Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 2
2 Laugaveg 43 B. Jóla- og nýjárskort stórt og fjölbreytt úrval. Einnig afraælis- og fleiri tækifæriskort. Heilla- öslxa'bréf og bréfspjöld af hinu nýja skjaldarmerki íslands. Von á nýjum tegundum innan skamms. Friðfmnur Gaöjónssou. þykir því mörgum horfa óvænlega með framkvæmdir fyrst um sinn í öðru eins stórmáli og virkjun Sogsins er. Fyrir þeim, er samþ. rafmagnsst., a.m.k. fulltr. verkam. vakti einmitt það að veita öllum bæjarbúum — ef til vill þegar á næsta hausti — þau þægindi og þann peninga- sparnað, eins og verðlag á öllu er nú, að fá rafmagn til Ijósa og iðnaðar. Og þessi stöð við árnar er ekki stærri en það, að hún dregur ekki vitund úr kröfum bæjarstjórnar og bæjarbúa til ríkisins, að flýta virkjun Sogsins. Miklu fremur eru líkur til þess, að sá forsmekkur þæginda, sem menn fá við það að hafa rafmagn til ljósa og iðnaðar, herði einmitt á því, að fá það líka til hitunar og eldunar. Og það yrði að vera frá Soginu, því þótt, Vatnsafl Elliðaánna væri notað út í áesar, mundi það ekki nægja til þessa, og þar að auki verða of dýrt. ■ýmsir bæjarbúar hafa nú þegar rafmagn til ljósa. T. d. eru flest- ar búðir (og jafnvel íbúðarhús) allmargra kaupsýslumanna við Laugaveg og í Miðbænum raflýst- ar. Og það er sagt, að margir þessara manna séu fremur mót- fallnir gerðum bæjarstjórnarinnar í málinu. Telji þáð enga framför, af því rafmagnið fáist ekki til hit- unar og eldunar, En þeir menn, sem öðlast hafa þessi þægindi, eru ekki nema tiltölulega lítill hluti bæjarbúa. Og væri þá nokkuð á móti því, að gefa almenningi kost á sömu þægindum? En framtíðarvonir maiina um rafmagn til allrar notkunar hljóta að byggjast á virkjun Sogsins, og alt bendir á, að stöðin við Elliða- árnar muni fremur flýta fyrir þeim framkvæmdum. A. ÁLÞÝÐUBLAÐIÐ Vatnsleysið í borginni. Það má furðu gegna, hve fáar raddir heyrast í blöðunum um vatnsleysið í borginni, eins og það er áþreifanlegt. Yið, sem búum á hærri stöðum (þ. e. þar sem borg- in stendur hæst) verðum fyrir þeim þungu búsifjum á degi hverj- um, að vatnið fyrst og fremst kemur ekki til okkar fyr en kl. 8 — 9 að morgni, svo kemur varla sá dagur, að vatnið só ekki farið, úr því kl. er 4 e. h, og stund- um fyr. Ekki veit eg til.að húseigend- um í þessum hluta borgarinnar só hlíft við að borga vatnsskatt- inn, og er máske ekkert við það að athuga. En það er annað, sem bæjarsljórnin þyrfti að athuga í sambandi við þetta: 1. Hvort nægilegt vatnsmagn só fyrir hendi. 2. Hvort ekki sé farið ósparlega með vatnið á ýmsum stöðum, t. d. fiskverkunarstöðum. Af hverju sem þetta stafar, þá er það víst, að svo búið má ekki standa, og þarf að vinda bráðan bug að því, að lagfæra það. V. Y. . falskl? libluseilar. í útlendum blöðum er hingað hafa borist eru menn varaðir við rúbluseðlum sem Judenitsch hafl látið gera í þeirri von að sór tæk- ist að ná Petrograd og brjótsat til yalda í Rússlandi. En nú fór herferð hans á annan veg en hafði verið búist við, því í stað þess að taka Petrograd beið hann algerlegan ósigur og her hans leystist í sundur svo hann kemur varla oftar við söguna. Á seðlum þessum stendur á Rússnesku: „Gildir sem ríkisseðill. Fölsun hegnt stranglega sam- kvæmt herlögunum. Verður skift fyrir ríkisseðla í þehri röð og með þeim fresti sem skrifstofa ríkis- bankans í Petrograd ákveður“. Þess er getið í sænska blaðinu „Dagens Nyheter" að 1000 rúblu- seðill sé ekki meira virði en einnar rúblu seðill, því hver þeirra um sig sé ekki meira virði en brúkað frímerki, jfeptólalil og úílendar frétíir. Eitt af hlutverkum dagblaðanna er að flytja fréttir og allir heið- virðir blaðamenn eru á eitt sáttir um það, að lesendurnir eigi heimt- ingu á því, að blöðin segi rétt frá, í þeim fróttum sem þau flytja. Auðvitað geta alt af slæðst villur inn í fréttir blaðanna, en um slíkt er ekki að fást, þegar það stafar ekki af kæruleysi biaðamannanna, eða af vilja til þess að segja rangt. Orsökin til þess að eg skrifa þessar línur er sú, að mér hefir lengi gramist að sjá hvað „Morg- unblaðið" lætur sér sæma að bera á borð fyrir lesendur sína, af út- lendum fréttum. Skal eg nú til- færa þrjú dæmi upp á það, hvern- ig blað þetta er gersamlega kceru- laust um fréttir þær er það flytur, því kæruleysi hlýtur að vera aðal- orsökin, jafnvel þótt kenna megi heimsku um að einhverju leyti. Fyrir nokkru flutti Mgbl. grein um Parvus (Dr. Helpband) Rúss- ann, sem sagt er. að hafi verið milligöngumaður milli Lenin og keisarastjórnarinnar þýzku, um að leyfa Lenin að fara um landið, til þess að komast til Rússlands. Mgbl. segir nú að Parvus hafl farið til Sviss til þess að semja við Trotzkij, en allir sem fylgst hafa með í útlendum blöðum, vita að Trotzkij var um þessar mundir í Ameríku, og það sem bezt er, Morgunblaðið hefir sjálft fgrir hálfa öðru ári, eða svo, sagt greinilega frá þvi að Lenin hafi verið í Svíss, en Trotskij í Ameríku þegar marz-byltingin varð i Rússlandil Um dagipn flutti Mgbl. grein um Finnland, og um hvort líklegt væri .að það réðist á móti Bolsi- vikum. Grein þessi kom mánuði eða hálfum öðrum mánuði eftir að útséð var um að Finnar sætu hjá, en þetta var þó ekki það vit- lausasta í greininni, heldur hitt, að þa.ð er verið að tala um það hvort Judenitsch muni taka Petro- grad, æánuði eftir að her hana (Judenitsch) er uppleystur sam- kvíemi dmskeytum sem Morgun- blaðiö hefir fluit, og fyrir löngU

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.