Norðurslóð - 28.08.2002, Blaðsíða 5
Norðurslóð - 5
mikilhæf húsmóðir sá um að
hlúa að og rækta kvistina, þótt
oft væri þröngt í búi. Sólveigu
konu sína missti Bommi 1981 úr
illvígum sjúkdómi og þá urðu
mikil þáttaskil í lífi hans.
Nokkrum árum síðar hóf
hann sambúð með Jódísi Krist-
ínu Jósefsdóttur, borgfirskrar
ættar. Þeirra sambúð var mikið
gæfuspor fyrir Bomma. Jódís var
ekkja eftir Stefán Eiríksson
kaupmann á Akureyri. Hún líkti
því við sumarauka að hefja sam-
búð með Bomma og orti af því
tilefni eftirfarandi:
Eitt ég segja œtla þér
á efviltu hlýða
sumarauki eru mér
ástúð þín og blíða.
Börn Jódísar reyndust hon-
um vel og sagði Bommi oft að
Hulda dóttir hennar væri sér
sem sín eigin dóttir.
Jódís sagði undirrituðum að í
síðustu bæjarstjórnarkosningum
á Akureyri 25. maí síðastliðinn
hefði hún kosið það sem hún
hefði aldrei áður kosið. „Ég
gerði það fyrir hann Bomma
minn.“ Slík voru tryggðarbönd-
in á milli Dísu og Bomma.
Bommi var pólitískur eins og
fyrr er getið. Sr. Pétur í Laufási
jarðsöng hann. I ræðu sinni gat
prestur þess að gaman hefði ver-
ið að tala um pólitík við hann.
Pétur sagði ennfremur að þegar
Bommi fór að tala um þau mál
hefði himinhvolfið orðið fagur-
blátt. Ég hitti prest að aflokinni
jarðsetningu í Dalvíkurkirkju-
garði og sagði að hann hefði far-
ið fínt í pólitíkina í ræðunni.
„Já,“ sagði Pétur, „en það komst
til skila, því öll kirkjan hló.“
Hjálmar Blómkvist Júlíusson
andaðist 26. apríl síðastliðinn,
þrotinn af kröftum, eftir margar
raunir á sinni æfibraut. Hann var
viðbúinn sínum vistaskiptum.
Far þú í friði frændi og vinur -
Guð veri með þér á þínum blá-
himni.
Júlíus Kristjánsson
Knattspyrna
Framhald afforsíðu
um og unnu leikinn með nokkr-
um yfirburðum. Lokatölurnar
urðu 3:0 og heimurinn brosti við
liðinu.
Á laugardaginn var hélt liðið
svo suður til Reykjavíkur og atti
kappi við Víking. Éiðin voru þá í
7. og 8. sæti deildarinnar, Vík-
ingur með 18 stig en Leiftur/
Dalvík með 15. Ynnist sá leikur
vænkaðist hagur strympu veru-
lega og okkar menn komnir með
mun vænlegri stöðu. Svo fór þó
ekki, þeir sáu aldrei til sólar í
leiknum og töpuðu honum 0:3.
Staðan í 1. deildinni er þessi
að 15 umferðum loknum:
Valur 15 11 2 2 28:6 35
Próttur R. 15 7 3 5 27:19 24
Stjarnan ‘l5 ‘7 3 5 27:26 24
Breiðablik 15 7 2 6 25:22 23
Aftureld. 15 6 5 4 24:24 23
Víkingur 15 6 3 6 23:20 21
Haukar 15 5 4 6 25:22 19
L./Dalvík 15 3 6 6 22:27 15
STndri 1'5“3 ‘ 3' 9" 14:277 T2
ÍR 15 3 3 9 11:34 12
Valsmenn eru þegar búnir að
tryggja sér sæti í úrvalsdeild að
ári en baráttan um annað sætið
er gífurlega hörð. Raunar hafa
liðin í 2.-7. sæti öll möguleika á
að hreppa hnossið, þótt staða
Þróttar og Stjörnunnar sé best.
Okkar manna bíður hins veg-
ar að halda sjó og halda sér í 8.
sætinu. Liðið á eftir að leika
gegn Stjörnunni á Dalvíkurvelli,
Breiðabliki í Kópavoginum og
loks Aftureldingu í Olafsfirði í
lokaumferðinni. Liðin í neðstu
sætunum eiga áþekka leiki fyrir
höndum en þau mætast í loka-
umferðinni.
Af markahrókum er það að
frétta að tveir menn hafa skorað
helming marka Leifturs/Dalvík-
ur. Markahæstur er Þorleifur
Árnason með 6 mörk en Jón
Örvar Eiríksson hefur skorað
einu færra. Vonandi verða þeir á
skotskónum í leikjunum þremur
sem eftir eru, að öðrum kosti
þarf liðið að sætta sig við að
leika í 2. deildinni að ári. Það má
ekki verða svo nú er að taka sig
saman í andlitinu.
-ÞH
Atvinna Uj,
Starfskraft vantar í verslun okkar frá 10. september. 4(1111 jHHÉ1
caxtoj
Einnig vantar nú þegar starfsmann í
afleysingar í verslun.
Upplýsinqar veitir Guðrún í síma
4661892 á kvöldin. Axið ehf.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúö og
hlýhug og veittu okkur aöstoð viö fráfall og útför
Hjalta Haraldssonar
Ytra Garöshorni
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn
Hjartans þakkir sendum viö öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og hlýhug viö andlát hjartkærs eiginmanns, föður
okkar, tengdafööur, afa og langafa
Jóhannesar Haraldssonar
Mýrarvegi 111
Akureyri
Steinunn Pétursdóttir
Kristinn Jóhannesson Tuula Jóhannesson
Pétur Jóhannesson Berit Jóhannesson
Sigurjóna Jóhannesdóttir
Anna Jóhannesdóttir Ágúst Hafsteinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Hvatning til foreldra
Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar vill hvetja foreldra til að huga að, að nú við skólabyrjun
fari saman útivist barna í samræmi við lög og eðlilegur hvíldartími þeirra.
Félagsmálaráð
Barnaverndarnefnd Dalvíkurbyggðar
Foreldrar vinsamlegast athugið:
FRÁ1. SEPTEMBER TIL1. MAÍ ER ÚTIVISTARTÍMI BARNA
EFTIRFARANDI:
- Börn 12 ára og yngri mega ekki vera á almannafæri eftir kl 20:00, nema
í fylgd með fullorðnum.
- Börn sem eru á aldrinum 13 til 16 ára skulu að sama skapi ekki vera á
almannafæri eftir kl. 22.00, séu þau ekki á heimleið frá viðurkenndri
skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu.
Foreldrar og umsjónarmenn barna eru hvattir til aðfara eftir þessum tíma-
setningum og stuðla þannig að því að útivist barna í Dalvíkurbyggð sé til
fyrirmyndar.
Félagsmálaráð Dalvíkurbyggðar
Lögreglan á Dalvík
Lífsval
Sparnaðarform 21. aldarinnar
• Séreign sem erfist
Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk vaxta og
verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir.
• Viðbót á lífeyri
Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og
bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu
viðbótariðgjaldi.
• Skattalegt hagræði
Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju-
skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju-
skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er
frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist
yfírleitt betur.
• Sveigjanlegur útgreiðslutfmi
Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og
skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur
er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef
óskað er.
Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum
Ert þú einn af þeim?
Sparisjóður Svarfdæla
Áskriftarreikningur
Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og
njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift
ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við
langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um lágmarks-
upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð
sem honum hentar.
Dalvík Hrísey
460 1800 466 1700