Norðurslóð - 25.09.2002, Side 4

Norðurslóð - 25.09.2002, Side 4
4 - Norðurslóð Völundar á tré Smiðir í Fram-Svarfaðardal - Líkan af smiðju, líkri þeim sem algengar voru fram á 20. öld. Aflinn, hlaðinn úr grjóti, á miðri mynd, til hœgri við hann er físibelgur og úr honutn loftrör sem gengur inn í aflinn. Smiðurinn knýr belginn með taug sem tengist rá í loftinu. Undir belgnum er hersluþró. Framan við aflinn ersteðji í steinundirstöðu (frá Þjóðminjasafni). Lyklahringur úr kopar eftir Stefán Arngrímsson á Þorsteinsstöðum. Vitað er um nokkra slíka eftir Stefán svo þarna hefur verið ,Jjölda- framleiðsla“ á ferð. í dalnum var einnig stunduð bœði skráa- og lykla- smíði. Tafla yfir bœjardyrum á Hœringsstöðum. Eftir Berg Bergsson. S ður en markaðshagkerf- ið tók öll völd í samfé- laginu var afar margvís- legt handverk stundað á sveita- bæjum og í heimahúsum eins og eldra fólk man mætavel. Karl- menn fengust við smíðar úr timbri ellegar járni og öðrum málmum. Konur stunduðu frem- ur svonefndar hannyrðir, ekki síst það sem tengdist ull og tó- skap, svo sem prjón, vefnað og saumaskap. Kynskipting var þó ekki alltaf skýr, m.a.voru til karl- ar sem voru eftirsóttir vefarar. Skinnaverkun var stunduð af báðum kynjum, konur unnu þó fremur við skinnklæðasaum en karlar við ýmislegt leðurverk el'tir að leðurinnflutningur jókst. í gamla sveitasamfélaginu þurflu menn að vera því sem næst sjálf- um sér nógir með hráefni í hand- verk og alla starfsemi, en á 19. og 20. öld smájókst innflutningur og menn fóru að vinna meira úr aðkeyptu efni. Svarfaðardalur var sjálfsagt dæmigerð íslensk sveit að þessu leyti. Ekki stendur til hér að gera mikla úttekt á handverki Svarf- dælinga en ögn að hnýsast í smíðar nokkurra þeirra á fyrri hluta 20. aldar, jafnvel gjóa öðru auganu lítilsháttar aftur á 19. öld. Nær eingöngu er litið á karlmannastörf og smíðaefnin eru timbur, málmar - einkum járn - og leður. Trésmiðir Hefðbundið byggingarefni Svarfdælinga eins og annarra var torf og grjót og góðir vegg- hleðslumenn voru hér eftirsóttir á öllum öldum. Nokkurt timbur var þó löngum notað við hús- byggingar, notkun þess fór smá- vaxandi og var orðin mikil þegar kom fram um 1900. Bændur og búalið þurftu að bjarga sér við almenna smíðavinnu til bús og heimilis og þótti mikill kostur að vera „búhagur“. Ekki síður þurfti slíks með við vaxandi byggingar og útgerð á Böggvisstaðasandi sem síðar nefndist Dalvík. Löng- um var þörf fyrir menn sem lögðu sérstaka stund á smíðar. Smiðir voru þeir gjarnan nefndir hvort sem þeir höfðu bréf upp á það eður ei. Verkfæri trésmiða í upphafi 20. aldar þættu líklega ekki fjölskrúðug í dag. Þeir áttu algengustu handverkfæri svo sem hamra, sagir, borsveifar og bori, sporjárn, hefla, hefilbekk og stöku maður rennibekk. Verkefnin voru eðlilega mjög margbreytileg: byggingar og við- gerðir húsa, brúa, báta, vagna, sleða, skíða, amboða og verk- færa, húsmuna, aska og spóna. Oft var það skorturinn á góðum smíða- og byggingarviði sem mest hamlaði við smíðarnar og varð ekki góður aðgangur að honum fyrr en á seinni hluta 20. aldar. Kunna svarfdælska timb- ursmiði á 19. öld má nefna svo sem Þorstein Þorsteinsson á Upsum, sem flutti á efri árum til Kanada, og Jón Stefánsson í Nýjabæ, „fyrsta Dalvíkinginn“. Frá fyrri hluta 20. aldar mætti nefna nokkra heiðurssmiði, næstum af handahófi: Þorsteinn E. Þorsteinsson á Hálsi fékkst um áratugi við bátasmíðar og bátaviðgerðir, Gísli á Hofi smíð- aði m.a. brýrnar tvær við Tung- urnar, yfir Skíðadalsá og Svarf- aðardalsá, sama árið, 1896, án þess að hafa áður séð smíðaða brú, Jón Þórðarson á Hnjúki, síðar Þóroddsstöðum, Jóhannes Sigurðsson á Hæringsstöðum og víðar, sonur hans Jón bóndi á Hæringsstöðum, Sveinn Sigurðs- son á Skeiði, Tryggvi Halldórs- son bóndi á Þorsteinsstöðum og fleiri. Járn- og málmsmiðir Járnsmíðar voru mjög almennt stundaðar í íslenskum sveitum. E.t.v. skakkar ekki miklu að áætla að smiðja hafi verið á öðr- um hverjum bæ á 19. öld. Þegar kom fram á 20. öld var verka- skipting orðin meiri, einstakir menn lögðu meiri stund á hand- verkið og smíðuðu fyrir aðra, þótt fæstir hefðu þeir formlega menntun í faginu. Það voru skeifur sem hvað mest og hvað lengst voru smíð- aðar í smiðjunum. Ennfremur verkfæri, svo sem pálar eða rek- ur, hamrar og meitlar og ýmis ogjám fyrsta grein verkfæri til tré- eða málmsmíða, einnig hjarir á hurðir og jafnvel lásar, reislur (vigtar), brennijárn, skautar og svo smásmíði allt niður í öngla og nálar. Járn til smíðanna var oftast innflutt, m.a. teinar til skeifusmíða, einn- ig kolin, steinkol, en innlend við- arkolagerð hafði að mestu lagst af í landinu á seinni hluta 19. ald- ar. Helsti útbúnaður í smiðjuna var eldstæði eða afl, með við- tengdum físibelg, ennfremur hamrar og steðji, hersluþró, járn- smíðatangir, stundum skrúf- stykki. Með kolaeldinum og hamrinum var járnið lagað til, járnstykki voru skeytt saman, hert í vatni eftir kúnstarinnar reglum o.s.frv. Þegar kom fram á 20. öld voru víða á bæjum not- aðar svonefndar lausasmiðjur, fótstignar og flytjanlegar. Auk járns var smíðað úr eir (kopar), tini, blýi, jafnvel gulli og silfri og var nokkuð um það til sveita að nytjahlutir væru steypt- ir úr þeim málmum. Úr silfri voru steyptir skrautmunir, úr eir voru gerðir hringar og sylgjur t.d. í aktygi, einnig beislisstangir og mél, lýsiskolur o.fl., úr blýi voru t.d. steyptar sökkur og síld- arlíkön á öngla. Þá var gjarnan safnað saman skrani úr kopar, eða koparinn keyptur, bræddur síðan í deiglu yfir kolaeldi og hellt í mót sem gert var úr ein- hverri sandkenndri steypu. Hlut- ir úr járni eða kopar sem höfðu brotnað voru „kveiktir" eða „brasaðir“ saman, gjarnast með tini. Notað var þá slaglóð (lóð- bolti) og burís-sandur. Önnur aðferð var að spengja hlutina saman, ekki síst ef um stærri hluti var að ræða (heyvinnuvél- ar, skilvindur o.fl.) og einnig þá var helst notað tin. Á 19. öldinni voru annálaðir málmsmiðir hér svo sem Þor- steinsstaðamenn, Argrímur Arn- grímsson og sonur hans Stefán Arngrímsson sem báðir smíð- uðu mikið úr góðmálmum (lyklahringur á safninu), enn- fremur Jón Bjarnason á Grund sem var lærður gullsmiður en oftar nefndur silfursmiður (úr silfri eru til skúfnahólkar o.fl á safninu). Rosknir Svarfdælingar muna eftir mönnum sem fengust við járnsmíðar á fyrri hluta 20. aldar. Sumir þeirra hafa þegar verið nefndir sem trésmiðir, enda var fjölhæfnin mikilvægur eiginleiki smiðsins á þessum tím- um. Réttsælis um sveitina má telja upp: Guðjón Baldvinsson á Skáldalæk, Gísli á Hofi, Tryggvi Jóhannsson á Hvarfi, Jóhannes Sigurðsson á Hæringsstöðum og víðar og sonur hans Jón, Sveinn á Skeiði, Sigtryggur Jóhannes- son á Sandá og Göngustaðakoti, Guðmundur Guðmundsson í Gullbringu, Kristinn Jónsson á Ingvörum, síðar á Dalvík. Elías Halldórsson á Dalvík var nokk- urs konar þúsundþjalasmiður, smíðaði úr timbri og járni, silfri og gulli auk þess að gera við vél- ar, úr og klukkur. Ekki síður fjöl- hæfur var Jón Björnsson, tré- smiður að mennt, sem varð þó hvað frægastur fyrir byssusmíð- ar sínar. Upptalningin er ágripskennd og gloppótt. Smiðir unnu í fleiri efni, s.s. stein, gler og leður. Svarfdælskt smiðatal bíður betri tíma. Það sem hér á eftir fylgir er lítilsháttar úttekt á nokkrum smiðum í Fram-Svarfaðardal. Undirrituðum hefur sýnst að smiðir hafi á umræddum tíma verið tiltölulega flestir í þeim hluta dalsins og má geta sér þess til að þeir hafi haft áhrif hver á annan. Skammt er þar á milli bæja og samgangur mikill. Auk þess var langt að fara úr framan- verðum Svarfaðardal til verslun- ar og aðdrátta og því betra að búa vel að sínu. Þorsteinsstaðafeðgar Feðgarnir Arngrímur Arngríms- son (1769-1859) og sonur hans Stefán Arngrímsson (1801-1890) bjuggu á Þorsteinsstöðum og þóttu ágætir smiðir, bæði á tré og málma. Arngrímur var járnsmið- ur góður og smíðaði m.a. ljái fyrir bændur. En auk þess fékkst hann talsvert við silfursmíði og eru enn til hlutir sem hann smíð- aði úr silfri. Báðir steyptu þeir mikið og rnargt úr kopar. Gunn- laugur bóndi á Þorsteinsstöðum hefur fundið í jörðu nokkuð af bræðslubollum, einnig bræðslu- mót fyrir stokkabelti, hnappa, skeiðarblöð og fleira svoleiðis. Efnið í mótunum er steypa sem líkist beini. Arngrímur keypti Þorsteinsstaði fyrir 180 árum og hafa afkomendur hans setið þar síðan. Stefán sonur hans steypti mikið úr kopar svo sem sylgjur og beislisstangir. Sonarsonur hans Stefán Arngrímsson, bóndi í Gröf, var hagleiksmaður, stundaði allmikið smíðar með búskap. Sonur hans Arngrímur sýslaði lengi við járnsmíðar og vélar á Bílaverkstæði Dalvíkur eins og við munum. Smíðanátt- úran hélst einnig með afkom- endum Þorsteinsstaðafeðga á Melum svo sem sagt mun verða. Bergur á Hæringsstöðum Bergur Bergsson (1846-1903) bjó lengstum á Þorleifsstöðum og Hæringsstöðum. Um hann segir Björn R. Árnason í Sterk- um stofnum (bls. 86): Og hatm var svo mikill hagleiks- maður og listfengur á margs konar smíði að fágœtt mun vera. Það var eins og tilburðir og handtök Bergs við venjuleg heimilis- og landbúnaðarstörf vœru honum smekksatriði. Hann mun hafa verið í eðli og um nátt- úrufar listamaður afguðs náð. Hjalti Haraldsson sagði að Bergur hefði smíðað og steypt úr kopar. Þá var hann myndskeri góður og er til eftir hann á Hvoli útskorin og máluð mynd eða tafla yfir útidyrum á Hærings- stöðum sem ber höfundi sínum glæsilegt vitni eins og sést hér á síðunni. Þórarinn Hjartarson Baldur Þórarinsson Fréttatilkynning frá Framfarafélagi Dal ví ku rbyggðar Framfarafélag Dalvíkur heldur opinn félagsfund fimmtu- daginn 26. september kl. 20 30 í veitingahúsinu Sogni á Dalvík. Á fundinum verður rætt um verkefni félagsins á næstunni og hugsanlega skipt í vinnuhópa til að fram- kvæma þau. Margar hugmyndir eru á lofti um verkefni til að vinna að, sem og umræðufundi og önnur skemmtilegheit. Verið er að undirbúa heimasíðu félagsins og hugmyndabanka, sem verður vistaður á heimasíðunni. Allir áhugasamir eru hvattir til að koma á fundinn, hvort sem þeir eru félagar í Framfarafélaginu eða ekki.

x

Norðurslóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.