Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Side 14
Vikublað 21.–23. júní 2016 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 14 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson • Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Viðskiptaritstjóri: Hörður Ægisson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur S tjórnmálamenn eiga að virða þjóð sína og lögregluyfir­ völd eiga ekki að líta á hana sem ógnandi lýð sem þurfi að hafa stöðugar gætur á. Slæm mistök urðu við 17. júníhátíðarhöldin þegar almenningi sem lagði leið sína á Austur völl var markvisst haldið frá því að geta fylgst með hátíðardag­ skránni. Svæðið var hólfað af á svo stórtækan hátt að þeir sem mættu á Austurvöll til að sjá og heyra fóru hálfgerða erindisleysu. Greinilegt var að nærveru þeirra var ekki óskað á þessum mikla hátíðardegi. Athöfn­ in var einungis fyrir fáa útvalda. Fyrirmenni voru á Austurvelli við athöfn sem virtist ekki eiga að koma neinum öðrum mikið við, alla­ vega ekki því fólki sem hafði gagn­ gert komið til að njóta hennar. Í ára­ tugi hefur eldra fólk komið prúðbúið á hverju ári á Austurvöll á 17. júní til að fylgjast með athöfninni og þang­ að kemur fólk með eftirvæntingarfull börn sem veifa íslenska fánanum. Nú var þess vandlega gætt að þetta fólk, og aðrir áhorfendur, sæi sem allra minnst af athöfninni. Eigum við að trúa því að þjóðin sé svo hættuleg að ekki megi hleypa henni að við athöfn eins og þessa? Af fréttaflutningi að dæma virðist sem lögreglan hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við forsætisráðu­ neytið og Alþingi vegna mótmæla sem voru á þessum sama degi í fyrra. Reyndar bendir forsætisráðuneytið nú á lögregluna og lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, en þótt enginn vilji kannast við ábyrgð vita þeir sem þessa ákvörðun tóku vonandi upp á sig skömmina. Alls ekkert benti til þess að fjöl­ sótt mótmæli yrðu við Austurvöll á þjóðhátíðardaginn, líkt og var fyrir ári þegar ekki heyrðist til for­ sætisráðherra vegna hávaða mót­ mælenda. Mikil og hávær mótmæli voru vissulega á Austurvelli fyrir all­ nokkrum vikum en fjöruðu furðu hratt út, enda hafði forsætisráðherra landsins vikið og kosningum lofað með haustinu. Nú voru engin mót­ mæli boðuð en lögregluyfirvöld, og hugsanlega forsætisráðuneytið, virt­ ust vera full tortryggni og gripið var til aðgerða sem gerðu að verkum að athöfnin á Austur velli varð bara fyrir suma. Þetta er furðuleg ráðstöfun og vonandi ekki lýsandi fyrir það sem koma skal í samskiptum lögreglu við borgarana. Við búum í lýðræðisríki og ættum öll, þar á meðal stjórnvöld og lögregla, að fagna því þegar fólk kemur saman til að gleðjast en ekki búa okkur undir allt hið versta. Það er ekki gott ef íslensk yfirvöld eru farin að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að borgarar landsins missi stjórn á sér við hin ýmsu tækifæri. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þess hvernig staðið var að málum þetta árið. Von­ andi sjá menn í forsætisráðuneytinu að þarna var ekki vel að verki stað­ ið. Innan lögreglunnar hljóta menn að átta sig á að mistök voru gerð á Austur velli. Vonandi verður betur staðið að málum næsta ár. n Fjölmiðlakonan Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir er að smíða flugvél. – DV Ég er slæpingi og geri nánast ekki neitt Er þjóðin hættuleg? Hanna Birna í heilsugei- rann? Eftir ófarir sínar í lekamálinu virð­ ist Hanna Birna Kristjánsdóttir hafa komist að þeirri skynsamlegu niðurstöðu að hún muni ekki ríða feit­ um hesti frá prófkjöri Sjálfstæðis­ flokksins síðar í sumar. Innan Sjálf­ stæðisflokksins telja menn að hún hafi einsett sér að komast í utan­ ríkisþjónustuna og verða sendi­ herra, en fengið blákalt afsvar við þeirri ósk. Við þær aðstæður, segja menn, rann upp fyrir henni að hún átti engra kosta völ í pólitíkinni, og afréð því að hætta. Telja flokksfé­ lagar hennar líklegt að hún muni eftir kosningar skjóta upp kollinum í einkavædda heilsugeiranum sem vinkona hennar Ásdís Halla Braga- dóttir vinnur baki brotnu við að koma upp með góðri aðstoð heil­ brigðisráðherrans Breidd í fylgi Stundin birtir frétt um það að fólk­ ið sem stýrir framboði Guðna Th. Jóhannessonar eigi það sammerkt að gegna trúnaðar­ störfum fyrir Sjálf­ stæðisflokkinn. Ekki virðast stjórn­ málaskoðanir þeirra sem ætla að kjósa Guðna endurspegla þetta en Kjarninn rýnir í nýjustu skoðana­ könnun Gallup og segir frá því að Guðni njóti yfir burða fylgis fólks sem hygg st kjósa Við reisn, Pírata, Bjarta fram tíð, Vinstri græn eða Sam fylk ing una í alþingiskosning­ um meðan Davíð Oddsson sæki helst fylgi til sjálfstæðismanna og framsóknarmanna. Það er því æði vafasamt að segja framboð Guðna á vegum Sjálfstæðisflokksins, þótt einhverjir sjálfstæðismenn séu í hans innsta hring. Þór Viðar Jónsson er ósáttur við þátttöku sína í Biggest Loser-þáttunum. – DV Þetta er bara sýning Sonur Jónínu Óskar Lárusdóttur komst lífs af úr bílslysi um helgina. – DV Sjokkið og doðinn kom eiginlega mest eftir á „Eigum við að trúa því að þjóðin sé svo hættuleg að ekki megi hleypa henni að við athöfn eins og þessa? Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin Alþjóðlegur dagur flóttamanna Amnesty International, Mannréttindaskrifstofa Íslands, UNICEF og Rauði krossinn voru á Austurvelli á mánudag að kynna almenningi aðstæður flóttafólks, meðal annars með þrívíddarheimildamynd frá Zaatari flóttamannabúðunum í Jórdaníu. mynd SIGTRyGGUR ARI Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.