóri við frystihús KEA á Dalvík. Árið 1950 kvæntist Bommi konu sinni Sólveigu Eyfeld, reykvískri blómarós sem á þeim tíma bjó á Akureyri ásamt föður sínum Ferdínand Eyfeld. Þau hjón bjuggu fyrstu hjúskaparár sín á Akureyri og síðar í Reykja- vík. Á Dalvík bjuggu þau saman í þrjá áratugi og þar ræktuðu þau garðinn sinn, eignuðust sex börn: Þórdísi f. 1950, Sólveigu f. 1951, d. 1998, Unni Maríu f. 1953, Jón Björn f. 1956, Kolbrúnu f. 1957, d. 1977 og Hjálmar f. 1963. Barnahópurinn var stór en Minningarorð: Hjalti Haraldsson Fœddur 6. desember 1917 - Dáinn 11. ágúst 2002 Glaður og reifur skyli gumna hver, sinn uns bíður bana. Hávamál Hjalti Haraldsson kvaddi þenn- an heim 11. ágúst 2002 á 85. ald- ursári, eftir ójafna baráttu við sjúkdóm sem engu eirir. Hjalti vissi að hverju dró en mætti vá- gestinum með æðruleysi. Hann var þannig skapi l'arinn að vera bjartsýnn þótt á móti blési og huggaði sjálfan sig í andstreymi. Hann kynntist návist hins slynga sláttumanns þegar á unga aldri þegar berklarnir, sem á þeim ár- um kvistuðu niður ungt fólk í landinu, höfðu nær tortímt hon- um. Honum auðnaðist þó að komast lífs úr þeirri orustu og átti eftir að lifa langa starfsævi, að vísu með skert þrek. Hjalti var fæddur 6. desember 1917 á Þorleifsstöðum í Svarf- aðardal, sonur hjónanna Harald- ar Stefánssonar og konu hans Önnu Jóhannesardóttur. Var nokkuð greint frá ættum Hjalta í minningargrein um Jóhannes bróður hans í júníblaði Norður- slóðar á þessu ári. Hjalti ólst upp í föðurhúsum í Ytra-Garðshorni í fjölmennum systkinahópi. Hann var hjá Þórarni á Tjörn í Grundarskóla á Þinghúsinu, einn í hópi margra kynslóða svarfdælskra barna sem nutu handleiðslu þessa góða kennara á fyrri helmingi 20. aldar. Tæplega tvítugur hélt Hjalti til náms í húsgagnasmíði á Akur- eyri. Það nám fékk þó snöggan endi þegar hann sýktist af berkl- um sem fyrr var getið. Fór hann á heilsuhælið í Kristnesi og var þar samfleytt í þrjú ár. Hefur það tvímælalaust verið unga manninum mikil raun og reynsla þar sem jafnan mátti búast við því að þriðji hver sjúklingur væri dáinn innan árs. Én þetta voru líka þroskaár fyrir Hjalta. Hann missti ekki móðinn meðan nokkur vonarglæta var, en beið þess sem verða vildi. En svo kom batinn, ég held óvænt. Og þegar Hjalti var brautskráður smitlaus og félaus frá hælinu, kom öðling- urinn og skólamaðurinn Snorri Sigfússon, sveitungi hans honum til hjálpar og útvegaði honum kennslu við barnaskóla í Eyja- firði. Síðan fór hann að vinna í verksmiðjum S.I.S. á Akureyri og var þar valinn til forystu í starfsmannafélagi þeirra. Með reglusemi fénaðist honum nóg til þess að hann gat farið til náms í Hólaskóla. Þaðan lauk hann prófi í búfræði vorið 1944. Á Hólum fann hann konuefn- ið sitt, Önnu Sölvadóttur frá Miklhóli í Skagafirði. Hún lést fyrir tveimur árum og er hennar minnst í ágústblaði Norðurslóð- ar árið 2000. Þau Anna fóru að búa á Litla Hamri árið 1946. Þeim búnaðist vel og gátu komið með álitlegan bústofn út í Svarf- aðardal þegar þau hófu búskap í Ytra Garðshorni árið 1950. Tók Hjalti þegar til óspilltra mála, byggði fjárhús, votheysturn, hannaði og smíðaði færiband til að flytja hey í turninn. Hann stækkaði íbúðarhúsið. Að þessu vann Hjalti sjálfur, því hann var hagur í besta lagi. Túnið stækk- aði hann að landamerkjum og girti jörðina. Upp úr 1970 reisti Hjalti ný og vönduð fjárhús fyrir 300 fjár og hlöðu við. Um áratug síðar byggði hann tvo loðdýraskála, en þá var loð- dýrarækt í hvað mestum upp- gangi, og hátt verð á skinnum. Sú atvinnugrein gekk þó ekki sem skyldi þegar frá leið vegna verð- hruns á loðskinnamarkaði. Hjalti og Jón sonur hans stund- uðu engu að síður loðdýrabú- skapinn áfram af alúð og þraut- seigju og náðu góðum tökum á því að hirða dýrin og kynbæta stofninn. Svo fór þó að rekstur- inn varð erfiðari en að rönd yrði við reist og hættu þeir feðgar loðdýrabúskap. Hjalti var félagslyndur og sinnti bæði félagsmálum og stjórnmálum. Hann var virkur ungmennafélagi og um skeið formaður Ungmennasambands Eyjafjarðar. Hann sat í stjórn búnaðarfélagsins og fleiri félaga í sveitinni, sat í hreppsnefnd og var oddviti hennar um tíma. Hann sat á Alþingi um stundar- sakir sem varaþingmaður. Hann var annars bágrækur í flokki og fór stundum sínar eigin leiðir. Hann stundaði nokkuð íþróttir á yngri árum og var m.a. í sigurliði UMFS á Dalvík sem varð Norð- urlandsmeistari í knattspyrnu 1936. Eyjafjarðarmeistari í há- stökki var hann 1946. Hann var góður félagi, glaður, söngvinn og fljúgandi hagmælt- ur. Bræðurnir í Garðshornunum tveimur sungu mikið saman, oft í kvartett og komu stundum fram á skemmtunum í sveitinni um miðja síðustu öld. Hjalti söng í Karlakór Dalvíkur fram yfir átt- rætt. Úr því að minnst var á hag- mælsku Hjalta, set ég hér að gamni tvær stökur eftir hann. Þær urðu til 30. október 1960 þegar við vorum í eftirleit uppi á Grundarheiðum. Tíð hafði verið góð um haustið og rauð jörð upp á eggjar. Við vorum komnir upp í Brennihnjúk, en höfðum enga skepnu séð. Þá segir Hjalti: Það er ekkert efamál, allvel fœst það sannað, að hér engin sauðarsál, sést eða nokkuð annað. Nú komum við upp á hól einn og blasti þá við okkur fjárhópur á beit í dýjaveitu. Sagði ég þá við Hjalta að hér yrði hann að gera bragarbót; hún kom um hæl: Það er ekkert efamál allvel fœst það sannað að víða leynist sauðarsál. Seint er fjallið kannað. Þau Hjalti og Anna eignuðust átta börn. Þau eru: Haraldur Gauti, f. 12. maí 1946; Jónína, f. 4. apríl 1948; Halldóra Kristín, f. 23. febrúar 1950; Sölvi Haukur, f. 20. apríl 1952; Jón Ragnar, f. 28. apríl 1955; Anna Sigríður f. 14. apríl 1960; Sólveig María, f. 19. maí 1964; Hjalti Viðar, f. 23. sept- ember 1966. Hjalti var um margt litríkur maður, áræðinn og hugkvæmur. Þegar halla tók undan fæti í loð- dýrabúskap, datt honum í hug að bjóða áhugamönnum land undir golfvöll á jörð sinni. Sú hugmynd fékk góðan byr. Golfklúbburinn Hamar var stofnaður. Varð þá til hinn ágæti Arnarholtsvöllur í Ytra-Garðshorni, þangað sem fjöldi fólks hefur sótt sér ánægju og heilsubót. Að lokum vil ég geta þess að fáa menn hef ég þekkt, sem var gefið að lifa lífi sínu jafn vel í samræmi við hina fornu lífsreglu úr Hávamálum sem vitnað er til í upphafi þessara skrifa. Ég árna Hjalta allra heilla í nýrri tilveru Guðs um geim og votta fjölskyldunni innilega samúð okkar Þuríðar. Júlíus J. Duníclsson

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.