Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 3

Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 3
Norðurslóð - 3 Gömul augnablik Það er ekki margt sem raskar ró þessara heiðursmanna í blíðviðrinu við Dalvíkurhöfn. Myndina hefurJón tekið af norðurgarðinum yfir á litlu bryggjuna. Frá vinstri Gunnar í Björk hafnarvörður, Jónas í Arbakka, Gœji í Garði, Hjálmar Randvers, Gunnar í Sœbakka liggur um borð í Magna en á bryggjupollanum situr Kiddi í Mó. Steini Ásu leiðir hér hjólið sitt í sundinu við gömlu beinaverksmiðj- una. Steini var einn af þeim sem notaði hjólið rnikið. Tóti í Laxamýri sést í dyrunum. Líklega er myndin tekin í sláturtíðinni og Tóti þá verið á sláturhúsinu. Árni Lár í Hvammi og Toni Sig- urjóns í samrœðum sunnan við gömlu verbúðina. Grásleppunet hangir á veggnum. Árni var iðinn við grásleppuveiðar hvert vor. Reiðhjól Árna er ekki langt undan eitda var Árni einn af þeim sem notaði hjólið mikið sem farartœki um bœinn hér á árum áður. Hér eru Palli í Höfn og Aggi í Brúarlandi kankvísir undir vegg norðan við nýju verbúðina. Kiddi Guð og Reimar Þorleifs í hrókasamrœðum á bakkanum fyrir sunnan sláturhúsið. Húsin á myndinni eru nú horfin. Að bakiþeirra er gamla sláturhúsið sem síðar var byggingarvöruverslun KEA. Bygging- in nœst á myndinni framan í bakkanum var gamla rafstöðin sem KEA rak í árdaga rafvœðingar á Dalvík. Kiddi og Reimar eiga vafalaust reiðhjólin sem eru á myndinni enda ferðuðust þeir gjarnan á hjólum. Hér erJói leikari með Ijáinn. Þarna hefur hann verið að slá lóðina hjá Balda Lofts í Reyni- felli. Jói var einnig kenndur við húsið sitt Þrastarhól enda þótt viðurnefnið leikari hafi verið algengara. Bent hefur verið á vegna myndarinnar sem birtist af Jóa í síðustu Norðurslóð að greinilegt sé að sá frœgi leikari Dustin Hoffman sé tvífari hans. Tóti og Imba í Laxamýri njóta sumarblíðunnar á tröppunum við húsið sitt sem nefnt var gamla Laxamýri en við hliðina á því var nýja hásið sem kallað var Laxamýri þar sem Páll mál- ari og Fríða bjuggu á efri hœð- inni og Finnur og Dísa á neðri hœðinni. Þó ekkert sé hjólið þarna var Tóti einn af þeim sem ferðaðist mikið á hjóli. Reiðhjólið var aldrei langt undan hjá Gunnari í Sœbakka. Hér er hann við gömlu verbúðina og hjólið hans liggur við gamla handvagninn sem notaður var af trillukörlunum við ýmsar tilfœringar á litlu bryggjunni. -------- Flestar myndirnar að þessu sinni eru úr safni Jóns Baldvinssonar. Að vísu er myndin af Jóa leikara frá Dengsa bróður Jóns. Það er eftirtektarvert að reiðhjól eru sjáanleg á nokkrum þessara mynda og er það býsna táknrænt fyrir dalvískt umhverfi. Reiðhjóla- menning hefur lengi verið í hávegum höfð á Dalvík og fólk á öllum aldri verið hjólandi. Margir minnast vafalaust gömlu mannanna eins og Tona Antons og Tona Bald á hjólunum og sömuleiðis virðulegra kvenna eins og Báru El. og Hillu Helga svo nokkur séu nefnd. '

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.