Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 4
4 ALM ÐUBLAÐIÐ »Að eins einu sinni eða tvisvar á ári og ekki netna einn dag í einu. Eg kom einu sinni til She- ridan og þá heyrði eg konu syngja í einni kirkjunni þar“. HtSn þagnaði snöggvast og sökkti sér niður í endurminning- una um sönginn. Alt í einu breytti hún um rödd og hann fann í myrkrinu að hún reigði höfuðið: „Eg er ekkert sérlega skemtileg, með kvartanir mínar og kvein. Eg veit hvað skemtilegt það er að heyra aðra barma sér eins og t. d. hana frú Zamborni sem á heima í næsta húsi við mig. Þekkið þér hana?“ „Nei", sagði Hallur. „Guð veit að vesalings gamla konan hefir átt við mikla mæðu að búa. Það er heldur; lítið varið í manninn hennar — hann er drykkjumaður. Þau eiga ellefu börn og það er of mikið lagt á eina konu. Finst yður það ekki líka?“ Hallur gat ekki stilt sig um að hlægja að þessari barnalegu spurn- ingu. Jú“, sagði hann, „það finst mér". „Eg held henni væri meira hjálpað ef hún kvartaði ekki svona mikið. Þar að auki er helmingur þess á slavnesku svo það skilur enginn*. Mary sagði þvf næst frá hinu og þessu skrítnu um frú Zambori og nábúa sína, sem töluðu hver sfna tungu og af ýmsum bögu- mælum þeirra. Halli fanst gleði hennar barnsleg og yndisleg og þau ræddu glaðlega saman það sem eftir var. XIII. En á heimleiðinni kom alvaran aftur til sögunnar. Mary heyrði fótatak á eftir þéim, snéri sér við og greip í handlegg Halls, dróg hann inn í skuggann og bað hann að vera hljóðann. Maður gekk framhjá. hann var hokinn f herð- um og slangraði mikið. Þegar hann var kominn inn í húsið, sagði Mary: „Þetta var pabbi, hann er ófrýnilegur þegar hanh er svona á sig kominn". Hallur heyrði hana anda ótt og títt í myrkrinu. Heimilisbölið var ógæfa Maryar, það hafði hún gefið f skyn við fyrstu fundl |>eirra. Hallur skyldi nú ýmislegt — hversvegna ekkert skraut var á heimili hennar og hversvegna hún ekki hefði boðið honum sæti. Hann stóð þegjandi og vissi ekki hvað hann átti að segja og áður en hann tæki til máls hróp- aði Mary. „Ó, hvað eg hata O’Callahan, sem selur pabba þennan óþverra! Heimili hans er fult matar. Kona hans gengur f kirkju hvern sunnudag f marrandi silkikjólum og þykist hátt hafin yfir verkamannadæturnar I Stund- um langar mig til að berja þau til óbóta“. Reynið kafflð brenda og malaða í verzlun Símonar Jónssonar, Laugaveg 12. Sjóvetlinga j kaupir Sigurjón Pétursson, Hafnarstræti 18, C.s. SÆjölóur fer aukaferð, að forfallalausu, til Borgarness 19. desember kl. 9 árdegis. Flutningi sé skilað á afgreibsluna fyrir kh 12 á hádegi daginn áður. c%.f. Cggarf (Bíqfsson. cJUlar jólavörur fáið þér beztar og ódýrastar í cySaupfélagé v@rRamannaf Laugaveg 22 A. Simi 728. Fianð frá lornig k Ssner eru þau beztu og hljómfegurstu, sem þekkjast hér á larjdi. Fást með mánaðaralborgun eftirleiðis. Athugið vell Brúkuð orgel eða píanó tekin í skiftum eða keypt. Iljóifæraliiís Reyljavíkor. mtiiiu wn ium Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ótcfur Friðriksson. Prentsmiðjan Gufienberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.