FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 4

FLE blaðið - 01.01.2012, Síða 4
Af stjórnarborði Sigurður Páll Hauksson er formaður FLE Á aðalfundi félagsins 4. nóvember s.l. var ný stjórn kjörin. Þrír nýir stjórnarmenn voru kjörnir á fundinum, þau Arna Guðrún Tryggvadóttir, Auður Þórisdóttir og Sturla Jónsson var kjör- inn varaformaður. Jafnframt var undirritaður Sigurður Páll Hauksson kjörinn formaður, Friðbjörn Björnsson sat áfram í stjórn. Stjórnin hefur skipt með sér verkum; Arna Guðrún Tryggvadóttir er ritari stjórnar og Auður Þórisdóttir gjaldkeri. Stjórnin hefur haldið tvo stjórnarfundi á starfsárinu, þar af einn skipulags- og verkefnafund með formönnum nefnda félagsins. Á þeim fundi var ýmsum hugmyndum velt upp um möguleg verkefni og áherslur félagsins til framtíðar. Margar frjóar og gagnlegar hugmyndir komu fram við þá yfirferð sem vafalaust munu nýtast stjórninni í störfum sínum. Ánægjulegt er að upp- lifa hversu fórnfúst starf félagsfólk er tilbúnið til þess að leggja á sig fyrir félagið og hversu virkt það er til þátttöku við skipu- lagningu og framkvæmd verkefna á vegum félagsins. Mikil verðmæti eru fólgin í því fyrir félag eins og okkar. Aðild nema í endurskoðun að félaginu var samþykkt á aðal- fundinum og samþykktum félagsins breytt til samræmis. Breytingin er í takt við þá þróun sem orðið hefur hjá flestum systurfélögum okkar á Norðurlöndunum og hafa kollegar okkar þar látið vel af þeirri viðbót. Áhugavert verður að þróa þessa nýbreytni í samstarfi við nýtt félagsfólk og mun stjórn félags- ins skipa nemanefnd til þess að stuðla að þeirri þróun og fá fram þær áherslur sem þjóna hagsmunum þeirra. Töluverður hluti félaga í FLE eru endurskoðendur sem kjósa að sinna öðrum störfum en endurskoðun eða u.þ.b. 27%. Eins og annað félagsfólk er þetta mikilvægur hópur sem að ein- hverju leyti hefur aðrar þarfir en hinn starfandi endurskoðandi. Nágrannar okkar í Skandinavíu hafa með góðum árangri náð að sinna og þjónusta félagsmenn með mismunandi áherslur innan þeirra félagasamtaka, þannig eru félagar í FAR í Svíþjóð alls um 6.700 en einungis um 3.700 starfandi endurskoðendur. Endurskoðunarstéttin hefur vaxið töluvert á síðast liðnum árum, fjöldi endurskoðenda á árinu 1981 var 121, en er í dag þremur áratugum seinna 370. Auk þessa hefur hlutfall eldra félagsfólks FLE aukist á síðustu árum og því eðlilegt að félags- starfið taki að einhverju leyti mið af slíkum breytingum. Formaður og framkvæmdastjóri ræða málin Af erlendum vettvangi er það helst að frétta að nefnd á vegum Evrópusambandsins um regluverk og starfshætti endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja skilaði tillögum sínum nú í nóvember. Verði tillögur nefndarinnar samþykktar á Evrópuþinginu og þeim hrint í framkvæmd munu þær hafa töluverð áhrif á evrópska endurskoðendur. Tillögurnar beinast fyrst og fremst að félögum sem tengjast almannahagsmunum (e. PIE), þar sem m.a. takmörk verða sett á þjónustu endur- skoðenda slíkra félaga, kveðið á um skylduútboð, útskiptingu endurskoðenda og endurskoðunarfyrirtækja, gæðaeftirlit og takmörkun á markaðshlutdeild stærstu endurskoðunarfyrir- tækjanna. Langt ferli er framundan innan Evrópusambandsins áður en endanlegar tillögur verða að lögum, en fram hefur komið að innleiðing gæti tekið 3-5 ár. Á þeim tíma munu til- lögurnar þó væntanlega taka breytingum og því afar mikilvægt að fylgjast með framvindu mála. Erlent samstarf FLE við NRF (norræna endurskoðendasambandið) og FEE (Evrópusamtök endurskoðenda) er góður vettvangur til þess að fylgjast með því sem gerist á þessu sviði. Mikilvægi erlends samstarfs fyrir lítið félag eins og okkar, sannar sig við slíkar kringumstæður, en erlendir kollegar okkar búa yfir mannauði til að kynna sér mál og fylgja þeim eftir. Nokkuð sem við ættum erfitt með að gera upp á eigin spýtur vegna smæðar en við njótum í gegnum 2 • FLE blaðið janúar 2012

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.