Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.12.1919, Blaðsíða 1
Alþýðublaðið OeíIÖ ikt at .AJþýÖufloUUiMim. 1919 Miðvikudaginn 17. desember 43. tölubl. Gangið raSkitt í Wjóðfœrahús Reykjavikur. Aðalstræti 5, ef þér viljið fá yður Btórt eða smátt hljóðfæri. Kaupið hljóð- fari að eins i sérverzluninni, því að þar er trygging fyrir því, að þér fálð eingöngu góðar vörur fyrir sanngjarnt verð. — Hvort sem þér þurflð að fá yður Grammófón, Píanó eða eitthvert annað hlfóðfœri, þá snúið yður beint 1 íií ifflijóðfœrafíáss sfieyRavíRur, cftðalsfrœfi ð Rajmagnsmálið. Blekkingar Vísís. 12. þ. m. er ritstjómargrein í Vísi um rafmagnsmálið. Greinin er Býnilega skrifuð til þess, að geðjast þeim, sem andstæðir eru því að bærinn virki Elliðaárnar, en ekki af því, að blaðið, eða rit- stjórinn, sé málinu andvígur, því þegar búið er í meginhluta grein- arinnar með svigurmælum og dylgjum að ala á tortryggni gegn Uokkrum bæjarfulltrúum, sem mál- inu fylgdu, þá er niðurstaðan sú, að „ Vísir vill engan dóm leggja á það", hvort það sé „ráðlegt eða óráðlegt fyrir bæinn að ráðast í þetta fyrirtæki nú". , Þó að blaðið þannig vilji engan ðóm leggja á málið, þá lætur það sór þó sæma, að rægja og óvirða suma þá, sem því voru fylgjandi, og beinist þar eingöngu að full- trúum verkamanna \ bæjarstjórn- mni, sem blaðið telur hafa „snar- snúist", og gefur jafhvel í skyn, að það sé fyrir „einhver áhrif ut- an frá". Dylgjur þessar og svigurmæli Verða því undarlegri, ef svo er sem kunnugir fullyrða — styrkist eHda af niðurlagsorðum greinar- 'önar í Vísi — að rits^jóri Vísis síálfur sé alls ekki mótfallinn S^rðum bæjarstjórnarínnar í raf- ^agnsmítlinu, heldur „hallist" ^ööiitt að þeim. Aftur verður þá hitt greinilegra, að hann hefir hér gerst málpípa einhverra þeirra illu „anda" sem ekkert tækifæri láta ónotað, til að gera lítið úr verka- mönnum og starfsemi fulltrúa þeirra og ala á tortryggni gegn þeim, eða þá að hann hefir lánað afarreiðum andstæðingi rafmagns- málsins dálka blaðsins til þess að skeyta skapi sínu. TJm „snúning" verkamannafull- trúanna, sem greinin gerir að um- talsefni, er hægt að sanna að Vísir fer með vísvitandi rang- færslur. Fyrst er þá það, að vitanlegt er, að falltrúar verkamanna hafa ekki allir verið fylgjandi þvf, að Elliðaárnar yrðu teknar til virkj- unar. Þorv. Þorvarðsson hefir t. d. ávalt verið því mótfallinn að byggja 1000 hestafla stöð, og greiddi atkvæði jgegn því bæði í rafmagnsnefnd og bæjarstjórn. Frá þessu hefir Vísir skýrt þegar hann sagði frá úrslitum málsins í bæj- arstjórn — hann heflr því ekki snúist. Um hina fulltrúa verka- manna er það kunnugt, að þeir hafa verið virkjun ánna fylgjandi. Er því heldur ekki um snúning að ræða, hjá þeim. Má í því sam- bandi benda á, að á fundi bæjar- stjórnar 19. sept. 1918 var tillaga rafmagnsnefndar um að „byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum", samþ. í e. hlj., og á aukafundi 26. sepi. s. á. var málið samþ. við 2. umr. með 11 samhlj. atkv. (Ben. Sv. og B. B, greiddu ekki atkv,). Og þó að endanlegri ákvörðun um Jþað hvar stöðin ætti að vera við árnar (áður var búið að samþ. að byggja þar stöð eins og að ofan segir) væri frestað í sumar, sem sumpart var til frekari og endan- legri rannsóknar, og sumpart til ^ þess að sjá hvað þingið gerði við- víkjandi virkjun Sogsins, því það gat haft áhrif á það, hvort heldur ætti að reisa minni og ódýrari stöð við Ártiín, eða stærri og dýr- ari í Grafarvogi, þá sannar þafi ekki neinn „snúning", hvorki hjá einum né öðrum, þó stöðin hafi verið samþykt nú, nema ef ein- hver aíturkippur hefir komið i samherja Vísis, lögmann íslands- félagsins Svein Bj., sem á síðustu stundu barðist fyrir að setja stöð- ina niður í Grafarvogi. Hefði þó mátt ætla, eftir afstöðu hans til málsins í sumár að dæma, að hann féllist á að byggja 1000 hestafla stöð við Ártún, ef rann- sókn leiddi í ljós, að hægt væri að stækka hana upp í 1500 hestöfl. Var sú rannsókn framkvæmd eftir tillögu Sveins. Og kunnugt er, að Kirk heitinn komst að þeirri niðurstöðu að stækka mætti stöðina í 1500 hestöfl, og stað- festi að því leyti áætlanir þeirra 3. Þorl. og G. Hlíðdals. Það má vera, að þingið hafl gert það í þessu máli, sem yið var búist. En hér kemur fleira til greina. Eosningarnar 15. nóv. sl. sýna, að þingið er alt í smáflokks- brotum og sundurleitum mjög, og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.