Alþýðublaðið - 17.12.1919, Side 1

Alþýðublaðið - 17.12.1919, Side 1
Alþýðublaðið Greíið lit af Alþýðuflokknum. 1919 Miðvikudaginn 17. desember 43. tölubl. Slangió raRleitt í Hljóðfœrahús Reykjavíkur. Aðalstræti 5, e£ þér viljið íá yður stórt eða smátt hljóðfæri. Kaupið hljóð- fœri að eins i sérverzluninni, því að þar er trygging fyrir því, að þér fáið eingöngu góðar vörur fyrir sanngjarnt verð. — Hvort sem þér þurflð að fá yður Grammófón, Pianó eða eitthvert annað hljóðfœri, þá snúið yður beint 1 fil úCljéófœraRúss iSteyRaviRur, cMðalsfrcefi ð Rafmagnsmálið. Blekkingar Vísis. 12. þ. m. er ritstjórnargrein í Vísi um rafmagnsmálið. Greinin er sýnilega skrifuð til þess, að geðjast þeim, sem andstæðir eru því að bærinn virki Elliðaárnar, en ekki af því, að blaðið, eða rit- stjórinn, sé rnálinu andvígur, því begar búið er í meginhluta grein- arinnar með svigurmælum og dylgjum að ala á tortryggni gegn uokkrum bæjarfulltrúum, sem mál- inu fylgdu, þá er niðurstaðan sú, að „Vísir vill engan dóm leggja á það“, hvort það sé „ráðlegt eða óráðlegt fyrir bæinn að ráðast í þetta fyrirtæki nú“. Þó að blaðið þannig vilji engan dóm leggja á málið, þá lætur það eér þó sæma, að rægja og óvirða suma þá, sem því voru fylgjandi, og beinist þar eingöngu að full- trúum verkamanna í bæjarstjórn- inni, sem blaðið telur hafa „snar- snúist", og gefur jafnvel í skyn, að það sé fyrir „einhver áhrif ut- an frá“. Dylgjur þessar og svigurmæli verða því undarlegri, ef svo er ®em kunnugir fullyrða — styrkist enda af niðurlagsorðum greinar- innar í Vísi — að rits'jóri Vísis Bíálfur sé alls ekki mólfallinn 8erðum bæjarstjórnarinnar í raf- thagnsmálinu, heldur „hallist" ®ihöiitt að þeira. A.ftur verður þá hitt greinilegra, að hann hefir hér gerst málpípa einhverra þeirra illu „anda“ sem ekkert tækifæri láta ónotað, til að gera lítið úr verka- mönnum og starfsemi fulltrúa þeirra og ala á tortryggni gegn þeim, eða þá að hann hefir lánað afarreiðum andstæðingi rafmagns- málsins dálka blaðsins til þess að skeyta skapi sínu. Um „snúning" verkamannafull- trúanna, sem greinin gerir að um- talsefni, er hægt að sanna að Vísir fer með vísvitandi rang- færslur. Fyrst er þá það, að vitanlegt er, að fulltrúar verkamanna hafa ekki allir verið fylgjandi því, að Elliðaárnar yrðu teknar til virkj- unar. Þorv. Þorvarðsson hefir t. d. ávalt verið því mótfallinn að byggja 1000 hestafla stöð, og greiddi atkvæði gegn því bæði í rafmagnsnefnd og bæjarstjórn. Frá þessu hefir Vísir skýrt þegar hann sagði frá úrslitum málsins í bæj- arstjórn — hann hefir því ekki snúist. Um hina fulltrúa verka- manna er það kunnugt, að þeir hafa verið virkjun ánna fylgjandi. Er því heldur ekki um snúning að ræða, hjá þeim. Má í því sam* bandi benda á, að á fundi bæjar- stjórnar 19. sept. 1918 var tillaga rafmagnsnefndar um að „byggja rafmagnsstöð fyrir bæinn með afli úr Elliðaánum", samþ. í e. hlj., og á aulcafundi 26. sept. s. á. var málið samþ. við 2. umr. með 11 samhlj. atkv. (Ben. Sv. og B. B. greiddu ekki atkv,). Og þó að endanlegri ákvörðun um [það hvar stöðin ætti að vera við árnar (áður var búið að samþ. að byggja þar stöð eins og að ofan segir) væri frestað í sumar, sem sumpart var til frekari og endan- legri rannsóknar, og sumpart til þess að sjá hvað þingið gerði við- víkjandi virkjun Sogsins, því það gat haft áhrif á það, hvort heldur ætti að reisa minni og ódýrari stöð við Ártún, eða stærri og dýr- ari í Grafarvogi, þá sannar það ekki neinn „snúning", hvorki hjá einum né öðrum, þó stöðin hafi verið samþykt nú, nema ef ein- hver afturkippur hefir komið i samherja Vísis, lögmann íslands- félagsins Svein Bj., sem á síðustu stundu barðist fyrir að setja stöð- ina niður í Grafarvogi. Hefði þó mátt ætla, eftir afstöðu hans til málsins í sumar að dæma, að hann féllist á að byggja 1000 hestafla stöð við Ártún, ef rann- sókn leiddi í ljós, að hægt væri að stækka hana upp í 1500 hestöfl. Var sú rannsókn framkvæmd eftir tillögu Sveins. Og kunnugt er, að Kirk heitinn komst að þeirri niðurstöðu að stækka mætti stöðina í 1500 hestöfl, og stað- festi að því leyti áætlanir þeirra J. Þorl. og G. Hlíðdals. Það má vera, að þingið hafi gert það í þessu máli, sem við var búist. En hér kemur fleira til greina. Kosningarnar 15. nóv. sl. sýna, að þingið er alt í smáflokks- | brotum og sundurleitum mjög, og

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.