Ritaukaskrá Landsbókasafnsins - 01.01.1925, Side 5
SKRÁ þessi tekur yfir ritauka Landsbókasafnsins frá 1. októ-
ber 1924, er eg tók við safninu, til 31. desember 1925. Er hún
að því frábrugðin fyrri skrám, að hún greinist i þrjá aðalkafla:
fyrst rit á íslenzku, þá rit á öðrum tungum, eftir islenzka menn
eða um íslenzk efni, og loks önnur erlend rit, sem skift hefir
verið í flokka eftir tugakerfinu eins og áður. Skrá yfir árin
1918—1924, sem fallið hefir niður, birtist næsta ár, ef Alþingi
veitir það fé til þess, er stjórnin hefir gert ráð fyrir í frv. til
fjárlaga fyrir 1927.
Ritaukinn í þessari skrá er 2352 bindi, þar af 1860 á árinu
1925. Langmestur hlutinn eru íslenzk skyldueintök og erlendar
gjafir. Má sérstaklega benda á hina miklu gjöf norskra úrvals-
rita, er Háskólabókasafnið i Oslo hefir gefið með tilstyrk herra
Thor Odegard’s. En gefandskráin sýnir, hve mörg rit hver
hefir gefið.
Handritasafn Landsbókasafnsins hefir árið 1925 aukist um
278 bindi, þar af 231 gefin. Gefendur voru þessir:
Dánarbú Sigmundar Matthíassonar Long’s 130, dánargjöf
Þorvalds Thoroddsens 79, erfingar Björns Jenssonar 16, Bjarni
Jónsson frá Vogi 2, stórkaupmaður Garðar Gíslason 1, Guðbjörg
Stefánsdóttir og Baldvin Stefánsson 1, Kristinn Jónsson, exam.
pharm. 1, skrifstofustjóri Jón Sigurðsson 1, Snæbjörn Arnljótsson
bankastjóri 1, Þjóðskjalasafnið 1.
Útlán Landsbókasafnsins árið 1925.
Lestrarsalur.
Mánuöur. Lesendur. Bækur lánaðar. Handrit lánuð. Starfs- dagar.
Janúar 1873 2210 550 26
Febrúar 1321 1773 248 22
Marz 1482 1835 207 24
Apríl 1154 1660 130 23
Maí 800 1126 53 23
Júní 490 728 155 23
Júlí 213 360 20 13
Ágúst — — — —
September — — — —
Október 671 729 149 14
Nóvember 1448 1551 388 25
Desember 1441 1653 215 23
10893 13625 2115 216