Dagblaðið Vísir - DV - 05.04.2016, Side 16
16 Fréttir Erlent Panama-skjölin Vikublað 5.–7. apríl 2016
P
anama-pappírarnir. Stjórn-
málamennirnir, glæpa-
mennirnir og svikabransinn
sem felur peningana þeirra,“
er yfirskrift stærsta leka
sögunnar. Skjölin sýna að 140 núver-
andi og fyrrverandi stjórnmálamenn
og opinberir starfsmenn tengjast
aflandsfélögum víðs vegar um heim-
inn. Tólf þjóðarleiðtogar eru á listan-
um, þeirra á meðal forseti Úkraínu,
forsætisráðherra Íslands og Pakistan.
Umfang gagnanna er umtalsvert –
um er að ræða 11,5 milljónir skjala og
á tölvumáli er um að ræða 2,6 terra-
byte af gögnum sem tekið hefur al-
þjóðleg samtök rannsóknarblaða-
manna (ICIJ) og blaðamenn þýska
dagblaðsins Süddeutsche Zeitung
umtalsverðan tíma að komast í gegn-
um. Gögnin telja tölvupóst, fyrir-
tækjaskýrslur, fjárhagsupplýsingar og
afrit vegabréfa. Upplýsingarnar eru
frá árunum 1977–2015. Süddeutsche
Zeitung fékk gögnin frá ónafngreind-
um heimildarmanni, sem sagði að
líf sitt lægi við ef nafn hans kæmi
fram. ICIJ tók þátt í verkefninu og
skipulögðu starfsemi blaðamanna á
heimsvísu til að taka þátt. Fór það svo
að 370 blaðamenn í 76 löndum fóru
yfir gögnin sem eiga uppruna sinn hjá
lögfræðistofunni Mossack Fonseca,
sem starfar í 38 ríkjum á heimsvísu.
Fyrirtækið er eitt stærsta sinnar
tegundar og hefur þá sérstöðu að
stofna sérstök skúffufélög sem notuð
eru til þess að fela eignarhald fyrir-
tækja.
En hvað er þetta? Vert er að taka
fram að það er ekki ólöglegt að eiga
aflandsfélag og er það talsvert not-
að í alþjóðlegum viðskiptum. En séu
aflandsfélögin notuð til að fela eignir,
hylja slóðir eða koma í veg fyrir að
fyrir tæki og einstaklingar greiði skatta
er komið inn á siðferðilegt og lagalegt
sprengjusvæði. Það þarf þó ekki að
vera að einstaklingar og fyrirtæki hafi
notað aflandsfélögin í óheiðarlegum
hætti. Starfsemi sem þessi er lögleg,
ef aðilar sem nýta sér hana fara að
lögum. ICIJ segir að gögnin sýni að
fyrirtæki hafi milligöngumenn á
aflandseyjum, leynt færslum, hagrætt
gögnum og þannig falið slóð sína og
viðskiptavina.
Félögin sem ICIJ hefur upplýsingar
um eru 214.488 og ná til einstaklinga
í 200 löndum. Mossack Fonseca segir
sjálft að rannsókn blaðamannanna
sé ekkert nema árás á Panama og eigi
rætur að rekja til öfund sýki vegna
umfangsmikilla viðskipta í Panama.
„Ruddarnir tólf“
Á listanum – ásamt Sigmundi Davíð –
eru Mauricio Macri, forseti Argentínu,
Sjeik Hamad bin Khalifa Al Than,
emír af Katar, Petro Poroshenko, for-
seti Úkraínu, Ahmad Ali al-Mirghani,
fyrrverandi forseti Súdan, Ali Abu
al Ragheb, fyrrverandi forsætisráð-
herra Jórdaníu, Vladimír Pútín, for-
seti Rússlands, Salman bin Abdulaziz
bin Abdulrahman Al Saud, konungur
Sádi-Arabíu, Pavlo Lazarenko, fyrr-
verandi forsætisráðherra Úkraínu,
Hamad bin Jassim bin Jaber Al Thani,
fyrrverandi forsætisráðherra Katar,
Ayad Allawi, fyrrverandi forsætisráð-
herra Íraks, Khalifa bin Zayed bin
Sultan Al Nahyan, forseti Sameinuðu
arabísku furstadæmanna, og Bidzina
Ivanishvili, fyrrverandi forsætisráð-
herra Georgíu. Þeir hafa verið kallað-
ir „the dirty dozen“ sem er tilvísun í
samnefnda kvikmynd frá árinu 1967.
The Dirty Dozen fékk á sínum tíma ís-
lenska heitið 12 ruddar.
Hezbolla og Norður-Kórea
Hér á eftir verður stiklað á stóru og
aðeins farið yfir nokkra hluti tengda
skjölunum, en ógjörningur er að
komast yfir allt sem þar kemur fram.
Í skjölunum má einnig finna 33
einstaklinga og fyrirtæki sem eiga
sæti á svörtum lista bandarískra stjórnvalda sem telja sig hafa sönnun
þess að þeir hafi átt í viðskiptum við
mexíkóska glæpamenn, hryðjuverka-
samtök eins og Hezbollah og óstöðug
ríki svo sem Norður-Kóreu og Íran.
Eitt fyrirtækjanna er meðal annars
sakað um að hafa veitt sýrlenskum
stjórnvöldum flugvélabensín. Flug-
vélin var síðar notuð til að sprengja
saklausa borgara í Sýrlandi.
Gögnin tengja einnig menn sem
hafa talað gegn notkun skattaskjóla
af miklu kappi. Til dæmis tengist fað-
ir Davids Cameron, forsætisráðherra
Bretlands, aflandsfyrirtækjum. David
Cameron hefur beitt sér gegn skatta-
skjólum.
Pútín-tenging
Gögnin hafa einnig beinar tengingar
við Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
Þar kemur fram að samstarfsmenn
hans komu tveimur milljörðum
Bandaríkjadala undan með aðstoð
banka og félaga. Í umfjöllun ICIJ
kemur fram að leynilegar aðgerðir
þessara samstarfsmanna, fyrirtækja
og banka hafi gert kleift að flytja allt
að 200 milljónir Bandaríkjadollara
milli félaga. Færslurnar voru faldar,
skjöl voru dagsett aftur í tímann og
náðu Pútín og félagar þannig leyndu
taki á fjölmiðlum og í bílaframleiðslu
Rússlands. Talsmenn forsetans hafa
haldið því fram að hér sé um að ræða
misvísandi „upplýsingaárás“ á Pútín
og samstarfsmenn hans.
Gömul mál í skúffum
Þúsund ástralskar tengingar hafa
fundist í gögnunum og hafa vega-
bréf hundraða Ástrala fundist þar
á meðal. Það þýðir að viðkomandi
eru tengdir fyrirtækjunum sem
forstjórar, hluthafar og eigendur.
Skjólin varpa einnig ljósi á eldri mál,
sum sem margir töldu jafnvel komin
niður í skúffu. Í þeim kemur meðal
annars fram að Gilbert R.J. Straub,
sem dæmdur var fyrir peningaþvætti
1995, átti að hafa greitt fimmtíu þús-
und dollara í ólögleg kosningafram-
lög, en peningarnir voru á endanum
notaðir til að greiða innbrotsþjófum
í Watergate-málinu sem á endanum
felldi Richard Nixon Bandaríkjafor-
seta.
Fleiri sprengjur
Ljóst er að annarri sprengju verður
varpað þegar gögnin verða svo öll af-
hjúpuð í maímánuði, en þá verður list-
inn eins og hann leggur sig birtur, það
er nöfn aðila og fyrirtækja. Tuttugu
og níu einstaklinga á FORBES-listan-
um yfir ríkustu einstaklinga heims er
einnig að finna þar. n
Kalla þá ruddana tólf
n listinn verður opinberaður endanlega í maí n teygir sig í gömul mál – og ný n 33 nöfn af svörtum lista
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Vladimír Pútín Salman bin Abdulaziz bin
Abdulrahman Al Saud
Khalifa bin Zayed bin Sultan
Al Nahyan
Hamad bin Khalifa Al Than
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Ali Abu al Ragheb