Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Qupperneq 12
Vikublað 21.–23. júní 201612 Sport
K
annski er besta leiðin að
liggja til baka gegn Austur-
ríki,“ sagði Heimir Hallgríms-
son landsliðsþjálfari á blaða-
mannafundi í Frakklandi á
mánudag. Ísland leikur á morgun við
Austurríki í lokaumferð F-riðils á EM
í knattspyrnu. Jafntefli gæti nægt til
að fleyta liðinu í 16-liða úrslit en sig-
ur gerir það örugglega. Austurríkis-
menn hafa aðeins eitt stig og verða að
vinna til að komast áfram.
Hársbreidd frá 16-liða úrslitum
Eins og segja má um marga undan-
farna leiki Íslands er næsti leikur lík-
lega mikilvægasti leikur sem lands-
liðið hefur spilað. Liðið, sem er á sínu
fyrsta stórmóti, getur tryggt sér sæti
í 16-liða úrslitum keppninnar. Það
væri stórkostlegur árangur. Aðeins
munaði þremur mínútum í leik
gegn Ungverjum að strákunum
tækist (næstum örugglega) að
komast í 16-liða úrslit. En sjálfs-
mark íslenska liðsins undir lok
leiksins breytti því og jafntefli
varð niðurstaðan í honum.
Tvö lið komast upp úr
hverjum hinna sex riðla
á EM auk fjögurra liða
sem hafna í þriðja sæti.
Þegar þetta er skrifað hef-
ur leikur Englendinga og
Slóvaka í B-riðli ekki farið
fram. Vinni Englendingar
dugar Íslendingum jafn-
tefli í leiknum gegn Austur-
ríki. Fleiri möguleikar eru í stöðunni,
svo sem ef Tékklandi mistekst að
vinna Tyrkland og að Tyrkir vinni ekki
stærra en 3–0. Íslendingum dugir líka
jafntefli ef Svíum og Írum mistekst að
vinna sína leiki gegn Belgum og Ítöl-
um í E-riðli. Það er ekki ósennilegt, í
sjálfu sér.
Kostur og galli
Til að gera langa sögu stutta munu Ís-
lendingar vita fyrir leikinn hvort þeir
þurfa á sigri að halda gegn Austur-
ríkismönnum eða ekki. Heimir viður-
kenndi á blaðamannafundinum að
þetta væri ákveðinn kostur. Á móti
kæmi að ef Ísland kæmist í 16-liða úr-
slit keppninnar, væru í
versta falli aðeins
tveir dagar á
milli síðasta
leik riðilsins og
fyrsta leiksins
í 16-liða
úrslit-
um. Í
besta
falli væru þeir fjórir. Það væri því bæði
kostur og galli við að leika í þeim riðli
sem klárast síðastur.
Heimir vildi lítið gefa upp um það
á fundinum hvernig liðið myndi nálg-
ast leikinn. Hann gaf þó í skyn að liðið
myndi allt eins pakka í vörn. Austur-
ríkismenn verði að vinna sigur og í
því gætu tækifæri Íslands falist – þeir
myndu taka áhættu ef leikurinn yrði
markalaus lengi. Þá gætu Íslendingar
refsað.
Vantar ró í liðið
Þó að Ungverjar hafi stýrt leiknum á
laugardaginn nánast frá fyrstu mín-
útu til þeirrar síðustu,
benti Heimir á að Ís-
lendingar hafi fengið bestu færin í
leiknum. Liðinu hentaði ágætlega
að bíða átekta aftarlega á vellinum.
Það hefði sýnt sig í báðum leikjun-
um til þessa að liðið fengi alltaf
færi til að skora – jafnvel þó að
andstæðingurinn hefði boltann
stærstan hluta leiktímans. „Við
viljum hins vegar vera skynsam-
ari með boltann en við höfum
verið,“ viðurkenndi hann. Að-
spurður hvað ylli því að liðinu
héldist illa á boltanum
sagði Heimir: „Það
vantar ákveðna ró.
Í fyrsta lagi er þetta
spenna og í öðru
lagi andstæðingur-
inn. Við erum að
spila við sterkar
þjóðir. Menn
voru kannski að-
eins og upptjún-
aðir.“ Hann sagði
að liðið gæti bet-
ur. „Við vitum að
við eigum helling
inni.“
Austurríkismenn hafa ekki sýnt
sínar bestu hliðar á mótinu. Liðið
er feiknarlega sterkt og var fyrir mót
talið til þeirra liða sem gætu komist
langt í keppninni. Annað hefur komið
á daginn og liðið á enn eftir að skora
mark. Heimir sagði, á blaðamanna-
fundinum, um austurríska liðið að
það væri mjög skipulagt og hefði
hæfileika ríka leikmenn innanborðs.
Þeir væru góðir bæði í vörn og sókn.
Endalausir möguleikar
Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður,
sagði á blaðamannafundinum að
liðið ætlaði að leika til sigurs gegn
Austurríki. Þannig færu strákarnir
inn í hvern leik. „Með okkar hugar-
fari og baráttuvilja eru möguleikarnir
endalausir.“ Hann sagði að vissulega
fylgdust leikmenn með framvindunni
í öðrum riðlum en að þeir ætluðu að
treysta á sjálfa sig. „Það er ekki erfitt
að mótivera sig fyrir svona leiki.“ Hann
sagði að markmiðið fyrir keppnina
hefði verið að komast í 16-liða úrslit.
Miðvörðurinn Ragnar Sigurðsson
sat einnig fyrir svörum á fundinum.
Hann gaf lítið fyrir spurningu um hvort
liðinu tækist að hrista af sér vonbrigði
leiksins við Ungverja. „Já, og við höfum
tvo daga í viðbót til að gera það. Þú sást
hvernig við höndluðum þetta Króatíu-
tap, við fórum inn í undankeppnina
og kláruðum hana. Við höfum engar
áhyggjur af þessu,“ sagði Ragnar.
„Þetta er svolítið vitlaus spurning,
þú þekkir okkur. Auðvitað voru allir
svekktir og pirraðir og leiðir yfir þessu
en við erum það góðir vinir að við
getum talað hreint út ef það er eitt-
hvað að og við gerum það,“ bætti Ari
Freyr við. n
Ögurstund á EM
n Jafntefli gæti nægt en Austurríkismenn verða að vinna n Endalausir möguleikar
Fagnað Vonandi hafa
Gylfi Þór, Kolbeinn og
Birkir ástæðu til að
fagna annað kvöld.
Staðan í F-riðli
Þegar ein umferð er eftir
leikir sigrar jafntefli töp m.munur stig
Ungverjaland
2 1 1 0 2 4
Ísland
2 0 2 0 0 2
Portúgal
2 0 2 0 0 2
Austurríki
2 0 1 1 -2 1
Gerum við Apple vörur
iP
one í úrvali
Sérhæfum okkur í Apple
Allskyns
aukahlutir s: 534 1400
Baldur Guðmundsson
skrifar frá París
baldur@dv.is