Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2016, Qupperneq 18
Vikublað 21.–23. júní 20164 Viðhald hússins - Kynningarblað
PVC-þakefni og
klæðningar með
50 ára ábyrgð
Pace-varnarhúð á þök með meira en 1.000% teygju
Þ
egar húsveggir, húsþök,
grindveggir og pallar eru
klædd með PVC-efni hverf-
ur öll viðhaldsþörf því efnið
er viðhaldsfrítt. Það þarf
aldrei að skrapa og mála aftur eða
gera við sprungur.PVC þolir veðrun
afar vel og upplitast ekki. PVC-
klæðningar og -þakefni sem fyrir-
tækið Flott hús selur hér á landi er
með 50 ára ábyrgð. Efnið er afar
umhverfisvænt því hver einasta
plata er 70% úr endurunnu efni.
Á vandaðri heimasíðu fyrirtæk-
isins www.flotthus.is, er að finna
gagnlegar upplýsingar og skemmti-
legan fróðleik í máli og myndum
um PVC-klæðningarnar og þakefni,
en fyrirtækið gerir tilboð í verkefni
af þessu tagi fyrir stóra og smáa að-
ila.
PVC-efnið sem Flott hús selur
kemur frá einum helsta framleið-
anda byggingarefnis í Norður-Am-
eríku, Ply Gem (sjá heimasíðuna
plygem.com) en eins og fyrr segir
er þetta efni með 50 ára ábyrgð. Ply
Gem verður oftar en ekki fyrir valinu
sem samstarfsaðili í vinsælum
raunveruleikaþáttum í sjónvarpi
um húsaviðgerðir og endurbætur,
til dæmis Extreme Home Makeover.
Þá hefur Ply Gem unnið til fjöl-
margra umhverfisverndarverð-
launa enda óhætt að segja að fram-
leiðslan er hágræn með hinu háa
hlutfalli af endurunnu efni í plötun-
um. Ply Gem PVC-klæðningar eru
samkeppnisfærar við allar aðrar
utan hússklæðningar í verði.
Eins og myndirnar bera með sér
eru klæðningarnar afar áferðar-
fallegar en ólíkt fallegum húsum
með klæðningar úr öðru efni þá
helst þetta fallega útlit árum og ára-
tugum saman án nánast nokkurs
viðhalds.
Ekki nýtt þak heldur betra þak
Fyrir þá sem vilja halda gamla þak-
inu sínu en fá það eins og nýtt eru
PACE þakefnin afar góður kostur.
Þessa lausn býður Flott hús und-
ir merkum Pace Iceland (sjá vef-
svæðið http://consortium1964.
wix.com/paceiceland eða tengill
frá flotthus.is) Um er að ræða var-
anlega varnarhúð á gamalt járn, ál,
tjörupappa o.fl.
Hundruð bygginga á Íslandi
hafa fengið þessa varnarhlíf og
endingin er ótrúleg. Það stafar ekki
síst af því að efnið er að minnsta
kosti 1000% teygjanlegt og brotn-
ar því ekki eða springur í kulda. Þó
að sprunga komi í steypuna teygist
PACE-húðin fyrir ofan og heldur
þakinu lokuðu.
Pace fæst í mörgum litum. n
Flott Hús
Mánatún 3, 105 Reykjavík
Símar: 844-5695 og 848-6746
www.flotthus.is