Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 2

Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 2
2 - Norðurslóð Norðurslóð Útgefandi: Rimar ehf. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Hjörleifur Hjartarson, Lauga- steini, 621 Dalvík, sími: 466 3370. Netfang: hjhj@ismennt.is Jóhann Antonsson, Dalvík. Netfang: ja@radgjafar.is Framkvæmdastjóri: Sigríður Hafstað, Tjörn. Sími: 466 1555. Umbrot: Þröstur Haraldsson. Netfang: throsth@isholf.is Hcimasíða: www.Nordurslod.is Prentvinnsla: Alprent, Glerárgötu 24, Akureyri, sími: 462 2844. Vel heppnaður Fiskidagur Það framtak tlskverkenda og þjónustuaðila á Dalvík að bjóða öllum landsmönnum í mat hefur nú heppnast með afbrigðum vel tvö ár í röð. Fiskidagurinn mikli bar aldeilis nafn með rentu þegar hann var haldinn í annað sinn á dögunum. I fyrra var talið að um 6.000 manns hafi sótt daginn en í ár tæp fjórtán þúsund. Þessar tölur sýna betur en annað hvernig til hefur tekist. Fiskidagurinn varð ein stærsta hátið sumarsins. Líklega eru það aðeins Reykjavíkurhátíðirnar Hinsegin dagar og Menningar- nótt sem státa af meiri þátttöku. Það er auðvitað sérstakt að boðið skuli uppá allt frítt á hátíðarsvæðinu á Dalvík, hvort heldur það var dag- skráin eða fiskréttirnir sem á boðstólum voru. Einungis einn fiskverkendanna selur afurðir hér innanlands svo kynning og sölumennska á afurðum var ekki drifkraftur þessarar hátíðar. Aðstandendum hátíðarinnar hefur hinsvegar tekist að gefa góða mynd af Dalvík og að þar er öflugur atvinnurekstur. A Dalvík er rík og mikil tlskvinnsluhefð. Hér er nú rekið eitt fullkomnasta fískiðjuver á landinu og þó víðar væri leitað. Kaufélag Eyfírðinga byggði þessa fískiðju sem síðar varð Snæfell hf. en er nú hluti af Samherja hf. Uppbyggingin hefur verið gerð af miklum metnaði og nú þegar húsið er orðið hluti af Samherja er hráefnisöfl- un öruggari en fyrr og vinnslan meiri en áður. Auk þess eru nokkrar minni vinnslur sem ekki ráða yfír neinum kvóta heldur kaupa sitt hráefni að mestu leyti á fískmörkuðum. Þessar fískvinnslustöðvar hafa gengið vel og náð góðri sérhæfíngu í sinni vinnslu, en það er forsenda þess að vel takist til. Fiskmarkaðir og öflug flutningafyrirtæki eru í dag nauðsynlegri en nokk- ur byggðakvóti til að halda uppi fískvinnslu um land allt. Svo er fyrir að þakka að Dalvík býr að hvoru tveggja. Aðstandendur Fiskidagsins mikla ákváðu strax í upp- hafí að heiðra einn einstakling á hverri hátíð. Á físki- deginum nú var Snorri Snorrason skipstjóri á Dalvík heiðraður. Snorri var sérstaklega heiðraður fyrir frum- kvöðlastarf hans að rækjuveiðum á djúpslóð. I heiðurs- skjali af þessu tilefni er þess meðal annars getið að Snorri hóf tilraunaveiðar á rækju á djúpslóð á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fram til þess tíma höfðu rækjuveiðar einungis verið stundaðar innan fjarða. Á árunum eftir 1970 fóru tilraunaveiðar hans að bera árangur. Talsverður tími leið þar til aðrir fóru að sinna þessum veiðum. Þrautseigja Snorra sýndi mönn- um þó hvað var mögulegt. Þá er einnig rifjað upp að um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því togarinn Dalborg EA 316 kom í fyrsta sinn til hafnar á Dalvík. Nafn Dalborgar og Snorra Snorra- sonar skipstjóra hennar hafa alla tíð verið samofín. Dal- borg var fyrsti sérbúni rækjutogari íslendinga þar sem aflinn var unninn um borð. Það var vel viðeigandi að heiðra Snorra á Fiskidaginn mikla. Hann markaði ekki aðeins spor í atvinnusögu Dalvíkur heldur landsins alls. Rækjuveiðar á djúpslóð hafa verið snar þáttur í sjávarútvegi landsmanna hin síðari ár og skilað þjóðarbúinu tugum milljarða í tekjur árlega. Vagga þessara veiða var hér á Dalvík og Snorri Snorrason frumkvöðull á því sviði. JA Fiskídagurinn tókst vel - Snorri Snorrason heiðraður Það var mikið um dýrðir á Fiski- daginn mikla sem haldinn var á Dalvík 10. ágúst sl. Bærinn var bókstailega fullur af fólki. Eins og í fyrra, þegar hann var fyrst haldinn, stóð dagskrá frá 11 um morguninn og til 5 sídegis eða í 6 klukkustundir með mat og stöðugri dagská. Að þessu sinni var fólk í tals- verðum mæli komið til Dalvíkur strax á föstudeginum og allir gististaðir fullir af fólki og sama var að segja um tjaldstæðið. Ýmsar uppákomur voru strax á föstudeginum en þær voru ekki á vegum aðstandenda fiskidags- ins. Eins var að lokinni dagskrá á laugardeginum þá voru dans- leikir og ýmislegt á vegum ann- arra. Fólki ber saman um að allt hafi heppnast vel hvort heldur um var að ræða formlega dag- skrá niður við höfn eða annað þessa helgi. Júlíus Júlíusson var fram- kvæmdastjóri hátíðarinnar og kynnir dagskrár. Úlfar Eysteins- son var yfirkokkur eins og áður og að þessu sinni voru útbúnir 60.000 matarskammtar og er gert ráð fyrir að 13.800 manns hafi komið á hátíðarsvæðið og þegið matarskammta. Fjöldi sjálfboðaliða starfaði við að grilla matinn. Friðrik Ómar Hjörleifsson skipulagði músíkatriðin og stjórnaði aðalhljómsveitinni og söng ásamt Heru og Matta Matt. Sérstakur gestasöngvari var Björgvin Halldórsson. Hjálmar Hjálmarsson lét gamminn geisa svo eitthvað sé nefnt. Líkt og í fyrra var einstak- lingur heiðraður. Að þessu sinni var það Snorri Snorrason skip- stjóri. Svanfríður Jónasdóttir al- þingismaður afhenti Snorra skjal þessu til staðfestingar ásamt styttu sem Jóhannes Haf- steinsson hafði smíðað í þessu skyni. Dóttir Bergljótar Snorra (Beggu Snorra) var skírð á svið- inu, svo dagskráin var fjölbreytl og hátíðleg stundum. Of langt væri að telja allt upp sem þarna fór fram en þess má þó geta að eitt það vinsælasta sem fyrir augu bar var furðu- fiskasafn sem sýnt var. Þarna voru 70-80 tegundir af fiskum sýndar og ekki allar fallegar. Furðufiskarnir vöktu mikla athygli og yfir þeim vakti heljarmikill hákarl. A neðri myndinni má sjá tvo glaðbeitta kokka smakka til krœsingarnar, Úlfar Eysteinsson (t.v.) og Addi Yellow. Fiskidagurinn mikli heiðrar árið 2002: Snorra Snorrason skipstjóra á Dalvík Snorri Snorrason er í dag heiðraður fyrir störf sín við sjávarútveg á Dalvík. Sérstaklega er Snorri heiðraður fyrir frumkvöðlastarf hans að rækju- veiðum á djúpslóð, en með þeim veiðum markaði hann ekki aðeins spor í atvinnusögu Dalvíkur held- ur höfðu þær áhrif á þróun sjávarútvegs í landinu öllu. • Snorri hóf tilraunaveiðar á rækju á djúpslóð á seinni hluta sjöunda áratugar síðustu aldar. Fram til þess tíma höfðu rækjuveiðar einungis verið stundaðar innan fjarða. Á árunum eftir 1970 fóru tilraunaveiðar hans að bera árangur. Talsverður tími leið þó þar til aðrir fóru að sinna þessum veiðum. Þrautseigja Snorra sýndi mönnum þó hvað var mögulegt. • Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá því togarinn Dalborg EA 316 kom í fyrsta sinn til hafnar á Dalvík. Nafn Dalborgar og Snorra Snorrasonar skipstjóra hennar hafa alla tíð verið samofin. Dalborg var fyrsti sérbúni rækjutogari íslendinga þar sem aflinn var unninn um borð. Vinnsluna um borð skipulagði Snorri um leið og hann hélt áfram rækjuleit á djúpslóð. • Samhliða leit að rækjumiðum og þróun vinnslu um borð í Dalborgu átti Snorri stóran þátt í þróun þeirra veiðarfæra sem notuð voru við veiðarnar. Starf Snorra á þessum árum var starf frumkvöðuls sem margir hafa síðan notið góðs af. • Rækjuveiðar á djúpslóð hafa verið snar þáttur í sjávarútvegi landsmanna hin síðari ár og skilað þjóðarbúinu tugum milljarða í tekjur árlega. Vagga þessara veiða var hér á Dalvík og Snorri Snorrason frumkvöðull á því sviði. Fyrir það vill Fiskidagurinn mikli 2002 heiðra hann. Dalvík 10. ágúst 2002 MUL

x

Norðurslóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.