Norðurslóð - 25.09.2002, Qupperneq 5

Norðurslóð - 25.09.2002, Qupperneq 5
Norðurslóð - 5 Minning Lilja Hannesdóttir Fædd 25. ágúst 1920 - Dáin 17. ágúst 2002 Amma kœr, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Pú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafstþú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þœr góðu stundir blessun, amma kœra, nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá, í hljóðri sorg, og ástarþakkir færa. Ingibjörg Sigurðardóttir Það var alltaf jafn skemmtilegt, sem barn, að koma í Odda til ömmu og afa. Bæði voru þau frekar lítil og nett. Afi með sína rökfestu og stríðni en amma svo óendanlega þolinmóð og góð við okkur krakkana. Hún hafði allt- af líma til að leika við okkur, enda var hún ekki bara amma okkar, hún var amma vina okkar líka. Ég held að öllum börnum hafi líkað vel við hana. Alltaf var amma boðin og búin að vera með börnin, þótt hún væri kom- in yfir áttrætt. Mínum börnum fannst rnjög gaman þegar amma kom og sat hjá þeim að kvöldi til. Þá fékk Hjörleifur að poppa því ömmu fannst svo sniðugt að borða með honurn poppkorn. Fram í hugann koma minning- arbrot úr heimsóknum í Odda. Dúkað borð með heimabökuðu brauði, oddakakan hennar ömmu og ástapungarnir með meira brauði og kaffi. Afi að tala við pabba og amma að leika við okkur krakkana með dótið hans Pálma frænda úr eldhúskassan- um. Litla baðið með sætinu. Það var svo gaman að fara í bað hjá ömmu. Amma að prjóna lopa- peysu, ullarsokka eða útprjón- aða vettlinga, Göngutúrar með afa suðurfyrir Dalvíkina, suður- undir Hrafnsstaðakot. Afi vissi öll kennileiti og þekkti alla fugl- ana þarna. Þessar gönguferðir voru hafsjór af fróðleik fyrir for- vitin börn. Amma var lítil, snaggaraleg og góð kona. Hún átti mjög auð- velt með að hlæja. Hvar sem hún kom hressti hún uppá andrúms- loftið á sinn rólega en um leið fjörlega og líflega hátt. Hún var mjög mikil félagsvera og fannst gaman að vera þar sem fólk kom saman og alltaf þurfti hún að hjálpa eitthvað til. Hún var gjarnan í eldhúsinu við kaffi- könnuna og hafa Framsóknar- menn á Dalvík notið krafta hennar ríkulega í gegnum tíðina. Hún starfaði líka í Kvenfélaginu og Slysavarnafélagi kvenna á Dalvík. Nú síðustu árin hefur hún verið virkur félagsmaður í Félagi eldriborgara á Dalvík. í Mímisbrunni, húsi Félags eldri- borgara á Dalvík, dvaldi hún löngum stundum í góðum félags- skap þar sem tekið var í spil eða sungið. Hún hafði mjög gaman af því að spila, hvort heldur sem var vist eða brús. Þau voru ófá spilakvöldin sem hún fór á. Hún kom líka oft með verðlaun með sér heim, en það var ekki þeirra vegna sem hún tók þátt í spila- kvöldunum, heldur var það fé- lagsskapurinn og skemmtunin sem hún sótti í. Amma var fædd Skagfirðing- ur. Hún var Skagfirðingur allt sitt líf. Hún hafði sérstaklega gaman af því að fara dagsferðir upp í Skagafjörð. Það var líka svo Dalvíkurumboð Vátryggingafélags íslands Opið frá kl. 8:00 -16:00 Ávallt heitt á könnunni Verið velkomin Kristján Ólafsson Símar 466 1434/863 0215 W Dalvíkurbyggð Útboð Dalvíkurbyggð óskar eftir tilboðum í lagningu hitalagna og endurnýjun á neysluvatnslögnum í Húsabakkaskóla, Heimavist (syðra hús). Útboðsgögn eru til afhendingar á Verkfræðistofu Norðurlands Hofsbót Akureyri og hjá Tæknideild Dalvíkurbyggðar, Ráðhúsinu Dalvík. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Tæknideildar Dalvíkurbyggðar kl 10:30 þann 23. sept. 2002 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Bæjartæknifræðingur gaman að fara með henni þang- að þar sem hún þekkti allt þar og gat sagt manni frá svo mörgu skemmtilegu sem hún upplifði þar. Henni þótti alla tíð vænt um Skagafjörð. Hún hefur líklega fengið dálæti sitt á söng í vöggu- gjöf. Sérstaklega hafði hún gam- an af karlakórsöng. Hún var til að mynda eini heiðursfélagi Karlakórs Dalvíkur og styrkti hún þá dyggilega með því að mæta á alla tónleika hjá þeim í byggðarlaginu og í nágranna- sveitarfélögunum. Hún átti það til að ferðast með kórnum. Amma var alla tíð fámál um sig og sín verk. Hún var þeim mun betri við þá sem voru hjálp- ar þurfi. Um leið og ég kveð, með söknuði, góða ömmu bið ég Guð að styrkja mömmu, pabba og systkini mín og Óskar og hans fjölskyldu í sorg þeirra. Minn- ingin um góða konu lifir í hjört- um okkar. Lilja Guðnadóttir og fjölskylda Slátursala Fimmtudaginn 26. september næstkomandi hefst slátursala í versluninni Úrvali, Dalvík. Slátrin verða afgreidd alla fimmtudaga frá kl. 14-18. Pantanir berist fyrir hádegi á þriðjudögum í síma 466 3211. <5 Urval - stórmarkaður Dalvík STÓRMARKADUR Lífsval Sparnaðarform 21. aldarinnar • Séreign sem erfist Framlög hvers sjóðfélaga eru séreign hans, auk víixta og verðbóta. Við fráfall sjóðfélaga gengur séreign í erfðir. • Viðbót á lífeyri Allir hafa möguleika á því að greiða í séreignarsjóð og bæta lífeyriskjör sín með tiltölulega lágu mánaðarlegu viðbótariðgjaldi. • Skattalegt hagræði Iðgjald í séreignarlífeyrisjóð er frádráttarbært frá tekju- skattsstofni og hvorki þarf að greiða fjármagnstekju- skatt né eignarskatt af inneigninni. Skattgreiðslum er frestað til efri áranna þegar persónuafsláttur nýtist yfirleitt betur. • Sveigjanlegur útgreiðslutimi Útgreiðsla getur hafist hvenær sem er eftir sextugt og skal dreifast jafnt fram til 67 ára aldurs. Við 67 ára aldur er hægt að fá allan sparnaðinn greiddan út í einu ef óskað er. Sífellt fjölgar þeim er tengjast heimabankanum Ert þú einn af þeim? Áskriftarreikningur Hentar þeim sem vilja stunda reglubundinn sparnað og njóta góðrar ávöxtunar - án nokkurs kostnaðar. Áskrift ber háa vexti og er hentug fyrir þá sem þurfa aðhald við langtímasparnað. Engar kröfur eru gerða um Iágmarks- upphæð þannig að reikningseigandi sparar þá upphæð sem honum hentar. Sparisjóður Svarfdæla Dalvík 460 1800 hrísey 466 1700

x

Norðurslóð

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurslóð
https://timarit.is/publication/1253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.