Alþýðublaðið - 09.01.1925, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.01.1925, Blaðsíða 3
ALfrÝfalJSLA&lÐ 'I ég vi8 því a8 aleppa vinnu, sem mér bauSst, og verSa svo í skuld við kaupmanninn fyiir jólaúttekt inni? Þessi vinna stóð ekki til boða nema f þetta skifti, og aðrir fengj- ust til að vinna hana, ef ég vildi ekki. Úr þessu væri auðveldlega hægt að bæta, ef atvinnurekendur okkar væru svo löghlýðnir, að þeir létu ekki vinna á helgidögum. Þá myndi vinDan hafa beðið til næsta rúm- heilags dags og ekkert verið að missa fyrir þá, sem vildu í Guðs- hús fara. Ég gramdist í huganum þeim, sem vinnunni ráða, og ég hugs- aði til prestanna okkar, hversu þeir láta þab afskiftalaust, að Guðslög eru að eögu höfð, já, og ég hugsaði til biskupsins okkar, yfirmanns kirkjunnar hér á landi, hvort hann gerði virkilega ekkert til þess, að jafnt verkamenn sem aðrir gætu farið í kirkju, — eða er kirkjan og þjónn hennar, bisk upinn, veikfæ.ri í höndum ríkjandi þjóðskipulags til þess eins að mæla þeim, sem með völdin fara bæði beÍDlinis og ó beinlínis, en trofa hina niður í skítinn? Nei; ég kastaði þessari siðustu hugsun frá mér sem fjar- stæðu. Hvernig gæti það verið? Ég sá það í blöðuDum, að bisk- upinn átti ab stíga í stólinn á sjálfan jóladaginn, og þá gáfst mér kostur á að heyra, hvort hann rækti sæmilega starf sitt sem þjónn Guðs hér á jörðu og vítti þá, sem eigi hlíttu lögum hans, eða hvort hann metti meir vin- áttu við burgeisa og væntanlegan stuðning þeirra í staðinn og léti því ólöghlýni þeirra sem vind um eyru þjóta. Eæða biskupsins var að mörgu leyti góð sem stólræða. Hann tal- aði um að gera Jesú að konungi í hjörtum vorum og á heimilum voium o. s. frv., og fanst mér það vera vel til fundið. Það gæti orðið til þess, að menn hugsuðu hlýlegar hver til annars og settu sig frekar inn í ástæður þeirra, sem erfitt eiga. Seinna í ræðunni snéii hann sér að daglega lífinu, og það má hann e’ga, biskupinn, að ekki gleymdi hann okkur í umvöndun sinni til okkar, Guðsbarna. Honum heflr víst fundist, bless- uðum, sem von var, að við verka- menn sæktum illa kirkju, því að hann sagði sem sé, að við (þ. e. þjóðin) þyrftum að fá, eins og hann orðaði það, >betur kristna verkamanna og sjómanna-stéttc, og ef við svo rifjum upp lítið eitt meira af ræðu biskupsins, minnist óg þess, að haan sagði, að verka- mannastéttin þyrfti ab vera »betur kristin í kröfum sínum til að vinna ekki veizlunar- og atvinnu- lífi þjóðarinnar tjón<. Ég veit, lesari góður! að þú staðnæmist við þessi greinarskifti og lest ummæli biskúpsins yfir aftur, og óg geri ráð fyrir, að þú sórt í efa um, hvort þetta sé satt, og það er von; ég hefði ekki trú- að því, þótt þú heíðir sagt mér það, en óg heyiði það með mínum eigin eyrum, og þá dugir ekki að efast. Ekki veit ég, hvaða kröfur það eru, sem hann á við og segir að við þui fum að vera >betur krÍBtn- ir< í, hvort það er krafan um að afnema vinnu á heigidögum, eða hvort það er krafan um nægilegt viðurværi hauda þeim, sem við höfum fyrir að sjá. fegar teknar eru hinar sann- gjörnu kröfur okkar verkamanpa og athugað blutdrægnislaust, hve sanngjarnar þær eru, þá eru um- mæli hins umvöndunársama posfc- ula undraverð. Leiðinlegt er til þess að vita, að biskupinn skyldi láta sór þessi ummæli um munn fara, rétt þegar bann var nýbúinn að gera Krist að konungl í hjarta sínu, já, og það á sjálfan jóladaginn. Ég fer ekki oft í kirkju, en ég get rótt getið mér þess til, hvort við verkamenn og sjómenn mun- um eiga upp á háborðið aðra daga, þegar innrætið til okkar er ekki betra á sjálfan jóladaginn. Eitt er það enn, sem mér fanst eftirtektarvert við þessa ræðu bisk- ups. Eftir að hann bar fram kröf- una um að gera Krist að kon- ungi í hjörtum vorum og hann Edgar Eice Burroughs: Vilti Tarzan. Það leyndi sér eigi, hverjir verið höfðu hér að verld. Brotin, þýzic byssa og hermannskápa sögðu eftir. Hann hafði vonað, að likið væri ekki af konu sinni, en þegar hann sá hringa hennar á fingrum þess, hvarf öll von. I þögulli ást og virðingu gróf hann likið í rósagarðin- um, sem verið hafði uppáhald Jane Claytons. Þar hjá lót hann svertingjana, sem fórnað höfðu lifinu fyrir hana. Hinnm megin hússins fann Tarzan nýtekna gröf, Þar leitaði hann itarlegri sönnunar þess, hver valdur væri að ódæði þessu. Hann gróf upp tólf þýzka Afrikuhermenn og fann á þeím merki þeirrar herdeildar, sem þeir tilheyrðn. Hvítir foringjar höfðu stjórnað þessum mönnum, og vart myndi erfitt að finna þá. Hann gekk aftur i rósagarðinn, sem allur var niður- troöinn, og stóð þar um stnnd við gröfina. Þegar sólin hnó til viðar, lagði hann af stað á eftir Fritz Schneider höfuðsmanni og mönnum hans. Slóðin var auðrakin. Þjáning jTarzans lýsti sér eigi i háværð, en hún var þung eigi að siður. Sorg hans deyfði um stnnd hngsun hans; — heili hans var gagntekinn einni hugsun, sem fór hverja hringferðina af annari: Hún er dáin! Húa er dáin, — dáin! Aftur og aftur kom þessi sama hugsun, sár og nöpur, en fætur hans háru hann óafvitandi áfram ^eftir slóð morðingja hennar, og ósjálfrátt var hann á verði fyrir sérhverri hættu skógarins. Smám saman framkallaði sorg hans aðra kend, er varð svo sterk, að honum fanst hún ganga við hlið sina. Það var hatur; — það sefaði hann. Hann hataði Þjóðverja og alt þýzkt. Hatrið var þó fyrst og fremst gegn morð- ingja konu hans, en það náði samt til allra hluta, dauðra og lifandi, sem tilheyrðu Þjóðverjnm. Honum létti stórum, og honum fanst nú liggja fyrir sór ærið starf, er var meira virði en að harma um of það, Bem orðið var. Grimmileg skyldi hefndin verða. Tarzan var hið ytra sviftur öllum merkjum menning- ar; hið innra var hann að breytast í villidýr. Hann hafði að eins tekið á sig blæju menningarinnar vegna þess, að hann hugði, að það gerði ástvinu sína ham- Til akemtilesturs þurfa allir að kaupa >Tarzan 0{j gimsteinai9 Opap-bopgar< og >Skógapsðgup af Tapzan< með iö myndum. — Fyrstu sögurnar enn fáanlegar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.