Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 10

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1992, Side 10
HELGl NÚMASON, löggiltur endurskoðandi: SÉRTÆK REIKNINGSSKIL SVEITARSJÓÐA INNGANGUR. Á grundvelli sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 var sett reglugerð um bókhald og ársreikninga sveitarfélaga, stofnana þeirra og fyrirtækja, nr. 280/1989. í þessari reglugerð er m.a. kveðið svo á að Samband ísl. sveitarfélaga gefi út og endurnýi, í samráði við fé- lagsmálaráðuneytið og Hagstofu íslands, handbók um reikningshald sveitarfélaga og fyrirtækja þeirra. I mörg ár hefur verið starfandi bókhaldsnefnd á vegum sam- bandsins ti! samræmingar á bókhaldi og reikningsskilum sveitarfélaga. Núverandi bóhaldsnefnd er þannig skipuð: Frá félagsmálaráðuneyti Húnbogi Þorsteinsson, skrifstofustjóri, frá Hagstofu íslands Kristinn Karlsson, deildarstjóri og frá sambandinu Birgir L. Blöndal að- stoðarframkvæmdastjóri, sem jafnframt er formaður nefndarinnar svo og Óskar G. Óskarsson, aðalbókari hjá Reykjavíkurborg og undirritaður. Nefndarmenn skiptu með sér verkum og kom það í hlut undirritaðs og Óskars G. Óskarssonar að hafa með höndum reikningsskilaþáttinn. REIKNINGSSKIL SVEITARSJÓÐS. í fyrrnefndri reglugerð er gerður greinarmunur á: a) Sértækri reikningsskilaaðferð fyrir sveitarsjóð og þær stofnanir sveitarfélags sem reknar eru á sam- bærilegum grundvelli. (Innskot: Hafnarsjóðir, Fé- lagslegar íbúðir, Félagsheimili.) b) Almennri reikningsskilaaðferð fyrirtækja í atvinnu- rekstri. (Innskot: Rafveitur, Hitaveitur, Eftirlauna- sjóðir- lífeyrissjóðir) Framanrituð greining er miðuð við aðalreglu, en þó fellur sveitarsjóður alltaf undir sértæka aðferð og raf- veitur og hitaveitur undir almenna aðferð. Hafnarsjóðir geta fallið undir almenna aðferð þ.e. í þeim tilvikum sem tekjum er ætlað að standa undir kostnaði. Eins og kunnugt er þá er kostnaður hafnar- mannvirkja ríkisstyrktur hjá öllum hafnarsjóðum nema Reykjavíkurhöfn. Þess vegna eru reikningsskil Reykja- víkurhafnar með almennri aðferð. Sértæk reikningsskil sveitarsjóða eru frábrugðin reikningsskilum fyrirtækja. Fyrirtæki í atvinnurekstri kappkosta að sýna í reikningsskilum sínum raunhæfa rekstrarafkomu, þ.e. hvort um hagnað eða tap er að ræða á viðkomandi rekstrartímabili. Víða hefur verið leitað fanga við mótun þessara reikningsskila, og höfum við haft að leiðarljósi, þar sem sveitarsjóðir hafa ekki haft hagnað að markmiði sínu, að það skipti meginmáli fyrir lesanda reikningsskilanna að honum sé gerð grein fyrir eftirfarandi: • Hvaða fé var til ráðstöfunar og hvernig því var varið í samanburði við fjárhagsáætlun. • Að peningaleg staða komi skýrt fram í upphafi og lok árs. • Að samræming sé við mat á eignum og skuldum sveitarsjóðs þannig að marktækar lykiltölur náist til samanburðar. Þegar fjallað er um upplýsingagildi ársreiknings sveit- arsjóðs þarf að hafa í huga að þeir sem nota ársreikn- inginn hafa þörf fyrir mismunandi upplýsingar og þekk- ing þessara aðila er misjafnlega mikil. Nefna má nokkra aðila sem nota þessa ársreikninga: • Sveitarstjórnarmenn • Aðrir stjórnendur og starfsfólk sveitarfélaga • Lánastofnanir og aðrir lánveitendur sveitarfélaga • Félagsmálaráðuneytið, Hagstofa íslands og aðrar ríkisstofnanir • Samband íslenskra sveitarfélaga • íbúar sveitarfélagsins Eitt helsta markmiðið var því að stuðla að því að auðvelda ofangreindum lesendum not reikningsskil- anna. Sértæku reikningsskilin samanstanda af eftirfar- andi yfirlitum og upplýsingum: • FJÁRMAGNSYFIRLIT • REKSTRAR- OG FRAMKVÆMDAYFIRLIT • EFNAHAGSREIKNINGUR • RAUNBREYTING Á PENINGALEGRI STÖÐU • LYKILTÖLUR • SKÝRINGAR Auk þessa er gert ráð fyrir ÁRSSKÝRSLU þar sem gerð er grein fyrir starfsemi sveitarsjóðs á árinu. Að 10

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.